Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Skagafjörður | Það vakti óneitan- lega athygli og umtal í Skagafirði þegar það vitnaðist fyrir um ári að verið væri að hætta kúabúskap á einu afurðahæsta býli héraðsins og heimilisfólkið þar ætlaði alfarið að snúa sér að tamningum og hesta- mennsku. Jörðin sem um ræðir er Varmaland í Staðarhreppi hinum forna. Þar var um síðustu áramót tekin glæsileg reiðskemma í notk- un jafnhliða því sem fjósinu hafði verið breytt í hesthús sem rúmar liðlega 20 hross og mjólkurhúsið er orðið að kaffistofu og hnakka- geymslu. Fréttaritari heimsótti hjónin Birnu Sigurbjörnsdóttur og Sig- urgeir F. Þorsteinsson sem þar búa ásamt þremur börnum og spurði þau út í þessa ákvörðun. „Við keyptum jörðina með allri áhöfn árið 1998,“ sagði Sigurgeir. „Þá var hér nýlegt fjós fyrir 24 kýr og í því kálfastíur og framleiðslu- réttur fyrir 96 þúsund lítra af mjólk. Þá var þetta um meðalbú í Skagafirði. Á næstu árum keypt- um við svo kvóta og vorum komin upp í 150 þúsund lítra og vorum enn í meðalbústærð en alltaf með sama kúafjölda. Fjósið var ágæt- lega byggt en með gamla laginu, þ.e.básafjós með rörmjaltakerfi og kjallara undir, en farið að styttast í endurnýjun á milligerðum og fleiru. Við vorum nánast frá upp- hafi búin að velta fyrir okkur möguleikum á að stækka búið og auka framleiðsluna og bæta vinnu- aðstöðuna, til dæmis við mjaltirnar og hætta með básana.“ En þetta dæmi sem þau voru að hugsa um hefði einfaldlega kostað um 40 milljónir króna. „Við það bættist að jörðin er frekar lítil og í rauninni fullnýtt. Við vorum með 5 hektara lands annars staðar og hefðum orðið að fá enn meira land hefðum við stækkað eitthvað að ráði. Okkur einfaldlega hraus hug- ur við að fara út í svona mikla fjár- festingu með tilheyrandi skulda- súpu og basli í mörg ár. Þegar við bættist að verðið á greiðslumark- inu var um þetta leyti í algeru há- marki tókum við þá ákvörðun að hætta með kýr og skipta yfir í hrossin,“ sagði Birna. Alltaf tamið með Þau Birna og Sigurgeir höfðu bæði stundað nám við Hólaskóla. Hann á fiskeldisbraut og hún á hrossabraut. Þau hafa verið í hestamennsku um árabil og áttu um 25 hross. Þau hafa raunar allt- af stundað tamningar með kúabú- skapnum en við lakari aðstæður en nú. Þannig var hesthúsið frekar lé- legt. En það sem ókunnugir taka eflaust eftir þegar þeir koma að Varmalandi er sérstök snyrti- mennska í umgengni, jafnt úti sem inni. En var mikið átak að skipta frá kúnum yfir í hrossin? „Það er búin að vera talsverð vinna við að koma þessu í það horf sem við stefndum að. Við förg- uðum kúnum í apríl og fórum fljót- lega út í að breyta fjósinu. Keypt- um inn í það innréttingu sem eru alls 15 stíur og vorum að þessu í fyrrasumar auk þess að heyja. Það gekk mun hægar að komast af stað við reiðskemmuna. Erfitt var að fá iðnaðarmenn hér heima fyrir þannig að endirinn varð sá að við fengum byggingaflokk úr Siglu- firði,“ sagði Sigurgeir. „Við byrjuðum á því að rífa gamla hesthúsið sem varð að víkja fyrir nýbyggingunni. Það var svo tekinn grunnur og steyptur í byrj- un september. Síðan reistum við stálbitana sjálf, settum langböndin og vorum búin að þessu þegar Siglfirðingarnir komu aftur í byrj- un nóvember og þá kláruðu þeir húsið á einni viku. Húsið er 320 fermetrar að stærð og útlagður kostnaður var um sjö milljónir. Við erum mjög ánægð með að vinna í því og teljum raunar að það sé nánast alger grundvöllur fyrir því að stunda tamningar í atvinnu- skyni því annars er hætt við að alltof margir dagar falli úr vegna veðurs. Nú þurfum við ekki að fara með hrossin út þegar veður er vont því skemman er áföst fjós- hlöðunni,“ sagði Birna. Nóg að gera Þau Birna og Sigurgeir byrjuðu svo á að taka hross í tamningu um áramótin þegar öll aðstaða var tilbúin. Það hefur verið nægt fram- boð af hrossum til að temja og þegar kominn biðlisti. En þau segja að 20 hross séu í rauninni það sem tvær manneskjur komist þokkalega yfir að sinna yfir daginn og þá skipti í raun miklu að vera ekki háður veðri. Þau segjast því horfa mjög björtum augum á þessa atvinnu- starfsemi, enda mikil gróska í öllu sem viðkemur hestamennsku um þessar mundir. Jafnvel komi til greina að leigja aðkomumönnum aðstöðu fyrir hross þegar stór- viðburðir á þessu sviði eru í hér- aðinu. Hjónin á Varmalandi í Skagafirði tóku stökkið og skiptu úr kúabúskap yfir í tamningar Hraus hugur við að fjárfesta í stækkun búsins Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Fjölskyldan Heimilisfólkið á Varmalandi í Skagafirði samankomið í hesthúsinu, þar sem það eyðir drjúgum tíma, f.v. Hannes Brynjar, Sonja Sigurbjörg, Jón Helgi, Birna Sigurbjörnsdóttir og Sigurgeir Þorsteinsson. Eftir Örn Þórarinsson LÍFFÆRAGJAFIR á Íslandi sem og nýrnaígræðslur voru á meðal um- fjöllunarefna á ársþingi Skurðlækna- félags Íslands og Svæfinga- og gjör- gæslulæknafélags Íslands sem hófst í Háskólanum á Akureyri í gær, en því lýkur í dag, laugardag. Þetta er í fyrsta sinn sem sameiginlegt þing skurð-, svæfinga- og gjörgæslulækna er haldið utan höfuðborgarsvæðisins. Tilefnið nú er að 150 ár eru liðin frá því fyrsta skurðaðgerðin var fram- kvæmd í svæfingu hér á landi, en það var á Akureyri. Þá fjarlægði Jón Fin- sen læknir sull úr 15 ára stúlku í klór- oform svæfingu og er talið líklegt að aðgerðin hafi verið gerð í Gudmanns Minde, Aðalstæti 14. Þar er nú unnið að því að koma upp eins konar safni sem tengist lækningasögunni. Í ávarpi Girish Hirlekar, forstöðu- læknis svæfinga- og gjörgæsludeild- ar FSA, kom fram að með þinghald- inu á Akureyri væri verið að sýna þeim hetjum sóma, sem þátt tóku í þessum merka atburði fyrir 150 ár- um. Hann nefndi að enn væri verið að leita að nafni stúlkunnar, sem með eftirminnilegum hætti tók þátt í að skapa Íslandssöguna. „Það er áskor- un til sagnfræðinga og lækna að gera sameiginlegt átak um að afla frekari vitneskju um þennan atburð og ein- staklingana sem hlut áttu að máli.“ Læknaþing Ársþing skurðækna, svæfinga- og gjörgæslulækna er haldið á Akureyri í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá því fyrsta svæfingaaðgerðin var gerð á Íslandi, en það var á Akureyri . Hver var stúlkan? HUGI Kristinsson hefur verið útnefndur heiðursfélagi í Hestamannafélaginu Létti. Framlag hans til félagsstarfs hestamanna á Akureyri og hagsmunabaráttu þeirra er með þeim hætti þakkað. Líf Huga, sem fæddur er árið 1924, hefur verið samofið hestum og hestamennsku og er honum í barnsminni er fjöl- skyldan fluttist frá Strjúgsá, þar sem hann er fæddur, og að Ytra-Dalsgerði, að móðir hans teymdi undir honum drátt- arhryssuna Finnu. Þegar komið var þar sem sá út á bæina bað hann móður sína að sleppa, hann vildi ríða einn inn í fjölmennið. Það hefur verið lífsmottó Huga, að standa á eig- in fótum í lífinu. Hugi flutti til Akureyrar 1947, en hafði nokkrum árum fyrr gengið til liðs við Léttismenn. Fljótlega hóf hann að starfa í ýmsum nefndum á vegum félagsins, m.a. kappreiðanefnd og veganefnd, en sú síðarnefnda náði m.a. samningum við landeigendur fram allan Eyjafjarð- arbakkann að Munkaþverá sem tryggir enn í dag reiðleið- ina um bakkana. Þá var Hugi gjaldkeri félagsins samfellt í þrjú kjörtímabil á sjöunda áratugnum. Tók hann einnig þátt í að koma upp reiðskóla í samstarfi við Akureyrarbæ. Hugi heiðursfélagi í Létti Ljósmynd/Þórir Tryggvason Heiðraður Líf Huga Kristinssonar hefur verið sam- ofið hestum og hestamennsku, félagar hans í Létti heiðruðu hann á dögunum. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ á Akureyri hefur gert fræðslufundi FSA aðgengilega á vefsíðu sjúkra- hússins og er bæði hægt að fylgjast með þeim í beinni útsendingu og horfa á upptökur frá fundum hvenær sem er. FSA hefur frumkvæði að því meðal sjúkrastofnana hér á landi að miðla fræðsluefni á þennan hátt til sjúkrastofnana og almennings. Fræðslufundirnir voru áður sendir út frá FSA um fjarfundabúnað til annarra sjúkrastofnana en eftir að svokölluð Byggðabrú var aflögð var leitað eftir búnaði sem gæti gert sjúkrahúsinu kleift að nýta netið til útsendinga fundanna og miðla efninu um leið til almennings. Bæði er um lifandi mynd að ræða og einnig birtir búnaðurinn jafnhliða glærur fyrir- lesara. Þeir sem fylgjast með fræðslufundum í beinni útsendingu geta sent inn fyrirspurnir til fyrirles- ara meðan á fundi stendur. Fræðslufundir FSA eru haldnir í viku hverri og í fyrirlestrum fagfólks er fjallað um fjölbreytt efni sem snerta heilbrigðisþjónustu. Hægt er að fara inn á fyrirlestrana um vef FSA (www.fsa.is). Fræðslufundir FSA opnir almenningi Fékk páskaferð | Sparisjóður Norðlendinga hefur staðið fyrir Lífsvalsleik undanfarnar vikur þar sem nöfn núverandi sem og nýrra Lífsvalsfélaga fóru í pott. Í verð- laun var páskaferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar, flug frá Ak- ureyri og gisting, í boði Sparisjóðs- ins. Sóley Guðjónsdóttir hreppti vinninginn. Sýning |Joris Rademaker opnar sýningu á nýjum verkum í veit- ingahúsinu Karólínu á morgun, 1. apríl klukkan 16. Sýningin heitir Mjúkar línur / Smooth lines. Hún er hluti af myndaröð sem enn er í vinnslu. Myndirnar eru unnar á striga og pappír á óhefðbundinn hátt. Unnið er með spaghetti og graffitiúða. Snúa bökum saman| Eyfirskir matvælaframleiðendur, matvælafyr- irtæki og veitingahús hafa snúið bökum saman um sameiginlega kynningu á sýningunni Matur 2006 sem nú stendur yfir í Fífunni í Kópa- vogi og stendur fram á sunnudag. Þetta er í fyrsta sinn sem aðilar á einu landsvæði taka sig saman um kynningu á þessari árlegu sýningu og ber básinn yfirskriftina Eyfirskt matartorg.    AKUREYRI Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn Akureyri Blaðbera vantar í afleysingar  Upplýsingar í síma 461 1600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.