Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FRAMLEIÐSLA er hafin á ekta rjómaís á bænum Holtsseli í Eyja- fjarðarsveit. Hugmyndin að ísgerð- inni fæddist snemma á liðnu ári þegar Guðmundur J. Guðmunds- son, bóndi í Holtsseli, var að fletta breska blaðinu Farmers Weekly. Þetta vita víst flestir í dag. En það sem á eftir kom er aðeins á reiki og það sem einum þykir að kerfið bókstaflega tefji fyrir og dragi málin á langinn þykir öðrum vera eðlileg stjórnsýsla og engin ástæða til að færa nein málefnaleg rök fyrir því hvers vegna „einföld“ ákvörðun með tilliti til gildandi reglugerða um matvælaframleiðslu var 9 mánuði í vinnslu. Fréttaritari Morgunblaðsins sem tók við okkur fyrsta viðtalið um ís- gerðina skilur orð okkar á þann veg að kerfið bókstaflega hafi stað- ið í vegi fyrir okkur. Í þessu tilliti er „kerfið“ embætti yfirdýralækn- is. Ég get ekki gert athugasemd við þá túlkun hans þar sem aug- ljóst var að ekkert var hægt að að- hafast nema leyfi eða vilyrði fyrir því lægi fyrir. Ég er enn og verð áfram undrandi og sár yfir því tómlæti sem embætti yfirdýra- læknis sýndi okkur eftir að mat- vælaráð úrskurðaði þann 21. apríl 2005 því embætti eftirlitið. Rökin fyrir þessari úthlutun get ég ekki skilið því eins og komið hefur fram fer embætti yf- irdýralæknis með frumeftirlit í mjólkur- og nautgripakjötsfram- leiðslu. Matvælaráð ályktaði að gera ætti sömu kröfur til þessarar starfsemi og til annarra mjólk- urvöruframleiðenda. Ég hélt að þeir væru undir eftirliti heilbrigð- iseftirlits og mér hefur einnig sannarlega skilist að þetta teljist ekki til frumframleiðslu. Einnig sjást þau rök fyrir öllum þessum drætti að „skoða þurfi sérstaklega verklagsreglur um ísframleiðslu í þessu sambandi þó að eftirlits- aðilar séu ekki þeir sömu.“ Af hverju mátti þetta ekki bara vera hjá heilbrigðiseftirliti eins og önn- ur matvælaframleiðsla? Það getur vel verið oftúlkun okkar á því sem gekk á í kerfinu að embætti yf- irdýralæknis hafi verið að tefja málið en það stendur þó óhaggað að embættið fékk málið til forsjár og hefur svo sannarlega ekki veitt okkur neina flýtimeðferð. Það geta svo aðrir en ég deilt um hvaða orð menn nota um það, en því var aldrei svarað á einn eða neinn hátt af því embætti. Þá eru aðilar ekki sammála um það hvort ummæli yfirdýralæknis þegar hann kom hér í desember ásamt héraðsdýralækni og heil- brigðisfulltrúa hafi verið niðrandi ummæli um býlið. En þá sagðist hann ekki vita hvað menn segðu ef hann veitti leyfi fyrir þessu á „svona stað“. Við gátum reyndar ekki annað þá en tekið það til okk- ar og fannst ekki mikið hrós liggja í orðunum „á svona stað“ þar sem engin nánari skýring kom fram á því sem hann átti við fyrr en á vefnum naut.is mörgum mánuðum seinna og get ég vel skilið það að fleirum en okkur finnist engin upphefð að svona ummælum óút- skýrðum. Ég held reyndar að það hafi enginn kennt „illvilja“ yf- irdýralæknis um það hvaða með- ferð þessi umsókn fékk í kerfinu en forræði hennar er eigi að síður hjá honum hvort sem mér og öðr- um líkar betur eða verr. Við heyrðum ekkert frekar frá honum eftir þessa heimsókn. Hefði honum þó verið í lófa lagið að hringja í okkur þar á eftir eins og eftir að áðurnefnd frétt birtist. Það er einlæg ósk okkar að menn hætti svo þessu tilgangs- lausa karpi um það hver sagði hvað og á hverju stóð með að taka ákvörðun. Við skulum bara vona að kerfið komi sér niður á fljót- virkari vinnureglur þegar fleiri umsóknir um heimavinnslu afurða koma til afgreiðslu þannig að fólk þurfi ekki að bíða mánuðum saman eftir svari. Virðingarfyllst, GUÐMUNDUR JÓN GUÐMUNDSSON, bóndi í Holtsseli. Hvað er eðlileg stjórnsýsla? Frá Guðmundi Jóni Guðmundssyni:Í VOR verður brotið blað í sögu jafnaðarmanna á Hornafirði þar sem Samfylkingin ætlar sér veglegan sess í bæjarstjórn Horna- fjarðar á næsta kjör- tímabili. Listinn okkar er breiður hópur ábyrgra einstaklinga sem gefa kost á sér til góðra verka. Samfylk- ingin er skýr pólitískur valkostur til mótvægis við framsóknaríhaldið sem nú ræður ferðinni í sveitarstjórninni. Sterkur framboðs- listi okkar jafnaðar- manna er hópur karla og kvenna sem hefur sameinast undir merkj- um jafnaðarstefnunnar og vill hafa áhrif á það hvernig okkar ágæta sveitarfélagi er stjórnað. Sá hópur karla og kvenna sem er samankom- inn á lista Samfylkingarinnar til þess að leggja sín lóð á vogarskálarnar verður rödd jafnaðarmanna í sveit- arstjórn Hornafjarðar. Verkefni okkar er skýrt. Það er alltaf og alls staðar að vinna að aukn- um jöfnuði, framförum og sanngirni í því samfélagi sem við lifum og hrær- umst í. Á Hornafirði er þetta verkefni okkar jafnmikilvægt og annars stað- ar. Jöfnuður og baráttan gegn hvers kyns misrétti á alltaf að vera grunn- stefið í málflutningi jafnaðarmanna hvar sem þeir starfa á landinu eða í heiminum ef út í það er farið, vegna þess að jafnaðarmennskan er al- þjóðleg. Á hátíðarstundum verður mönnum tíðrætt um nauðsyn þess að efla sveit- arstjórnarstigið. Á síðustu árum hef- ur nokkuð þokast í þeim málum. Grunnskólinn er kominn til sveitarfé- laganna sem er stærsta einstaka verkefnið sem sveitarfélögin hafa tekist á hendur. Nú er svo komið að sveitarfélögin vildu gjarnan taka við fleiri verkefnum af ríkinu til þess að flytja þjón- ustuna nær íbúunum. Ríkið hins vegar bíður eftir því að fleiri sam- einingar eigi sér stað áður en svo getur orðið og á meðan eru tekju- stofnamál sveitarfélag- anna í uppnámi. Ef það er raunveru- legur vilji til þess hjá yf- irvöldum að efla sveit- arstjórnarstigið þurfa að koma fjármunir frá ríkinu á móti. Til þess að flýta fyrir sameiningarferlinu þyrftu að liggja fyrir tillögur um lagfæringar á tekju- stofnum sveitarfélaganna. Það þarf að styrkja sveitarfélögin svo þau geti tekið við fleiri verkefnum frá ríkinu. Ríkið þarf líka að viðurkenna að grunnskólinn er beinlínis orðinn dýr- ari í rekstri vegna reglugerða og laga frá Alþingi. Eitt er ljóst að ef efla á sveitar- stjórnarstigið á Íslandi enn frekar þarf meira að koma til heldur en að ríkið afhendi sveitarfélögunum verk- efni sem menn telja að sé betur borg- ið heima í héraði. Verkefnunum þarf að fylgja fjármagn og það umtalsvert fjármagn til þess að sveitarfélögin geti rækt skyldur sínar. Verkefni sem ég vil sjá koma til sveitarfélaga eru rekstur framhalds- skólans, löggæslunnar og öldr- unarmála. Vel hefur tekist til með þau í tilraunaverkefninu hér á Horna- firði. Þessu verða að fylgja styrkari tekjustofnar og umfang til að standa undir verkefnunum. Þar er hlutdeild í veltusköttum stórt mál að mínu mati. Slíkum verkefnaflutningum fylgir valddreifing. Valddreifing sem er eft- irsóknarverð í sjálfu sér enda er það eitt af meginmálum okkar jafnaðar- manna að flytja völd og verkefni til fólksins sjálfs. Sveitarfélögin sjá um nærþjónustuna og þar eiga mörg stór verkefni að vera. Þessi verkefni legg ég til að flytjist þangað á næstu árum. Fyrst öldrunarmálin, þá framhalds- skólinn og síðan skoðum við fyrir- komulag löggæslunnar í framhaldi af því. Þetta eflir sveitarstjórnastigið, stækkar sveitarfélögin og gerir þau að öflugu stjórnsýslustigi til mótvæg- is við ríkisvaldið. Þá legg ég mikla áherslu á að auka íbúalýðræði, t.d. með reglulegum íbúaþingum um stóru málin í sveitar- félaginu hverju sinni. Aukið íbúa- lýðræði er mikilvægt til að virkja kraft íbúanna á hverjum stað og opna farveg fyrir fólkið til að koma beint og milliliðalaust að stjórnun sveitar- félagsins sem það býr í. Samfylkingin á Hornafirði er skýr valkostur Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar um sveitarstjórnarmál á Hornafirði ’Verkefni okkar erskýrt. Það er alltaf og alls staðar að vinna að aukn- um jöfnuði, framförum og sanngirni í því sam- félagi sem við lifum og hrærumst í.‘ Árni Rúnar Þorvaldsson Höfundur skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar á Hornafirði. Eiður Guðnason fylgist velmeð fjölmiðlum og hefuroft bent umsjónarmanniá sitthvað sem betur má fara á þeim vettvangi. Tvö nýleg dæmi frá honum sýna ofnotkun fleirtölu (feitletranir eru frá um- sjónarmanni): Dick Cheney, vara- forseti Bandaríkjanna, og Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hitt- ust á morgunverðarfundi í Kaíró í dag þar sem þeir ræddu þróanir á svæðinu og samskipti þjóðanna (Mbl.is. 17.1.06) og Gengi bréfa de- Code hækkuðu talsvert á NAS- DAQ-markaðinum í Bandaríkj- unum í dag. (NFS 17.1.06). Í síðara dæminu kunna bréfin (flt.) að hafa haft áhrif. Þriðja dæmið frá Eiði er eftirfar- andi: [NN] … segir skattbyrði þeirra lægst launuðu hafa aukist um sem nemur tæpum tveimur mánaðarlaunum þeirra á ári síðustu tíu ár (Rúv 18.1.06). Eiður bendir réttilega á að hér muni átt við tvenn mánaðarlaun enda eru laun fleir- töluorð [há, lág, lítil, léleg, rífleg … laun]. Loks telur Eiður ‘sérkennilegt, svo að ekki sé meira sagt’, að kom- ast svo að orði að menn verði fyrir afbroti: Margir hafa orðið fyrir af- broti. Í könnun, sem gerð var hér á landi á síðasta ári, kom fram að rúmlega helmingur svarenda í könnun eða einhver á heimili þeirra hafði orðið fyrir afbroti á síðustu fimm árum, þar af 22 prósent árið 2004 (Mbl.is. 12.1.06). Umsjón- armaður er sammála Eiði, og finnst honum reyndar dæmið nánast spaugilegt. Umsjónarmaður hefur áður vikið að því að sagnarsambandið koma að e-u ‘eiga aðild að e-u, tengjast e-u’ virðist vera í tísku um þessar mund- ir. Dæmi úr fjölmiðlum eru fjöl- mörg, t.d.: segir að fyrirliggjandi gögn bendi til þess að Sýrlendingar hafi komið að morðinu ‘verið viðrið- nir morðið’; koma að viðskiptum við fyrirtæki ‘tengjast’; koma að útgáfu (skuldabréfa) ‘eiga hlut að’ og koma að ákvörðun. Umsjónarmaður sér engan ávinning að þessu nýmæli, finnst slíkt orðafar fremur óljóst, sbr. síðasta dæmið. Ekki eykst skýrleikinn við notkun samsvarandi nafnorðs (hafa aðkomu að e-u), t.d.: sökum þess að heilbrigðisstarfs- maður hafi haft aðkomu að rann- sókninni (Mbl. 21.3.06). Fallanotkun með orðasamband- inu eitra fyrir virðist nokkuð á reiki í íslensku. Ef merkingin er bein er oftast notað þolfall, t.d. eitra fyrir refinn/varginn. Hér virðist vís- un til hreyfingar liggja að baki, sbr. leggja e-ð fyrir e-n (< leggja eitur fyrir refinn). Orðasambandið eitra (e-ð) fyrir e-m getur hins veg- ar vísað til óþágu, t.d.: eitra and- rúmsloftið fyrir e-m, sbr. spilla (e-u) fyrir e-m, skemma (e-ð) fyrir e-m og fjölmargar aðrar hliðstæður. Þessi munur er þó ekki alltaf skýr og í nútímamáli virðist notkun þágufalls fara í vöxt, t.d.: Hún var búin að eitra fyrir honum [matinn] í þrjá mánuði; Sovétmenn óttuðust að eitrað hefði verið fyrir heims- meistaranum í einvíginu við Bobby Fischer; eitra fyrir þörungum og Má eitra fyrir börnum? (með tób- aki). – Í eftirfarandi dæmum virðist umsjónarmanni merkingin vera bein: Eitraði fyrir keppinautum barna sinna (Frbl. 10.3.06) og Hugðust eitra fyrir fótboltafíkla (Mbl. 26.3.06). Nafnorðið fólk er eintöluorð þótt merkingin vísi til fleirtölu. Í ís- lensku fer sambeyging jafnan eftir mynd (formi) en ekki eftir merk- ingu og því getur eftirfarandi dæmi ekki talist rétt: starfsfólk frá nýju aðildarríkjunum tíu léttu undir þar sem skortur var á vinnuafli og stuðluðu að … (Blaðið 25.3.06). Það er furðu algengt að föstum orðasamböndum sé ruglað saman. Flestir munu t.d. þekkja orða- samböndin stöðva leka, setja undir lekann og stoppa í gatið og mörg fleiri svipaðrar merkingar. Nýtt er að unnt sé að segja eða skrifa: Það þurfti að stoppa fyrir lekann (Mbl. 3.2.06). Menn geta lent í ýmsu, t.d. í vandræðum (með e-ð) eða í skömm með e-ð. Venjulega verða menn fyr- ir áfalli en nýlega las umsjón- armaður í auglýsingu að menn gætu einnig lent í áföllum (líkt og vandræðum). Enn furðulegra er þó að lesa: Og [biskupinn] er lentur fyrir dómstólum (Frbl. 6.1.06). Úr handraðanum Í skáldsögu Jóns Thoroddsens, Manni og konu, segir frá því er Sig- valdi prestur var að undirbúa stól- ræðu. Hann blaðaði í hefti sem hafði að geyma gamlar ræður fannst honum það galli á gjöf Njarðar að tvö eða þrjú blöð vant- aði aftan af ræðunni sem hann hugðist nota en síðan sagði hann: en látum samt sjá, hér getur verið amen eftir efninu. – Hér merkir eft- ir ‘samkvæmt; með tilliti til’ og til þessa vísar orðatiltækið setja/segja amen eftir efninu ‘binda (skyndi- lega) enda á e-ð; ljúka e-u’. Hér gengur alls ekki að nota forsetn- inguna á eftir í stað eftir. Eftirfar- andi dæmi er því ekki í samræmi við málvenju: Nú ætti bara að jarða hugmyndina um tvöfalt heilbrigð- iskerfi og segja amen á eftir efninu (Mbl. 23.3.06). Fallanotkun með orða- sambandinu eitra fyrir virð- ist nokkuð á reiki í íslensku. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 74. þáttur. ÉG HEF unnið á heilabilunardeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss frá því í ágúst á síðasta ári sem almennur starfsmaður. Í starfi mínu vinn ég við að sinna daglegum þörf- um sjúklinga og hefur líkað vel hingað til. Á þessum mánuðum hef ég þroskast heilmikið en einnig upplifað hversu vanþakklátt starf þetta er í raun og veru. Vegna mik- illar manneklu hef ég mætt til vinnu vakt eftir vakt þar sem er undirmannað, sjúklingarnir óró- legri og erfiðari því þeir fá ekki þá at- hygli sem þeir þurfa og er ég hrein- lega orðin andlega þreytt og uppgefin á þessu ástandi. Þrátt fyrir þetta hef- ur mér ekki enn að minnsta kosti boð- ist klapp á bakið eða aukagreiðsla fyrir að vinna undir þessu álagi. Ég veit til þess að á sumum hjúkr- unarheimilum er lokað fyrir pláss vegna manneklu, en enn sem komið er hefur það ekki verið gert á minni deild. Ég hef sent heilbrigðisráðherra tölvupóst og hann vísar á fjár- málaráðherra, ég hef sent sviðsstjóra spítalans tölvupóst og hann vísar á forstjóra spítalans. Staðreyndin er sú að enginn virðist vilja axla ábyrgð á þessu klúðri eins og ég kýs að kalla það. Í ljósi þess að starfs- menn Reykjavíkurborgar fá um 34.000 krónum hærri laun en ég fyrir sambærileg störf þá get ég bara ekki skilið hvers vegna maður ætti að sætta sig við þetta?? Þessar 34.000 krónur sem starfsfólk Reykja- víkurborgar fær er ívið hærri upphæð en sá bón- us sem ég fékk fyrir að sitja vaktina á aðfanga- dagskvöld og annan í jól- um fjarri fjölskyldu og vinum. Ég efast um að nokkur geti réttlætt þetta. Ég er sár og afskaplega reið út í kerfið og finnst að við starfsmenn spítalans eigum rétt á því að þetta mál verði tekið upp af einhverri alvöru. Ég á ekki kost á launahækkun fyrr en í ágúst á þessu ári og er ég farin að efast um að ég sjái nokkra hækkun fyrr en þá. Ég finn fyrir miklum vanmætti og sjálfs- virðing mín hefur farið dvínandi und- anfarna mánuði. Eldri borgarar hafa notast við slagorðið „Gamla fólkið gleymt!“ Ég skil þau betur og betur með hverjum deginum sem líður. Herborg Drífa Jónasdóttir, Klapparstíg 17, 101 Reykjavík. Hvers virði er ég? Frá Herborgu Drífu Jónasdóttur Herborg Drífa Jónasdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.