Morgunblaðið - 01.04.2006, Side 71

Morgunblaðið - 01.04.2006, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 71 MINNINGAR Einn minn allra besti grunnskólakenn- ari er nú fallinn frá langt fyrir aldur fram. Rúni Bryn. eins og við kölluðum hann var um- sjónarkennari minn í Öldutúnsskóla á unglingsárunum. Hann hafði góð- an aga á bekknum og hafði hæfni til að vekja áhuga nemenda fyrir ís- lensku máli. Hann notaði sögurnar sem við lásum til umræðu um mennskuna og góð gildi í lífinu. Hann spann lífsleikni inn í kennsl- una þannig að ég hugsaði um hvað væri mikilvægt í lífinu eins og heið- arleiki, hugrekki, góð dómgreind og heilindi við sjálfa mig og aðra. Það sem gerði Rúnar að frábærum kennara var áhuginn sem hann sýndi nemendum sínum. Hann tal- aði við okkur sem jafningja og gaf heilshugar af sjálfum sér. Það var mér mjög dýrmætt hvernig hann hvatti mig áfram þegar ég ringluð í hormónaflæði unglingsáranna var að missa sjálfstraustið. Hann hafði áhuga á vanlíðan minni og vissi hvað gæti hjálpað. Hann gaf mér hlut- verk í félagslífinu, lét mig í sjoppuna á skólaballinu, hvatti mig til að taka þátt í ræðukeppni sem þá var hald- in. Hann hafði trú á mér. Þetta varð til að stappa í mig stálinu á ný. Á þennan hátt varð Rúnar mér áhrifa- valdur til góðs. Hann var mannvinur og bar virðingu fyrir nemendum sín- um. Það kallaði fram í okkur það besta. Þegar ég fór að vinna löngu seinna með börnum og unglingum sótti ég í sjóð þessara minninga til að læra hvernig ég ætti að umgang- ast þau. Ég á Rúnari og Dóru konu hans, sem einnig var umsjónarkenn- ari minn, mikið að þakka. Það var lán að fá að hafa svo góða kennara. Þar sem Guðrún bekkjarsystir var bróðurdóttir hans fengum við vin- konurnar að passa Pálínu og Guð- rúnu fyrir þau kvöld og kvöld. Það var ákveðin hátíð fyrir okkur. Minn- ingarnar eru margar og góðar. Efst í huga mér er þakklæti til Rúnars og djúp virðing. Hann hvíli í Guðs friði. Dóra, Pálína, Andrew, Guðrún Brynja og Helgi, ég votta ykkur innilega samúð og bið Guð að styrkja ykkur á komandi tíð. Bára Friðriksdóttir. Með Rúnari Brynjólfssyni er fall- inn frá einn þeirra, sem setið hafa við háborð sæmdarmanna í mínu lífi. Samstarf okkar hófst þegar, og raunar áður en, hjúkrunarheimilið Skjól tók til starfa árið 1987, hann sem framkvæmdastjóri og ég sem yfirlæknir stofnunarinnar. Það reyndist mér verða afar farsælt og æ síðan höfum við samstarfsmenn Rúnars búið að hinni hlýju nærveru hans, drengskap og umhyggju fyrir íbúum heimilisins og starfsmönnum þess. Hið sama átti við utan hefðbund- ins starfs á heimilinu. Mér varð þetta látæði hans allt til lærdóms og eftirbreytni. Mér var fullkunnugt um að hið sama gilti á starfsferli hans sem yfirkennari Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Vinur í raun, alls stað- ar nálægur þegar vanda bar að og sífellt annt um hið unga fólk sem nám stundaði í skólanum. Óupptalin eru enn hin margvís- legu störf að félagsmálum meðal annars hjá skátum, trúr og ávallt reiðubúinn. Ekki verður allt það rakið í þessum stuttu kveðjuorðum. Þegar Rúnars er minnst kemur endurtekið upp í huga mér hugtakið háttprýði undir öllum kringumstæð- um, ófrávíkjanleg. Þessara eigin- RÚNAR BRYNJÓLFSSON ✝ Rúnar Brynj-ólfsson fæddist í Hafnarfirði 5. októ- ber 1936. Hann and- aðist á Landspítal- anum við Hring- braut föstudaginn 17. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði 28. mars. leika nutum við læknar sem og aðrir starfsmenn í Skjóli. Við söknum þess sáran að fá ekki notið þessara eiginleika lengur en raun varð á eftir að hann lét af störfum forstöðu- manns. Hann er kvaddur með sorg og eftirsjá. Við Kristín vottum eftirlifandi eiginkonu, Dóru og dætrum Rún- ars innilega samúð. Ólafur Mixa. Rúnar Brynjólfsson fæddist 5. október árið 1936. Hann fæddist Gaflari og var Gaflari alla tíð – ólst upp í og við Hverfisgötu 41 í Hafn- arfirði. Strákurinn sá „leitaði ekki gæfunnar langt yfir skammt, fann hana ekki í fjarlægð, því hann átti hana samt – vissi þá og þegar að hún oftast er í umhverfinu hið næsta sér“. Rúnar stundaði ýmis störf á ung- lingsárunum, enda einn af stórum hópi systkina. Hann vann síðan fyrir kennaramenntun og varð yfirkenn- ari við Öldutúnsskóla. Æskulýðs- leiðbeinandi góður þótti hann, en það var ekki það eina, enda þekki hann hvern þann mann, sem sér- hver hafði að geyma. Rúnar veitti Vinnuskólanum í Krýsuvík forstöðu sumrin 1963 – 1965. Þar lágu leiðir okkar fyrst saman – og það var nú ekki lítið gaman. Í mörg horn þurfti að líta með 50 unga drengstaula sem þurftu að hafa eitthvað nytsamt fyr- ir stafni sumarlangt, getað leikið og lært um leið, þvegið af sér og allt um kring, barist með tindáta, smíð- að kofa, sparkað bolta, stíflað læki, slitið teygjur í „Rósastríðsstríðs- átökum“ undir Bæjarfelli og gengið um óslétt og mosagróið land Skag- ans svo leikandi létt. En það var ekki nóg. Söngur, sagnir og sýn- ingar kvikmynda, t.d. „Síðasti mó- hikaninn“, var ómissandi þáttur inni á millum allra þessara kvöldlaga, sem lauk með Faðirvorinu undir svefninn. Ávallt ber að varast full- yrðingar, en þó er óhætt að ganga að einu sem gefnu; allir þeir fjöl- mörgu drengja er nutu leiðsagnar og liðsinnis Rúnars Brynjólfssonar og samstarfsfólks hans í Krýsuvík á þessum árum eru ríkir – bæði af minningum og reynslu er hefur komið þeim að góðu gagni síðar á lífsleiðinni. Átök við Gestsstaðavatn með virðingarverðum og gagnvæm- um skoðanaskiptum eru þar ekki undanskilin. Þannig var Rúnar. Hann plantaði litlum trjálingum er síðar uxu og urðu að stórum og stæðilegum trjástofnum er staðið gátu af sér sérhvern storm. Orð hans uxu í vitund áheyrandans. Framkvæmd verka hans varð öðr- um til eftirbreytni. Á göngu um fjöll og dali var landið ekki bara hólar og lægðir; það varð flóra og fána. Rún- ar var alla sína tíð að leggja farsæl- an grunn að framtíð annarra. Þar kom uppeldi hans sjálfs, þátttaka í skátahreyfingunni sem og hans eig- in vitund og vakning að góðu gagni. Ég man aldrei eftir því að Rúnar minntist á vandamál, einungis lausnir. Margir mættu taka sér það til fyrirmyndar – jafnvel hinir „reyndustu“ stjórnvitringar lands- ins. Þegar leiðir okkar Rúnars lágu saman á ný síðar á lífsleiðinni átti að heita, a.m.k. samkvæmt hinni op- inberu kennisetningu og almennu vitund, að við ættum að vera á önd- verðum meiði í dægurþrasi stjórn- málanna. Í verki var það þó öðru nær. Að fenginni reynslu ætti sér- hverjum upplýstum manni að vera orðið það ljóst að þar sem sameig- inleg gildi og ákvörðuð viðleitni til að láta gott af sér leiða fara saman eru stjórnmálin hjóm eitt. Þá skiptir engu máli hvað flokkarnir heita eða hvað „leiðtogarnir“ vilja. Þá ræður hin hin eðlislæga uppvakning – hin heilbrigða skynsemi. Rúnar var ríkur af skynsemi. Hann lagði sig fram við að leita lausna á vandamálum hins daglega viðfangsefnis lífsins – aðrir voru uppteknir við þau. Rúnar vissi að endanleg orðræða skipti meira máli en endalaus orðræða. Einungis eðl- islægir heimspekingar gera sér grein fyrir því. Rúnar var heimspek- ingur í því sem skipti máli. Framangreint er örstutt lýsing á löngum samskiptum – en dýrmæt- um. Undirritaður ákvað á sínum tíma að skrifa ekki minningargrein um nokkurn mann. Hann vildi frek- ar geta sagt við hann í lifandi lífi það sem segja þurfti og máli skipti – punktur. Rúnar Brynjólfsson er og verður undantekning þar á, ekki síst vegna þeirrar andlegu hlutdeildar sem hann hefur gefið honum sem og svo mörgum öðrum á lífsleiðinni. Hann sýndi öðrum hvað lífið og landið hefur upp á að bjóða. Hann á lotningu skilið. Rúnar Brynjólfsson lést hinn 17. mars s.l. Ég get – af öllu hjarta – tekið undir eftirfarandi orð Harðar Zóphaníassonar, þess mikla skáta, samferðamanns og lífsspekings, er kvaddi Rúnar með eftirfarandi orð- um: „Okkar er nú komin kveðju- stund, ég kveð þig, vinur, þakklátur í lund.“ Ómar Smári Ármannsson, vinnuskólanemi í Krýsuvík. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, MARÍU KRISTJÖNU ANGANTÝSDÓTTUR, Öldustíg 3, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á gjörgæslu- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Benedikt Agnarsson, Agnes Benediktsdóttir, Helgi Einarsson, Ásta Benediktsdóttir, Rúnar Grétarsson, Björgvin Benediktsson, Guðrún Astrid, Sigrún Benediktsdóttir, Sigfús Benediktsson, Aron Hugi Helgason, Arney Lind Helgadóttir, Benedikt Rúnarsson, Dagmar Björg Rúnarsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR HELGADÓTTUR, Reynivöllum 4, Selfossi. Ragnhildur Bjarnadóttir, Friðbjörn Hólm, Helgi Bjarnason, Svanhildur Edda Þórðardóttir, Ingibjörg Bjarnadóttir, Páll Bjarnason, Ólöf Anna Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR SIGURÐSSON, Sæbakka 8, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað þriðju- daginn 28. mars. Jarðsungið verður frá Norðfjarðarkirkju föstudag- inn 7. apríl kl. 14. Margrét Björgvinsdóttir, Björk Gunnlaugsdóttir, Borgþór Jónsson, Sigrún Gunnlaugsdóttir, Bóas Bóasson, Halldór Gunnlaugsson, Elsa Reynisdóttir, Hjörleifur Gunnlaugsson, Hulda Eiðsdóttir, Lilja Salný Gunnlaugsdóttir, Hafsteinn Þórðarson, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, HÓLMFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá Mjóabóli, síðast til heimilis í Hvassaleiti 58. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 14G, Landspítala við Hringbraut. Gangið á Guðs vegum. Synir hinnar látnu og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, HANSÍNU ÞÓRU GÍSLADÓTTUR, Hringbraut 94, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja. Guð blessi ykkur öll. Sigurborg Þorkelsdóttir, Gunnar A. Arnórsson, Svanur G. Þorkelsson, Guðmundur Þ. Þorkelsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Þórunn Í. Þorkelsdóttir, Steve Muller, Páll Þ. Þorkelsson, Guðrún B. Halldórsdóttir, Sæmundur Þorkelsson, Sesselja Svansdóttir, Þuríður A. Þorkelsdóttir, Þórður Í. Þorbjörnsson, Þorkell H. Þorkelsson, May-Lill Torkelson, Ólína Fjóla Þorkelsdóttir, Heimir Snorrason, barnabörn og barnabarnabörn. Því miður gat ég ekki fylgt heiðurs- manninum Arngrími Vilhjálmssyni til grafar, en hann og kona hans voru góðir vinir móður minnar sem nú er einnig látin. Ég á aðeins góðar minningar um samskipti við þau hjón og börn þeirra. Arngrímur og Þorbjörg fluttu til Keflavíkur frá Langanesi á æsku- dögum mínum þar syðra og hóf Arn- grímur fljótlega störf hjá Kaupfélagi Suðurnesja sem verslunarstjóri matvöruverslunar við Hringbraut. Arngrímur var mjög myndarlegur ARNGRÍMUR VIL- HJÁLMSSON ✝ Arngrímur Vil-hjálmsson fædd- ist á Grund á Dala- tanga í Suður- Múlasýslu hinn 5. september 1918. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 22. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 3. mars. og virðulegur maður, en um leið mjög hlýr og stutt í brosið og glaðværð. Hann var ákveðinn og nokkuð formfastur – gæti hafa tileinkað sér slíkt í fé- lagsstarfi í heima- byggðinni fyrir aust- an, en það var einkar gott að vera í sam- neyti við hann og konu hans. Arngrímur var fé- lagslyndur og starfaði m.a. lengi með Karla- kór Keflavíkur en hann hafði fagra söngrödd og var prýði að honum í kórnum. Mig langar að leiðarlokum að þakka Arngrími fyrir vináttu og greiðasemi við móður mína, ekki síst á efri árum hennar, en jafnframt gleði sem hann veitti inn í líf ann- arra vina sinna á Suðurnesjum og víðar. Þorbjörgu og börnum og öðr- um niðjum Arngríms færi ég sam- úðarkveðjur. Sigurður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.