Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 85

Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 85
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 85 BRESKA ofurfyrirsætan Naomi Campbell var á fimmtudagskvöld ákærð fyrir líkamsárás með því að kasta farsíma í höfuð aðstoðarkonu sinnar eftir að hafa sakað hana um að stela frá sér fötum, en Campbell fann ekki gallabuxur sem hún ætl- aði að klæðast í spjallþætti Oprah Winfrey. Að sögn lögreglu í New York var Campbell látin laus og fékk að halda vegabréfi sínu, en Campbell býr á Manhattan. Campbell sendi frá sér yfirlýs- ingu þar sem hún segir það alrangt, að hún hafi barið eða slasað aðstoð- arkonu sína. „Hún hefur rangt fyrir sér haldi hún að hún geti náð út úr mér fé með því að endurnýta gamlar sögu- sagnir,“ segir í yfirlýsingunni. „Ég hef beðið lögmann minn að und- irbúa kæru á hendur henni fyrir þjófnað og fjárkúgun.“ Campbell segist hafa spurt kon- una um hluti, sem hafi horfið frá því hún fór að starfa sem ráðskona fyrir tveimur mánuðum. Segist Campbell síðan hafa rekið konuna fyrir það og ýmislegt annað. Í ann- arri yfirlýsingu segir talsmaður Campbell að málið sé ráðabrugg ráðskonunnar sem hafi viljað hefna sín á Campbell fyrir brottrekst- urinn. Konan var flutt á sjúkrahús í New York með skurð á höfði sem þurfti að sauma. Campbell segist ekki hafa hugmynd um hvernig konan fékk sárið. Málið hefur að vonum vakið mikla athygli og var fjöldi ljós- myndara og fréttamanna utan við dómshúsið sem Campbell heimsótti á Manhattan í fyrrakvöld. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Campbell er sökuð um árás með síma að vopni. Fólk | Ofurfyrirsætan Naomi Campbell í vandræðum Ákærð fyrir líkamsárás Reuters Naomi Campbell var umsetin blaðamönnum og ljósmyndurum fyrir utan dómshús á Manhattan eftir ákæruna á fimmtudagskvöldið. Jóhann G. Jóhannsson leikari edda.is Fermingarbarn’85 Fermingargjöf sem vit er í Aðgangur að eftirtöldum vefbókum í tvö ár fyrir aðeins 5.990 kr.: Má tengja við Microsoft Office 2003 og fletta upp með einum smelli í ritvinnslu, töflureikni, tölvupósti og vafra! Aðgangur að sérsmíðuðu uppflettiforriti, Vefvísi Eddu (fyrir Windows stýrikerfi). Allar þessar fyrir aðeins 5.990 kr. í tvö ár! VEFBÆKUR EDDU ómissandi hjálpartæki við námið Nýjung á íslenskum hugbúnaðar- markaði Vefbækur Eddu eru nú: • Íslensk orðabók • Dönsk-íslensk orðabók • Íslensk-dönsk orðabók • Samtíðarmenn • Kortabók Íslands • Nöfn Íslendinga „Ég fékk úr og aura í fermingargjöf. Ég vildi að ég hefði fengið þessa hérna. Þá hefði ég kannski ekki bullað svona mikið í ritgerðunum í gamla daga.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.