Morgunblaðið - 01.04.2006, Page 84

Morgunblaðið - 01.04.2006, Page 84
84 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ DEUS var stofnuð í Ant-werpen í Belgíu árið1991 og varð fyrstabelgíska rokksveitin til þess að ná vinsældum utan heima- landsins. Á fyrstu plötu sveitar- innar, Worst Case Scenario sem kom út árið 1994, má finna fræg- asta lag hennar hingað til, lagið „Suds & Soda“. Lagið kom hljóm- sveitinni rækilega á kortið og hef- ur hún notið töluverðra vinsælda síðan þá. Árið 2001 gaf sveitin út safnplötuna No More Loud Music: The Singles og töldu margir að platan markaði endalok dEUS. Sveitin sneri hins vegar aftur í lok síðasta árs með plötuna Pocket Revolution og hefur fyrsta smá- skífulagið af plötunni, „7 Days, 7 Weeks“, náð töluverðum vinsæld- um á rokkstöðvum í Evrópu og Bandaríkjunum. Tónleikar dEUS í Reykjavík eru liður í Pocket Revolution- tónleikaferð sveitarinnar um Bandaríkin, Asíu og Evrópu. Þeg- ar blaðamaður náði tali af Tom Barman, söngvara sveitarinnar, var hann hins vegar staddur heima hjá sér í Belgíu. „Hér er allt hel- víti grátt og niðurdrepandi. Vorið ætti að vera komið en það lætur eitthvað standa á sér. Veðrið er al- veg hræðilegt núna,“ segir söngv- arinn aðspurður um stemninguna í Belgíu. Á móti skilgreiningum Nú hefur mikið af góðri tónlist komið frá Belgíu en fáar hljóm- sveitir hafa náð almennilegum ár- angri á alþjóðlegum vettvangi. Hvers vegna heldur þú að dEUS hafi náð svona miklum vinsældum? „Í fyrsta lagi vorum við heppnir að byrja í upphafi tíunda áratug- arins. Á þeim tíma fengu 25.000 hljómsveitir plötusamning á hverj- um degi. Það voru miklir peningar í tónlistarbransanum á þessum tíma og mikil bjartsýni. Svo pöss- uðum við mjög vel inn í það sem var í gangi, þessa indí-tónlist, sem er frasi sem ég hata reyndar. Svo skipti það okkur náttúrulega miklu máli að komast á samning hjá Isl- and, sem er stórt fyrirtæki sem leyfði okkur samt sem áður að gera það sem við vildum gera. Við gerðum þrjár plötur hjá þeim en núna erum við samningsbundnir V2. Ég held að það sé hins vegar mjög erfitt að vera að stofna hljómsveit í dag, það er meira að segja erfitt fyrir belgískar hljóm- sveitir að ná vinsældum í Hollandi, sem er hérna við hliðina á okkur. Við í dEUS höfum hins vegar ver- ið að reyna að hjálpa ungum og efnilegum belgískum hljómsveitum að koma sér af stað á erlendri grundu.“ Þú virðist ekki sérlega hrifinn af því að tónlist dEUS sé flokkuð sem indí-tónlist. „Nei, orðið indí kemur nátt- úrulega frá orðinu „independent“ (sjálfstæður) og fyrir mér vorum við alls ekkert sjálfstæðir á sínum tíma því við vorum á samningi hjá mjög stóru útgáfufyrirtæki. Það var líka alltaf verið að bera okkur saman við hinar og þessar hljóm- sveitir sem kallaðar voru indí- hljómsveitir á þessum tíma. Ég sá hins vegar aldrei neitt sameig- inlegt með okkur og þessum hljómsveitum. Þetta er kallað „art- rock“ á Englandi, sem var eitthvað sem ég hafði ekki heyrt um. Ég fletti því upp og komst að því að þær hljómsveitir sem féllu undir þá skilgreiningu voru til dæmis Velvet Underground og Talking Heads og mér finnst skrítið að ein- hver setji okkur í sama flokk. Það er kannski ekki frumlegt að segja það en ég hef alltaf verið á móti því að skilgreina og setja tónlist niður í ákveðna flokka. Alltaf þeg- ar við höfum verið skilgreindir sem indí-hljómsveit hef ég reynt að semja hefðbundið popplag, ein- göngu til þess að mótmæla þessari skilgreiningu.“ Hvernig sem vindurinn blæs Margir töldu að hljómsveitin hefði hætt eftir að þið senduð frá ykkur No More Loud Music safn- plötuna árið 2001. Hvernig stóð á því að þið tókuð ykkur fjögurra ára hlé? „Ástæðan var sú að ég gerði kvikmynd sem átti upphaflega að verða stuttmynd, en varð svo að kvikmynd í fullri lengd sem heitir Any Way the Wind Blows. Það tók mig hins vegar þrjú ár að gera hana og svo þurfti ég að fylgja henni eftir og kynna hana þannig að ég hafði ekki tíma fyrir hljóm- sveitina. Við höfðum verið á tón- leikaferðalögum og að gefa út plöt- ur í átta ár, gítarleikarinn okkar var hættur og mig langaði ekki að finna nýjan alveg strax þannig að þetta var ágætt hlé. Það var samt sem áður nokkuð erfitt að gera nýjustu plötuna okkar, Pocket Revolution, sérstaklega í ljósi þess hversu langur tími var liðinn frá því við gerðum síðustu plötu. Núna veit ég að það er ekki gott að láta svona langan tíma líða á milli.“ En þú ert samt ánægður með nýju plötuna er það ekki? „Jú, ég er mjög ánægður með hana og okkur hefur gengið mjög vel í kjölfar hennar. Fólk virðist ekki hafa gleymt okkur, við höfum verið að spila fyrir fleiri áhorf- endur en áður og við erum líka að spila á stöðum sem við höfum aldr- ei spilað á áður, til dæmis á Ís- landi. Það er búið að ganga mjög vel síðan platan kom út, við erum á leiðinni í tónleikaferðalag um Bandaríkin, en þangað höfum við ekki farið í tíu ár. Þannig að við erum mjög sáttir.“ Hvernig plata er Pocket Revolu- tion? „Ég hef bara ekki hugmynd. Það var mikill sigur að platan skyldi vera gerð yfirleitt og fyrir ári hafði ég ekki trú á því að hún yrði að veruleika. Svo þekkjum við fjölmörg dæmi þess að hljóm- sveitir taki sér svona langt hlé og mistakist svo gjörsamlega þegar þær koma aftur saman, til dæmis Elastica og Stone Roses. Platan var gerð við mjög erfiðar aðstæður en það gaf okkur einhvern und- arlegan kraft til að gera góða plötu. En til að svara spurning- unni, segja sumir að þetta sé poppaðasta platan okkar hingað til en aðrir segja að hún sé þung og rokkuð. Ég hugsa að síðarnefndi hópurinn hafi rétt fyrir sér, hún er nokkuð þung.“ Íslendingar á tónleikum í Danmörku Þið eruð líklega frægastir fyrir lagið „Suds & Soda“ sem kom út á ykkar fyrstu plötu árið 1994. Ertu þreyttur á því að hljómsveitin sé alltaf tengd við þetta eina lag? „Nei, alls ekki, mér finnst alltaf mjög gaman að spila það og það myndast alltaf gríðarlega góð stemning þegar við tökum það. Það er kannski okkar frægasta lag en mér finnst fólk ekki alltaf tengja okkur við það. Ef svo væri yrði ég kannski svolítið þreyttur á því.“ Þið eruð á leiðinni í mjög stórt tónleikaferðalag um Evrópu, Bandaríkin og Asíu. Eruð þið van- ir að fara í svona löng ferðalög? „Nei, þetta er okkar stærsta tónleikaferðalag hingað til. Að vera í dEUS er góð leið fyrir mig til þess að skoða heiminn. Við förum á staði þar sem okkur dettur ekki í hug að fá marga áhorfendur en svo selst upp á tónleikana. Þetta finnst okkur mjög spennandi, við viljum ekki fara auðveldu leiðina og fara á staði þar sem við vitum að fólk mætir heldur viljum við fara til landa sem eru meira spurningamerki, eins og til dæmis Ísland. Það var ég sem bað um- boðsmanninn okkar að koma á fót tónleikum á Íslandi en hann sagði að það væri ákveðin áhætta og mjög dýrt. Svo spiluðum við í Dan- mörku fyrir nokkrum mánuðum og þá fréttum við af fólki sem flaug frá Íslandi til að koma á tón- leikana. Þá ákváðum við að koma til Íslands.“ Mikill aðdáandi Sykurmolanna Ég sá á heimasíðunni ykkar að það er uppselt á tónleika ykkar í San Francisco. Eruð þið svona vin- sælir vestanhafs? „Ég held reyndar að ástæðan fyrir því sé sú að þar spilum við með hljómsveitinni Snow Patrol. Við getum kannski ekki alveg eignað okkur það, við spilum nefni- lega stundum með öðrum hljóm- sveitum þótt við séum oftast einir. Annars höfum við ekki hugmynd um hvernig okkur muni ganga í Bandaríkjunum, við höfum bara farið þangað einu sinni áður. Pocket Revolution er líka bara önnur platan okkar sem kemur út þar í landi.“ Hvað megum við búast við að sjá og heyra á tónleikum ykkar á Íslandi? „Við erum allir í miklu stuði þessa dagana og þetta verða örugglega mjög góðir tónleikar. Við munum spila í um það bil tvær klukkustundir og tökum nánast alla nýju plötuna, auk nokkurra eldri laga sem við veljum.“ Hvað veistu um Ísland? „Ekki margt en ég veit þó að það búa fáir á Íslandi og að nátt- úran er alveg sérstaklega falleg. Ég vona að við munum hafa ein- hvern tíma til þess að skoða land- ið, mér skilst að við fáum allavega einn dag í frí. Svo hitti ég reyndar leikstjóra kvikmyndarinnar Nói Albinói á kvikmyndahátíð og við spjölluðum töluvert saman. Ég týndi heimilisfanginu hans en ég ætla að reyna að finna það aftur svo ég geti boðið honum á tón- leikana. Ég veit líka að hann er í hljómsveitinni Slowblow. Svo þekki ég auðvitað Sigur Rós og ég er líka mjög mikill aðdáandi Syk- urmolanna.“ Tónlist | Belgíska hljómsveitin dEUS á tónleikum á NASA á fimmtudaginn Guð kemur frá Belgíu Belgíska hljómsveitin dEUS er væntanleg hingað til lands, en hún leikur á tónleikum á NASA á fimmtudaginn kemur, 6. apríl. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við Tom Barman, söngvara sveitarinnar, í tilefni af komu hennar til Íslands. „Að vera í dEUS er góð leið fyrir mig til þess að skoða heiminn,“ segir Tom Barman, sem stendur hér í miðjum hópi hljómsveitarmeðlima. dEUS á NASA fimmtudaginn 6. apríl. Mammút hitar upp. Húsið verður opnað klukkan 21 og tón- leikar hefjast 21.30. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar og á midi.is. Miðaverð er 2.500 krónur auk 200 króna miðagjalds.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.