Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF Í APRÍL
„ALLT í einu heyrðum við í skips-
flautu og út við sjóndeildarhring í
mistrinu mátti greina gráan brynd-
reka, rússneskt herskip, og skipverj-
ar voru að fleygja í hafið blóm-
sveigum til minningar um látna
félaga úr heimsstyrjöldinni síðari.“
Með þessum orðum hóf Hilmar sam-
talið en hann og göngufélagarnir,
sem eru hópur íþróttakennara sem
útskrifuðust frá Laugarvatni 1978,
lögðu af stað úr Hornvík í upphafi
fjögurra daga gönguferðarinnar um
Hornstrandir og voru komnir að
Horná þegar skipsflautið fangaði at-
hyglina.
Í fyrstu sigldi hópurinn frá Ísafirði
í Hornvík og daginn eftir var gengið
af stað og merkilegir staðir skoðaðir
eins og gengur. Fyrsta dag göng-
unnar skyldi gengið á Hornbjarg,
Miðfell og Kálfatinda. „Eftir við-
komu í Hornbænum var haldið á
bjargið. Gengið var upp sneiðinginn
neðan Ystadals og þar upp á sjálft
bjargið. Eftir gott stopp og kaffipásu
var svo aftur haldið af stað og nú
þurfti að klífa hlíðar Miðfells og sum-
um leist nú ekkert á blikuna í fyrstu
en er nær dró var þetta allt í lagi,“
sagði Hilmar. Uppi á Miðfelli var
stoppað til að njóta útsýnisins og feg-
urðin blasti við augum. Á niðurleið-
inni var m.a. gengið framhjá Svað-
askarði sem er fullt af fugli og
hávaðinn í bjarginu er mikill.
Þegar niður á sléttlendið var kom-
ið var stefnan tekin á uppgöngu í
Kálfatinda (530 m) sem er afar falleg
leið. Þegar komið var fram hjá Stóða-
hlíðavatni og að rótum múlans var
hægt að hefja uppgönguna. „Á upp-
leiðinni er bratt og hrikalegt og ekki
fyrir alla að fara þar um,“ sagði
Hilmar, „allavega er ekki gott að
vera lofthræddur,“ bætti hann við.
„Þegar upp var komið gleymdist þó
öll hræðsla því að útsýnið sem við
blasir er svo glæsilegt. Það liggur við
að sjáist alla leið til Grænlands,“
sagði hann, greinilega allur í gríninu.
Þennan dag voru gengnir 15–17 km
og hópurinn var hvíldinni feginn þeg-
ar að kvöldi kom því daginn eftir var
strangt prógramm fyrir höndum.
Gengu fjöruna í fylgd lágfótu
Blikur voru á lofti þegar farið var á
fætur því blíðviðrið sem ríkti daginn
áður hafði vikið fyrir súld og smág-
jólu. „Á meðan verið var að skipu-
leggja ferðina veturinn áður sagði ég
fólkinu að útbúa sig rétt svo að við
yrðum við öllu búin. Það skilaði sér
sem betur fer þennan dag því að eng-
um var neitt að vanbúnaði,“ sagði
Hilmar og hélt áfram: „Haldið var
sem leið lá út með víkinni og út fjör-
una í fylgd lágfótu sem var á morg-
unskokki í fjörunni.“ Eftir smá klifur
voru þau komin í Rekavík bak Höfn.
„Við tókum smápásu á palli sem var
við íbúðarhús sem stóð þar einu sinni
en húsið fauk í fárviðri fyrir nokkrum
árum. Eigendurnir lokuðu grunn-
inum þannig að þarna er þessi líka
fíni danspallur og við ákváðum að slá
upp balli og rifjuðum upp nokkur
dansspor frá skólaárunum. Við döns-
uðum línudans með aðstoð einnar úr
hópnum og annar lék á munnhörpu
svo að þetta var allt í stíl.“
Þau voru þó ekki ein á ferð því að
bar tvo útlendinga. „Þá rak í roga-
stans að sjá þessa trylltu Íslendinga
dansa þarna af hjartans lyst á hjara
veraldar. Við buðum þeim í dansinn
en þeir hlógu bara og héldu sína
leið.“
Eftir þessa skemmtilegu hópefl-
ingu var haldið af stað aftur og áætl-
un haldin að mestu. Leiðin lá um
kletta og klungur og víða var um
hengiflug að fara. Allt gekk þó áfalla-
laust fyrir sig og í bakaleiðinni gátu
þau ekki stillt sig um að nýta dans-
pallinn aðeins betur. „Nema hvað í
þetta sinn var stiginn færeyskur
dans með laginu um Ólaf sem reið
með björgum fram,“ sagði Hilmar.
„Ég varaði félagana við þessu og
sagði þeim að á mínum æskuárum
hefðu beitningamenn sungið þetta
lag í skúrunum ef þeir vildu fá brælu
og landlegu.“ Félagarnir töldu þetta
raus í Hilmari og virtu viðvaranir
hans að vettugi.
Eftir góðan og viðburðaríkan dag
var veislu-
máltíð und-
irbúin um
kvöldið í
Höfn og til
veislunnar
var fengið að
láni sam-
komutjald
sem var þar í víkinni. Að lokinni vel
heppnaðri veislu; söng, glensi og
gamanmálum var skriðið í pokana til
að safna kröftum fyrir næsta áfanga.
Spádómurinn rættist
Þegar þriðji dagur göngunnar
miklu rann upp kom í ljós að viðvar-
anir Hilmars um Ólaf liljurós voru
ekki úr lausu lofti gripnar. „Þar
sannaðist spádómur minn um söng-
inn þann. Komið var hávaðarok,
skúrir og þoka niður í miðjar hlíðar.“
Skotið var á ráðstefnu þar sem nið-
urstaðan varð að slá af allar fyr-
irfram ákveðnar áætlanir og kanna
frekar nágrennið. „Farið var í fjöru-
lall og kíkt í Hafnarósinn til að veiða.
Samkomutjaldið góða kom sér vel og
þar var sett upp kaffihús með til-
heyrandi og föt þurrkuð,“ sagði
Hilmar.
Yrðlingar stilla sér
upp fyrir myndatöku
Lokadagurinn rann upp, þokka-
lega bjartur og sjó var tekið að lægja.
Fyrir lá siglingin til Ísafjarðar. „Það
gekk vel að ganga frá og ekki arða
skilin eftir af rusli. Okkar mottó er að
skilja betur við en við komum að.
Kveðjurnar sem við fengum voru
góðar því þegar við vorum að fara
hélt rebbafjölskylda sýningu fyrir
okkur á tjaldstæðinu. Fjórir yrðling-
ar brugðu á leik og stilltu sér upp
fyrir myndatöku.“
Eftir að allir voru komnir til síns
heima heilir á húfi var farið að huga
að næstu ferð og hópurinn stefnir á
göngu um Austfirði á komandi sumri
en ákveðið hefur verið að fenginni
reynslu að gista í húsi næsta sinni.
HORNSTRANDIR | Gamlir vinir og skólafélagar leggja land undir fót og ganga á fjöll
Dansað af hjartans lyst á hjara veraldar
Rússneskt herskip og
yrðlingar að leik var með-
al þess sem bar fyrir
augu Hilmars Pálssonar
sem segir hér Sigrúnu
Ásmundar ferðasögu
gönguhóps sem fór í sína
fyrstu gönguferð um
Hornstrandir sl. sumar.
Ekki tjóaði að láta eftir sér lofthræðslu í mesta brattanum.
Sögumaður og eiginkona hans, Guðbjörg Skarphéðinsdóttir.
Fegurð Hornstranda er óumdeilanleg.
Hver segir að glæsihýsi og galafatnað þurfi til að skemmta sér á dansgólfi?
„Við ákváðum
að slá upp balli
og rifjuðum
upp nokkur
dansspor frá
skólaárunum.“
Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
Afgreiðslugjöld á flugvöllum.
Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og
minibus, 9 manna, og rútur með/án
bílstjóra.
Höfum bíla með dráttarkrók og smárútur,
allt að 14 manna. Smárútur fyrir
hjólastóla.
Sumarhús
Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum
stærðum - frá 2ja manna og upp í 30
manna hallir. Valið beint af heimasíðu
minni. - Þið takið húsið frá í 3 daga án
greiðslu og við staðfestum síðan og
sendum samning og greiðsluseðla. Einnig
má greiða með greiðslukorti.
LALANDIA
Útvegum sumarhús í Lalandia, einhverju
skemmtilegasta orlofshverfi Danmerkur.
Lágmarksleiga 2 dagar.
Húsbílar, hjólhýsi fyrir VM 2006
Höfum nokkra húsbíla fyrir VM 2006 í
Þýskalandi til afgreiðslu frá Kaupmanna-
höfn og Flensborg. Getum útvegað
hjólhýsi og bíla með dráttarkrók.
Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu;
www.fylkir.is
Fylkir.is ferðaskrifstofa
sími 456 3745
Eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem
ekki nýtur styrkja frá opinberum aðilum
Bílaleigubílar
Sumarhús í
Danmörku
Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga
Bílar frá dkr. 1.975 vikan