Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 37
Gullna hofið Taj Mahal í Agra á Indlandi var reist árið 1631. FERÐAFRÖMUÐURINN Ing- ólfur Guðbrandsson er nú að leggja síðustu hönd á skipulag áttundu hnattferðar sinnar sem nú þegar er komin í sölu og vara mun allan októ- bermánuð næstkomandi. Ferðin tekur þrjátíu daga og mun kosta rúmar 800 þúsund krónur á mann- inn. „Þetta er lúxusferð, sem fer eft- ir afar spennandi leiðum hringinn í kringum hnöttinn með bestu flug- kostum, sem völ er á, og gistingu á bestu hótelum heims. Íslensku ferðalangarnir munu meðal annars gista á Ritz Carlton-hótelinu í Hong Kong sem nýlega var valið besta hótel heims af lesendum Travellers,“ segir Ingólfur í samtali við Ferða- blaðið. Það er ferðaklúbbur Ingólfs, Heimskringla, sem stendur að hnattreisunni í samstarfi við Heims- ferðir og hefur Ingólfur valið alla þjónustu í ferðinni sjálfur. „Þetta er umfangsmesta ferð, sem gerð hefur verið út frá Íslandi til þessa dags, svo ég viti til,“ segir Ing- ólfur og bætir við að áhugasömum bjóðist kjörið tækifæri til að kynna sér hvað í boði verður á opinni kynn- ingu á Grand hóteli Reykjavík í dag. Kynningin er lokakafli ferðanám- skeiðs um mannlíf og menningu í ýmsum heimshornum sem Ingólfur hefur staðið fyrir að undanförnu. Hnattreisan hefst á því að skoð- aðir verða frægustu sögustaðir Ind- lands. Síðan verður farið um Norð- ur- og Suður-Taíland, þaðan til Hong Kong og yfir til Sjanghæ, sem Ingólfur segir, með fullri virðingu fyrir öllum öðrum stórborgum, að sé nú mesta framúrstefnuborg heims. Frá Sjanghæ verður förinni heitið til Japans, en í höfuðborginni Tókýó verður gist á Conrad, sem sé topp- urinn á Hilton-keðjunni. Hawaii verður næsti áfangastaður með gist- ingu á Hilton á Waikiki-ströndinni þar sem talið er vera besta loftslag heims, að sögn Ingólfs. Loks verður viðdvöl í Los Angeles á leiðinni heim til Evrópu. Rekur slóð menningarinnar Í ferðina komast þrjátíu manns og segir Ingólfur að um helmingur sæt- anna sé nú þegar seldur. „Ferðin mun rekja slóð menningarinnar því að menningin hófst ekki í Evrópu, hún kom að austan. Minn metnaður felst í að bjóða áhugaverðar ferðir þar sem fólki býðst að kynnast þró- un menningar að fornu og nýju og upplifa það merkasta, sem heim- urinn hefur upp á að bjóða, fyrir brot af þeirri upphæð, sem forríkir Ameríkanar eru að borga fyrir ferð, sem Morgunblaðið kallaði „lúx- usferð“ á baksíðu um liðna helgi, en ferðast er með vél Loftleiða Ice- landic. Fyrir herlegheitin borga menn 3,5 milljónir kr. fyrir aðeins 20 daga ferðalag. Heyrst hefur að eyjan Malta í Miðjarðarhafinu reynist mesti viðburður þessa ferðalags. Það þarf enga heimsreisu til að heimsækja Möltu og þaðan af síður þarf hnattreisu til að fá kampavín og rússneskan kavíar í morgunverð. Mér dettur ekki í hug að aðrir en ríkir Ameríkanar séu svo hégómleg- ir að setja fjármuni sína í svona ferðalag, sem eftir því sem ég kemst næst liggur um fremur fáfarna staði þar sem þjónustustig og aðbúnaður er takmarkaður,“ segir Ingólfur. Það er blandaður hópur fólks, að sögn Ingólfs, sem sækir í hnattreis- urnar, en yfirleitt sé um að ræða fólk, sem hafi menningarlegan áhuga á lífinu. „Flestar ferðir Ís- lendinga eru því miður tilvilj- anakenndar og án markmiða. Ég keppi að því að skipuleggja áhuga- verðar ferðir á heimsmælikvarða á ótrúlega lágu verði, sem ég hef náð með góðum langtímasamböndum um allan heim. Svona ferðalag er auðvitað stór viðburður í ævi hvers manns.“  FERÐALÖG Áttunda hnattreisan í haust Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Opin kynning verður haldin fyrir áhugasama á hnattreisunni á Grand hóteli Reykjavík í dag kl. 16.30. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 37 DAGLEGT LÍF Í APRÍL Í FERÐABLAÐI Politiken er fjallað um reykingar á Kastrup-flugvelli við Kaupmannahöfn en þar er reyk- ingamönnum ekki úthýst frekar en annars staðar í Danmörku. Ekki eru allir hlynntir reyknum sem smýg- ur um þótt um sérstök reykingasvæði sé að ræða og í Politiken segir Hasse Jørgensen að verið sé að vinna í málunum. Algjört reykingabann er í innritunarsal flug- vallarins en þegar komið er inn í brottfararsvæðið er annað upp á teningnum. Þetta svæði er árlega notað af fimm milljónum reykingamanna. Veitingastaðirnir eru orðnir griðastaðir þeirra þar sem búið er að fjarlægja stóla af öðrum reykingasvæðum og koma fyrir borðum með háfi yfir sem þarf að standa við. Þetta kemur niður á öðrum gestum veitingastaðanna. Samkvæmt mæl- ingum reykja 26% farþega Kastrup-flugvallarins, þ.e. um fimm milljónir af þeim tuttugu milljónum sem fara þar um á ári. Eftir sem áður er meirihluti farþega reyk- laus. Jørgensen segir að til greina komi að koma fyrir sérstökum reykherbergjum, en spurningunni um hve- nær algjört reykingabann verði sett á flugvellinum seg- ir hann ómögulegt að svara. Reykingaherbergi á Kastrup?  DANMÖRK Morgunblaðið/Ómar Reykingamenn sem ætla til Kaupmannahafnar á næstunni og fara um Kastrup-flugvöll gætu þurft að sætta sig við að reykja í sérstöku reykingaherbergi. Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. Sími 0045 3297 5530 • Gsm 0045 2848 8905 • www.lavilla.dk Kaupmannahöfn - La Villa www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.