Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 34
Daglegtlíf apríl V ið höfum lengi verið skútufólk og höfum siglt mjög víða í gegnum tíðina. Hvert siglingasvæði hefur sinn sjarma, en ég held að Tyrk- landsstrendur standi upp úr öllu öðru. Þar eru heillandi siglingasvæði, góðar hafnir, skemmtilegt fólk, góður matur og afar hagstætt verðlag,“ segir Önundur Jóhannsson, sem ásamt eiginkonu sinni Sigurveigu Guð- mundsdóttur er í þann mund að stofna skútu- leigu í Tyrklandi. Nýjar vel útbúnar skútur Nú er verið að leggja lokahönd á fjórar glæ- nýjar Jeanneau-skútur, sem eru í smíðum fyr- ir þau í Frakklandi. Skúturnar verða allar af- skaplega vel búnar og stefnt er að því að þær verði komnar í rekstur í maímánuði eftir að þeim hefur verið siglt 1.300 sjómílna leið um Miðjarðarhafið frá Frakklandi til Tyrklands. Það samsvarar leiðinni frá Vestmannaeyjum til Glasgow og aftur til baka. Flaggskipið, sem er 49 fet, er búið fjórum tveggja manna kab- ínum, en hinar þrjár skúturnar, sem allar eru 45 feta, hafa þrjár tveggja manna kabínur hver. Hægt er að leigja skúturnar með eða án skipstjóra. Kostnaður við skútuleiguna fer eft- ir fjölda farþega um borð, en nærri lætur að vikuleiga leggi sig frá 260 evrum á manninn sem samsvarar 22.500 krónum. Aukakostn- aður fyrir skipstjóa nemur 105 evrum á dag. Ótal fagrar víkur og vogar Skúturnar verða staðsettar í smábænum Göcek, sem er 22 km austur af Dalaman- flugvelli á suðurströnd Tyrklands sem þjónar m.a. Marmaris þangað sem Íslendingar eru farnir að sækja. Þrjá tíma tekur að keyra til Göcek Antalya og einnig er hægt að koma sér til Marmaris með ferju frá Rhodos. Siglinga- svæðið samanstendur af ótal víkum og vogum. Gerð er krafa um að skipstjórar geti sýnt fram á siglingareynslu, en að sögn Önundar er mjög auðvelt að sigla um svæðið þótt æskilegt sé að menn hafi kunnáttu í siglingafræði, notkun sjókorta og meðhöndlun báts. Skútuhöfnin í Göcek er ein af þeim vinsælustu við suður- strönd Tyrklands. Íbúar Göcek eru hátt í fjög- ur þúsund, en bærinn stendur við Fethiye-flóa, þar sem gaman er að varpa akkeri, synda um í sjónum, sóla sig og snorkla. Gaman er líka að binda skútuna við bryggju í litlum víkum, fara í skoðunarferðir og fá sér svo snæðing á litlum fjölskyldureknum veitingastöðum, sem margir eru reknir í flæðarmálinu, segir Sigurveig. „Skútuleiga hefur verið draumur hjá okkur í mörg ár sem nú er að verða að veruleika,“ segja þau hjón. Eftir að hafa verið skútuleigj- endur í mörg ár eignuðust þau sína fyrstu skútu árið 1998 sem fékk nafnið Salka Valka. Þau leigðu skútuna til Sunsail, sem gerir út báta út um allan heim, og fengu sjálf afnota- rétt af skútunni í sex til átta vikur á ári. „Fyrsta árið var skútan okkar í Króatíu, síðan í fjögur ár í Karabíska hafinu og loks var henni skilað í Tyrklandi. Þegar við fórum svo þangað til að sækja bátinn kolféllum við fyrir staðnum og því má segja að við höfum endað óvart í Tyrklandi.“ Undanfarin sautján ár hafa þau Önundur og Sigurveig verið búsett rétt fyrir utan Frank- furt, en Önundur starfaði í Þýskalandi sem flugstjóri hjá Lufthansa og Sigurveig er enn starfandi flugfreyja hjá sama félagi. „Ég mun halda áfram sem flugfreyja í hlutastarfi og skýst svo í útgerðina þess á milli,“ segir Sig- urveig og hlær. Efnt verður til nafnasamkeppni Að sögn Önundar er ekkert því til fyrirstöðu að leika sér á skútu við Tyrklandsstrendur í sjö til átta mánuði á ári, eða allt frá aprílmán- uði og fram í nóvember. Áhugasamir skútu- leigjendur geta haft beint samband við þau Sigurveigu og Önund í gegnum netsíðu, en Úr- val-Útsýn áformar jafnframt að bjóða upp á pakkaferðir til Marmaris með möguleika á skútuleigu hjá Seaways. „Nú vantar okkur bara nöfn á nýju skúturnar. Flaggskipið kem- ur til með að heita Salka Valka II, en við áformum að efna til nafnasamkeppni á hinar þrjár skúturnar og munum bjóða viku á skútu í verðlaun,“ segir Önundur. „Þessi feðamáti er skemmtilegur bæði fyrir börn og fullorðna og þegar maður hefur einu sinni prófað þetta vill maður ekkert annað.“ Að sögn Önundar verða allar skúturnar skráðar á Íslandi þótt það sé dýrara en í Tyrk- landi. „Það helgast fyrst og fremst af ein- skærri föðurlandsást fyrir utan það að nafnið „Reykjavík“ og íslenski fáninn vekur hvar- vetna athygli og umræður þar sem lagst er að bryggju.“  TYRKLAND | Íslensk hjón reka skútuleigu í Göcek í Tyrklandi með eða án skipstjóra „Heillandi siglingasvæði og hagstætt verðlag“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hjónin Önundur Jóhannsson og Sigurveig Guðmundsdóttir ætla nú að fara að snúa sér að rekstri skútuleigu við Tyrklandsstrendur. Legið við bryggju inni í vinalegri vík. Gaman er að sigla, synda og svamla í volgum sjónum. Margir litlir fjölskylduveitingastaðir eru reknir í flæðarmálinu. TENGLAR ................................................................... www.seaways-sailing.com Legið við akkeri við Tyrklandsstrendur. join@mbl.is Rómantík í París 35 Dansað í Hornvík 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.