Morgunblaðið - 01.04.2006, Page 92

Morgunblaðið - 01.04.2006, Page 92
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ENDURSKOÐUN REIKNINGSSKIL SKATTAR / RÁÐGJÖF www.ey.is 65 milljarða skulda- bréfaútgáfa í útlöndum KAUPÞING banki og Landsbanki Íslands tilkynntu í gær um útgáfu á skuldabréfum í útlöndum fyrir fjár- hæð sem svarar til samtals nærri 65 milljarða íslenskra króna. Kaupþing banki hefur gefið út skuldabréf að fjárhæð um 43,5 milljarðar króna (500 milljónir evra) í Evrópu til fjármögnunar á íbúðalánum bankans á Íslandi. Landsbankinn hefur gengið frá 300 milljóna dollara skuldabréfaút- gáfu til fjárfesta í Bandaríkjunum, sem svarar til um 21 milljarðs ís- lenskra króna. Útgáfan er til þriggja og fimm ára. | 16 ÁFANGAÁLIT stýrihóps á vegum félagsmálaráðuneytisins, sem falið var að kanna aðkomu stjórnvalda að íbúðalánum, mun liggja fyrir upp úr þessari helgi. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráð- herra á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Hann sagði að stýrihópurinn hefði efnt til víðtæks samráðs um þessi mál. „Lögð hefur verið áhersla á það í vinnu hópsins að við þær breytingar verði í engu fórnað þeim pólitísku markmiðum sem stjórnvöld hafa gert Íbúðalánasjóði að starfa eftir,“ sagði Halldór. „Með því er átt við hvernig hið opinbera geti áfram tryggt að- gang landsmanna allra, sem á annað borð uppfylla tiltekin lágmarksskil- yrði, að íbúðalánum á hagstæðum kjörum, án tillits til búsetu.“ Sagði Halldór að búist hefði verið við aukinni verðbólgu og miklum við- skiptahalla á árunum 2005 og 2006, en að á óvart hefði komið hve viðskipta- hallinn hefði aukist mikið og sagði hann það að hluta til skýrast af inn- komu viðskiptabankanna inn á íbúða- lánamarkaðinn haustið 2004. Ýtti undir neysluútgjöld „Sú staðreynd að bankarnir fóru að bjóða upp á hærri lán og meiri veð- setningarmöguleika en Íbúðalána- sjóður, auk þess sem ekki var gerð krafa um að lántakan væri bundin við íbúðakaup eingöngu, ýtti óhjákvæmi- lega einnig undir neysluútgjöld. Þjóð- in fór því á mikið neyslu- og fjárfest- ingarflug,“ sagði Halldór. Halldór sagði innkomu bankanna inn á íbúðalánamarkaðinn hafa einnig vakið spurningar um hvert hlutverk Íbúðalánasjóðs eigi að vera á íbúða- lánamarkaði og hvernig því hlutverki verði best sinnt. Forsætisráðherra segir áfangaskýrslu um Íbúðalánasjóð liggja fyrir eftir helgi Áhersla á að fórna í engu pólitískum markmiðum  Miðopna HELDUR var farið að draga úr bálinu á Mýr- um seint í gærkvöldi en þó logaði talsverður eldur á svæðinu, mest ofan við bæinn Ánastaði. Slökkvistarf miðast sem fyrr við að slökkva með fram bílveginum. Reiknaði Bjarni Þor- steinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi, með því að eldurinn myndi geisa áfram yfir helgina og jafnvel fram í næstu viku. 50 til 70 manns voru að slökkvistörfum í all- an gærdag og voru nánast allar haugsugur Borgarfjarðar í notkun. Slökkviliðið á höf- uðborgarsvæðinu lagði í gærkvöld til dælubíl af Reykjavíkurflugvelli sem getur flutt mikið vatnsmagn og vinnur Reykjavíkurliðið undir stjórn slökkviliðsstjórans í Borgarnesi. Talið er að hinir gríðarlegu brunar á Mýr- um muni hafa áhrif á gróður og fuglalíf á svæðinu, að mati Náttúrufræðistofnunar Ís- lands, þó mest áhrif á smádýralífið. Eldurinn drepur smádýr á yfirborðinu og fæðu fuglanna undir því. Náttúrufræðistofnun hefur kortlagt gróður á Mýrum á árunum 1996–1997 og má á gróð- urkorti sjá að landið sem hefur brunnið frá fimmtudagsmorgni er eitt mesta samfellt vot- lendi í byggð á Íslandi. | 10 Morgunblaðið/RAX Séð fram á bruna fram í næstu viku Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Andra Karl MÚSÍKTILRAUNUM, hljómsveitakeppni Tónabæjar og Hins hússins, lauk í gærkvöld fyrir fullu húsi í Loftkastalanum. Alls léku tólf hljómsveitir til úrslita. Í fyrsta sæti varð Vestmannaeyjahljómsveitin The Foreign Monkeys, í öðru sæti varð Ultra Mega Technobandið Stefán og í þriðja sæti We Made God. Sigurhljómsveitin fékk að launum hljóðverstíma og ýmisleg önnur verðlaun. Foreign Monkeys vann Músíktilraunir Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Gamlar upptökur Stuðmanna GAMLAR hljóðupptökur með nokkrum lögum frá fyrstu árum Stuðmanna fundust nýverið. Er ráðgert að gefa þær út á hljómdiski eftir helgina í takmörkuðu upplagi. Kynna á lögin í þætti á Rás 2 í dag. Upptökurnar eru frá árunum 1970 og 1971 og fundust fjórtán af átján lögum. | 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.