Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 52

Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UM ÞESSAR mundir eru liðin 65 ár frá því að amerískur her steig á ís- lenska grund. Vera hersins og áhrif hersetunnar er og verður efni í mörg fræðirit og bækur. Umsvif hersins gerðu það að verkum að margir Ís- lendingar buðu fram starfskrafta sína og unnu sér inn góðar tekjur. Af þess- um tekjum rann svo prósenta í formi skatta til íslenska ríkisins. Ameríski herinn er auð- ugur af margskonar tól- um og tækjum til ann- arra nota en manndrápa. Við höfum notið góðs af þessum tólum og græddum á margvíslegri umsýslu þeirra tóla sem herinn þurfti ekki lengur að nota, eða vildi selja. Hver man t.d. ekki eftir Willy’s-jeppanum eða „Víponinum“ . Margur sjómaðurinn á líf sitt vöskum flugmönnum hersins að þakka. Athyglisverð er sú frétt að starfsaldur þeirra Íslendinga sem sækja sína vinnu til herstöðvarinnar sé að meðaltali hár. Ekki hafa allir verið á eitt sáttir um veru hersins hér á landi. Vildu herinn burtu hið snarasta. Lögðu á sig ýmis mótmæli, m.a. frægar göngur til Keflavíkur, hrópandi slagorð eins og „Ísland úr NATO! Herinn burt“. Á dögum kalda stríðsins sat ameríski herinn sem fastast og fylgdist grannt með ferðum Sovétmanna og annarra grunsamlegra aðila í lofti sem á/í legi. Þegar Sovétríkin önduðust hvarf það ógnarjafnvægi sem var milli NATO og Varsjárbandalagsins. Skapaðist tómarúm sem margar Austur- Evrópuþjóðir nýttu sér og brutu af sér það ok sem á þeim hafði nauð- ugum hvílt. Sú ógn sem heimsbyggð- inni stafar mest hætta af eru ýmsir glæpa- og öfgahópar bæði pólitísks og trúarlegs eðlis. Þessir öfgahópar eru raunveruleg ógn þar sem innan þessara hópa er aðeins rúm fyrir ein- stefnuskoðanir, fáfræði og siðblindu á háu stigi. Þeir ætlast skilyrðislaust til að aðrir þjóðfélagshópar eða önnur trúfélög sýni þeim endalaust umburð- arlyndi. Engin virðing er borin fyrir mannslífum saklausra borgara. Og grátbroslega hliðin á þessum hópum er að leiðtogarnir og undirsátar þeirra fá stöðugt til liðs við sig æsk- una sem er heilaþvegin með tómum öfgum og bulli. Æskan er síðan send út í opin dauðann, allt fyrir trúna. Hvers vegna fara þessir leiðtogar ekki sjálfir og sprengja sig fyrir mál- staðinn sem þeir dá svo mjög? Eða í öðru lagi glæpahópar úr austur- átt sem reyna að troða eiturlyfjum upp á unga fólkið sem margt hvert ánetjast til ævilangs skaða. Nú á tímum hraðra breytinga á heims- myndinni er aðall okkar Íslendinga að vera snögg að aðlagast breyttum aðstæðum. Það er ljóst að Banda- ríkjaher verður ekki lengur hér á landi en sem nemur 2 ár- um í mesta lagi. Eftir standa mann- virki, búnaður og hafnaraðstaða sem er mikils virði. Ljóst er að aukin áhersla íslenskra stjórnvalda á stór- iðjuframkvæmdir kallar á frekari uppbyggingu stóriðjuvera. Hvar hafa andstæðingar stóriðjuframkvæmda hugsað sér að afla þeim mannfjölda vinnu sem misst hefur og mun missa vinnuna við samdrátt og brotthvarf hersins? Auðn og gróðurleysi Suð- urnesja mun lítt skaðast þótt þar rísi álver við Helguvík. Fjallagrös eru seinsprottin og fyrir þann fjölda sem færi á grasafjall væri öll fjallagrös á Íslandi fljótt upptínd. Ljóst er að stjórnvöld í Washington eru að flytja herstöðvar sínar frá Íslandi og Þýskalandi til Austur-Evrópuríkj- anna Rúmeníu og Búlgaríu. Þessar áherslubreytingar hjá stjórnvöldum vestra benda til að verið sé að koma upp herstöðvum nær Miðaust- urlöndum og mæta stórauknum hernaðarumsvifum Bandaríkjanna á þessu svæði. Ekki síst eftir að írönsk stjórnvöld hafa lagt blessun sína á auðgun úrans og aðra vinnslu tengda kjarnorkumálum í Íran í óþökk Bandaríkjanna og Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar. Eftir þykjumst við sitja eftir með sárt ennið og bar- lómurinn fer fjöllunum hærra. Erum við eftir allt ekki sú stolta og sjálf- stæða þjóð sem við segjumst vera? Það var vitað að Bandaríkin hyrfu á brott með sinn her innan 2 ára og þurfti ekki að hlusta grannt á mál- flutning stjórnvalda í Washington til að sjá það sanna í málinu. Hvað varnarsamningum líður er það á færi okkar færustu sérfræðinga að ljúka því máli svo að borðið sé hreint. Með tilkomu Schengen- laganna opnuðust nýjar leiðir til Ís- lands. Um þá gátt streymir fólk í margvíslegum erindagerðum. Ýmis skuggaöfl nýta sér frjálsræðið sem af þessum samningi gefst. Eru yfirvöld rétt að byrja að finna fyrir þessum skuggaöflum. Stórefla þarf lög og tollgæslu til að stemma stigu við óæskilegum innflutningi bæði manna og efna. Mín skoðun er sú að með tilliti til legu Íslands og hafsvæðisins um- hverfis okkur er vitlegast að leita samstarfssamninga við þau lönd sem að okkur liggja, Norðmenn, Dani, Breta og Kanadamenn. Danir ráða stórum landsvæðum umhverfis okkur bæði við Færeyjar og Grænland. Bandalag þessara fjögurra þjóða um varnarsamstarf sín á milli væri kost- ur sem vert er að skoða. Bæði hvað varðar lögreglu, tollamál og varnir þess kjarna sem þessi fjögur lönd mynda. Samvinna þessara landa hef- ur hingað til verið góð og því ætti hún ekki að geta verið enn betri eftirleiðis með þeim áherslubreytingum sem eru að gerast í heiminum í dag. Góð samvinna er gulli betri. Flugtak arnarins Þrymur Sveinsson fjallar um varnarliðið og brotthvarf þess ’Samvinna þessara landahefur hingað til verið góð og því ætti hún ekki að geta verið enn betri eft- irleiðis með þeim áherslubreytingum sem eru að gerast í heiminum í dag.‘ Þrymur Sveinsson Höfundur er öryggisfulltrúi. Í FEBRÚAR mánuði var haldin málstofa í Reykjavík á vegum sam- gönguráðuneytisins, Samtaka ferða- þjónustunnar, Ferðamálastofu og Öryrkjabandalagsins. Málstofan var haldin í samvinnu við Nordiska Handikap- politiska Rådet, sem er ein af stofnunum Norð- urlandaráðs. Flutt voru mörg áhugaverð erindi um ferðalög fatlaðra, aðstæður og aðbúnað sem nauðsynlegur er svo fatlaðir ein- staklingar geti notið jafnræðis á við aðra og notið þess sem Ísland hefur uppá að bjóða. Ljóst er að á ýmsum vinsælum ferða- mannastöðum er úrbóta þörf. Ég nefni sem dæmi göngustíga sem lagðir voru á Þingvöllum fyrir nokkrum árum en eru nú nær ónot- hæfir einstaklingum sem fara um í hjólastólum. Á málstofunni komu einnig fram jákvæð tíðindi af þess- um málaflokki sem glöddu mig veru- lega. Akstursþjónusta fyrir fatlaða hefur tekið miklum framförum með- al annars vegna þess að á Íslandi eru til hópferðabílar sem geta flutt far- þega sem bundnir eru við hjólastóla. Óvænt og harkalega andstaða Mér er hugsað 20 ár aftur í tím- ann. Þá starfaði ég sem leigubílstjóri í Reykjavík og fékk þá hugmynd að bjóða upp á leigubíl sem gæti tekið hjólastóla. Ekkert framboð var af slíkri þjónustu. Hjólastólafólk átti að þessu leyti ekki kost á sömu þjón- ustu og aðrir. Ég var svo heppinn að eigandi leigubílsins sem ég ók, Vil- hjálmur heitinn Þórðarson, tók hug- myndinni vel og saman fórum við í að undirbúa þetta. Hann fjárfesti í stórum leigubíl sem gat bæði flutt farþega í hjólastólum sem og aðra farþega. Ekki voru allir leigubíl- stjórar ánægðir með þetta framtak okkar og upphófust miklar deilur meðal leigubíl- stjóra, sem að miklu leyti fóru í fjölmiðlum. Tekist var á um það hvort veita ætti þjón- ustu af þessu tagi á al- mennum leigubíla- stöðvum. Átökin voru ótrúlega harkaleg og persónuleg og andstæðingum okkar Vilhjálms, að mínu mati, ekki til vegsauka. Við Vil- hjálmur gáfum okkur ekki og mót- byrinn efldi okkur frekar en hitt. Sonur Vilhjálms, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarfulltrúi, studdi okkur með ráðum og dáð og það gaf okkur aukinn kraft. Málum lyktaði þannig að Vilhjálmur Þórðarson var rekinn af bifreiðastöðinni Hreyfli með bílinn en hann stofnaði Hreyfil ásamt félögum sínum nokkrum ára- tugum áður. Okkur var boðið að koma með þennan umdeilda bíl í af- greiðslu á Bifreiðastöðinni Bæj- arleiðir og við þáðum það. Þetta var árið 1986. Það er mér einna min- isstæðast frá þessum tíma hversu gefandi það var að bjóða í fyrsta skipti þessa þjónustu. Því var einnig tekið fegins hendi að það kostaði það sama að fara í leigubíl með hjólastól- inn eins og að ferðast með venjuleg- um leigubíl. Það var sanngirnismál. Aldrei gleymi ég fyrstu jólunum, að- fangadagskvöldi, þegar ég ók far- þegum til vina og ættingja og sótti aftur seinna um kvöldið. Innilegt þakklætið gerði að engu það bitra stríð sem við Vihjálmur Þórðarson höfðum staðið í. Vilhjálmur var mik- ill heiðursmaður sem vert er að minnast. Tregða sjórnvalda kom á óvart Nokkrum árum síðar stofnaði ég rútufyrirtæki ásamt félaga mínum og fluttum inn sérútbúinn hóp- ferðabíl með lyftu fyrir hjólastóla, þetta var í kringum 1990. Búnaður- inn í bílnum var mjög dýr og auka- kostnaður í innflutningsgjöldum vegna búnaðarins var meira en ein milljón króna. Við sóttum um nið- urfellingu gjalda af aukabúnaðinum til fjármálaráðuneytisins. Með eft- irgangsmunum kom loks svar um að beiðni okkar yrði jákvætt tekið gegn því að hópferðabifreiðin yrði aðeins notuð til að flytja fatlaða einstak- linga en ekki almenna farþega. Til- boðinu höfnuðum við tafalaust. Okk- ar markmið var að bjóða farþegum sem bundnir voru við hjólastól að ferðast með samferðamönnum sín- um hvort sem þeir væru gangandi eða sitjandi í hjólastólum. Við borg- uðum þess vegna full gjöld af bílnum og búnaðinum. Fyrir tilstilli ágæts þingmanns fengum við síðar styrk á fjárlögum sem nam þeim aðflutn- ingagjöldum sem greidd voru auka- lega fyrir búnaðinn í ríkissjóð. Nauðsynlegt er að bæta aðstöðuna á vinsælum ferðamannastöðum Sem betur fer hefur þessum mál- um miðað fram á veg. Enn má ef- laust margt bæta. Eins og fram kom á málþinginu, sem ég minntist á hér að ofan, er nú úrval hópferðabíla á Íslandi sem flutt geta einstaklinga sem bundnir eru við hjólastóla. Sem betur fer er fargjald þeirra sem eru í hjólastólum það sama og annarra farþega. Aðstaðan á áfangastöðum þarfnast hins vegar endurbóta og lagfæringa. Það er verkefni sem þarf að vinna svo ná megi fram jafn- ræði til aðgengis að vinsælum ferða- mannastöðum hér á landi. Ferðaþjónusta á að standa öllum til boða Þórir Garðarsson fjallar um ferðaþjónustu ’Ljóst er að á ýmsumvinsælum ferðamanna- stöðum er úrbóta þörf. Ég nefni sem dæmi göngustíga sem lagðir voru á Þingvöllum fyrir nokkrum árum en eru nú nær ónothæfir ein- staklingum sem fara um í hjólastólum.‘ Þórir Garðarsson Höfundur starfar að markaðsmálum hjá ferðaþjónustufyrirtækinu IE Allrahanda. NÝLEGA fór hópur Íslendinga í frí til Íran. Leigubílstjóranum sem ók undirritaðri í flugrútuna fannst það nú hreint ekki góð hug- mynd eins og ástandið þar væri. Ég spurði hvort hann þekkti til í Íran. Það gerði hann reyndar ekki, en ef dæma mætti af frétt- um … Hópurinn átti það eitt sameiginlegt að vera meðlimir í vináttu- og menningarfélagi Mið- Austurlanda (www.jo- hannatravel.blogs- pot.com). Kosturinn við að ferðast í hóp á þessar slóðir er sá að þannig er frekar eftir manni tekið. Og mörg okkar viljum gjarnan að eftir okkur sé tekið sem staðföstum og viljugum ferðalöngum. Það kann að hljóma und- arlega að í landi með yfir 70 milljónir íbúa veki lít- ill hópur erlendra ferða- manna athygli, en sú er einmitt raunin í Íran þessa dagana. Þrátt fyr- ir að þetta sé eitt elsta og merkasta menning- arsvæði heimsins er þar lítið um ferðamenn. Ein- ungis ríflega tvær millj- ónir sóttu Írani heim í hitteðfyrra (sem jafngildir um 10 þúsund ferða- mönnum á Íslandi), um ein milljón í fyrra og mikið ku vera um afpantanir í ár. Allan tímann í Íran, en við heim- sóttum þar marga helstu ferða- mannastaði, urðum við aldrei vör við annan erlendan hóp. Alls staðar var eftir okkur tekið og blíðlegt, kurteist og vingjarnlegt fólk á förnum vegi spurði af áhuga hvaðan við værum og, ótrúlegt en satt, þakkaði okkur fyrir að koma til Íran. Þeir Íranar sem voru sjálfir að heimsækja fornar menningarslóðir virtust hafa allt eins mikinn áhuga á að taka myndir af okkur eins og af menningunni. Ég kveikti á sjónvarpinu fyrstu þrjá dagana í Íran. Á BBC og CNN var stöðugt verið að sýna myndir af mótmælendum í Teheran og skýra út hvað Íranar væru erfiðir og þversum í „kjarnorkumálinu“ og til vandræða fyrir „alþjóðasamfélagið“ og að kom- inn væri tími til að „málinu“ yrði vísað til öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna. Ég leit ósjálfrátt út um gluggann til að full- vissa mig um að allt væri í lagi og ekki ból- aði á öðru. Við ferðuðumst á vegum íranskrar ferðaskrifstofu ýmist með innanlandsflugi eða í rútu og nutum frábærrar leiðsagnar íranskra leiðsögu- manna sem virtust eiga svör við öllum okkar spurningum auk þess að vera ynd- islegar manneskjur. Allt skipulag var til fyrirmyndar og við vorum hugfangin af landi og þjóð, menn- ingu og sögu, nátt- úrufegurð og skáld- skap, mataræði og söluvarningi. Leiðin lá frá Teheran í norðri til Sjiraz í suðri og þaðan í rólegheitum aftur í norðurátt með við- komu meðal annars í Yazd og Esfahan, um ægifagurt landslag alla leið norður að Kaspía- hafi. Þaðan héldum við svo aftur til Teheran þar sem við slöppuðum af á söfnum og tehúsum áður en haldið var heim á ný. Sumir halda að Íranar séu kúguð þjóð. Mér virðast þeir upp til hópa vel menntaðir, kurteisir, gestrisnir, hlý- legir, klárir, skemmtilegir, forvitnir og síðast en ekki síst stoltir. Maður verður var við sterka þjóðernis- kennd, jafnvel við stutt viðkynni. En hvað með svartklæddu konurnar með slæðurnar? Já, hvað með þær? Eng- inn spyr hvort svartklæddu karlarnir í Öryggisráðinu séu kúgaðir. Í mín- um augum virðast þeir langtum eins- leitari en konurnar í Íran. Það er mikilvægt að kynna sér sögu Írans og samskipti þeirra við Vesturlönd á nýliðinni öld áður en maður tjáir sig um nútímann. Íranar hafa margir hverjir ákveðnar skoð- anir á ráðamönnum á Vesturlöndum og lái þeim hver sem vill. En þeir gera skýran greinarmun á valdhöfum og venjulegu fólki, á fjölmiðlafólki og ferðafólki. Kona nokkur hafði orð á því við mig hvað það væri ánægjulegt að taka á móti ferðamönnum, hún vildi sjá fleiri ferðamenn en færri fréttamenn. Þannig fengju þeir Ír- anar sem ekki hafa tök á að fara utan, raunsannari mynd af vestrænum konum en þá sem birtist í bíómynd- um og fjölmiðlum. Það virðist sem sagt koma sumum á óvart að við göngum ekki allar um dauðadrukkn- ar á G-streng eins og stundum er gef- ið í skyn. Vissulega er svolítið skrítið að klerkar ráði ríkjum í fjölmennu landi á okkar tímum. En saga Írans er önnur en saga okkar. Vissulega væri æskilegt að klæðaburður væri val hverrar manneskju. En það er í raun- inni ekki okkar að hafa skoðanir á því í þessu tilfelli. Íranskar konur þurfa ekki erlenda aðstoð við að taka niður slæðuna. Ég fyrir mitt leyti efast allavega ekki um að þær eru full- færar um það sjálfar, með sínu lagi og þegar þeim hentar. Þegar heim er komið líður mér vel að hafa lagt mitt af mörkum við að auðga Íran. Að hafa slökkt á sjón- varpi og útvarpi, lokað dagblöðum, leitt hjá mér fortölur svartklæddu karlanna, farið á staðinn og keypt þar varning og þjónustu. Auðvitað kom- ast Íranar af án okkar. Það hafa þeir gert í gegnum aldirnar. Hitt er víst að við verðum fátækari ef við neitum okkur um að sækja þá heim. Þuríður Árnadóttir fjallar um heimsókn, sem hún fór til Írans ’Auðvitað kom-ast Íranar af án okkar. Það hafa þeir gert í gegn- um aldirnar. Hitt er víst að við verðum fá- tækari ef við neitum okkur um að sækja þá heim.‘ Þuríður Árnadóttir Höfundur er læknir. Auðgun Írans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.