Morgunblaðið - 01.04.2006, Side 81

Morgunblaðið - 01.04.2006, Side 81
lætur mann lyfta brúnum. Þjóðminjasafnið – svona var það andar stemningu liðinna alda. Handritin, ertu ekki búin að sjá þau? Fyrirheitna landið, fyrstu vesturfararnir, hverjir voru það? Veitingar, búð. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstár- legar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi Íslend- inga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Leiklist Halaleikhópurinn | Halaleikhópurinn sýnir Pókók í leikstjórn Vilhjálms Hjálmarssonar í kvöld kl. 20. Hátúni 12. 105 Reykjavík. Halaleikhópurinn er blandaður leikhópur sem starfar undir kjörorðunum „Leiklist fyrir alla“. Nánari uppl. er að finna á www.halaleikhopurinn.is og í síma 552- 9188. Skemmtanir Cafe Catalina | Hörður G. Ólafsson spilar og syngur. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin Smack leikur í kvöld. Kringlukráin | Logar frá Vestmanneyjum með dansleik í kvöld. Lundinn | Góðir landsmenn spila í Lund- anum í kvöld. Vélsmiðjan Akureyri | Rokksveit Rúnars Júlíussonar leikur fyrir dansi í kvöld, húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Uppákomur Kaffi Hljómalind, lífrænt kaffihús | Kiirtan (möntrusöngur) og hugleiðsla mun fara fram kl. 10. Kópavogsdeild Rauða kross Íslands | Kópavogsdeild Rauða krossins heldur fata- markað í dag kl. 11–16 í sjálfboðamiðstöð- inni Hamraborg 11, 2. hæð. Allur ágóði til styrktar götubörnum í Mósambík. Notuð föt seld á 300 eða 500 kr. Nemendur í MK annast markaðinn sem lokaverkefni í áfanga um sjálfboðið starf. Mannfagnaður Vinstri græn Akureyri | Kosningamiðstöð Vinstri grænna á Akureyri verður formlega opnuð kl. 16–18, í Hafnarstræti 98 við Göngugötuna í Miðbænum. Efsta fólk á listanum Baldvin, Kristín, Dýrleif, Jón, Baldvin Esra og Lilja taka á móti gestum með te, kaffi og meðlæti. Steingrímur J. Sigfússon flytur ávarp. Fyrirlestrar og fundir Bókasafn Kópavogs | Guðfinna Ragn- arsdóttir heldur erindi um ættfræði 6. apríl kl. 17.15–18.15. Guðfinna nálgast efnið á nýj- an hátt og tengir það munum og minn- ingum, sem hún segir að fólk eigi að koma áfram til næstu kynslóðar. Einnig verður hún með sýningu á ættargripum í safninu næstu vikur. Bókasafn Garðabæjar | Hjörtur Pálsson formaður Suomifélagsins á Íslandi fjallar um Finnland og finnska menningu, fer fram kl. 13.30–14.30. Gunnar Pálmason formað- ur Norræna félagins í Garðabæ kynnir vinabæjamót sem verður haldið í Jak- obstad 29. júní–2. júlí 2006. Sjá nánar á www.gardabaer.is. Grand Hótel Reykjavík | Geðlæknafélag Íslands og Félag sérfræðinga í klínískri sál- fræði halda fræðslufund með prófessor Bryan Lask um átraskanir. Bryan Lask er prófessor í barna- og unglingageðlækn- ingum, St. Georgés Hospital Medical Scho- ol, Univ. of London. Fundurinn fer fram kl. 10.30–12.30 og er opinn öllu fagfólki og áhugamönnum um efnið. Háskóli Íslands | Íslensk-japanska félagið gengst fyrir málþingi um japanskar bók- menntir í Háskóla Íslands, kl. 14–17. Aðal- fyrirlesari verður Alan Cummings, lektor við Lundúnaháskóla. Aðrir fyrirlesarar verða Óskar Árni Óskarsson, Úlfhildur Dagsdóttir, Ásta Gunnlaugsdóttir og Ólafur Sólimann. Grand Hótel Reykjavík | Hvernig axlar fyr- irtæki samfélagslega ábyrgð og hagnast í leiðinni? Námsstefna á Grand hotel, 5. apr- íl frá kl. 9–13, ætluð stjórnendum og öðrum sem sinna markaðs- og kynningarmálum. Ímark félagar fá 15% afslátt. Skráning og frekari upplýsingar á www.kom.is. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | Færeyjaferð Ferðaklúbbs eldri borgara árið 2006 verð- ur dagana 30. maí til 9. júní. Skráning er hafin og lýkur 10. apríl. Uppl. í síma 892 3011. GA- fundir | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstandendur? Sími GA-samtakanna (Gamblers Anonymous) er 698 3888. Tungumálamiðstöð HÍ | Háskóli Íslands heldur 12. maí nk., alþjóðleg DELE próf í spænsku. Innritun fer fram í Tungumála- miðstöð HÍ. Frestur til innritunar rennur út 7. apríl. Nánari uppl. á http://www.hi.is/ page/dele Frístundir og námskeið Háskóli Íslands | Námskeið um geymslu og skráningu stafrænna mynda verður haldið k. 10–16, í stofu 422 í Árnagarði, HÍ. Leiðbeinendur: Einar Erlendsson ljós- myndafræðingur og Margrét Gunn- arsdóttir bókasafns- og upplýsingafræð- ingur. Nánari upplýsingar: á www.myndaskraning.net. Orkuveita Reykjavíkur | Undur skynjunar- innar: Hvers vegna þekkja sumir hvorki foreldra sína í sjón né sjálfan sig í spegli? Á námskeiði sem fram fer kl. 14–16, verður spurningum af þessu tagi svarað með skemmtilegum og spennandi sýnidæmum fyrir alla fjölskylduna. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 81 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Barðstrendingafélagið og Borgfirð- ingafélagið | Félagsvist í Konnakoti, Hverfisgötu 105, kl. 14. Breiðfirðingabúð | Félag breiðfirskra kvenna heldur fund 3. apríl kl. 20. Dalbraut 18 - 20 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Handverksstofa Dalbrautar 21– 27 opin frá 8–16. Uppselt í menning- arferðina í Skálholt. Upplýsingar as- dis.skuladottir@reykjavik.is og síma 588 9533. Hvernig væri að líta inn, kíkja í blöðin og fá sér kaffisopa? Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur. Næsta leiksýning Snúðs og Snældu á Glæpum og góð- verkum verður föstudaginn 7. apríl kl. 14 í Iðnó. Miðasala í Iðnó í síma 562 9700 og við innganginn. Félag kennara á eftirlaunum | Af óviðráðanlegum ástæðum fellur fræðslu- og skemmtifundurinn niður 1. apríl. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl 10. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Í Garðabergi hefur Atli Örn Jensen opnað myndlistarsýningu. Þetta er yfirlitssýning til minningar um Guð- finnu Árnadóttur, eiginkonu Atla Arn- ar, sem lést 12. ágúst síðastliðinn. Á sýningunni eru verk allt frá árinu 1942 og til dagsins í dag. Sýningin stendur til 5. maí. Félagsstarf Gerðubergs | Mánud. 3. apríl er fræðsla og kynning á heilsu- vernd aldraðra í samvinnu við Heilsu- gæslustöð Efra Breiðholts, m.a. Þórður G. Ólafsson yfirlæknir, Herdís Jónsd. hjúkrunarfr. og Guðrún K. Haf- steinsd. iðjuþjálfi og Gerðubergskór- inn tekur lagið, allir velkomnir. Miðvi- kud. 5. apríl koma gestir úr Hrunamannahreppi. Hæðargarður 31 | Það eru allir alltaf velkomir í félagsstarfið í Hæðargarði 31. Fastir liðir eins og venjulega. Upp- selt í menningarferðina í Skálholt. Munið Páskabingóið 11. apríl. Byrjað að selja kl. 13. Glæsilegir vinningar. Allar upplýsingar í síma 568 3132 as- dis.skuladottir@reykjavik.is Kringlukráin | Félagsfundur Parísar haldinn á Kringlukránni kl. 11.30. Kjartan Jónsson frá Húmanista- hreyfingunni sýnir myndir og segir frá starfi hreyfingarinnar. Stjórnin. Kvenfélagið Heimaey | Kvenfélagið Heimaey verður með óvissuferð mánudaginn 3. apríl. Mæting er kl. 18, við kirkjuna í Mjóddinni. Þátttaka til- kynnist til stjórnar félagsins. Lífeyrisþegadeild Landssambands lögreglumanna | Lífeyrisþegadeildin heldur sinn reglulega sunnudagsfund sunnudaginn 2. apríl kl. 10 og verður hann haldinn að þessu sinni í kaffi- stofu lögreglustöðvarinnar á Hverf- isgötu 113–115, 4. hæð, inngangur um aðaldyr. Athugið breyttan fund- arstað. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | MCI biblíuskólinn fer í trúboðsferð til Pak- istan 1. maí. Ætlunin er að reisa skóla fyrir börn sem eru föst í þrælk- unarvinnu. Tónleikarnir verða haldnir laugardaginn 1. apríl kl. 20.30, húsið opnað kl. 20. Aðgangseyrir: Frjálst framlag. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Í SALNUM, Tónlistarhúsi Kópavogs, verða í kvöld haldnir fjórðu tónleikarnir í TKTK- röðinni. TKTK stendur fyrir „Tónleikaröð kenn- ara Tónlistarskóla Kópavogs“ en á tónleikunum mun Rúnar Óskarsson, sem kennir við Tónlist- arskólann, leika einleiksverk fyrir bassaklarin- ettu, og þrjú verk fyrir bassaklarinettu og seg- ulband og/eða tölvu. Á tónleikunum er frumflutt verkið „Sonoscopic Ocean“ eftir Hilmar Þórð- arson en einnig verða flutt verkin „Twist“ eftir Gerard Brophy, „Mar“ eftir Þórólf Eiríksson, „Af gleri“ eftir Tryggva M. Baldvinsson og „Jackdaw!“ eftir Wayne Siegel. Rúnar lauk einleikara- og kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1993 og stundaði framhaldsnám við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og lauk einleikaraprófi á bassaklar- inettu undir leiðsögn Harry Sparnaay árið 1998. Tónleikarnir hefjast kl. 13 og er almennt miðaverð 1.500 kr en ókeypis er fyrir nemendur við Tónlistarskóla Kópavogs, foreldra þeirra og forráðamenn. Tónleikar | Rúnar Óskarsson í Salnum Bassaklarinetta, snælda og tölva Rúnar Óskarsson MENNING SÝNING Olgu Bergmann „Innan garðs og utan“ í Listasafni ASÍ er ákaflega metnaðarfull bæði hvað varðar framsetningu og innihald. Eins og oft áður byggjast verk henn- ar á samvinnu við hliðarsjálf hennar eða hina tilbúnu persónu Doktor B. sem skapar ákveðna samræðu í verkunum. Hliðarsjálf listamanna eru nokkuð vinsæl um þessar mund- ir og virðast stundum þjóna þeim til- gangi að frelsa listamanninn undan persónulegum skoðunum eða sjón- armiðum og sýna hlutina í óvæntu samhengi. Listamaðurinn getur þannig komið sér upp staðgengli sem hann ber enga siðferðislega ábyrgð á, ekki frekar en skáld þarf að svara fyrir skoðanir eða verk sögupersónu í skáldverki sínu. Í sýn- ingu Olgu er farið bil beggja á áhugaverðan hátt þar sem samræða skapast á milli listamannsins og ímyndar hans við ímynd vísinda- mannsins. Sögulega hefur sam- semdin á milli þessara ímynda ávallt verið til staðar þrátt fyrir þá verka- skiptingu sem varð á endurreisn- artímanum. Sameiginlegar mýtur á borð við „snilli“ og „sköpun“ vísa til beggja hefða um leið og það er ljóst að mörkin á milli þekkingargreina eru að mást út í hinum þverfaglega samtíma okkar. Á sama hátt og listin hefur losað sig undan siðferðislegum höftum eða ábyrgð þá leitast nátt- úruvísindin við að útvíkka siðferð- islegt frelsi sitt. Sköpun og frumleiki doktors B. á sviði náttúruvísinda er borinn fram í saklausu formi hins listræna handverks, þar sem óhugn- aðurinn víkur vegna fjarstæðunnar í hinni barnslegu leikgleði. Útfærsla verkanna byggist á lymskulegu sam- spili þar sem hátæknilegar út- færslur eru settar fram í einföldum náttúrulegum búningi og heildar- yfirbragðið vísar til fortíðarhyggju. Myndbandsverkið „Náttúrusaga“ írónísk blanda af teiknimynd og klippum úr náttúrulífsmyndum er hljóðsett á áhrifaríkan hátt og sýnd á skjá sem hefur verið felldur inn í krossviðarumgjörð. Verkið er eins- konar þróunarsaga á þremur mín- útum sem nær einhverjum und- arlegum trúverðugleika þrátt fyrir eða vegna fjarstæðunnar. Þetta ger- ist kannski vegna þess að við erum orðin vön ótrúlegum vísindalegum furðum á borð við mús með manns- eyra á bakinu. Þá er vísindalegt fræðsluefni oft sett fram í formi af- þreyingar þar sem notast er við lit- ríkt einfalt myndmál sem felur í sér skemmtigildi. Myndböndin í Gryfju og á gangi virðast ekki ættuð úr garði doktors B. heldur Olgu sjálfrar þar sem hún setur sig í stellingar at- ferlisfræðings. Myndböndin sýna næma tilfinningu hennar fyrir dýr- um, náttúru og umhverfi í algerri andhverfu við þann tilbúna gervi- lífheim sem birtist í Ásmundarsal. Hér er skemmtilegur umsnúningur á hefðbundnum hlutverkum lista- mannsins og vísindamannsins sem fela þó í sér ágengar spurningar um mörk uppruna, eftirmynda og jafn- vel nýrra frummynda. Sýningin fel- ur hvorki í sér upphafningu né ádeilu á listina eða náttúruvísindin heldur stillir hún saman ákveðnum sjónarmiðum sem fela í sér tvíræðni. Innbyggð afstaða í verkunum setur samband eða mörk náttúru og menningu, vísinda og lista í spurn. Ein af þeim spurningum sem vakna er hvort hugmyndin um sameiningu lífs og listar eða um manninn og til- veruna sem „heildarlistaverk“ sé að verða að veruleika. Tvíræð tilvist MYNDLIST Listasafn ASÍ Sýningin stendur til 2. apríl. Olga Bergmann Morgunblaðið/Kristinn Olga Bergmann, horft yfir sýninguna Innan garðs og utan. Þóra Þórisdóttir HÁSKÓLAKÓRINN heldur í dag, laugardag, tónleika í Neskirkju kl. 17. Á efnisskrá er Requiem eftir Gabríel Fauré auk annarra verka eftir Fauré, Benjamin Britten og fleiri. Margrét Einarsdóttir sópran og Keith Reed barítón eru einsöngvarar á tónleikunum og Jón Leifur Camerata sér um undirspil. Stjórnandi er Hákon Leifsson. Háskólakórinn er skipaður stúdentum við Háskóla Ís- lands og hefur starfað frá árinu 1972. Meðlimir kórsins koma úr öllum deildum og eru í dag rúmlega fimmtíu tals- ins. Kórinn heldur tónleika reglulega auk þess að syngja við útskriftir og aðrar athafnir á vegum Háskólans. Um þessar mundir er kórinn að ljúka upptökum á íslenskri kórtónlist. Háskólakórinn flytur sálumessu Faurés Háskólakórinn á tónleikum. LISTAKONAN Eygló Harðardóttir opnar í dag sýningu í sýningarrým- inu Suðsuðvestri í Reykjanesbæ. „Spádómar og snilligáfa“ er yf- irskrift sýning- arinnar en á henni gefur að líta málverk, ljósmyndir og myndbandsverk. Viðfangsefni verkanna eru m.a. teppi, gang- stéttir og fólk, sina og sjór. Eygló stundaði nám sitt við AKI – Akademie voor Beeldende Kunst í Hollandi þar sem hún lauk fram- haldsnámi í myndlist 1990. Sýningin verður opnuð kl. 16 en Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22 í Keflavík. Enginn aðgangseyrir er að sýningunni en opið er í Suðs- uðvestri kl. 16–18 fimmtudaga og föstudaga og 14–17 um helgar. Nánari upplýsingar má finna á www.sudsudvestur.is. Spádómar og snilligáfa í Suðsuðvestri Eygló Harðardóttir „HVAÐ kemur þetta okkur við?“ er yfirskrift umræðufundar sem Leik- listarsamband Ís- lands stendur fyrir í Leik- húskjallaranum í dag kl. 15. Ræðu- menn dagsins eru rithöfund- arnir Andri Snær Magnason, Árni Bergmann og Steinunn Jó- hannesdóttir og munu þau fjalla um brotthvarf varnarliðsins og önnur þjóðfélagsmál. Í tilkynningu segir að markmið umræðufunda Leiklist- arsambandsins sé að fjalla um þær fréttir sem efst eru á baugi í sam- félaginu út frá pólitískum og sið- ferðislegum forsendum, og hvernig leikhúsið getur tekið á meinum og tíðindum samtímans með listrænum hætti. Samfélagsumræða í Leikhúskjallaranum Andri Snær Magnason JÓN Haukur Edwald myndhöggv- ari opnar í dag vinnustofu sína og sýnir bronsverk sín. Jón Haukur lauk námi frá mynd- höggvaradeild MHÍ 1977 og nam steinhögg við Listaháskólann í Barcelona og bronssteypu- og af- steypugerð í Englandi. Vinnustofa Jóns Hauks er til húsa að Kaplahrauni 10 í Hafn- arfirði og er opin í dag frá kl. 14. Sýningin stendur til 9. apríl og er vinnustofan opin 16 til 21 virka daga og 10 til 18 um helgar. Opin vinnustofa hjá Jóni Hauki Edwald

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.