Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 72
72 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Elsku besta Þyrí
mín. Þú varst alveg
yndisleg kona, falleg,
hjartahlý, traust og alltaf með bros á
vör. Öll þau ár sem ég þekkti þig hitti
maður aldrei illa á þig, þú varst alltaf í
góðu skapi og vildir öllum vel. Eins og
hann Þór þinn segir; hún var besta
kona í heimi.
En það er alveg greinilegt Þyrí mín
að okkur var ætlað að kynnast í þessu
lífi, því að þegar ég er aðeins lítill
strumpur og á leikskólanum í Efsta-
hjalla ert þú fóstra á deildinni minni.
Eitt sinn fórstu meira að segja með
mig og fleiri krakka heim til þín þar
sem við lékum okkur í garðinum ykk-
ar í Rauðahjalla. Mörgum árum síðar
þegar ég var í MK kennir hann Will-
um mér svo í nokkrum fögum og að
lokum kynnist ég svo honum Erni þín-
um. Við töluðum oft um þetta og þér
þótti alltaf gaman að rifja þetta upp.
Þau voru ófá skiptin sem þú komst
hingað í Ástúnið til okkar Arnar og
passaðir fyrir okkur Ísar Loga og
Daníel Helga og erum við þér afar
þakklát fyrir það. Pössunin endaði
iðulega með því að ég litaði á þér auga-
brúnirnar og augnhárin og það fannst
þér góð og sanngjörn skipti.
Þú varst svo handlagin og dugleg
við sauma- og prjónaskap að annað
eins hefur ekki sést. Enda eigum við
öll í fjölskyldunni fallegar peysur og
fleira sem þú prjónaðir á ljóshraða.
Það er mér mjög minnisstætt þegar
ég kom í heimsókn til þín í landbún-
aðarráðuneytið í haust og við tókum
okkur göngutúr í miðbænum, völdum
garn í lopapeysu á mig og settumst
svo niður á Vegamót og fengum okkur
hádegismat. Þar sátum við í góða
stund, töluðum um allt milli himins og
jarðar og ég met þessa stund mikils í
dag.
Þú varst sannkallaður listakokkur
og hvergi hef ég fengið betri sósur en
hjá þér Þyrí mín. Grjónagrauturinn
hennar ömmu er bestur í heimi sagði
Daníel Helgi alltaf.
Það eru sannkölluð forréttindi að
hafa átt þig sem tengdamömmu elsku
Þyrí mín og mun ég eiga margar góð-
ar minningar og sögur af þér til að
segja Ísari Loga þegar hann eldist.
Minning þín mun lifa í hjörtum okkar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson.)
Regína Björk.
Mig langar til í örfáum orðum að
minnast hennar frænku minnar.
Hún Þyri frænka var mikil sóma-
kona, dugleg, bjartsýn, jákvæð og
skemmtileg, ég minnist þess ekki að
ÁGÚSTA
ÞYRÍ ANDERSEN
✝ Ágústa ÞyríAndersen fædd-
ist í Vestmannaeyj-
um 20. ágúst 1941.
Hún lést á líknar-
deild Landspítala –
háskólasjúkrahúss í
Kópavogi 16. mars
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Digraneskirkju
31. mars.
hún hafi verið neikvæð
á neinn máta.
Hún gat nánast allt
sem hún tók sér fyrir
hendur, hvort það var
að baka, sauma, prjóna
eða bara hvað sem var,
mér fannst hún geta
allt.
Það voru ófáar
stundirnar hér á árun-
um áður, þegar við vor-
um yngri að ég leitaði
ráða hjá henni og alltaf
gaf hún mér góð ráð af
öllu sínu hjarta.
Það sem ég man best er orkan sem
hún gaf frá sér sem lýsir sér í því að
þegar heim var komið fylltist ég af
dugnaði, ég spurði hana einu sinni að
því hvort hún væri ekki orkulaus þeg-
ar ég væri búin að vera hjá henni en
hún hló að mér og sagði nei, nei, þú
tekur enga orku frá mér, en því átti
ég bágt með að trúa.
Það var gaman að koma upp á
Kiðjaberg heima í Eyjum þegar við
vorum börn og unglingar.
Þar bjó Lóa frænka og Willum og
afi Ágúst, skemmtilegast var þegar
Lóa frænka settist við gamla orgelið
og við stelpurnar Jóhanna, Þyrí og ég
reyndum að syngja með, þetta var
toppurinn.
Þyrí var músíkölsk eins og mamma
hennar og spilaði á gítar og söng og
síðar gekk hún til liðs við Kvennakór
Kópavogs og söng með þeim og hafði
gaman af.
Hin síðari ár var samgangurinn lít-
ill en við vorum báðar í fullri vinnu og
komnar með barnabörn og jafnvel
langömmubörn sem þurfti að sinna
en síðast þegar við hittumst þá töl-
uðum við um það að rækta garðinn
betur þegar við værum hættar að
vinna og komnar á aldur og hefðum
betri tíma.
En við vitum aldrei hve mikinn
tíma við fáum hér á jörðu og því eig-
um við að nota hann betur með ætt-
ingjum og vinum.
Elsku Þyrí mín, ég þakka þér allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an og einhverntíman hittumst við aft-
ur, ég trúi því.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Þór, Willum, Ása, Örn, Val-
ur og fjölskyldur, við Örn, Hulda
Dóra og Siggi sendum ykkur samúð-
arkveðjur.
Viktoría.
Einstök kona er horfin á braut.
Demantur meðal skrautsteina.
Það var að hausti 1958 að við stúlk-
urnar mættum í Lindina á Laugar-
vatni. Þrjátíu og ein dvöldum við
saman í heimavist næstu mánuði og
námum öll störf fyrirmyndarhús-
mæðra.
Í þessum hópi var hún Ágústa Þyrí
okkar, sem við kveðjum í dag.
Þennan vetur mynduðust innan
hópsins einstök tengsl, sem haldist
hafa til þessa dags. Eftir lærdóms-
ríkan og skemmtilegan vetur undir
handleiðslu Fröken Jensinu, Gerðar
og Lísu, sem sameinaðar lögðu mikla
alúð í starf sitt við að uppfræða okk-
ur, kvöddum við skólann og hver aðra
með eftirsjá. Við ákváðum að hittast á
fimm ára fresti og hefur það gengið
eftir.
Ágústa Þyrí flutti til Reykjavíkur
eftir skóladvölina og við sex, sem
bjuggum þar, ásamt einni úr Hafn-
arfirði ákváðum að stofna sauma-
klúbb. Ekki dugði minna en að hittast
á tveggja vikna fresti yfir vetrartím-
ann og hefur sú venja haldist æ síðan.
Þarf ekki að orðlengja það að sam-
fylgd okkar með Þyri eins og hún er
kölluð í okkar hópi hefur verið farsæl
og er hennar sárt saknað. Ekki eru
liðin full tvö ár frá andláti vinkonu
okkar úr saumaklúbbnum, Oddnýjar
Aðalsteinsdóttur, blessaðar veri þær
báðar og Guði faldar.
Þyrí var fædd í merki Ljónsins,
hún var fædd til forystu án stjórn-
semi.
Alltaf var hún boðin og búin að
veita liðsinni, átti oftar en ekki frum-
kvæði að sameiginlegum ferðum
saumaklúbbsins. Ferðahópur sauma-
klúbbsins var stofnaður ásamt mök-
um og var nú lagt fyrir mánaðarlega
ásamt því að vinna heimavinnu til að
efla ferðasjóðinn, ekki lá hún á liði
sínu þar og var haldið á fjarlægar
slóðir til framandi landa. Hún kom
okkur af stað í gönguferðir að sumri
og var þá búin að koma með tillögu
um hvert skyldi halda á eftir til að
næra sig.
Er þess skemmst að minnast þeg-
ar hún skráði okkur á „Landsmót
saumaklúbba“ í fæðingarbæ sínum
Vestmanneyjum árið 2004 og sá fyrir
því að við hefðum heilt hús til um-
ráða, æskuheimili hennar.
Þar tók hún að sér hlutverk leið-
sögumanns, sýndi okkur allt það
markverðasta ásamt frásögnum af
uppvexti sínum og samtíma. Alltaf já-
kvæð, alltaf skemmtileg. Engin okk-
ar hefði viljað missa af þessari ein-
stöku ferð.
Það var gott að geta leitað til henn-
ar með lausnir verkefna, hún var svo
úrræðagóð. „Hva þetta er nú ekki
mikið mál,“ var hennar svar og var
snögg að afgreiða það.
Það einkenndi hana framkvæmda-
vilji, fljótt – nú – strax, en gera vel.
Henni féll aldrei verk úr hendi, alltaf
með handavinnu í saumaklúbb þegar
sumar aðrar voru „löngu hættar
þessu!“.
Svo gat henni dottið í hug að sauma
eitthvað fallegt og færa vinkonum
sínum, „bara svona uppá grín“.
Ung kynntust þau Þór, það var
beggja gæfa. Samheldnari hjón eru
vandfundin, frístundum sínum eyddu
þau saman, fóru í utanlandsferðir,
stunduðu gönguferðir og sund og
ræktuðu garðinn sinn í tvöfaldri
merkingu þeirra orða. Synir þeirra
þrír bera foreldrum sínum fagurt
vitni og á níu árum urðu barnabörnin
átta, sjö eru á lífi.
Hún varð síðust af okkur til að
verða amma og það duldist engum að
hamingjan jókst með hverju barni.
„Á hvern ertu nú að prjóna?“ var
hún spurð í saumaklúbb, „engan sér-
stakan, það hlýtur að passa á ein-
hvern“, var svarið.
Það er ekki langt síðan tengdadæt-
urnar þrjár fengu lopapeysur með
nýju sniði, sem hún prjónaði „svona
snöggvast“.
Það var eins og hana munaði ekk-
ert um að gera svo margt, sem við
hinar látum nægja að hugsa um!
Okkur finnst hún hafa átt svo mikið
eftir, aldur er svo afstæður.
Að koma á heimili Þyríar og Þórs
var alltaf gleðistund, gestrisnin og
hlýjan var svo einstök.
Veikindatíminn hennar eftir að
hún greindist með krabbameinið
varð ekki langur, rétt um sex vikur.
Við báðum um kraftaverk, við vildum
hafa hana lengur.
Þegar ljóst var að hverju stefndi
kom enn betur í ljós hennar sterki
persónuleiki, hennar andlegi styrkur.
Elsku Þór, ykkar er missirinn
mestur, orð fá ekki lýst samhug og
samúð okkar til allra í fjölskyldunni.
Megi dýrmætar minningar um ynd-
islega konu sefa sorg ykkar á erfiðum
stundum.
Við og fjölskyldur okkar kveðjum
með söknuði kæra vinkonu og þökk-
um af alhug samfylgdina.
Vertu ekki grátinn við gröfina mína
góði, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt,
ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér –
gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.
(Höf. ókunnur.)
Hvíl í friði, elsku Þyrí, og hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Saumaklúbburinn: Dagný,
Guðný, Guðrún, Hulda,
Inga Dóra og Ína Dóra.
Gleði er einkenni á góðum vinnu-
stað. Til að svo geti verið þarf gleði-
gjafa til. Á okkar vinnustað, landbún-
aðarráðuneytinu, var Ágústa þessi
gleðigjafi. Nú hefur hún fært sig um
set; farin frá okkur og hlátur hennar
og glaðværð ekki lengur til staðar.
Það var okkur vinnufélögum hennar
sem reiðarslag þegar ljóst var að
Ágústa hefði greinst með krabba-
mein og – sem of oft – ekkert hægt að
gera. Um veikindi sín hafði hún ekki
fjölyrt. Við vissum að síðustu vikurn-
ar var eitthvað að, en að þessi heil-
brigða manneskja, sem hvorki neytti
víns né tóbaks, stundaði sund og
gekk sér til heilsubótar á hverjum
degi, skyldi vera svo langt leidd sem
raun var á var öllum hugsunum
fjarri. Morguninn eftir andlát hennar
var kveikt á kertum, mynd stillt upp
við borð hennar og starfsfólkið kom
saman í kaffistofunni. Spjallið var
hljóðlátara en venjulega; gleðina vant-
aði. Ágústa var horfin af sjónarsvið-
inu. Sorg og söknuður brutust fram í
bland við ótal minningar hvers og eins
– allar góðar.
Í tuttugu ár var Ágústa í raun and-
lit ráðuneytisins; tók á móti erindum í
síma eða yfir afgreiðsluborðið, bros-
andi og ljúf í viðmóti við alla sem í
ráðuneytið þurftu að leita. Hún var
lipur í allri framkomu, var boðin og
búin til að leysa hvers manns vanda
enda gædd ríkulegri þjónustulund.
Ágústa hafði metnað fyrir sínum
vinnustað og vildi veg hans sem mest-
an. Hún rækti sitt starf fullkomlega,
þótti vænt um sitt fólk og lagði sig
fram um að gera hlutina vel. Þetta vita
þeir sem til þekkja og þær undanfarn-
ar fáu vikur sem hún var ekki til stað-
ar var eftir því tekið. Fjölmargir báðu
fyrir kveðjur til hennar með óskir um
bata. Hún stundaði vinnu sína þar til
úrskurður kom – og meira en það,
daginn eftir þann stóra dóm mætti
hún til að fagna 20 ára starfsafmæli
sínu í ráðuneytinu, hafandi með sér
veitingar á morgunverðarborð sem
hún vissi af langri reynslu að hópurinn
hennar myndi gæða sér á. Það var
Ágústu líkt og í dag metum við enn
frekar þá samverustund.
Já Ágústa stóð vaktina alla. Þannig
var hún. Það var ekki einungis að hún
sinnti sinni vinnu af trúmennsku.
Hvern dag var hún komin öðrum áð-
ur, búin að kveikja ljós, hita kaffi,
bauð góðan dag þeim er síðar komu og
tók á sinn glaðværa hátt þátt í léttu
spjalli um lífið og tilveruna. Það féll
líka ekki síst í hennar hlut að safna
fyrir gjöfum meðal starfsmanna til að
fagna afmæli, að barn fæddist eða ein-
hver gifti sig. Ósjaldan kom hún með
eitthvað gott með kaffinu og kunni að
meta þegar aðrir gerðu slíkt hið sama.
Það var líka Ágústa sem jafnan var
fremst í flokki þegar eitthvað „stóð
til“. Má þar nefna tiltektardaga,
ferðalög starfsmanna, árshátíðir og
litlu-jól, og fremst var hún í flokki
þegar taka þurfti til nesti, velja söng-
texta, undirbúa leiki eða skreyta
jólatré. Hún var nefnilega afskaplega
dugleg hún Ágústa og gekk að hverju
verki með gleði. Hafði reyndar þá
reglu að fresta því ekki til morguns
sem mátti gera í dag og það sem gera
skyldi í dag var best að drífa af sem
fyrst. Auðvitað smitar slíkur jákvæð-
ur andi út frá sér og leiðir til þess að
öllum líður vel.
Það fór ekki fram hjá okkur hversu
mikil eiginkona, móðir og amma hún
var, og stolt var hún af sinni fjöl-
skyldu. Það leyndi sér ekki að vel fór
á með þeim hjónum Þór og henni.
Saman komu þau í bíl á morgnana
þar sem vinnustaður þeirra var hlið
við hlið, saman gengu þau út í hádeg-
inu og saman syntu þau að vinnu lok-
inni. Við fengum að vita hvernig gekk
í fótboltanum hjá stráknum hennar,
Willum Þór, og glöð var hún yfir vel-
gengni Vals og Arnar.
Elsku Þór, Willum Þór, Valur og
Örn, tengdadætur og barnabörn. Við
samstarfsfólk Ágústu vottum ykkur
okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu
tímum og biðjum Guð að sefa sorg og
gefa styrk.
Við og makar okkar kveðjum
elskulega konu, félaga og samstarfs-
manneskju, með virðingu og þökk og
biðjum Guð að varðveita Ágústu og
minningu hennar um eilífð alla.
Starfsfólk
landbúnaðarráðuneytisins.
Kær vinkona er fallin frá. Einstök
kona, sem skar sig úr vegna marg-
víslegra eiginleika – eiginleika sem
eru eftirsóknarverðir hverri mann-
eskju; einskær glaðværð, jákvætt
lífsviðhorf, dugnaður, traust og heil-
indi. Já, það er erfitt að fylla það
skarð sem er orðið við fráfall hennar
Þyríar, tilveran verður ekki söm á
eftir. Þessi hetja, jafn sterk og hug-
hraust sem hún var, varð að lúta í
lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómn-
um, sem aldrei fer í manngreinarálit.
Ég kynntist Þyrí fyrir rúmlega 30
árum – við vorum þá báðar nýfluttar í
sömu götu. Ég fór í byrjun að gefa
þessari nágrannakonu minni auga út
um eldhúsgluggann minn, þegar hún
var á labbi með tvíburana sína í
kerru, tvo myndardrengi. Ég veitti
því strax athygli hversu rösklega og
léttilega hún fór, þessi kona í bláu
kápunni. Sjálf var ég með dóttur á
sama aldri og dag einn á leið í mat-
vöruverslunina í grenndinni var tví-
buramamman einnig á sömu leið, ég
ákvað að gefa mig á tal við hana og
spurði hvort ekki væri nú erfitt að
vera með tvö börn í kerrunni, en við
þurftum að fara upp dálitla brekku,
sem mig minnir að hafi verið enn
ómalbikuð á þessum tíma, mér fynd-
ist nú alveg nóg að ýta einu barni.
„Nei, nei“ svaraði hún að bragði
hressilega enda kom það í ljós við
frekari kynni af manneskjunni að hún
lét hlutina ekki vefjast fyrir sér eða
velti sér upp úr erfiðleikum. Þarna
upphófust kynni og vinátta sem hafa
staðið fram á þennan dag.
Við áttum margt sameiginlegt og
vorum báðar heimavinnandi framan
af. Löngum stundum eyddum við
báðar í görðunum okkar, skiptumst á
plöntum og fylgdumst spenntar með
afrakstrinum. Oft var komið saman í
eldhúsunum, annaðhvort númer 7
eða 11 í Rauðahjallanum, á þessum
árum og margt og mikið spjallað. Þau
hjónin voru einkar góðir nágrannar
og gott að eiga þau að bæði í gleði og
sorg.
Þyrí var mikil handavinnukona og
afköstin á þeim sviðum voru hreint
ótrúleg, hvort sem um var að ræða
fatnað, prjónaskap eða útsaum og
hún hafði líka ríka sköpunarhæfi-
leika. Það var ekki ósjaldan að ég leit-
aði til hennar með einhver vandamál í
sambandi við t.d. saumaskap – það
var eins og hún eygði alltaf leið til að
leysa úr málunum, jafnvel þó svo að
efnið sem til umráða var virtist ekki
nægjanlegt, einhvern veginn, með
sinni einstöku útsjónarsemi tókst
henni að bjarga málunum. Já, það var
einmitt orðalagið sem hún notaði í
þeim tilfellum: „Við björgum þessu“ –
mér er minnisstætt þegar kom að því
að ferma börnin okkar áðurnefndu í
kerrunum, þá hafði dóttir mín
ákveðnar hugmyndir um fermingar-
kjólinn sinn, vandamálið var bara að
kjóll með slíku sniði var ekki fáan-
legur í verslunum. Ég færði þetta
vandamál í tal við vinkonu mína.
Þetta fannst henni spennandi verk-
efni, hún tók til óspilltra málanna, tók
mál, sneið og klippti samkvæmt ósk-
um dóttur minnar, og til varð und-
urfallegur kjóll sem dóttir mín varð-
veitir enn. Þetta er bara eitt dæmi af
mörgum.
Seinna hafa svo barnabörnin henn-
ar Þyríar notið góðs af sköpunarhæfi-
leikum og myndarskap ömmu sinnar.
Þyrí var gæfukona í sínu einkalífi.
Synirnir þrír, allir vel menntaðir og
búnir að stofna fjölskyldur, sem er
foreldrum auðvitað mikið gleðiefni og
gæfa.
Þá held ég að vandfundin séu hjón
sem eru jafn samrýnd og Þyrí og Þór
voru. Unnu saman í garðinum sínum,
en þar töluðu verkin sínu máli jafnt
og á heimilinu þeirra, smekkvísin og
snyrtimennskan í fyrirrúmi. Hádeg-
ishléin í vinnunni notuðu þau til að
ganga saman og eftir vinnu voru
sundlaugarferðir fastur punktur.
Undanfarnar vikur hafa verið erfiðar
en umönnun Þórs og umhyggja gagn-
vart konunni sinni, endurspegluðu
glöggt ástúð hans í hennar garð.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg,
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
(Jónas Hallgrímsson.)