Morgunblaðið - 01.04.2006, Side 65

Morgunblaðið - 01.04.2006, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 65 MINNINGAR ✝ Aðalheiður Jóhannesdóttirfæddist á Hallkelsstöðum í Hvítársíðu 26. janúar 1906. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 23. mars sl. Foreldrar hennar voru Jóhannes Benjamíns- son, f. 26.12. 1872, d. 24.3. 1958 og Halldóra Sigurðardóttir, f. 27.5. 1876, d. 18.7. 1972. Systkini Að- alheiðar eru Guðný, f. 26.7. 1904, d. 28.5. 1979; Nikulás, f. 20.1. 1908, d. 1.2. 1908; Benjamín, f. 20.3. 1909, d. 4.12. 1901; Sigurður, f. 17.10. 1912, d. 29.3. 2003; Erlingur, f. 11.12. 1915 og Þór- hildur, f. 5.12. 1917, d. 15.12. 2000. Aðalheiður giftist 3.apríl 1947 Jóni Sigurðssyni frá Hraunsási í Hálsasveit, f. 27. jan. 1904. Þau eignuðust einn son, Sigurð, f. 15. október 1951. Aðalheiður og Jón bjuggu á Hraunsási frá 1947, þar til Jón lést 11.5. 1957. Eftir lát Jóns bjó hún þar áfram til ársins 1986 er Sigurður sonur þeirra tók við búskap. Eftir það stóð hún fyr- ir búi með honum til haustsins 1998 er hún flutti á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Aðalheiður verður jarðsungin frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Í dag, hinn 1. apríl, þegar við kveðjum Aðalheiði (Öllu) í Hrauns- ási, kemur nafn Helgu mágkonu hennar óneitanlega upp í hugann, svo nátengdar sem þær voru í brauðstritinu. Þegar Helga, sem þá var ráðskona hjá föður sínum og bróður, slasaðist var Alla fengin til þess að aðstoða heimilið. Þar lágu leiðir þeirra Jóns bónda og Öllu saman og gengu þau í hjónaband hinn 3. apríl 1947 og eignuðust, hinn 15. október 1951, soninn Sigurð, sem nú er bóndi í Hraunsási. Það má nærri geta hve mikið áfall það var er Jón féll frá, aðeins 53 ára að aldri, og kom þá vel í ljós dugnaður Öllu sem, með stuðningi Helgu og góðra manna hjálp, hélt búskapnum áfram. Ég undirrituð (Ása) kom fyrst að Hraunsási á annan í hvíta- sunnu 1965, þegar Sigurður var fermdur og sá þá strax hve mynd- arleg Alla var í allri matargerð enda var, á hennar fyrstu búskaparárum, unnið heima úr allri mjólk sem til féll. Við hjónin, Sigurður og Ása, dvöldum ávallt í Hraunsási 1–2 vik- ur á sumri, í kringum heyskapinn. Þá voru, til að byrja með, ekki komnar þær stórvirku heyvinnuvél- ar er nú tíðkast og var því oft unnið langt fram á kvöld, við að koma heyinu í sæti eða í hús. Þegar heim var komið fór Alla í búrið og sótti þangað krukkur með niðursoðnu kjöti, sem hún hafði soðið niður haustið áður, og var það mikið lost- æti. Ávallt var nóg bakkelsi á borð- um í Hraunsási, þó svo að ekki hafi alltaf verið til að dreifa nýjustu tækni til matargerðar, og er minn- isstætt, sumarið 1969, þegar Helga bað þess að við athuguðum með Kitchen-Aid-hrærivél, sem hún hugðist gefa Öllu þegar rafmagnið kæmi þá um haustið, en á æsku- heimili Ásu kom ein slík árið 1952. Það var mikið lán að geta komið börnum í sveit í Hraunsás, og dvaldi Bjarni þar í sex sumur og Guðjón síðan í sjö. Gaman var að spjalla við Öllu, hún hafði ákveðnar skoðanir, en stutt var jafnan í gamansemina. Hún var í Hraunsási til 1998, en þá fór hún á Dvalarheimilið í Borgarnesi, þar sem hún dvaldi til dánardags. Þar var haldið upp á 100 ára afmælið hennar, hinn 26. janúar sl., og áttum við þar yndislega stund með henni. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Ása, Sigurður, Bjarni, Guðjón og Margrét. Nágrannakona mín frá uppvaxt- arárunum, Aðalheiður Jóhannes- dóttir í Hraunsási, hefur kvatt. Ör- fáum vikum eftir að hafa náð hundrað ára aldri lagði hún upp í ferðina sem okkur er öllum búin. Dagarnir voru orðnir fleiri en við flest getum vænst að fá úthlutað og var hvíldin því vel þegin. Minningar frá árunum heima í Stóra-Ási eru órjúfanlega tengdar því nána sambandi sem ætíð hefur verið milli nágrannabæjanna tveggja. Það samband byggðist bæði á nánum ættartengslum og traustri vináttu milli fólksins sem þar bjó. Ferðir okkar í Stóra-Ási að Hraunsási, fyrst í gamla Willysjepp- anum, síðar í Rússajeppanum og þegar fram liðu stundir ríðandi, voru fleiri en tölu verður á komið. Það var manni tekið af þeirri sér- stöku hlýju sem ekki var annars staðar að finna. Hvergi var kaffiboll- inn betri, eða bakkelsið ríkulegar fram borið en í eldhúsinu í Hrauns- ási. Þar voru málefni líðandi stundar skeggrædd við heimilisfólkið, þau Aðalheiði, Helgu og Sigurð. Allt fór þetta svo fram undir viðkunnanlegu undirspili Sóló-eldavélarinnar, sem gegndi hlutverki sínu þar á bæ löngu eftir að stallsystur hennar flestar voru sestar í helgan stein. Aðalheiður var eftirminnileg öll- um þeim sem henni kynntust. Hún var lágvaxin og kvik í hreyfingum. Hin lifandi augu báru þess vott að þar fór hugsandi manneskja. Hún fylgdist vel með mönnum og mál- efnum og hafði til að bera einstak- lega gott minni. Endalaust kom hún manni á óvart með þekkingu sinni og var nær sama hvar borið var nið- ur, hún kunni á hlutum skil. Það voru því forréttindi að þekkja hana og fá að kynnast öllum hennar góðu kostum. Það verður manni æ ljósara eftir því sem árunum fjölgar. Aðalheiður mætti andstreymi í líf- inu, þegar hún missti eiginmann sinn á besta aldri. Hún var ekki þeirrar gerðar að gefast upp. Áfram skyldi búið í Hraunsási af sama myndarbrag og verið hafði. Á sama tíma og haldið var í gamlar og góðar búskaparhefðir var búið nútímavætt og voru þau mæðginin hún og Sig- urður samstiga í því. Nýjungar í vélakosti til búskapar sáust fyrr í Hraunsási en á flestum bæjum. Sig- urður situr nú ættaróðalið af sömu prýði og forfeður hans hafa gert mann fram af manni. Eftir að Aðalheiður var komin á tíræðisaldur gat hún heilsu sinnar vegna ekki lengur dvalið heima í Hraunsási. Fluttist hún þá á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi. Þar undi hún hag sínum vel, þótt hug- urinn væri áfram á heimaslóðum. Áfram hélt hún að koma manni á óvart með stálminni sínu, sem hún hélt allt til hins síðasta. Við fráfall Aðalheiðar er svipur sveitarinnar sem fóstraði mig ungan breyttur. Að leiðarlokum er efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina, sem nær yfir nákvæmlega hálfa öld, og þá miklu umhyggju sem hún bar fyrir mér og mínum alla tíð. Sigurði og öllum þeim sem trega hana færi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Andrés Magnússon. AÐALHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR ✝ Ingólfur Guð-mundsson fædd- ist í Króki í Ása- hrepp 26. maí 1927. Hann lést aðfara- nótt 21. mars síðast- liðins. Foreldrar hans voru Guð- mundur Ólafsson, bóndi í Króki, f. 21. desember 1888, d. 2. maí 1989, og kona hans Guðrún Gísla- dóttir frá Árbæjar- helli í Holtum, f. 13. desember 1889, d. 1935. Barnahópurinn í Króki var stór, 14 systkin, elst var Guðrún Lovísa, f. 28. ágúst 1915, þá Vikt- oría Guðrún, f. 7. október 1916, Guðbjartur Gísli, f. 18. júni 1918, Ólafur, f. 20. mars 1920, Eyrún, f. 1. september 1921, Hermann, f. 7. ir, f. 6. október 1941, gift Ólafi Sig- fússyni frá Læk í Holtum, f. 20. maí 1938, búsett á Selfossi. Þau eiga 4 börn, 11 barnabörn og 6 barnabarnabörn. Árið 1949 tóku þau dreng í fóstur, Ingólf Magn- ússon, f. 1. apríl 1949, sem þau síð- ar ættleiddu, hann er kvæntur Þorbjörgu Fjólu Sigurðardóttir, f. 3. nóvember 1949 frá Leirum A-Eyjafjallahreppi, þau eru búsett í Hafnarfirði og eiga 3 börn og fjögur barnabörn. Hálfbróðir Ing- ólfs Magnússonar kom til þeirra 10 ára gamall og tóku þau við uppeldi hans, hann er Jón Halldór Bergs- son búsettur í Reykjavík. Lilja og Ingólfur hófu búskap í Reykjavík árið 1948 en fluttu síðan að Skálmholti og bjuggu þar frá 1952–1953 er þau tóku við búi í Króki og bjuggu þar til ársins 1984. Þá keyptu þau sér hús við Nestún á Hellu og áttu þar heimili þar til þau fluttu til dvalar á Lundi á Hellu árið 2002. Útför Ingólfs verður gerð frá Kálfholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. október 1922, Krist- ín, f. 20. nóvember 1923, Dagbjört, f. 1. mars 1925, Sigur- björg, f. 25. apríl 1926, þá Ingólfur sem hér er kvaddur, Val- týr, f. 25. júní 1928, Ragnheiður, f. 16. ágúst 1929, Gísli, f. 9. október 1930, og Sig- rún, f. 12. nóvember 1931. Ingólfur kvæntist Lilju Matthildi Frans- dóttir, f. á Stokkseyri 17. nóvember 1922, d. 26. nóvem- ber 2002, en ólst upp í Skálmholti í Villingaholtshreppi. Þegar Ingólf- ur hóf búskap með Lilju fylgdi henni lítil stelpuskotta sem varð hans fósturdóttir. Hún heitir Hólmfríður Rannveig Hjartardótt- Lokið er kafla í lífsins miklu bók. Við lútum höfði í bæn á kveðjustund. Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf og tók græðandi hendi að milda sorgarstund. Ó, hve við eigum þér að þakka margt þegar við reikum liðins tíma slóð. Í samfylgd þinni allt var blítt og bjart blessuð hver minning, fögur, ljúf og góð. Okkur í hug er efst á hverri stund ást þín til hvers, sem lífsins anda dró hjálpsemi þín og falslaus fórnarlund. Friðarins Guð þig sveipi helgri ró. (Vigdís Runólfsdóttir.) Elsku Ingólfur. Kveðjustundin er komin og leiðir okkar skiljast að sinni, en minning- arnar um góðan tengdaföður lifa í hjarta mínu. Eftir því sem árin liðu lærði ég að meta þig af þínum mann- kostum. Heiðarleikinn var alltaf í fyr- irrúmi hjá þér, en þú gerðir líka þær kröfur til annarra, ég er stolt af því að hafa verið í þeim hópi fólks sem þú treystir. Fyrstu kynni okkar lofuðu ekki góðu, þér leist í fyrstu ekkert á þessa stelpu sem var að taka soninn frá þér. En sem betur fór breyttist viðhorf þitt og við urðum góðir vinir. Í huga mínum eru það forréttindi að hafa fengið að kynnast þér. Sam- band ykkar Lilju var alltaf til fyrir- myndar og hugljúft var að sjá hvað þú barst mikla virðingu og elskaðir konu þína mikið en það var líka endurgold- ið. Það var þér ákaflega þungt þegar þú misstir hana Lilju þína sem hlaut þá náðargáfu að vera vel gefin kona með létta og ljúfa lund. Ég hafði það oft á tilfinningunni að þú litir sjaldan glaðan dag eftir fráfall hennar. Oft sagðir þú við okkur Inga að þú óskað- ir þess að biðin yrði ekki löng. Síðustu dagana sem þú lifðir varstu mikið veikur og það var fjarska sárt að skilja ekki það sem þú varst að reyna að tjá þig um. Við Ingi og börnin erum Guði þakk- lát fyrir að þitt stríð varð ekki lengra úr því að svona var komið fyrir þér. Nú eruð þið Lilja sameinuð á ný og þú heill og heilbrigður í Guðs hönd- um. Við Ingi, börnin og barnabörn söknum þín. Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir, Þorbjörg Fjóla Sig. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Með þessum orðum vil ég kveðja þig, elsku afi minn. Ég þakka þína væntumþykju, óþrjótandi hlýju og góðvild. Þau lifa sterkt í minningunni öll skiptin sem ég fékk að fara með þér þegar þú varst að útrétta eitthvað fyrir búið, við sungum þá oft um hann Bjössa á mjólkurbílnum og alltaf fékk ég ís, þú gleymdir aldrei að gleðja litlu stelp- una sem sótti í að vera með þér í amstri dagsins. Í sumar þegar við fjölskyldan för- um í okkar helgarferðir í Eyjafjalla- sveitina verður þín sárt saknað, því það var alltaf fastur liður hjá okkur að heimsækja þig á Hellu. Elsku afi, það er huggun í harmi að kveðja þig, því nú ert þú kominn á góðan stað, þar sem vel er tekið á móti þér, ég veit þú skilar góðri kveðju til ömmu. Við systkinin og börnin okkar erum sannfærð um að þið munið vaka yfir okkur. Blessuð sé minning þín Kristín M. Ingólfsdóttir. Mig langar að kveðja þig í síðasta sinn, elsku besti Ingólfur minn. Já, nú er tíminn kominn sem þú hefur ef- laust lengi beðið eftir, ferðalagið til elsku Lilju þinnar. Ég veit í hjarta mínu að núna ert þú sáttur og glaður. Frá veru minni í Króki á ég dásam- legar minningar, kærleikur, væntum- þykja, hlýja og góðmennska ykkar umvöfðu mig. Elsku Ingólfur minn, þú góði mað- ur og mikli vinur minn, ég á eftir að sakna þín mikið, minningin um okkar samskipti mun ylja mér í framtíðinni. Þú varst svo hrifinn af ljóðum, hér sendi ég þér eitt sem mér finnst segja meira en mörg orð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þegar ég lít núna til baka þá hrann- ast upp myndirnar í huga minn og ég get heyrt sérstaka hláturinn þinn,og ég sé brosið þitt í huga mér. Þú vildir hafa gleði í kringum þig og þegar þungi gamli kom í heimsókn þá leiðst þú kvalir, því í eðli þínu varstu kátur. Núna fæ ég aldrei aftur þessa fínu fiska sem þú endalaust leystir mig út með, og veiðisögurnar. Það eru ekki margir menn jafnvígir á búskapinn og útgerðina. Ingólfur, þú þessi dugnaðarforkur, alltaf vinn- andi og ósérhlífinn varstu með ein- dæmum. Ég minnist svo sterkt hvað þú elskaðir hana Lilju þína mikið og lagið ykkar „Undir bláhimni“ á heið- ursess hjá mér og þegar það heyrist þá brosir mín breitt. Að leiðarlokum, elsku Ingólfur minn, þá þakka ég fyrir allar þær góðu samvistir sem við áttum, ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér, ég minnist þín með virðingu og hlýju. Blessuð sé minning þín. Ég votta öllum aðstandendum inni- lega samúð. María Jónsdóttir. Kæri vinur, Ingólfur, nú ert þú far- inn í það stóra ferðalag sem bíður okkar allra á endanum. Mér er þakklæti efst í huga, fyrir þau góðu kynni og þá miklu tryggð sem þú sýndir okkur hjónum og börn- um okkar. Þú varst sannur vinur vina þinna. Meðan heilsa þín leyfði varst þú alltaf tilbúinn til hjálpar og stuðn- ings þeim sem áttu erfitt. Þú varst fæddur og uppalinn í Króki í Ása- hreppi. Þú þurftir ungur að læra að bjarga þér þar sem þú misstir móður þína aðeins 7 ára gamall. Þið voruð mörg systkinin en þau eldri tóku að sér að hjálpa föður þínum svo þið gætuð verið áfram saman. Þú starfaðir um tíma sem leigubíl- stjóri í Reykjavík, en árið 1955 fluttuð þið hjónin að Króki og tókuð við búi föður þíns. Þú varst snyrtimenni með afbrigðum, sannur dýravinur, sér- staklega mikill hestamaður og áttir góða hesta. Þið hjónin voruð virk í fé- lagsmálum sveitarinnar en í gegnum þau kynntumst við fljótt og hélst sú vinátta alla tíð. Þegar þú starfaðir sem fjallkóngur á Holtamannaafrétti um árabil sýndir þú m.a. hve góður stjórnandi þú varst og var sérstaklega auðvelt að hlýða fyrirmælum þínum. Þú hafðir yndi af því að ferðast um hálendið og áttir þér margar góðar minningar um þær ferðir. Ég hafði ávallt gaman af því að heyra þig og mann minn tala um fiski- rækt og fjallaferðir því þar áttuð þið vel saman. Þú hafðir um tíma haft vatn á leigu uppi á hálendinu þar sem þú hafðir góðan árangur af fiskirækt, enda vel um það hugsað. Eftir að þú hættir búskap starfaðir þú við slátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands og síðast sást þú um söltun á gærum. Haustið 1986 gerðist ég starfsmaður hjá þér, en ég vann við söltun á haustin í átta ár. Á ég mér góðar minningar um þennan tíma sem var bæði mjög lær- dómsríkur og skemmtilegur. Hér sýndir þú aftur hve mikla stjórnunar- hæfileika þú hafðir, þú varst metn- aðarfullur og sást til þess að verkin væru vel unnin. Andlát Lilju eiginkonu þinnar árið 2002 varð mikið áfall fyrir þig og svo virtist sem þú hefðir ekki þrek eða orku til þess að takast á við þann sára missi – þig vantaði stuðning hennar. Þið voruð ætíð mjög náin. Vonandi hafið þið nú aftur náð saman og getið nú stutt hvort annað eins og áður. Við hjónin biðjum góðan guð að varðveita þig og ykkur bæði. Blessun fylgi ykk- ar fólki. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Steinunn og Sigurður frá Kastalabrekku. INGÓLFUR GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.