Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 92

Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 92
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ENDURSKOÐUN REIKNINGSSKIL SKATTAR / RÁÐGJÖF www.ey.is 65 milljarða skulda- bréfaútgáfa í útlöndum KAUPÞING banki og Landsbanki Íslands tilkynntu í gær um útgáfu á skuldabréfum í útlöndum fyrir fjár- hæð sem svarar til samtals nærri 65 milljarða íslenskra króna. Kaupþing banki hefur gefið út skuldabréf að fjárhæð um 43,5 milljarðar króna (500 milljónir evra) í Evrópu til fjármögnunar á íbúðalánum bankans á Íslandi. Landsbankinn hefur gengið frá 300 milljóna dollara skuldabréfaút- gáfu til fjárfesta í Bandaríkjunum, sem svarar til um 21 milljarðs ís- lenskra króna. Útgáfan er til þriggja og fimm ára. | 16 ÁFANGAÁLIT stýrihóps á vegum félagsmálaráðuneytisins, sem falið var að kanna aðkomu stjórnvalda að íbúðalánum, mun liggja fyrir upp úr þessari helgi. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráð- herra á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Hann sagði að stýrihópurinn hefði efnt til víðtæks samráðs um þessi mál. „Lögð hefur verið áhersla á það í vinnu hópsins að við þær breytingar verði í engu fórnað þeim pólitísku markmiðum sem stjórnvöld hafa gert Íbúðalánasjóði að starfa eftir,“ sagði Halldór. „Með því er átt við hvernig hið opinbera geti áfram tryggt að- gang landsmanna allra, sem á annað borð uppfylla tiltekin lágmarksskil- yrði, að íbúðalánum á hagstæðum kjörum, án tillits til búsetu.“ Sagði Halldór að búist hefði verið við aukinni verðbólgu og miklum við- skiptahalla á árunum 2005 og 2006, en að á óvart hefði komið hve viðskipta- hallinn hefði aukist mikið og sagði hann það að hluta til skýrast af inn- komu viðskiptabankanna inn á íbúða- lánamarkaðinn haustið 2004. Ýtti undir neysluútgjöld „Sú staðreynd að bankarnir fóru að bjóða upp á hærri lán og meiri veð- setningarmöguleika en Íbúðalána- sjóður, auk þess sem ekki var gerð krafa um að lántakan væri bundin við íbúðakaup eingöngu, ýtti óhjákvæmi- lega einnig undir neysluútgjöld. Þjóð- in fór því á mikið neyslu- og fjárfest- ingarflug,“ sagði Halldór. Halldór sagði innkomu bankanna inn á íbúðalánamarkaðinn hafa einnig vakið spurningar um hvert hlutverk Íbúðalánasjóðs eigi að vera á íbúða- lánamarkaði og hvernig því hlutverki verði best sinnt. Forsætisráðherra segir áfangaskýrslu um Íbúðalánasjóð liggja fyrir eftir helgi Áhersla á að fórna í engu pólitískum markmiðum  Miðopna HELDUR var farið að draga úr bálinu á Mýr- um seint í gærkvöldi en þó logaði talsverður eldur á svæðinu, mest ofan við bæinn Ánastaði. Slökkvistarf miðast sem fyrr við að slökkva með fram bílveginum. Reiknaði Bjarni Þor- steinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi, með því að eldurinn myndi geisa áfram yfir helgina og jafnvel fram í næstu viku. 50 til 70 manns voru að slökkvistörfum í all- an gærdag og voru nánast allar haugsugur Borgarfjarðar í notkun. Slökkviliðið á höf- uðborgarsvæðinu lagði í gærkvöld til dælubíl af Reykjavíkurflugvelli sem getur flutt mikið vatnsmagn og vinnur Reykjavíkurliðið undir stjórn slökkviliðsstjórans í Borgarnesi. Talið er að hinir gríðarlegu brunar á Mýr- um muni hafa áhrif á gróður og fuglalíf á svæðinu, að mati Náttúrufræðistofnunar Ís- lands, þó mest áhrif á smádýralífið. Eldurinn drepur smádýr á yfirborðinu og fæðu fuglanna undir því. Náttúrufræðistofnun hefur kortlagt gróður á Mýrum á árunum 1996–1997 og má á gróð- urkorti sjá að landið sem hefur brunnið frá fimmtudagsmorgni er eitt mesta samfellt vot- lendi í byggð á Íslandi. | 10 Morgunblaðið/RAX Séð fram á bruna fram í næstu viku Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Andra Karl MÚSÍKTILRAUNUM, hljómsveitakeppni Tónabæjar og Hins hússins, lauk í gærkvöld fyrir fullu húsi í Loftkastalanum. Alls léku tólf hljómsveitir til úrslita. Í fyrsta sæti varð Vestmannaeyjahljómsveitin The Foreign Monkeys, í öðru sæti varð Ultra Mega Technobandið Stefán og í þriðja sæti We Made God. Sigurhljómsveitin fékk að launum hljóðverstíma og ýmisleg önnur verðlaun. Foreign Monkeys vann Músíktilraunir Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Gamlar upptökur Stuðmanna GAMLAR hljóðupptökur með nokkrum lögum frá fyrstu árum Stuðmanna fundust nýverið. Er ráðgert að gefa þær út á hljómdiski eftir helgina í takmörkuðu upplagi. Kynna á lögin í þætti á Rás 2 í dag. Upptökurnar eru frá árunum 1970 og 1971 og fundust fjórtán af átján lögum. | 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.