Morgunblaðið - 10.04.2006, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 10.04.2006, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 25 MINNINGAR ✝ Þorgils ÞorbjörnÞorgilsson fædd- ist í Ólafsvík 18. júlí 1915. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 31. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Jónsdóttir, f. 4. júlí 1888 á Elliða í Stað- arsveit á Snæfells- nesi, d. 22. febrúar 1977, og Þorgils Þor- gilsson, f. 30. apríl 1887 í Hraunhöfn í Staðarsveit, d. 17. nóvember 1975, sjómaður en síðar bóndi í Innri Bug. Systkini Þorgils eru: Guðlaug, f. 24. apríl 1911, d. 14. apríl 1984; Sólveig, f. 29. októ- ber1912, d. 8. desember 1965; Jó- hann, f. 3. maí 1919; Óskar Haf- berg, f. 25. febrúar 1928. Árið 1949 hóf Þorgils sambúð með Steinunni Jóhannsdóttur, f. 16. júní 1919, d. 26. nóvember 1991. Börn þeirra eru 1) Þorgils, f. 1950, veitingamaður, kvæntur Katrínu Sigurðardóttur. Börn þeirra eru Steinunn Bára, Sigríður Elfa og Þorgils. 2) Jó- hanna, f. 1955, íþróttakennari og fulltrúi, í sambúð með Ólafi Þorgeirs- syni. Börn þeirra eru Þorgeir og Íris. Með barnsmóður sinni, Guðbjörgu Guð- mundsdóttur, átti Þorgils Guðmund, f. 23. júní 1950, kona hans er Lilja Jó- hannsdóttir, börn þeirra eru Guðbjörg, Björn Helgi og Kristjana. Áður átti Steinunn Jóhann Grétar, Hafdísi og Aldísi. Þorgils lærði klæðskeraiðn og rak klæðskeraverkstæði á Lækjar- götu 6 þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Hann kenndi í Iðn- skóla Reykjavíkur í nokkur ár ásamt að vera prófdómari í iðn- inni. Útför Þorgils verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hann faðir minn kvaddi þetta líf 31. mars síðastliðinn, saddur lífdaga eftir níutíu ár. Mig langar að minn- ast hans með nokkrum orðum og stikla á stóru um hans langa lífs- hlaup. Hann fæddist að Strönd í Ólafs- vík árið 1915 en fluttist með for- eldrum sínum að Innri-Bug í Fróð- árhreppi árið 1923 og þar ólst hann upp við almenn sveitastörf og við það atlæti sem þá var algilt í sveit- um landsins, hann hlóð meðal ann- ars steingarða og rétt, sem enn má sjá leifarnar af og réttin var enn notuð eftir að ég fer að muna eftir mér. Á unglingsárum stundaði hann sjóinn frá Ólafsvík og reri frá Grindavík þar til hann hóf nám í klæðskeraiðn árið 1942 og við þá iðn starfaði hann óslitið. Árið 1949 hóf hann sambúð með móður minni Steinunni Jóhanns- dóttur og bjuggu þau alla tíð á Garðavegi 8 í Hafnarfirði. Hann rak klæðskeraverkstæði á Lækjargötu 6 í Reykjavík í rúm fjörutíu ár og var jafnframt prófdómari í iðn sinni í mörg ár ásamt að kenna við Iðn- skólann í nokkra vetur. Árið 1959 smitaðist hann af berklum og var á Vífilsstöðum í tvö ár. Stuttu eftir að hann fór á Vífils- staði greindist ég einnig með smit og var sendur þangað líka. Þar dvaldi ég með honum í eitt ár og var það mjög lærdómsríkt. Þar kynntist ég pabba vel og ugglaust betur en ég hefði ella gert því þar komu í ljós hans einstöku hæfi- leikar til að laga sig að hlutunum og hve æðrulaus hann var. Hann var alla tíð hæglátur og ró- legur maður sem sjaldan skipti skapi. Hann var í stjórn Snæfell- ingafélags Reykjavíkur árum sam- an enda alla tíð mikill Snæfellingur og hugur hans var ætíð heima í Bug og eftir að hann kom á Hrafn- istu í Hafnarfirði fannst honum vænst um að út um gluggann sinn sá hann jökulinn á björtum dögum. Þegar ég var að alast upp var farið vestur á hverju sumri og alltaf hlakkaði ég mikið til þessara ferða því á þessum árum var það meiri- háttar ferðalag og tók yfir átta tíma að keyra til Ólafsvíkur og á leiðinni fræddi pabbi okkur um það sem fyrir augu bar. Hann þekkti til á flestum bæjum á leiðinni og vissi deili á öllum sem þar bjuggu, og þegar við komum vestur yfir Fróð- árheiði þá ljómaði hann af ánægju yfir að vera kominn heim. Og það veit ég að hann gerir núna, er án efa sæll og ánægður með að komast yfir móðuna miklu og sameinast mömmu og öðrum sem honum þótti vænst um. Andlát hans var eins og lífið, hægt og yfirvegað, hann fór í mat í hádeginu og naut þess að fá upp- haldsmatinn sinn saltkjöt og baun- ir, lagði sig síðan eftir matinn og sofnaði. Ég kveð föður minn með söknuði og þakklæti fyrir allt sem hann hef- ur verið mér í gegnum lífið og óska honum velfarnaðar á nýjum slóðum. Þorgils. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín tengdadóttir, Katrín. Það er víst ábyggilegt að leið okkar allra liggur í sömu átt og öll endum við á sama stað. En þrátt fyrir það þá finnur maður mikla sorg þegar einhver nákominn manni kemst á leiðarenda þrátt fyr- ir að leiðin hjá viðkomandi sé búin að vera löng. Afi minn lauk sinni leið nú nýverið og þó það sé kannski ekki sorglegt, enda búinn að lifa löngu og góðu lífi, finnur maður samt til mikillar sorgar. Afi minn var maður sem margir ættu að taka sér til fyrirmyndar, kvart- aði sjaldan þótt oft hafi verið ástæða til. Hann var töffari, það var alveg sama hvaða dagur var og sama hvað til stóð þá klæddi hann sig upp í jakkaföt enda klæðskeri og saumaði fötin sjálfur og betri saumaskap var ekki hægt að finna. Þegar maður kom í heimsókn til afa þá leið ekki á löngu áður en fjörugar umræður um stjórnmál komu upp á yfirborðið. Ég þakkaði nú oft fyrir að vera sömu skoðunar og hann í þeirri deild enda hafði hann mjög sterkar skoðanir á hlut- unum. En fátt var betra en að sitja og ræða við hann, hvort sem var um lífið fyrr og nú eða persónuleg málefni sem maður leitaði í öll horn að svari við. Elsku afi, þeir sem þekktu þig eru betri menn fyrir vikið. Ég mun ávallt varðveita minningarnar um þig í hjartanu, ég vil þakka þér all- ar þær stundir sem við áttum sam- an og allar þær minningar sem þú hefur gefið mér. Minningin talar máli hins liðna, og margt hefur hrunið til grunna … Þeir vita það best, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna. (Davíð Stef.) Elsku afi, ég sakna þín mikið og veit og trúi að leiðir okkar munu liggja saman aftur. Svo mælir þinn sonarsonur Þorgils. Hann afi er farinn og eftir lifir góð og hugljúf minning um besta afa í heimi. Hann afi ólst upp á Innri Bug í Fróðárhreppi og þangað höfum við farið reglulega, tjaldað og veitt í Vaðlinum og munum við halda því áfram og þá munum við hugsa til afa og hans uppvaxtar. Það voru ófáir sunnudagarnir sem við fórum til ömmu og afa í pönnsur, lærissneiðar og sveskju- graut sem afa fannst rosalega gott og plataði hann grautinn ofan í okk- ur með því að keppa um hver fengi flesta steinana. Oft fórum við líka til hans á klæðskeraverkstæðið í Lækjargötunni og horfðum á hann sauma og gott ef við lærðum ekki sitthvað í saumaskap. Minningarnar um hann afa eru margar og þær munu fylgja okkur alla tíð. Elsku afi, þú skilur eftir þig skarð sem enginn mun fylla og þú átt þinn stað vísan í hjarta okkar. Sigríður E. Þorgilsdóttir, Steinunn B. Þorgilsdóttir. ÞORGILS ÞORBJÖRN ÞORGILSSON ✝ Sigvaldi Lofts-son fæddist á Hólmavík 17. októ- ber 1930. Hann lést 3. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Guðbjörg Jónsdóttir, f. 11.júlí 1895, d. 18. sept. 1981, og Loftur Bjarnason, f. 17. júní 1883, d. 8. ágúst 1956. Hálfsystkini hans samfeðra voru: Gísli, Aðalheiður, Björnstjerne og Gestur sem öll eru látin. Alsystk- ini hans eru: Gróa, f. 23. febrúar 1925; Þórdís, f. 8. ágúst 1926; Jón, f. 17. desember 1927; Ingimundur Tryggvi, f. 5. okt. 1932, d. 4. febr- úar 1937; Guðjón, f. 11. október 1934; Karl Elinías, f. 2. mars 1937. Hinn 21. apríl 1957 kvæntist Sigvaldi Sigrúnu Ólafsdóttur, f. 21. ágúst 1936. Foreldrar hennar voru Halldóra Sigurdórsdóttir, f. 17. júlí 1919, d. 26. nóvember 1968, og Ólafur Oddsson, f. 26. ágúst 1915, d. 11. október 1977. Börn þeirra eru: 1) Helga Guð- björg, f. 30. júlí 1950, maki Guð- mundur G. Sigurðsson, f. 15. febr- úar 1959, búsett á Kjalarnesi. Börn þeirra eru þrjú. 2) Linda Hrönn, f. 21. maí 1955, maki Baldur Pétursson, f. 17. febrúar 1955, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru þrjú. 3) Páll Hall- dór, f. 24. mars 1959, maki Unnur Sigurðardóttir, f. 9. október 1955, búsett á Akranesi. Börn þeirra eru tvö. 4) Ægir, f. 26. mars 1963, maki Eygló Rögnvaldsdóttir, f. 3. júlí 1966, búsett í Reykjavík. Hann á eitt barn. 5) Sigurdór, f. 30. apríl 1964, maki Anna Alexandersdótt- ir, f. 1. desember 1970, búsett á Egilsstöðum. Börn þeirra eru tvö. 6) Stella Freyja, f. 27. ágúst 1970, maki James L. Morris, f. 21. des- ember 1977, búsett á Hawaii. Börn þeirra eru þrjú. Langafa- börnin eru tólf. Sigvaldi fluttist til Akraness 1954 og bjó þar til æviloka. Útför Sigvalda verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Með nokkrum orðum vil ég kveðja þig, pabbi minn, en erfitt er að láta orðin koma því hjartað er sárt og þú horfinn á braut og ég verð eins og lítil stúlka sem vill bara fá pabba sinn aftur. Ótal minningar koma upp í hugann og geymi ég þær í hjarta mínu. En, elsku pabbi, mig langar að þakka þér fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig, þakka þér fyrir alla þolinmæði þína og umburðarlyndi, þakka þér fyrir gleðina, þakka þér fyrir kærleikann, en mest af öllu vil ég þó þakka þér fyrir að hafa fengið að vera dóttir þín og þú pabbi minn. Sárt er að kveðja þig og söknuðurinn mikill, en minning þín verður ljós í lífi mínu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Kær kveðja. Þín dóttir Linda Hrönn. Elsku afi minn. Ég sit við tölvuna og langar að segja svo margt. Ég reyni að segja sjálfri mér að þú sért farinn. Mér finnst það ekki raun- verulegt að sjá þig ekki framar. Þar sem ég bý erlendis og hef ekki séð þig lengi, á ég erfitt með að ímynda mér að þú takir ekki á móti mér þegar ég kem heim. Margar minn- ingar streyma um hugann, ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þú varst besti afi sem ég gat hugsað mér og alltaf til staðar þegar ég þurfti á þér að halda. Oft komstu og pass- aðir Viktoríu fyrir okkur, hvort sem það var að morgni eða kvöldi, alltaf varstu tilbúinn. Einhvern veginn var mig farið að gruna að þér fynd- ist skemmtilegra að passa litla hundinn minn Tímon. Var hann í sérstöku uppáhaldi hjá þér. Ég minnist þess þegar þú sast við út- varpið inni í eldhúsi og sönglaðir með gömlu góðu lögunum þínum. Þú hafðir einstaklega gaman af dýr- um. Þegar Palli átti hestana fannst þér ekkert skemmtilegra en að fara upp í hesthús og huga að þeim. Oft- ar en einu sinni varstu búinn að elda í hádeginu því þú vissir að ég kæmi við hjá ykkur og vissir alveg hvað var efst á lista hjá mér. Varstu þá búinn að gera kjötfars með hvít- um jafningi og káli að þínum hætti. Þú ljómaðir þegar ég gekk inn því þú vissir hvað mér fannst þetta gott. Allar minningar sem ég á frá mörgum fjallgönguferðum, rútu- ferðum um landið og sumarbústaða- ferðum með þér og ömmu eru mér ofarlega í huga. Og fallegu stein- arnir sem þú slípaðir og safnaðir í mörg ár. Viktoría var ekki lengi að finna út þegar þú komst í heimsókn að þú varst alltaf með nammi í úlpu- vasanum og laumaðir þú alltaf einu og einu upp í þig. Stundum fann hún nammi á borðinu sem „datt“ úr vasanum hjá þér. Elsku afi minn, ég kveð þig með svo miklum söknuði og þakka þér fyrir öll þau yndislegu ár sem við áttum saman. Ég veit að þú vakir yfir okkur og verndar, veitir ömmu styrk til að takast á við lífið sem fram undan er. Elsku amma mín, þú ert svo ynd- isleg kona og ég á þér svo mikið að þakka. Guð veiti þér styrk í sorg þinni og veistu að afi verður þér alltaf nærri. Ykkar Sigrún Baldursdóttir. Elsku afi minn, ég get ekki lýst því í orðun hve skrítið er að þú sért farinn, ég trúi því varla. Ég sakna þín sárt og get varla hugsað mér að sjá þig aldrei aftur, en minningu þína mun ég geyma í hjarta mér. Ég mun aldrei gleyma öllum góðu stundunum okkar saman og hve gaman var að koma til ykkar á Akranes og fá afakjötsúpuna, hún var best í heimi. Ég man vel eftir því hve ánægð ég var þegar þið amma buðuð mér með til Egilsstaða og hve skemmtileg ferðin var þang- að í Volvoinum ykkar, þegar þú lést mig fá tveggja metra langa spýtu svo kríurnar gogguðu nú ekki í koll- inn á mér. Svo labbaðir þú áfram óhræddur eins og alltaf. Og ég man líka eftir útvarpinu þínu sem var nú oftast í botni þegar ég kom til ykkar svo þú misstir nú ekki af fréttunum. Allar minningarnar sem ég á um þig og eru heilmargar mun ég varð- veita. Þú varst svo laginn við allt sem þú gerðir og ég lít svo sannarlega upp til þín. Ég veit þú ert stoltur af mér, afi minn. Ég mun alltaf segja Viktori sögur um þig og minna hann á gleraugun hans afa því þau voru nú í miklu uppáhaldi hjá hon- um eins og þú varst. Ég veit að þú vakir yfir ömmu minni og veitir henni þann styrk sem þú hafðir innra með þér til að takast á við hið ókomna. Elsku besta amma mín, ég votta þér mína dýpstu samúð á þessari stundu. Megi guð vera með þér. Elsku besti afi minn, ég elska þig. Blessuð sé minning þín. Megir þú hvíla í friði. Ykkar Heiðrún Baldursdóttir. Elsku afi minn, ég vil þakka þér allar þær góðu stundir sem við átt- um saman og öll ferðalögin með þér og ömmu út um allar trissur sem var sko mikið fjör. Mín besta minn- ing er hve samrýnd þú og amma voruð í einu og öllu sem þið gerðuð. Mér fannst alltaf gaman að koma til þín og fá besta matinn í heiminum sem þú eldaðir. Þú ert besti afi sem hægt er að hugsa sér og ég er þakk- lát fyrir að hafa verið partur af þínu lífi. Elsku afi minn, þú lifir í minn- ingum okkar allra. Elsku amma mín, guð veri með þér á þessari sorgarstundu og veiti þér styrk í framtíðinni. Þökk fyrir þennan vetur, þökk fyrir brosið þitt. Þú hefur sól og sumar, sent inn í hjartað mitt. Ykkar Anna Vallý Baldursdóttir. SIGVALDI LOFTSSON  Fleiri minningargreinar um þor- gils Þorbjörn Þorgilsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Hrafn V. Friðriksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.