Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 81

Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 81
lætur mann lyfta brúnum. Þjóðminjasafnið – svona var það andar stemningu liðinna alda. Handritin, ertu ekki búin að sjá þau? Fyrirheitna landið, fyrstu vesturfararnir, hverjir voru það? Veitingar, búð. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstár- legar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi Íslend- inga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Leiklist Halaleikhópurinn | Halaleikhópurinn sýnir Pókók í leikstjórn Vilhjálms Hjálmarssonar í kvöld kl. 20. Hátúni 12. 105 Reykjavík. Halaleikhópurinn er blandaður leikhópur sem starfar undir kjörorðunum „Leiklist fyrir alla“. Nánari uppl. er að finna á www.halaleikhopurinn.is og í síma 552- 9188. Skemmtanir Cafe Catalina | Hörður G. Ólafsson spilar og syngur. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin Smack leikur í kvöld. Kringlukráin | Logar frá Vestmanneyjum með dansleik í kvöld. Lundinn | Góðir landsmenn spila í Lund- anum í kvöld. Vélsmiðjan Akureyri | Rokksveit Rúnars Júlíussonar leikur fyrir dansi í kvöld, húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Uppákomur Kaffi Hljómalind, lífrænt kaffihús | Kiirtan (möntrusöngur) og hugleiðsla mun fara fram kl. 10. Kópavogsdeild Rauða kross Íslands | Kópavogsdeild Rauða krossins heldur fata- markað í dag kl. 11–16 í sjálfboðamiðstöð- inni Hamraborg 11, 2. hæð. Allur ágóði til styrktar götubörnum í Mósambík. Notuð föt seld á 300 eða 500 kr. Nemendur í MK annast markaðinn sem lokaverkefni í áfanga um sjálfboðið starf. Mannfagnaður Vinstri græn Akureyri | Kosningamiðstöð Vinstri grænna á Akureyri verður formlega opnuð kl. 16–18, í Hafnarstræti 98 við Göngugötuna í Miðbænum. Efsta fólk á listanum Baldvin, Kristín, Dýrleif, Jón, Baldvin Esra og Lilja taka á móti gestum með te, kaffi og meðlæti. Steingrímur J. Sigfússon flytur ávarp. Fyrirlestrar og fundir Bókasafn Kópavogs | Guðfinna Ragn- arsdóttir heldur erindi um ættfræði 6. apríl kl. 17.15–18.15. Guðfinna nálgast efnið á nýj- an hátt og tengir það munum og minn- ingum, sem hún segir að fólk eigi að koma áfram til næstu kynslóðar. Einnig verður hún með sýningu á ættargripum í safninu næstu vikur. Bókasafn Garðabæjar | Hjörtur Pálsson formaður Suomifélagsins á Íslandi fjallar um Finnland og finnska menningu, fer fram kl. 13.30–14.30. Gunnar Pálmason formað- ur Norræna félagins í Garðabæ kynnir vinabæjamót sem verður haldið í Jak- obstad 29. júní–2. júlí 2006. Sjá nánar á www.gardabaer.is. Grand Hótel Reykjavík | Geðlæknafélag Íslands og Félag sérfræðinga í klínískri sál- fræði halda fræðslufund með prófessor Bryan Lask um átraskanir. Bryan Lask er prófessor í barna- og unglingageðlækn- ingum, St. Georgés Hospital Medical Scho- ol, Univ. of London. Fundurinn fer fram kl. 10.30–12.30 og er opinn öllu fagfólki og áhugamönnum um efnið. Háskóli Íslands | Íslensk-japanska félagið gengst fyrir málþingi um japanskar bók- menntir í Háskóla Íslands, kl. 14–17. Aðal- fyrirlesari verður Alan Cummings, lektor við Lundúnaháskóla. Aðrir fyrirlesarar verða Óskar Árni Óskarsson, Úlfhildur Dagsdóttir, Ásta Gunnlaugsdóttir og Ólafur Sólimann. Grand Hótel Reykjavík | Hvernig axlar fyr- irtæki samfélagslega ábyrgð og hagnast í leiðinni? Námsstefna á Grand hotel, 5. apr- íl frá kl. 9–13, ætluð stjórnendum og öðrum sem sinna markaðs- og kynningarmálum. Ímark félagar fá 15% afslátt. Skráning og frekari upplýsingar á www.kom.is. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | Færeyjaferð Ferðaklúbbs eldri borgara árið 2006 verð- ur dagana 30. maí til 9. júní. Skráning er hafin og lýkur 10. apríl. Uppl. í síma 892 3011. GA- fundir | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstandendur? Sími GA-samtakanna (Gamblers Anonymous) er 698 3888. Tungumálamiðstöð HÍ | Háskóli Íslands heldur 12. maí nk., alþjóðleg DELE próf í spænsku. Innritun fer fram í Tungumála- miðstöð HÍ. Frestur til innritunar rennur út 7. apríl. Nánari uppl. á http://www.hi.is/ page/dele Frístundir og námskeið Háskóli Íslands | Námskeið um geymslu og skráningu stafrænna mynda verður haldið k. 10–16, í stofu 422 í Árnagarði, HÍ. Leiðbeinendur: Einar Erlendsson ljós- myndafræðingur og Margrét Gunn- arsdóttir bókasafns- og upplýsingafræð- ingur. Nánari upplýsingar: á www.myndaskraning.net. Orkuveita Reykjavíkur | Undur skynjunar- innar: Hvers vegna þekkja sumir hvorki foreldra sína í sjón né sjálfan sig í spegli? Á námskeiði sem fram fer kl. 14–16, verður spurningum af þessu tagi svarað með skemmtilegum og spennandi sýnidæmum fyrir alla fjölskylduna. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 81 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Barðstrendingafélagið og Borgfirð- ingafélagið | Félagsvist í Konnakoti, Hverfisgötu 105, kl. 14. Breiðfirðingabúð | Félag breiðfirskra kvenna heldur fund 3. apríl kl. 20. Dalbraut 18 - 20 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Handverksstofa Dalbrautar 21– 27 opin frá 8–16. Uppselt í menning- arferðina í Skálholt. Upplýsingar as- dis.skuladottir@reykjavik.is og síma 588 9533. Hvernig væri að líta inn, kíkja í blöðin og fá sér kaffisopa? Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur. Næsta leiksýning Snúðs og Snældu á Glæpum og góð- verkum verður föstudaginn 7. apríl kl. 14 í Iðnó. Miðasala í Iðnó í síma 562 9700 og við innganginn. Félag kennara á eftirlaunum | Af óviðráðanlegum ástæðum fellur fræðslu- og skemmtifundurinn niður 1. apríl. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl 10. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Í Garðabergi hefur Atli Örn Jensen opnað myndlistarsýningu. Þetta er yfirlitssýning til minningar um Guð- finnu Árnadóttur, eiginkonu Atla Arn- ar, sem lést 12. ágúst síðastliðinn. Á sýningunni eru verk allt frá árinu 1942 og til dagsins í dag. Sýningin stendur til 5. maí. Félagsstarf Gerðubergs | Mánud. 3. apríl er fræðsla og kynning á heilsu- vernd aldraðra í samvinnu við Heilsu- gæslustöð Efra Breiðholts, m.a. Þórður G. Ólafsson yfirlæknir, Herdís Jónsd. hjúkrunarfr. og Guðrún K. Haf- steinsd. iðjuþjálfi og Gerðubergskór- inn tekur lagið, allir velkomnir. Miðvi- kud. 5. apríl koma gestir úr Hrunamannahreppi. Hæðargarður 31 | Það eru allir alltaf velkomir í félagsstarfið í Hæðargarði 31. Fastir liðir eins og venjulega. Upp- selt í menningarferðina í Skálholt. Munið Páskabingóið 11. apríl. Byrjað að selja kl. 13. Glæsilegir vinningar. Allar upplýsingar í síma 568 3132 as- dis.skuladottir@reykjavik.is Kringlukráin | Félagsfundur Parísar haldinn á Kringlukránni kl. 11.30. Kjartan Jónsson frá Húmanista- hreyfingunni sýnir myndir og segir frá starfi hreyfingarinnar. Stjórnin. Kvenfélagið Heimaey | Kvenfélagið Heimaey verður með óvissuferð mánudaginn 3. apríl. Mæting er kl. 18, við kirkjuna í Mjóddinni. Þátttaka til- kynnist til stjórnar félagsins. Lífeyrisþegadeild Landssambands lögreglumanna | Lífeyrisþegadeildin heldur sinn reglulega sunnudagsfund sunnudaginn 2. apríl kl. 10 og verður hann haldinn að þessu sinni í kaffi- stofu lögreglustöðvarinnar á Hverf- isgötu 113–115, 4. hæð, inngangur um aðaldyr. Athugið breyttan fund- arstað. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | MCI biblíuskólinn fer í trúboðsferð til Pak- istan 1. maí. Ætlunin er að reisa skóla fyrir börn sem eru föst í þrælk- unarvinnu. Tónleikarnir verða haldnir laugardaginn 1. apríl kl. 20.30, húsið opnað kl. 20. Aðgangseyrir: Frjálst framlag. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Í SALNUM, Tónlistarhúsi Kópavogs, verða í kvöld haldnir fjórðu tónleikarnir í TKTK- röðinni. TKTK stendur fyrir „Tónleikaröð kenn- ara Tónlistarskóla Kópavogs“ en á tónleikunum mun Rúnar Óskarsson, sem kennir við Tónlist- arskólann, leika einleiksverk fyrir bassaklarin- ettu, og þrjú verk fyrir bassaklarinettu og seg- ulband og/eða tölvu. Á tónleikunum er frumflutt verkið „Sonoscopic Ocean“ eftir Hilmar Þórð- arson en einnig verða flutt verkin „Twist“ eftir Gerard Brophy, „Mar“ eftir Þórólf Eiríksson, „Af gleri“ eftir Tryggva M. Baldvinsson og „Jackdaw!“ eftir Wayne Siegel. Rúnar lauk einleikara- og kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1993 og stundaði framhaldsnám við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og lauk einleikaraprófi á bassaklar- inettu undir leiðsögn Harry Sparnaay árið 1998. Tónleikarnir hefjast kl. 13 og er almennt miðaverð 1.500 kr en ókeypis er fyrir nemendur við Tónlistarskóla Kópavogs, foreldra þeirra og forráðamenn. Tónleikar | Rúnar Óskarsson í Salnum Bassaklarinetta, snælda og tölva Rúnar Óskarsson MENNING SÝNING Olgu Bergmann „Innan garðs og utan“ í Listasafni ASÍ er ákaflega metnaðarfull bæði hvað varðar framsetningu og innihald. Eins og oft áður byggjast verk henn- ar á samvinnu við hliðarsjálf hennar eða hina tilbúnu persónu Doktor B. sem skapar ákveðna samræðu í verkunum. Hliðarsjálf listamanna eru nokkuð vinsæl um þessar mund- ir og virðast stundum þjóna þeim til- gangi að frelsa listamanninn undan persónulegum skoðunum eða sjón- armiðum og sýna hlutina í óvæntu samhengi. Listamaðurinn getur þannig komið sér upp staðgengli sem hann ber enga siðferðislega ábyrgð á, ekki frekar en skáld þarf að svara fyrir skoðanir eða verk sögupersónu í skáldverki sínu. Í sýn- ingu Olgu er farið bil beggja á áhugaverðan hátt þar sem samræða skapast á milli listamannsins og ímyndar hans við ímynd vísinda- mannsins. Sögulega hefur sam- semdin á milli þessara ímynda ávallt verið til staðar þrátt fyrir þá verka- skiptingu sem varð á endurreisn- artímanum. Sameiginlegar mýtur á borð við „snilli“ og „sköpun“ vísa til beggja hefða um leið og það er ljóst að mörkin á milli þekkingargreina eru að mást út í hinum þverfaglega samtíma okkar. Á sama hátt og listin hefur losað sig undan siðferðislegum höftum eða ábyrgð þá leitast nátt- úruvísindin við að útvíkka siðferð- islegt frelsi sitt. Sköpun og frumleiki doktors B. á sviði náttúruvísinda er borinn fram í saklausu formi hins listræna handverks, þar sem óhugn- aðurinn víkur vegna fjarstæðunnar í hinni barnslegu leikgleði. Útfærsla verkanna byggist á lymskulegu sam- spili þar sem hátæknilegar út- færslur eru settar fram í einföldum náttúrulegum búningi og heildar- yfirbragðið vísar til fortíðarhyggju. Myndbandsverkið „Náttúrusaga“ írónísk blanda af teiknimynd og klippum úr náttúrulífsmyndum er hljóðsett á áhrifaríkan hátt og sýnd á skjá sem hefur verið felldur inn í krossviðarumgjörð. Verkið er eins- konar þróunarsaga á þremur mín- útum sem nær einhverjum und- arlegum trúverðugleika þrátt fyrir eða vegna fjarstæðunnar. Þetta ger- ist kannski vegna þess að við erum orðin vön ótrúlegum vísindalegum furðum á borð við mús með manns- eyra á bakinu. Þá er vísindalegt fræðsluefni oft sett fram í formi af- þreyingar þar sem notast er við lit- ríkt einfalt myndmál sem felur í sér skemmtigildi. Myndböndin í Gryfju og á gangi virðast ekki ættuð úr garði doktors B. heldur Olgu sjálfrar þar sem hún setur sig í stellingar at- ferlisfræðings. Myndböndin sýna næma tilfinningu hennar fyrir dýr- um, náttúru og umhverfi í algerri andhverfu við þann tilbúna gervi- lífheim sem birtist í Ásmundarsal. Hér er skemmtilegur umsnúningur á hefðbundnum hlutverkum lista- mannsins og vísindamannsins sem fela þó í sér ágengar spurningar um mörk uppruna, eftirmynda og jafn- vel nýrra frummynda. Sýningin fel- ur hvorki í sér upphafningu né ádeilu á listina eða náttúruvísindin heldur stillir hún saman ákveðnum sjónarmiðum sem fela í sér tvíræðni. Innbyggð afstaða í verkunum setur samband eða mörk náttúru og menningu, vísinda og lista í spurn. Ein af þeim spurningum sem vakna er hvort hugmyndin um sameiningu lífs og listar eða um manninn og til- veruna sem „heildarlistaverk“ sé að verða að veruleika. Tvíræð tilvist MYNDLIST Listasafn ASÍ Sýningin stendur til 2. apríl. Olga Bergmann Morgunblaðið/Kristinn Olga Bergmann, horft yfir sýninguna Innan garðs og utan. Þóra Þórisdóttir HÁSKÓLAKÓRINN heldur í dag, laugardag, tónleika í Neskirkju kl. 17. Á efnisskrá er Requiem eftir Gabríel Fauré auk annarra verka eftir Fauré, Benjamin Britten og fleiri. Margrét Einarsdóttir sópran og Keith Reed barítón eru einsöngvarar á tónleikunum og Jón Leifur Camerata sér um undirspil. Stjórnandi er Hákon Leifsson. Háskólakórinn er skipaður stúdentum við Háskóla Ís- lands og hefur starfað frá árinu 1972. Meðlimir kórsins koma úr öllum deildum og eru í dag rúmlega fimmtíu tals- ins. Kórinn heldur tónleika reglulega auk þess að syngja við útskriftir og aðrar athafnir á vegum Háskólans. Um þessar mundir er kórinn að ljúka upptökum á íslenskri kórtónlist. Háskólakórinn flytur sálumessu Faurés Háskólakórinn á tónleikum. LISTAKONAN Eygló Harðardóttir opnar í dag sýningu í sýningarrým- inu Suðsuðvestri í Reykjanesbæ. „Spádómar og snilligáfa“ er yf- irskrift sýning- arinnar en á henni gefur að líta málverk, ljósmyndir og myndbandsverk. Viðfangsefni verkanna eru m.a. teppi, gang- stéttir og fólk, sina og sjór. Eygló stundaði nám sitt við AKI – Akademie voor Beeldende Kunst í Hollandi þar sem hún lauk fram- haldsnámi í myndlist 1990. Sýningin verður opnuð kl. 16 en Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22 í Keflavík. Enginn aðgangseyrir er að sýningunni en opið er í Suðs- uðvestri kl. 16–18 fimmtudaga og föstudaga og 14–17 um helgar. Nánari upplýsingar má finna á www.sudsudvestur.is. Spádómar og snilligáfa í Suðsuðvestri Eygló Harðardóttir „HVAÐ kemur þetta okkur við?“ er yfirskrift umræðufundar sem Leik- listarsamband Ís- lands stendur fyrir í Leik- húskjallaranum í dag kl. 15. Ræðu- menn dagsins eru rithöfund- arnir Andri Snær Magnason, Árni Bergmann og Steinunn Jó- hannesdóttir og munu þau fjalla um brotthvarf varnarliðsins og önnur þjóðfélagsmál. Í tilkynningu segir að markmið umræðufunda Leiklist- arsambandsins sé að fjalla um þær fréttir sem efst eru á baugi í sam- félaginu út frá pólitískum og sið- ferðislegum forsendum, og hvernig leikhúsið getur tekið á meinum og tíðindum samtímans með listrænum hætti. Samfélagsumræða í Leikhúskjallaranum Andri Snær Magnason JÓN Haukur Edwald myndhöggv- ari opnar í dag vinnustofu sína og sýnir bronsverk sín. Jón Haukur lauk námi frá mynd- höggvaradeild MHÍ 1977 og nam steinhögg við Listaháskólann í Barcelona og bronssteypu- og af- steypugerð í Englandi. Vinnustofa Jóns Hauks er til húsa að Kaplahrauni 10 í Hafn- arfirði og er opin í dag frá kl. 14. Sýningin stendur til 9. apríl og er vinnustofan opin 16 til 21 virka daga og 10 til 18 um helgar. Opin vinnustofa hjá Jóni Hauki Edwald
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.