Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 83

Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 83
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 83 MENNING ARKITEKTARNIR og hjónin Tryggvi Þor- steinsson og Erla Dögg Ingjaldsdóttir reka saman arkitektastofuna Minarc í Los Angeles. Nýverið hlotnaðist þeim sá heiður að vera boð- ið til þátttöku í sýningu sem Arkitekta- og hönnunarsafnið í Los Angeles stendur fyrir. Sýningin ber yfirskriftina New Blood/Next Generation eða Nýtt blóð/Næsta kynslóð og stendur yfir frá 1. júní og fram til 10. ágúst. Á sýninguna eru valdir þátttakendur úr hópi arkitekta og hönnuða sem skara þykja fram úr og mestar væntingar eru bundnar við. Í niðurstöðu nefndar sem starfar á vegum safnsins segir m.a. um verk þeirra hjóna hjá Minarc: „Verk Tryggva Þorsteinssonar og Erlu Daggar Ingjaldsdóttur þykja mikilvægur hluti af arkitektúrlandslagi borgarinnar og þar seg- ir jafnframt að sýnt þyki að sköpunarverk þeirra muni hafa mikil og mótandi áhrif í arki- tektúr bæði í Los Angeles og víðar.“ Tryggvi Þorsteinsson og Erla Dögg hafa starfað í Los Angeles um árabil og hafa á tiltölulega skömmum tíma náð að festa sig í sessi sem arkitektar. Verk þeirra þykja nútímaleg og falleg og einstaklega glæsileg í allri hönnun. „Þetta opnar náttúrulega dyr,“ sögðu Erla og Tryggvi í samtali við Morgunblaðið. „Fyrst og fremst er þetta mikil viðurkenning fyrir okkur. Við fáum fyrir vikið athygli og allt snýst þetta um að markaðssetja sig og vera við- urkenndur í faginu. Svo er í borginni á sama tíma og sýningin stendur yfir arkitektaþing og von er á 30.000 arkitektum alls staðar að. Sjálft safnið er að flytja í nýtt húsnæði sem verður formlega opnað með þessari sýningu svo að athygli blaða og sjónvarpsstöðva verður heilmikil.“ Aðspurð sögðust þau á þessari stundu ekki alveg vera búin að gera það upp við sig hvaða verk þau ætluðu að sýna en til greina kæmi að sýna þar einbýlishús sem þau hefðu nýlokið við í Los Angeles, kirkju sem er í smíðum einnig í Los Angeles og kynna líklega til viðbótar eitt til tvö framtíðarverkefni. Áhugasamir geta kynnt sér verk þeirra á heimasíðu fyrirtæk- isins, www.minarc.com. Íslenskum arkitektum í Los Angeles boðin þátttaka í sýningu Arkitekta- og hönnunarsafnsins Einbýlishús í Los Angeles eftir Erlu Dögg og Tryggva. Innviðir húss eftir Tryggva Þorsteinsson og Erlu Dögg Ingjaldsdóttur. Hluti af arkitektúrlandslagi borgarinnar Tryggvi og Erla Dögg reka saman Arkitektastofuna Minarc í Los Angeles. Í NÝLISTASAFNINU fer senn að ljúka sýningunni Cold Climates (Köld loftslög). Sýningin var áður í Bretlandi og heldur síðar til Finn- lands en á sýningunni má finna verk eftir 17 myndlistarmenn frá þessum þremur löndum. Þ.e. Bretlandi, Finnlandi og Íslandi. Hugmyndin að baki sýningunni er spurningin hvort hnattvæðingin sé að afmá sérkenni þjóða, hvort sem hún er pólitísks eðlis (s.s. evran, Sameinuðu þjóð- irnar og mannréttindalögin), tækni- legs eðlis (s.s. internetið, skjámiðlar og auðveldar samgöngur) eða efna- hagslegs eðlis (s.s. „Fair trade“, „Free trade“ og útrás íslenskra banka og fyrirtækja). Hnattvæðingin eins og hún geng- ur fyrir sig í dag er merki um sigur kapitalismans á sósíalismanum. En sósíalisminn í sinni svörtustu mynd hefði eflaust hleypt af stað annars- konar hnattvæðingu sem mundi líka afmá pólitísk, menningarleg og efna- hagsleg sérkenni þjóða. Af þessum sökum eru margir á því að hnatt- væðingin sé í raun útþensla banda- rískrar menningar, Ameríkuvæð- ingin svokallaða, sem er í grunninn fjölþjóðlegt samfélag. Ýmsir and- hnattvæðingarsinnar vilja t.d. meina að innrásin og aðlögunin í Írak sé efnahagslegur þáttur í Ameríkuvæð- ingunni og hluti af því sem þeir kalla „Nýja nýlendustefnu“ auðvaldssinna (Neo-colonialism). Hér er því verið að fjalla um eitt meginádeilumál samtímans og til þess hafa sýningarstjórarnir Peter Lamb og George Doneo valið lista- menn frá þremur löndum sem mega teljast einangruð landfræðilega séð til að athuga áhrif hnattvæðingar á sköpun myndlistar og hvort þjóðleg sérkenni sé enn að finna hjá lista- mönnum eða hvort listin sé end- anlega orðin fjölþjóðleg. Verk sumra þessara listamanna smellpassa inn í vangaveltur um hnattvæðingu. Má þar nefna „Ljóshærðar starfstéttir“ Birgis Snæbjörns Birgissonar, ljós- rit Georgs Doneos af einhverskonar tækniskrímsli, ljósmyndir Mirnu Heikinaho af fjölbýlishúsum, ljós- mynd Hrafnkels Sigurðssonar af ruslahaug og skúlptúr-innsetning Gjörningaklúbbsins, „Innrás- Útrás“, sem er í góðum takti við samfélagsumræðuna hérlendis. Aðr- ir listamenn eru öllu óhlutbundnari í nálgun og hlynntari fagurfræðilegu inntaki. Þessi ólíka heild gerir það að verkum að maður er engu nær um áhrif hnattvæðingar á sköpun myndlistar. Enda fyrirfram gefið að sýning af þessu tagi svarar ekki þetta stórri spurningu. Það mætti allt eins setja saman sýningu á verk- um 17 þjóðlegra listamanna eða 17 fjölþjóðlegra listamanna frá hverju landi fyrir sig svo að niðurstaðan getur verið á hvorn veginn sem er. Það vakti hins vegar athygli mína hve Íslendingarnir og Finnarnir eru stílhreinir á meðan Bretarnir eru dálítið „trashy“ í verki. En aftur mætti búa til sýningu og velja ís- lenska og finnska listamenn sem eru „trashy“ og breska listamenn sem eru stílhreinir. Eru áðurnefndar hugmyndir og yfirlýsingar sem ég hef lesið um markmið með sýning- unni því heldur uppgerðarlegar að mínu mati. En kannski þarf álíka stórhuga þema til að selja sýningu sem þessa til safna og/eða lokka gesti á hana, tileinka sér þá hnatt- vædda markaðssetningu. En fyrir mitt leyti skilar hugmyndin sér eng- an veginn í þessu hefðbundna og dá- lítið þreytta samsýningarformi, þar sem hver listamaður sýnir þetta eitt til tvö sjálfstæð verk í gallerístærð á vegg eða gólfi. Miðað við umfang sýningarinnar hefði verið markviss- ara að velja einn listamann frá hverju landi til að takast á við hnatt- væðinguna í stærra verkefni eða þá sprengja sýninguna út fyrir þennan snotra samsýningarramma. Hnattvæðingin mikla MYNDLIST Nýlistasafnið Opið miðvikudaga til sunnudaga frá 13– 17 og fimmtudaga til 22. Sýningu lýkur 2. apríl. Cold climates – 17 myndlistarmenn frá Ís- landi, Finnlandi og Bretlandi. Jón B.K. Ransu Morgunblaðið/Eyþór Í Nýlistasafninu eru áhrif hnattvæðingar á sköpun myndlistar skoðuð. TÍBRÁR TÓNLEIKAR Í SALNUM SALURINN TÓNLISTARHÚSI KÓPAVOGS · S ÍMI 5 700 400 MIÐASALA OPIN VIRKA DAGA FRÁ KL. 10 - 16 OG KLUKKUSTUND FYRIR TÓNLEIKA · AFSLÁTTUR FYRIR HÓPA 15 GESTI EÐA FLEIRI S a l u r i n n ÞRIÐJUDAGSKVÖLD 4. APRÍL KL . 20 LJÓÐATÓNLEIKAR / Dichterliebe / On this Island ÓLAFUR RÚNARSSON TENÓR OG PETER FORD, PÍANÓ MIÐVIKUDAGSKVÖLD 19. APRÍL KL . 20 AMERÍSK SÖNGLÖG / Ives / Foster / Gershwin / Bernstein MARILEE WILLIAMS, HAUKUR PÁLL HARALDSSON OG DONALD WAGES SUNNUDAGSKVÖLD 23. APRÍL KL . 20 FIÐLUDÚÓ / Ungir eftirtektarverðir snillingar UNGVERSKU HJÓNIN KATALIN KOKAS OG BARNABÁS KELEMEN FIMMTUDAGSKVÖLD 11. MAÍ KL . 20 KLIÐUR FORNRA STRAUMA / Þjóðleg íslensk tónlist STEINDÓR ANDERSEN, SIGURÐUR RÚNAR JÓNSSON OG BÁRA GRÍMSDÓTTIR Fjölmargt fleira skemmtilegt framundan Smelltu þér á tónleika www.salurinn.is Miðasala hafin APRÍL OG MAÍ 2006 A 4 / H G M
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.