Morgunblaðið - 01.04.2006, Page 87
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 87
Fáir sjónvarpsþættir hafavakið jafnmikla hrifninguhjá mér og Six Feet Under,
sem hafa verið þýddir upp á hið yl-
hýra sem Undir grænni torfu. Ég
held ég hafi svei mér þá bara aldrei
séð aðra eins snilld, þó að meist-
araverkið (verkin?) Twin Peaks
(Tvídrangar var það ekki?) sé að
sjálfsögðu undanskilið.
Fyrir þá sem ekki vita fjallarþátturinn í sem stystu máli um
tvo bræður sem reka útfararstofu í
Los Angeles. Þátturinn er
drama … þó að það sé líkast til of
veikt orð til að lýsa þeim ósköpum
sem ganga á hjá þeim bræðrum og
meðreiðarfólki þeirra. Þættirnir
hófu göngu sína árið 2001 og lauk
síðasta ágúst, eftir fimm tímabil.
Framleiðandi er HBO (að sjálf-
sögðu) og höfundur/fóstri þáttanna
er Alan Ball, sá er reit handritið að
hinni stórbrotnu American Beauty.
Ég hef nú ekki gert mikið af því
undanfarin ár að fylgjast grannt
með tilteknum þáttum. Síðasta
þáttaröðin sem ég gerði mér far um
að fylgjast vel með var Walker:
Texas Ranger með Chuck Norris.
Miklir snilldarþættir. Hér áður fyrr
lapti maður allt upp. Miami Vice,
Hunter, Equalizer, Hill Street
Blues, Cosby Show, Magnum P.I.
Já, rétt tiltekið, „bakk in ðe eitís“.
Eftir að þrjú pör sem við unn-
ustan þekkjum hér í Berlín höfðu
mælt eindregið með þessum þáttum
létum við loksins slag standa. Ég
var ekki of sannfærður, nennti
þessu eiginlega ekki. Þáttaröðin
hafði gjörsamlega farið fram hjá
mér, og við horfum því á þættina í
lítilli Mactölvu sem stillt er upp á
lítið sjónvarpsstofuborð.
En viti menn … ekki var maður
lengi að sogast inn í þættina. Þið
þekkið öll þetta ferli. Maður er
slakur fyrstu þrjá, fjóra þættina, er
svona að komast inn í þetta og áður
en varir byrja að myndast tilfinn-
ingatengsl við persónurnar. Maður
er kominn með uppáhöld, hefur
áhyggjur af þessum, skoðanir á hin-
um og svo frv. Stundirnar fyrir
framan litla makkann eru orðnar
að helgistundum. En þetta er fjarri
því afþreyingartími, þær gráu fá
engan lúr í þessi skipti.
Það sem maður heggur þegareftir í þáttunum er nefnilega
hversu mögnuð og vel skrifuð
handritin eru. Þættirnir koma af
stað mikilli hugarleikfimi, sjálf-
skoðun og pælingum. Í grunninn
fjalla þættirnir um fjölskyldu sem
einkennist af togstreitu, bælingu og
hinum og þessum samskiptavanda-
málum. „Eðlileg“ fjölskylda sem-
sagt. Allt þetta er hins vegar togað
upp og greint af miklu næmi og
innsæi, svo miklu að stundum er
maður hreinlega búinn á því eftir
áhorf. Með svipuðum hætti er tekið
á „eldfimum“ efnum eins og sam-
kynhneigð og eiturlyfjaneyslu. Það
mætti segja að umfjöllunin um þau
efni sé til fyrirmyndar, það er
hvorki verið að hefja þetta upp né
níða þetta niður, heldur er horfst í
augu við þetta af einhverju sem
mætti kalla … tja … skynsemi.
Það er vel þekkt að þegar maður
byrjar að horfa á þætti, segjum t.d.
Simpsons eða Friends, þá getur
maður ekki hætt. Það er alltaf
„einn“ í viðbót því maður hreinlega
vill ekki fara úr þessari þægilegu
loftbólu sem sjónvarpsáhorf getur
verið. Í fyrsta skipti í minni áhorfs-
sögu gerðist það hins vegar að eftir
að hafa horft á þrjá þætti af Six
Feet Under í röð sagði ég einfald-
lega stopp. Ég gat ekki meira. Ég
var búinn á því. Heilinn var á fullu
spani eftir hverja snilldarsenuna á
fætur annarri. Ég fór upp í rúm og
fór að sofa, sáttur þó, þetta var ekki
ólíkt því og þegar maður er nýbú-
inn að klára einhverja merkisbók-
ina.
Það er athyglisvert til þess að
hugsa að jafnupplýstir og ögrandi
þættir séu framleiddir í hinu til-
tölulega sálar- og heilalamaða
Hollywood-umhverfi. Þróun sjón-
varpsþátta undanfarin ár er merki-
leg; sú var tíðin að slíkt efni var
eðlilega talið lakara að gæðum en
kvikmyndir. Þetta hefur breyst í
dag. Vissir þættir, eins og þessi,
sigla léttilega fram úr flestu því
sem úr draumaverksmiðjunni kem-
ur í dag.
„Slökktu á sjónvarpinu áður en
það slekkur á þér“ er stundum sagt.
En öldin er önnur í dag. Í tilfelli Six
Feet Under er þetta öllur heldur
„Kveiktu á sjónvarpinu og láttu það
kveikja upp í þér“.
Kveiktu á þér
’Það er athyglisvert tilþess að hugsa að jafn-
upplýstir og ögrandi
þættir séu framleiddir í
hinu tiltölulega sálar- og
heilalamaða Hollywood-
umhverfi.‘
arnart@mbl.is
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
Þættirnir koma af stað mikilli hugarleikfimi, sjálfskoðun og pælingum.
Sími 553 2075 • www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 8 og 10.20 b.i. 14 ára
Sími - 551 9000
400 KR.
Í BÍÓ
*
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
Date Movie kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára
The Producers kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.45
Walk the line kl. 2.40, 5.15, 8 og 10.45
Rent kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.40 B.i. 14 ára
200 kr. afsláttur
fyrir XY félaga
MARTIN LAWRENCE
www.xy.is
-bara lúxus
walk the line
AÐSÓKNARMESTA
MYND ÁRSINS YFIR 20.000 ÁHORFENDUR !
V.J.V Topp5.is S.V. Mbl.
M.M.J Kvikmyndir.com
Mamma allra grínmynda
er mætt aftur í bíó!
Bleiki demanturinn er horfinn
og heimsins frægastarannsóknarlögregla
gerir allt til þess að klúðra málinu…
BEYONCÉ KNOWLES
STEVE
MARTIN
KEVIN
KLINE
JEAN
RENO
Frá öllum handritshöFundum
„scary movie“
2 af 6
Þér mun standa
aF hlátri!
um ástina, rómantíkina
og annan eins viðbjóð!
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára
Klassísk og spennandi ástarsaga um forboðið
samband ungra elskenda, sem blandast inn í
stríð og valdabaráttu kónga og riddara.
Sýnd kl. 2 og 4
Sýnd kl. 5.45
SVAKALEG BRETTAMYND MEÐ
ÓLYMPÍUMEISTARANUM
SHAUN WHITE
200 kr. afsláttur
fyrir XY félaga
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10
400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU
www.xy.is