Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 29 MINNSTAÐUR Selfoss | Ræktunarsamband Flóa og Skeiða gekk nýlega frá sam- komulagi við Arkitektafélag Ís- lands um að standa að samkeppni um hönnun íbúðarhúsabygginga í Hagalandi á Selfossi sem er í eigu Ræktunarsambandsins. Landið sem er vestan Eyravegar sunnan við núverandi byggð hefur verið deiliskipulagt og hluti þess tilbúinn til framkvæmda. Það voru Ólafur B. Snorrason framkvæmdastjóri og Albína Thordarson formaður Arkitektafélags Íslands sem und- irrituðu samninginn um samkeppn- ina. Albína sagði ánægjulegt að sjá þann metnað sem Ræktunarsam- bandið sýndi með þessu verklagi við skipulag nýs íbúðahverfis. Hún sagði að þrátt fyrir að mörg íbúða- hverfi risu væri lítið um samkeppni af þessu tagi. Við undirritunina kom fram að markmið samkeppn- innar er að fá teikningar af góðum íbúðum með ákveðnu svipmóti, að ná fram hagkvæmni í byggingu húsa, að ná fram hagkvæmni í hönnun bygginga með endurtekn- ingum og að auðvelda samfellda jarðvinnu á byggingasvæðinu, bæði við götur og húsgrunna. Samkeppnin mun taka til 200 – 250 íbúða í fjölbýlis-, rað-, par- og einbýlishúsum. Ekki er ætlunin að öll hús í sama flokki lúti sömu hönnun heldur er sóst eftir ákveðnu svipmóti og lausnum sem endurtaka má oft. Til þess að framfylgja settum vinnureglum um samkeppni sem þessa hefur verið skipuð dómnefnd sem skipuð er fulltrúum Ræktunarsambandsins og Arkitektafélags Íslands og hef- ur hún það hlutverk að semja keppnislýsingu og leggja mat á innsendar tillögur. Reiknað er með að frestur til að skila inn tillögum verði ákveðinn í síðari hluta aprílmánaðar næst- komandi. Nafnleyndar verður gætt þar til búið er að meta tillögurnar. Rækt- unarsambandið vonast eftir góðri þátttöku í samkeppninni meðal arkitekta og væntir mikils af þeim tillögum sem kunna að berast, en vegleg verðlaun eru í boði. Samkeppni um hönn- un húsa í Hagalandi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá undirritun samnings Ræktunarsambandsins og Arkitektafélags Íslands Eftir Sigurð Jónsson Reykjanesbær | Mikill lúðrablástur mun heyrast í Reykjanesbæ næstu daga. Yngri sveitir Lúðrasveitar Reykjanesbæjar leika í öllum skól- um bæjarins á mánudag og þriðju- dag og á þriðjudagskvöldið verða síðan haldnir stórtónleikar í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur. Síðastliðin tvö ár hafa Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, B- sveit, og 2. bekkur forskóladeildar Tónlistarskólans, sem eru öll sjö ára börn í Reykjanesbæ, efnt til samstarfsverkefnis einu sinni á vetri, sem endað hefur með tón- leikaröð í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar. Æfingar hafa staðið yfir að undanförnu fyrir þriðja verkefnið og hefur næst- yngsta deild lúðrasveitarinnar, A+- sveitin, bæst í hópinn. Mánudaginn 3. og þriðjudaginn 4. apríl munu þessar sveitir halda tónleika í öllum fimm grunnskólum Reykjanesbæj- ar fyrir nemendur á yngsta stigi, þar sem Forskóli 2 í hverjum grunnskóla fyrir sig kemur fram með lúðrasveitinni. Þriðjudaginn 4. apríl nk. kl. 19.30 verða síðan haldnir stórtónleikar í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur. Þar mun elsta deild Lúðrasveitar Tón- listarskóla Reykjanesbæjar, C- sveitin, flytja efnisskrá sem ætlað er að höfða til allra aldurshópa. Til- efni þessara tónleika er að sýna og kynna lúðrasveit og lúðrasveitar- tónlist fyrir yngri áheyrendum á tónleikunum, segir í fréttatilkynn- ingu frá Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar. Einnig koma fram yngri sveitirnar með það efni sem flutt var í skólunum. Alls koma fram um 240 hljóðfæraleikarar, á öllum aldri. Blásið í marga lúðra Þú ert vor og átt stefnumót við stílhreinar línur og flotta liti. Sund- og strandfatalínan, fyrir konuna, karlinn og börnin, er nú glæsilegri en nokkru sinni. Komdu í Debenhams og vertu sundfær og flott/ur í fríinu. Í Debenhams finnurðu mikið úrval af fatnaði og gjafavöru á verði sem kemur þér í gott skap. Sundföt ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 3 20 17 0 3/ 20 06 frjáls vor hjá debenhams Sundfatnaðurinn á myndinni er væntanlegur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.