Morgunblaðið - 01.04.2006, Side 85
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 85
BRESKA ofurfyrirsætan Naomi
Campbell var á fimmtudagskvöld
ákærð fyrir líkamsárás með því að
kasta farsíma í höfuð aðstoðarkonu
sinnar eftir að hafa sakað hana um
að stela frá sér fötum, en Campbell
fann ekki gallabuxur sem hún ætl-
aði að klæðast í spjallþætti Oprah
Winfrey. Að sögn lögreglu í New
York var Campbell látin laus og
fékk að halda vegabréfi sínu, en
Campbell býr á Manhattan.
Campbell sendi frá sér yfirlýs-
ingu þar sem hún segir það alrangt,
að hún hafi barið eða slasað aðstoð-
arkonu sína.
„Hún hefur rangt fyrir sér haldi
hún að hún geti náð út úr mér fé
með því að endurnýta gamlar sögu-
sagnir,“ segir í yfirlýsingunni. „Ég
hef beðið lögmann minn að und-
irbúa kæru á hendur henni fyrir
þjófnað og fjárkúgun.“
Campbell segist hafa spurt kon-
una um hluti, sem hafi horfið frá
því hún fór að starfa sem ráðskona
fyrir tveimur mánuðum. Segist
Campbell síðan hafa rekið konuna
fyrir það og ýmislegt annað. Í ann-
arri yfirlýsingu segir talsmaður
Campbell að málið sé ráðabrugg
ráðskonunnar sem hafi viljað hefna
sín á Campbell fyrir brottrekst-
urinn.
Konan var flutt á sjúkrahús í
New York með skurð á höfði sem
þurfti að sauma. Campbell segist
ekki hafa hugmynd um hvernig
konan fékk sárið.
Málið hefur að vonum vakið
mikla athygli og var fjöldi ljós-
myndara og fréttamanna utan við
dómshúsið sem Campbell heimsótti
á Manhattan í fyrrakvöld. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem Campbell
er sökuð um árás með síma að
vopni.
Fólk | Ofurfyrirsætan Naomi Campbell í vandræðum
Ákærð fyrir líkamsárás
Reuters
Naomi Campbell var umsetin blaðamönnum og ljósmyndurum fyrir utan
dómshús á Manhattan eftir ákæruna á fimmtudagskvöldið.
Jóhann G. Jóhannsson leikari
edda.is
Fermingarbarn’85
Fermingargjöf sem vit er í
Aðgangur að eftirtöldum vefbókum
í tvö ár fyrir aðeins 5.990 kr.:
Má tengja við Microsoft Office 2003 og fletta
upp með einum smelli í ritvinnslu, töflureikni,
tölvupósti og vafra!
Aðgangur að sérsmíðuðu uppflettiforriti,
Vefvísi Eddu (fyrir Windows stýrikerfi).
Allar þessar
fyrir aðeins
5.990 kr.
í tvö ár!
VEFBÆKUR EDDU
ómissandi hjálpartæki
við námið
Nýjung á
íslenskum
hugbúnaðar-
markaði
Vefbækur Eddu eru nú:
• Íslensk orðabók
• Dönsk-íslensk orðabók
• Íslensk-dönsk orðabók
• Samtíðarmenn
• Kortabók Íslands
• Nöfn Íslendinga
„Ég fékk úr og aura í fermingargjöf.
Ég vildi að ég hefði fengið þessa
hérna. Þá hefði ég kannski ekki bullað
svona mikið í ritgerðunum í gamla
daga.“