Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 58
58 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VESTURHEIMI
STEFNT er að því að sala á ís-
lensku vatni undir vörumerkinu Ice-
landic Glacial hefjist í Winnipeg í
Kanada 1. maí næstkomandi og
ekki verður þar við látið sitja, því
sölumennirnir Larry Finnson og
Valdimar Johnson hafa sett sér það
markmið að koma vatninu á toppinn
í Kanada.
Tvenn alþjóðleg verðlaun
Félagið Icelandic Water Holding
Ltd. stendur að framleiðslu vatns-
ins og rekur verksmiðju í Þorláks-
höfn, þar sem vatni úr gamalli lind í
Ölfusi er tappað á flöskur. Félagið
er í meirihlutaeigu feðganna Jóns
Ólafssonar og Kristjáns Ólafssonar,
en Kristján keypti gjaldþrota vatns-
framleiðslufyrirtæki árið 2003. Ári
seinna hóf hann að íhuga mögu-
leikann á útflutningi og fékk föður
sinn til liðs við sig. Nú er sala og
dreifing komin á fullt og nýlega
sóttu þeir um leyfi til að byggja
4.500 fermetra húsnæði yfir fram-
leiðsluna í Þorlákshöfn.
Í fyrra skipulagði Jón Ólafsson
markaðssetningu vatnsins á kvik-
myndahátíðinni í Cannes í Frakk-
landi og sagði hann við það tækifæri
að þeir hefðu í raun úthýst frönsku
vatni, eins og t.d. Evian, á eigin
heimavelli þess. Mikil vinna var
lögð í hönnun umbúða og vörumerk-
is enda var ákveðið að leggja
áherslu á hönnun, gæði og hreina
ímynd Íslands frekar en keppa við
stóru erlendu fyrirtækin á grund-
velli verðs. Flaskan var hönnuð af
Design Bridge í Englandi og er yf-
irborð hennar hrjúft, líkt og skrið-
jökull, og á merkimiðanum eru fjór-
ar ólíkar jöklamyndir. Flaskan er
ferköntuð og eru allar hliðar hennar
ólíkar.
Í september sl. vann framleiðslan
til tvennra verðlauna á hönnunar-
verðlaunahátíð flöskuvatns, sem var
haldin í Dubai. Verðlaunin voru fyr-
ir bestu alhliða hugmyndina og
besta vörumerkið.
Kristján sagði við Morgunblaðið í
janúar að salan hefði farið á fullt
skrið eftir að varan hafði unnið til
verðlaunanna í Dubai. Bandaríski
smásölurisinn Target hefði hafið
sölu á vatnsflöskunum víðsvegar í
Bandaríkjunum og hefði skuldbund-
ið sig til að fjölga sölustöðunum í
áföngum upp í 1.500 næsta sumar.
Til heiðurs forfeðrunum
Í Kanada hefst sala á þessari
vöru í öllum sex verslunum Wal-
Mart í Winnipeg, en það er bara
byrjunin, að sögn Valdimars John-
sons, verslunarstjóra í nýjustu
versluninni við McPhillips Street í
norðurhluta borgarinnar.
„Larry Finnson, vinur minn frá
Riverton, hafði samband við mig í
haust sem leið og spurði hvort ég
væri tilbúinn að markaðssetja og
selja íslenskt vatn,“ segir Valdimar.
Hann er sonur Valdimars og Sigrid
Johnson í Riverton. Afi hans og
amma í föðurætt voru Sigrún og
Valdimar Johnson. Móðurafi hans
var Fred Martin og móðuramma
hans er Jónína Martin. „Fyrir
nokkrum árum unnum við saman að
því að markaðssetja súkkulaðið
Clodhoppers, sem Krave’s Candy,
fyrirtæki hans og Chris Emery,
framleiðir. Við byrjuðum smátt en
eftir tvö ár hafði það náð hæstu
hæðum, í orðsins fyllstu merkingu,
frá strönd til strandar. Með þetta í
huga var ekki erfitt að segja já og
ég gat heldur ekki hugsað mér
betra tækifæri til að heiðra afa
mína og ömmur. Væru þau öll á lífi
yrðu þau stolt af framtakinu og
fyrstu gestirnir í verslun minni 1.
maí. Afar mínir eru dánir og aðeins
önnur amma mín, Jónína, er á lífi og
ég ætla að kaupa fyrsta kassann og
færa henni hann að gjöf. Amma í
Riverton fær fyrsta kassann og sala
á vatninu er til minningar um bestu
sendiherra Íslands, afa mína og
ömmur.“
Fyrsta kynningin
með Fálkunum
Fyrsta kynning vatnsins í Winni-
peg fór fram á dögunum og segir
Valdimar að hún hafi tekist vel og
vakið mikla athygli. „Við ákváðum
að styrka Íslandsferð Fálkanna,
skólaliðs Kelvin-gagnfræðaskólans í
Winnipeg, buðum hamborgara og
íslenskt vatn til sölu og tókum
þannig þátt í að greiða keppnisbún-
inga liðsins. Það fór vel á því að
byrja á Fálkunum því allir þekkja
tengingu þeirra við Ísland. Ég spila
og þjálfa sjálfur hokkí í frístundum
og hef gert lengi og ef við fengjum
einhvern tíma tækifæri til að fara til
útlanda væri Ísland fyrsta val.“
Magnús Ver til aðstoðar
Til að byrja með verður vatnið
aðeins selt í 500 ml flöskum í Kan-
ada en til stendur að setja lítra
flöskur á markað síðar í sumar.
„Við lítum svo á að samkeppnin
verði fyrst og fremst við Evian og
við ætlum okkur að hafa betur í
þeirri baráttu vítt og breitt um
landið,“ segir Valdimar. „Í byrjun
verður vatninu stillt upp á áberandi
stöðum fremst í verslunum Wal-
Mart í Winnipeg þar sem við-
skiptavinum verður boðið að
smakka á veigunum. Við verðum
líka með frítt happdrætti í gangi frá
1. maí til 1. ágúst þar sem kaup-
endur vatnsins geta freistað gæf-
unnar í þeirri von að vinna Íslands-
ferð. Vinningshafinn verður dreginn
út og hann kynntur á Íslend-
ingadeginum í Gimli 7. ágúst. Um
sömu helgi verðum við með fjár-
öflun í gangi til styrktar Barnaspít-
alanum í Winnipeg og höfum við
beðið Magnús Ver Magnússon,
sterkasta mann í heimi, að taka þátt
í þessu verkefni en hugmyndin er
að láta hann draga víkingaskip fullt
af íslenska vatninu um bílastæðið
hérna fyrir framan verslunina mína.
Þetta vatn fer ekki framhjá nein-
um.“
Sala á íslensku vatni undir vörumerkinu Icelandic Glacial undirbúin í Winnipeg í Kanada
„Amma í River-
ton fær fyrsta
kassann“
Nokkrir leikmenn Fálkanna með sölumönnum íslenska vatnsins í Winnipeg í Manitoba, Kanada.
Larry Finnson til vinstri og Valdimar Johnson kynna íslenska vatnið í
verslun Wal-Mart í Winnipeg þar sem Valdimar er verslunarstjóri.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
KANADÍSKA kvennaliðið Fálk-
arnir, íshokkílið Kelvins-fram-
haldsskólans í Winnipeg, hefur ver-
ið hér á landi í menningar- og
keppnisferð síðan á laugardag í lið-
inni viku og heldur aftur áleiðis til
Winnipeg á mánudag. „Þetta hefur
verið ótrúleg upplifun fyrir alla í
hópnum, ferð sem aldrei gleymist,“
segir Glenn Eliasson, skólastjóri
Kelvins-framhaldsskólans og far-
arstjóri.
Hópurinn var fyrstu dagana í
Reykjavík, fór í Bláa lónið, skoðaði
Gullfoss og Geysi, fór á söfn og í
verslanir. Á þriðjudag stóð til að
koma við á Vesturfarasetrinu á
Hofsósi á leiðinni til Akureyrar en
því varð að sleppa vegna ófærðar.
Reynt verður aftur á morgun á leið-
inni til baka til Reykjavíkur. Fyrir
norðan hafa stelpurnar og fylgd-
arfólk þeirra meðal annars farið á
hestbak í Laufási, skoðað stofnun
Vilhjálms Stefánssonar og farið til
Mývatns, en stefnt er að skoð-
unarferð um Eyjafjarðarsveit í dag.
Átta í 30 manna hópi eru af ís-
lenskum ættum og hafa þeir notað
tækifærið og heimsótt ættingja og
vini. Allir hafa myndað ný sambönd
og bera Kanadamennirnir gestgjöf-
unum vel söguna.
„Móttökurnar hafa hreint út sagt
verið frábærar og allir hafa lagst á
eitt að gera þessa ferð sem eft-
irminnilegasta,“ segir Dan John-
son, helsti hvatamaður ferðarinnar,
aðstoðarþjálfari liðsins og far-
arstjóri.
Liðið lék tvo leiki við kvennalið
Bjarnarins í Reykjavík og vann 7-1
og 5-0. Í fyrrakvöld unnu Fálkarnir
kvennalið Skautafélags Akureyrar
4-0. Í dag kl. 18 mætir liðið landsliði
Íslands á Akureyri en í fyrramálið
verður annar leikur við SA.
Ógleymanleg ferð
„Íslendingarnir“ í hópnum í Egilshöll. Fremri röð frá vinstri: Kristine
Johnson, Erika Manaigre og Sarah Guðrún Johnson. Aftari röð frá vinstri:
Valerie Hoshizaki - Nordin (áður Thorkelson), frænka hennar Wendy
Brown - Johnson, hjónin Cathie og Glenn Eliasson, og Dan Johnson, faðir
Kristine og Sarah Guðrúnar.
Morgunblaðið/Steinþór
Leikmenn Bjarnarins og Fálkanna eftir síðari leik liðanna í Egilshöll í Grafarvogi.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is