Morgunblaðið - 01.04.2006, Side 33

Morgunblaðið - 01.04.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 33 MENNING Hættu að hlaupa apríl … Gullna stýrið 2005 Hobbyhúsið, Dugguvogi 12, Sími 517 7040 • www.hobbyhusid.is Sölusýning um helgina Mest seldu hjólhýsi í heimi Gæði — Þjónusta Netsalan ehf. laugardag kl. 13-17 • sunnudag kl. 13-17 • virka daga kl. 10-18 Vinsælastur í dag BELGÍSKI rithöfundurinn Sylvia Vanden Heede er enginn nýgræð- ingur í barnabókaskrifum, en bækur hennar eru nú hátt á fjórða tuginn og hafa verið þýddar á fjölda tungumála. Bækurnar um Rebba og héru hafa notið sér- stakra vinsælda en nú hefur sú fyrsta í bókaflokknum verið þýdd á íslensku. Sagan segir af nokkr- um íbúum skógar nokkurs. Rebbi og héra búa saman í tré og Ugli og Pípi litli í öðru. Að einhverju leyti minna sögurnar örlítið á sög- urnar um Bangsímon og vini hans, en þegar líður á bókina kemur í ljós að persónur Vanden Heeden eru af dálítið öðrum toga, sam- skipti þeirra eru ef til vill meira eins og gerist hjá fullorðnu fólki en á sér stað í heimi Bangsímons. Í báðum tilvikum er það þó mann- legt eðli, breyskleiki og listin að læra að lifa sem er bakgrunnur sagnanna. Persónur Vanden Hee- den eru mitt á milli mennsku og dýrseðlis og sveiflast líka milli þess að vera eins og fullorðið fólk og börn. Þessi margræðni ljær sögunum dýpt og dálitla lífsvisku sem lesendur á barnsaldri með- taka ómeðvitað. Þetta er raunin með góðar barnabækur, sama ger- ist til dæmis í bókum Tove Jans- son um múmínálfana og hinum fjölmörgu bókum Astrid Lindgren. Bókin um Rebba og héru skiptist í marga stutta kafla sem segja frá lífi félaganna í skóginum á tímabili sem spannar um það bil eitt ár, bókin hefst um sumar og henni lýkur að vori, árstíðirnar og fylgi- fiskar þeirra á borð við kulda, snjó og flensu eiga þátt í fram- vindu sögunnar. Mannleg sam- skipti, vinátta, umhyggja, gagn- kvæmur skilningur, ást og virðing móta boðskap sögunnar en á yf- irborðinu er atburðarásin fjöl- breytt og ýmis uppátæki ásamt misjafnri lífsleikni söguhetja halda ungum lesendum við efnið. Sögu- þráður er jafnan einfaldur og auð- velt að fylgja honum, litlir orða- leikir og uppákomur ásamt dásamlegum, liprum og lifandi teikningum sem gæða persónur miklu lífi og nærveru gera söguna lifandi. Endurtekningar og áherslur á einstök orð eru vel við hæfi lítilla barna en bókin hentar líka vel þeim sem eru að byrja að lesa og er skrifuð með þau í huga, inn á milli er tam. fjallað um staf- setningu einstakra orða en einatt á skemmtilegan hátt. Fyrir yngri börn er hún einnig skemmtileg lestrarstund og kaflarnir hæfilega langir. Hinn undirliggjandi en síst af öllu uppáþrengjandi boðskapur, marghliða persónur, fjölbreytt umfjöllunarefni og skemmtilegt samspil texta og mynda gerir bók- ina að ákjósanlegri lesningu fyrir bæði börn og fullorðna sem óhætt er að mæla með. Með ást og virðingu BÆKUR Barnabók eftir Sylvia Vanden Heede með teikn- ingum eftir Thé Tjong-Khing 140 bls. Mál og menning 2006. Rebbi og héra Ragna Sigurðardóttir Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.