Morgunblaðið - 01.04.2006, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 69
MINNINGAR
✝ Guðrún E.Welding Dyrnes
fæddist á Kárastíg
9a í Reykjavík 25.
apríl 1928. Hún lést
á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi
sunnudaginn 19.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Friðrik P.
Níelsson Welding, f.
20. júní 1879, og
Þórunn Þorsteins-
dóttir, f. 20. ágúst
1935. Systkini Guð-
rúnar sammæðra voru: Ásmund-
ur Kristinn Ásgeirsson, f. 1906, d.
1986, Ástvaldur Helgi Ásgeirs-
son, f. 1908, d. 1980, Gunnar Að-
alsteinn Ásgeirsson, f. 1909, d.
1980, Guðrún Ásgeirsdóttir, f.
1910, d. 1923, Þórarinn Ásgeir
Ásgeirsson, f. 1913, d. 1941, Guð-
laugur Adolf Ásgeirsson, f. 1915,
d. 1958, Laufey Sigurrós Ásgeirs-
dóttir, f. 1918, d. 2004, Borghild-
ur Ásgeirsdóttir, f. 1919, auk
tveggja Bryndísa er létust ungar.
Systkini Guðrúnar samfeðra
Welding Lenander, f. 1986, og Ir-
isi Rósönnu Lenander, f. 1989. d)
Reynir Friðrik Ingólfsson, f. 31.
jan. 1961, var kvæntur Sölvi
Fjellsetnes, f. 1961, en þau eru
skilin. Saman eiga þau börnin
Heidi Cecile Ingólfsson, f. 1981,
og Linn Jeanette Ingólfsson, f.
1988.
Guðrún fæddist í Reykjavík en
frá 10 ára aldri ólst hún upp á
Minni Bæ í Grímsnesi og var hún
þar til 18 ára aldurs. 17 ára göm-
ul fór Guðrún í húsmæðraskóla á
Laugarvatni en eftir það fluttist
hún aftur til Reykjavíkur. Þar
kynntist hún Ingólfi þar sem
hann var við nám og flutti hún
síðan með honum til Eyja 1948.
Eftir lát Ingólfs giftist Guðrún
aftur en það hjónaband varð ekki
farsælt.
Guðrún bjó í Eyjum í 25 ár eða
þar til eldgos hófst þar 1973. Þá
fluttist hún til Grindavíkur og bjó
þar þangað til hún flutti búferlum
til Noregs 1974. Sumarið 1975
giftist Guðrún Johan Dyrnes, f.
16. apríl 1929, d. 3. janúar 2001,
og bjuggu þau saman í Noregi í
27 ár eða þar til Johan lést. Eftir
það flutti Guðrún aftur til Eyja
og bjó þar fram að dánardegi.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Landakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.30.
voru: Jenný Petrína
Welding Friðriks-
dóttir, f. 1906, d.
1971, Hilmar Krist-
berg Welding, f.
1907, d. 1968, og
Fanney Friðriksdótt-
ir Welding, f. 1909,
d. 1976.
Guðrún giftist í
Vestmannaeyjum 16.
júlí 1949 Ingólfi Ei-
ríkssyni, f. 24. des.
1925, d. 5. des. 1970.
Börn þeirra eru: a)
Svana Ingólfsdóttir,
f. 29. nóv 1950, gift Kristjáni Sig-
mundssyni, f. 1951, þau eiga
börnin Ragnheiði Ingu, f. 1971,
Elías Rúnar, f. 1973, Sigmund
Karl, f. 1976, Maríu, f. 1985,
Ernu, f. 1985 og Klöru, f. 1989. b)
Erna Ingólfsdóttir, f. 24. okt.
1952, gift Árna Gunnari Gunn-
arssyni, f. 1950, og eiga þau börn-
in Ingólf Guðna, f. 1972, Davíð, f.
1973, og Elínu, f. 1989. c) Rós-
anna Ingólfsdóttir, f. 26. feb.
1956, gift Per Lenander, f. 1949,
saman eiga þau börnin Richard
Gudrun.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Tusen takk for at jeg fikk lov å
være din venn og at du var min.
Takk for at du satte spor i hjerte
mitt.
Siste hilsen til Gudrun, et „spe-
sielt“ menneske, fra
Ingrid Ramsli.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Það var árið 1983 að lítill peyi
flutti ásamt fjölskyldu sinni á eyj-
una Smöla í Noregi. Sá tími sem
fjölskyldan bjó á Smöla er honum
enn þann dag í dag ljóslifandi og
minningarnar þaðan góðar. Að fá að
tína jarðarber, fara í svínastíuna, í
hænsnakofann, fara út á sjó eða
veiða á stöng við naustið. Að sitja
inni í stofu og hlusta á Jóhann spila
á nikkuna, sitja við eldhúsborðið og
spjalla eða spila og fá eitthvað gott
að borða hjá Gunnu þetta eru minn-
ingar sem munu lifa í hjarta þessa
peyja alla ævi.
Elsku Gunna mín, takk fyrir allt.
Þinn
Kjartan Vídó.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um viljum við fjölskyldan Odda Vm
þakka Guðrúnu Welding, eða Gunnu
Welding eins og hún var alltaf köll-
uð, fyrir samferðina, sem var hvað
mest þegar við áttum heimili í Nor-
egi.
Það var fyrir mörgum árum að
ung hjón með fimm ára dreng fengu
þá hugdettu að flytjast búferlum til
Smöla-eyju við strendur Noregs.
Þegar hugmyndin var að verða að
veruleika skutu þau hjón Guðrún
Welding og Johan Dyrnes húsa-
skjóli yfir húsbóndann þar til fjöl-
skyldan sameinaðist og komst í það
húsnæði sem okkur hafði áskotnast.
Ávallt var tekið vel á móti okkur í
þeirra húsum og oft var mikið skraf-
að og pælt í eldhúsinu hjá henni
Gunnu Welding.
Johan er nú látinn fyrir nokkrum
árum. Sonur okkar átti þar hauk í
horni og oftar en ekki fóru þeir að
gefa hænsnum eða grísum og þann-
ig varð hann tvítyngdur á örskömm-
um tíma, eins og sagt er í dag, talaði
bæði norsku og íslensku. Þeirra
samskipti voru einlæg og náin. Það
var auðséð að Johan sá einhvern
neista sem hægt var að virkja í
peyjanum. Það var oftar en ekki að
það sást til þeirra tveggja á ferð, í
hrókasamræðum um lífið og til-
veruna. Guðrún Welding hafði sér-
stakt lag á þessum litla peyja sem
þurfti að vita allt og gera allt. Þegar
vatn var látið renna í vaskinn var
hann kominn með uppbrettar ermar
og þá komst ró á alla umferð um
eldhúsið.
Þegar veiðiferð lauk og eitthvað
fiskaðist var farið í það að verka og
gera klárt fyrir eldamennsku. Þá
skipti tíminn engu máli, þetta var
bara venjan þegar karlmennirnir
komu með afla, þá skyldi hann verk-
aður og það sem síðar skyldi notað
var fryst en hitt eldað. Veislumat-
urinn var stundum smáufsi og lifur
með flatbrauði. Ef eitthvað var til í
stóru flöskunni var öllu skolað niður
með slíkum veigum.
Það er margs að minnast frá
þessum tíma þegar Guðrúnar Weld-
ing naut við.
Með þessum fátæklegu kveðju-
orðum viljum við minnast Guðrúnar
E. Welding. Minningin er okkur
kær. Við sendum öllum aðstandend-
um einlægar samúðarkveðjur.
Fjölskyldan Odda Vm.
GUÐRÚN E.
WELDING DYRNES
✝ Kristina SigrúnNielsen Pálma-
dóttir fæddist á Lá-
landi í Danmörku
2. júní 1992. Hún
lést í Álaborg 27.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Pálmi Bene-
diktsson ráðgjafi
og Kirsten Nielsen
lyfjatæknir. For-
eldrar Pálma eru
Benedikt Helgason
tónlistarkennari og
Ásta Ottesen (lát-
in). Foreldrar Kirsten eru
Grethe Nielsen og Børge Niel-
sen, Dalmose, Danmörku. Systk-
ini Kristinu Sigrún-
ar eru Benedikt
starfsmaður Lands-
bankans í Lúxem-
borg, f. 22.7. 1975,
Maria nemi, f. 1.8.
1984, og Sara Ásta
Grethe, f. 20.10.
1994.
Kristina Sigrún
gekk í Öldutúns-
skóla í Hafnarfirði
frá 1999 til 2001.
Útför Kristínu
Sigrúnar verður
gerð frá Vester
Hornum-kirkju við bæinn Farsø
á Veterhimmerlandi fyrir sunn-
an Álaborg í dag.
Mér barst til eyrna bana fregn,
um bitra vetrar stund.
Því enginn stenst þeim gesti gegn
þótt sýni hann sverð og mund.
Ef dauðinn snart að dyrum ber
það dæmi sýna ljós,
þá fellur allt sem fyrir er,
eins fögur björk og rós.
(Baldvin Jónatansson.)
Nú ferð þú burt frá föður ranni
og friðarblíðum móðurarmi
það vekur söknuð víst hjá manni
enn von í brjósti kviknar senn
að ætíð verði öllum vís
eilíf sæla í Paradís.
(Ólína Sigurgeirsdóttir.)
Ég trúi því að Ásta amma hafi tekið
á móti þér, og ég vona að þið takið á
móti afa gamla þegar hann kemur.
Guð blessi minningu þína.
Afi Benni og Anna amma
á Húsavík.
„Þar sem jökulinn ber við loft hætt-
ir landið að vera jarðneskt, en jörðin
fær hlutdeild í himninum, þar búa
ekki framar neinar sorgir og þess-
vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar
ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“
(Halldór Laxness.)
Litfríð og ljóshærð fæddist hún
Kristina Sigrún; foreldrum sínum,
stóru systkinum og ættingjum til
ómældrar hamingju. Við hérna á
Fróni fengum fréttir og myndir af
henni og síðar litlu systur hennar
Söru og heimsóttum fjölskylduna til
Danmerkur þegar færi gafst. Alltaf
gaman að vera kölluð tante Inga. Af
einhverjum óútskýrðum ástæðum
rofnaði síðan sambandið um hríð,
okkur öllum til mikillar armæðu. Við
skyndilegt fráfall litlu frænku gerir
maður sér svo, seint og um síðir,
grein fyrir því hvað máli skiptir í
þessu lífi, fjölskylduböndin, kærleik-
urinn og fyrirgefningin. Syrgir að
hafa misst af því að hafa fengið að
kynnast þessari litlu frænku betur,
frænku sem líktist okkur kvenrembu-
systrunum meira en okkar eigin dæt-
ur, eftirsjá yfir því sem gæti hafa orð-
ið – að fá ekki að sjá hana fermast,
spila í hljómsveit og verða lögfræð-
ingur í New York. Reiði vegna þess
að skyndilega er slökkt á lífsljósi
hennar og allir hennar draumar,
væntingar og þrár verða aldrei neitt
annað en það, draumar. Ekki er hægt
að hugsa sér meiri sorg en þá að
missa barnið sitt, væntanlega komast
foreldrar aldrei yfir slíkan harm og
ekki í raun hægt að ætlast til þess.
Við getum einungis reynt að læra að
lifa með sorginni, minnast þess fal-
lega og góða og þakka fyrir hvern
þann dag sem við fengum að hafa
þessa elsku hjá okkur.
Elsku Pálmi, Kirsten, Benni,
Maria og Sara. Erfitt er að skilja til-
ganginn með þessum hörmungum og
við eigum öll eftir að ganga í gegnum
dimman dal á næstu misserum. Tím-
inn læknar engin sár, einungis deyfir
sársaukann. Megi minningin um hug-
rakka, elskulega og sterka stúlku
verða okkur dýrmætt veganesti til að
takast á við það líf sem bíður okkar.
Ingibjörg Sara Benediktsdóttir.
Ég get ekki sofið.
Ég græt af því
Guð er ei með mér.
Hví?
Langt er til dögunar.
Lífið stutt.
Lífsins kraftur
fjarar burt.
Hvað býr undir þessu öllu?
Þannig hljóðar eitt ljóðanna sem ég
orti táningur. Eins og aðrir táningar
var ég farin að velta stóru lífsgátunni
fyrir mér. Af hverju fæðumst við? Af
hverju lifum við sum allt of lengi og
sum allt of stutt?
Hún Kristina Sigrún bróðurdóttir
mín sem fékk að lifa svo allt of stutt
hefur vafalaust verið að velta svipuð-
um hlutum fyrir sér. Við vorum báðar
látnar heita Sigrún en það nafn átti
vinkona Ástu mömmu og ömmu.
Þessi Sigrún dó úr berklum aðeins 16
ára gömul. Þú frænka litla fékkst að-
eins 13 ár. Sama dag og pabbi þinn
hringdi til að segja okkur frá láti þínu
fengu afi og amma á Húsavík boðs-
kort um að mæta í fermingu þína í
maí næstkomandi.
Við djúpri sorg verða orð svo óum-
ræðilega fátækleg. Öll fjölskyldan
syrgir nú Kristinu Sigrúnu. Við erum
með ykkur, elsku Pálmi, Kirsten og
börn í sorg ykkar.
Nú er svo sannarlega vorhret á
glugga og naprir vindar sem hvína
hér í norðangarranum.
En stjarnan okkar Kristina Sigrún
er komin á annað tilverustig. Hún
tekur síðan á móti okkur ásamt öllu
því fólki í fjölskyldunni sem lifir í ei-
lífðinni.
Frænka á Húsavík,
Hólmfríður Sigrún
Benediktsdóttir.
Elskuleg frænka okkar í Dan-
mörku er látin, aðeins þrettán ára
gömul.
Það var stutt í fermingu hennar, en
í staðinn sitjum við hér heima og skilj-
um ekki til fulls atburðarás síðustu
viku. Ung stúlka, sem átti eftir að
njóta alls þess sem lífið hefur upp á
bjóða, hefur kvatt þennan heim. Við
teljum öruggt að Ásta amma taki á
móti henni með opinn faðminn. Hug-
ur okkar er hjá fjölskyldu Kristinu
Sigrúnar og biðjum við algóðan Guð
að gæta þeirra í þessari miklu sorg.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Hvíl í friði elsku frænka.
Fyrir hönd systkinabarna,
Ásta Magnúsdóttir.
Okkur er lofað að lífið sé eilíft.
Endalaust og eilíft, en reyndar allt-
af breytingum háð. Þannig þrosk-
umst við, í ölduróti lífsins sem nú um
stund líkist martröð.
Okkur er líka lofað að hinn holdlegi
maður sigri dauðann í trú og kær-
leika.
Guð stendur örugglega við loforð
sín nú sem fyrr.
Reynslan kennir hinum trúuðu að
þakka eilíft líf og virða vald Guðs.
Þegar við kveðjum 13 ára frænku
er sársaukinn þó að sprengja hjörtu
okkar og í söknuðinum fáum við ekki
svörin, sem við þráum. En að við vog-
um okkur að efast og spyrja, eftir allt
sem okkur hefur verið gefið, er um-
hugsunarefni.
Við ættum að vera þakklát og láta
af vantrúnni. Spurningar eins og af
hverju lítil og yndisleg frænka fær
ekki að njóta lengur fegurðarinnar í
lífinu, læra, syngja og dansa ættu að
snúast í ævarandi þakklæti okkar fyr-
ir að hafa notið þess að fá að kynnast
henni, þótt árin væru færri en við
vildum.
Við fáum auðvitað ekki svör við því,
hvers vegna Kristina Sigrún fór svo
skyndilega – þau eru ekki til. Við ætt-
um að vita betur en að spyrja almætt-
ið um tilgang dauðans. Við ættum að
vita að Guð veit það langt umfram
manninn hvað hverjum er ætlað, hvar
og hvenær. Hann ákveður sjálfur vitj-
unartímann og hefur nú sett Kristinu
Sigrúnu í hásæti sitt. Þar situr hún,
prinsessan mín, og sáir fræjum
gæsku og elsku yfir alla menn, konur
og börn. Nú eins og jafnan áður.
Elsku bróðir, mágkona, Benni,
María og Sara Ásta, minningar ykkar
eru fallegar. Kristina Sigrún var
ótrúlega greind og falleg með hreint
hjarta og sterka réttlætiskennd. Hún
hlakkaði til þess að láta ferma sig og
hún vildi svo gjarnan hitta íslensku
ættingjana sína.
Fermingunni var flýtt.
Hún fór fram á dánarbeð barnsins.
Kjóllinn sem hún hafði valið sér til að
fermast í fær nýjan tilgang. Íslensku
ættingjarnir mættu aðeins of seint í
ferminguna en kveðja nú kæra
frænku um stundarsakir. Eða ekki,
auðvitað erum við ekki að kveðja
hana heldur segja skilið við hið jarð-
neska og beina huganum á önnur
svið, þar sem efnið er ómerkilegt og
andinn stendur einn eftir. Guð er andi
Kristina Sigrún, ekki satt? Eftir
stendur, að auðvitað varð hún fyrir
valinu, hvað annað?
Auðvitað hefðum við getað sagt
okkur það öll að Kristina Sigrún hefði
verk að vinna á æðri stöðum. Það ætti
að vera okkur augljóst.
Í söknuðinum er erfitt að velja
viskuleið Guðs og skilja að það er ekki
heilbrigð skynsemi að efast um kær-
leika hans.
Guð viltu umvefja Kristinu Sigrúnu
kærleika þínum og styrkja foreldra,
systkini, afa og ömmur í söknuði
þeirra eftir litla gullmolanum sínum.
Kristina Sigrún, vi elsker dig! Lifðu
með okkur litli guðdómlegi engill.
Jónína Benediktsdóttir, Jó-
hanna Klara Stefánsdóttir,
Matthías Stefánsson, Tómas
Helgi Stefánsson.
KRISTINA SIGRÚN
NIELSEN
PÁLMADÓTTIR