Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 53

Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 53 UMRÆÐAN MIKIL þensla einkennir nú ís- lenskt efnahagslíf. Ástæða þess er öðru fremur mikil bjartsýni í þjóð- félaginu sem birtist í kaupgleði og gríð- arlegum fram- kvæmdum. Við nánast hvern einasta blett á höfuðborgarsvæðinu má sjá heilan skóg af byggingakrönum til marks um þá gríð- arlegu fjárfestingu sem er í húsnæði. Svo eru stóriðjufram- kvæmdir og álvers- byggingar í áður óþekktum stærð- arskala sem enn auka á þensluna. Á síðasta ári voru fluttar inn um 25 þúsund bif- reiðar til að nefna annað dæmi meira og minna fyrir erlent lánsfé. Seðlabankinn hefur það hlutverk með höndum að slá á þenslu og halda verðbólgu í skefjum. Það tæki sem hann hefur til þess eru helst stýri- vextirnir sem hann hefur nú hækkað oftar en nokkur man í viðleitni sinni til þess að slá á þensluna. Árang- urinn hefur því miður látið á sér standa. Ástandið hefur hinsvegar leitt til þess að erlendir aðilar hafa hafið útgáfu skuldabréfa í íslenskum krónum í þeim tilgangi að nýta sér þá háu vexti sem eru á slíkum bréf- um. Þessi bréf stuðla aftur að enn frekari hækkun á genginu þegar fram í sækir og aukinni eftirspurn eftir erlendum lánum. Þetta hefur skapað útflutnings- og samkeppn- isatvinnuvegunum mikla erfiðleika. Minna fæst í krónum fyrir afurð- irnar og þeim er gert erfiðara fyrir í samkeppni um starfsfólk og að mæta hækkandi innlendu kostnaði. Fróð- legt væri að vita hversu mikinn þátt hátt gengi íslensku krónunnar á í því að Bandaríkjamenn hafa gefist upp við að gera út herstöðina. Það skyldi þó ekki vera að krónan ætti stóran þátt í því. Á meðan Seðlabank- inn hefur leitast við að kæla efnahagslífið hef- ur ríkisvaldið, þ.e.a.s. sá aðili sem felur bank- anum að stuðla að stöð- ugleika í efnahagslíf- inu, kynt svo um munar undir. Ekkert lát er á fréttum um hvert stór- verkefnið á fætur öðru. Nú síðast var tilkynnt að fyrirtæki á vegum ríkisins og borgarinnar væri búið að gera samning við annað fyr- irtæki á Reykjavíkursvæðinu um byggingu tónlistarhúss og ráð- stefnumiðstöðvar en bygging- arkostnaður er áætlaður 12,5 millj- arðar króna. Tengt þessu verkefni eru enn frekari framkvæmdir sem þess vegna geta kostað annað eins. Myndir af skælbrosandi fjár- málaráðherra birtast forsvars- mönnum útflutnings- og samkeppn- isatvinnugreina í fjölmiðlum við undirskrift á nefndu gæluverkefni þeim til mikillar hrellingar. Þetta gerist á sama tíma og Seðlabankinn, Hagfræðistofnun og aðrir þeir er láta sig varða stöðu efnahagslífsins hvetja eindregið til aðhalds og sam- dráttar í útgjöldum hins opinbera. Hagfræðistofnun HÍ hefur reiknað út að með tæplega níu milljarða króna lækkun ríkisútgjalda megi lækka stýrivexti um 0,8%. Engin merki eru um að menn taki þessar ábendingar stofnunarinnar alvar- lega. Mikilvægt er að gæluverkefni séu sett í bið á meðan þenslan er jafn- mikil og raun ber vitni og í ljósi yf- irhlaðinnar verkefnastöðu í þjóð- félaginu í heild. Því miður eru engin merki um slíkan vilja. „Gleðin“ held- ur áfram með vaxandi hraða og eng- inn er maður með mönnum nema hann taki þátt í henni. Fyrr en síðar kemur að því að veislunni lýkur og ef óvarlega er farið er hætt við timb- urmönnum. Allar eru þessar fram- kvæmdir meira og minna fjármagn- aðar með erlendum lánum. Við verðum að geta staðið undir þeim. Verði haldið óhikað áfram miklu lengur í þessum takti er næsta víst að mörgum verði lífið erfitt þegar fram líða stundir. Í ljósi þessa er af- ar mikilvægt að ríkisvaldið taki sér nú tak og fresti þeim framkvæmdum sem mögulegt er og styðji þannig við þá viðleitni Seðlabankans að slá á þensluna og skapa hér viðunandi starfsumhverfi fyrir undirstöðu- atvinnuvegi okkar. Óstöðvandi framkvæmdagleði Sveinn Hjörtur Hjartarson spyr hvað ríkisvaldið geri til þess að ná stöðugleika ’Mikilvægt er að gælu-verkefni séu sett í bið á meðan þenslan er jafn- mikil og raun ber vitni …‘ Sveinn Hjörtur Hjartarson Höfundur er hagfræðingur LÍÚ. Michael Meacher MP fiingma›ur á breska flinginu og fyrrum umhverfisrá›herra Bretlands flytur opinberan fyrirlestur um: Hver er framtí› erf›abreyttrar matvæla- og lyfjaframlei›slu? Evrópa, Nor›ur-Ameríka og varú›arreglan Svæ›i án erf›abreyttra lífvera – Er samræktun möguleg? Norræna Húsi› í Reykjavík Mánudaginn 3. apríl kl. 20.00 Ávarp: Björgólfur Thorsteinsson, forma›ur Landverndar Fundarstjóri: Katrín Fjeldsted, læknir UM MICHAEL MEACHER MP: Michael Meacher er flingma›ur á breska flinginu og gegndi stö›u umhverfis- rá›herra í bresku stjórninni á árunum 1997-2003. Í rá›herratí› sinni beitti hann sér fyrir opinberri umræ›u um kosti og galla erf›abreyttra matvæla og fyrstu rannsóknum á umhverfisáhrifum útiræktunar erf›abreyttra plantna. Michael Meacher er eftirsóttur fyrirlesari á rá›stefnum og fundum um um- hverfismál, matvælastefnu og heilbrig›ismál. www.erfdabreytt.net Erf›abreyttar lífverur Kynningarátak um Lifun er tímarit um heimili, lífsstíl og fallega hönnun Meðal efnis í næsta blaði: • litríkt og leikandi • hugvitsamleg hönnun • gult og glaðlegt • að laga húsnæðið að fjölskyldunni • páskafreistingar Lifun er dreift í 60.000 eintökum og 4. tölublað 2006 kemur út laugardaginn 8. apríl næstkomandi. Panta þarf auglýsingar fyrir kl. 16 þriðjudaginn 4. apríl Auglýsingar: Sif Þorsteinsdóttir, sími 569 1254, sif@mbl.is Fáðu úrslitin send í símann þinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.