Morgunblaðið - 01.04.2006, Page 53

Morgunblaðið - 01.04.2006, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 53 UMRÆÐAN MIKIL þensla einkennir nú ís- lenskt efnahagslíf. Ástæða þess er öðru fremur mikil bjartsýni í þjóð- félaginu sem birtist í kaupgleði og gríð- arlegum fram- kvæmdum. Við nánast hvern einasta blett á höfuðborgarsvæðinu má sjá heilan skóg af byggingakrönum til marks um þá gríð- arlegu fjárfestingu sem er í húsnæði. Svo eru stóriðjufram- kvæmdir og álvers- byggingar í áður óþekktum stærð- arskala sem enn auka á þensluna. Á síðasta ári voru fluttar inn um 25 þúsund bif- reiðar til að nefna annað dæmi meira og minna fyrir erlent lánsfé. Seðlabankinn hefur það hlutverk með höndum að slá á þenslu og halda verðbólgu í skefjum. Það tæki sem hann hefur til þess eru helst stýri- vextirnir sem hann hefur nú hækkað oftar en nokkur man í viðleitni sinni til þess að slá á þensluna. Árang- urinn hefur því miður látið á sér standa. Ástandið hefur hinsvegar leitt til þess að erlendir aðilar hafa hafið útgáfu skuldabréfa í íslenskum krónum í þeim tilgangi að nýta sér þá háu vexti sem eru á slíkum bréf- um. Þessi bréf stuðla aftur að enn frekari hækkun á genginu þegar fram í sækir og aukinni eftirspurn eftir erlendum lánum. Þetta hefur skapað útflutnings- og samkeppn- isatvinnuvegunum mikla erfiðleika. Minna fæst í krónum fyrir afurð- irnar og þeim er gert erfiðara fyrir í samkeppni um starfsfólk og að mæta hækkandi innlendu kostnaði. Fróð- legt væri að vita hversu mikinn þátt hátt gengi íslensku krónunnar á í því að Bandaríkjamenn hafa gefist upp við að gera út herstöðina. Það skyldi þó ekki vera að krónan ætti stóran þátt í því. Á meðan Seðlabank- inn hefur leitast við að kæla efnahagslífið hef- ur ríkisvaldið, þ.e.a.s. sá aðili sem felur bank- anum að stuðla að stöð- ugleika í efnahagslíf- inu, kynt svo um munar undir. Ekkert lát er á fréttum um hvert stór- verkefnið á fætur öðru. Nú síðast var tilkynnt að fyrirtæki á vegum ríkisins og borgarinnar væri búið að gera samning við annað fyr- irtæki á Reykjavíkursvæðinu um byggingu tónlistarhúss og ráð- stefnumiðstöðvar en bygging- arkostnaður er áætlaður 12,5 millj- arðar króna. Tengt þessu verkefni eru enn frekari framkvæmdir sem þess vegna geta kostað annað eins. Myndir af skælbrosandi fjár- málaráðherra birtast forsvars- mönnum útflutnings- og samkeppn- isatvinnugreina í fjölmiðlum við undirskrift á nefndu gæluverkefni þeim til mikillar hrellingar. Þetta gerist á sama tíma og Seðlabankinn, Hagfræðistofnun og aðrir þeir er láta sig varða stöðu efnahagslífsins hvetja eindregið til aðhalds og sam- dráttar í útgjöldum hins opinbera. Hagfræðistofnun HÍ hefur reiknað út að með tæplega níu milljarða króna lækkun ríkisútgjalda megi lækka stýrivexti um 0,8%. Engin merki eru um að menn taki þessar ábendingar stofnunarinnar alvar- lega. Mikilvægt er að gæluverkefni séu sett í bið á meðan þenslan er jafn- mikil og raun ber vitni og í ljósi yf- irhlaðinnar verkefnastöðu í þjóð- félaginu í heild. Því miður eru engin merki um slíkan vilja. „Gleðin“ held- ur áfram með vaxandi hraða og eng- inn er maður með mönnum nema hann taki þátt í henni. Fyrr en síðar kemur að því að veislunni lýkur og ef óvarlega er farið er hætt við timb- urmönnum. Allar eru þessar fram- kvæmdir meira og minna fjármagn- aðar með erlendum lánum. Við verðum að geta staðið undir þeim. Verði haldið óhikað áfram miklu lengur í þessum takti er næsta víst að mörgum verði lífið erfitt þegar fram líða stundir. Í ljósi þessa er af- ar mikilvægt að ríkisvaldið taki sér nú tak og fresti þeim framkvæmdum sem mögulegt er og styðji þannig við þá viðleitni Seðlabankans að slá á þensluna og skapa hér viðunandi starfsumhverfi fyrir undirstöðu- atvinnuvegi okkar. Óstöðvandi framkvæmdagleði Sveinn Hjörtur Hjartarson spyr hvað ríkisvaldið geri til þess að ná stöðugleika ’Mikilvægt er að gælu-verkefni séu sett í bið á meðan þenslan er jafn- mikil og raun ber vitni …‘ Sveinn Hjörtur Hjartarson Höfundur er hagfræðingur LÍÚ. Michael Meacher MP fiingma›ur á breska flinginu og fyrrum umhverfisrá›herra Bretlands flytur opinberan fyrirlestur um: Hver er framtí› erf›abreyttrar matvæla- og lyfjaframlei›slu? Evrópa, Nor›ur-Ameríka og varú›arreglan Svæ›i án erf›abreyttra lífvera – Er samræktun möguleg? Norræna Húsi› í Reykjavík Mánudaginn 3. apríl kl. 20.00 Ávarp: Björgólfur Thorsteinsson, forma›ur Landverndar Fundarstjóri: Katrín Fjeldsted, læknir UM MICHAEL MEACHER MP: Michael Meacher er flingma›ur á breska flinginu og gegndi stö›u umhverfis- rá›herra í bresku stjórninni á árunum 1997-2003. Í rá›herratí› sinni beitti hann sér fyrir opinberri umræ›u um kosti og galla erf›abreyttra matvæla og fyrstu rannsóknum á umhverfisáhrifum útiræktunar erf›abreyttra plantna. Michael Meacher er eftirsóttur fyrirlesari á rá›stefnum og fundum um um- hverfismál, matvælastefnu og heilbrig›ismál. www.erfdabreytt.net Erf›abreyttar lífverur Kynningarátak um Lifun er tímarit um heimili, lífsstíl og fallega hönnun Meðal efnis í næsta blaði: • litríkt og leikandi • hugvitsamleg hönnun • gult og glaðlegt • að laga húsnæðið að fjölskyldunni • páskafreistingar Lifun er dreift í 60.000 eintökum og 4. tölublað 2006 kemur út laugardaginn 8. apríl næstkomandi. Panta þarf auglýsingar fyrir kl. 16 þriðjudaginn 4. apríl Auglýsingar: Sif Þorsteinsdóttir, sími 569 1254, sif@mbl.is Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.