Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 100. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
helmingi
léttari!
Allir verða
blúsaðir
Deitra Farr telur fólk þurfa á
huggun að halda | 53
Afturhvarf
til fortíðar
Nostalgía er 68. platan sem
Rúnar Júlíusson kemur að | 54
Skallagrímur lagði Njarðvík FH
mætir færeysku meisturunum Birki
Bjarnasyni hrósað fyrir góðan leik
LÍFEYRISSJÓÐUR norska ríkisins, sem yfirleitt er
nefndur Norski olíusjóðurinn, tók 287 milljónir evra
skortstöðu gegn skuldabréfum KB banka og Lands-
bankans, samkvæmt frétt sem birtist í breska
blaðinu Financial News í gær en yfirskrift fréttarinn-
ar er: „Noregur veðjar á óróa íslenska hagkerfisins“.
Í fréttinni segir að þetta sjáist greinilega í árs-
skýrslu Norges Bank, sem hefur umsjón með sjóðn-
um og birtir yfirlit yfir skuldabréfaeignir sínar í árs-
skýrslunni. Yfirlitið sýni að um áramótin hafi
skuldabréfaeign í skuldabréfum KB banka verið nei-
kvæð um 221 milljón evra og neikvæð um 66 milljónir
evra í Landsbankanum. Í ársskýrslunni sjáist því að
Norges Bank seldi skuldabréf sín í bönkunum á síð-
asta ári.
Með því að taka skortstöðu gegn skuldabréfum
veðjar fjárfestir á að verð þeirra lækki. Fjárfestirinn
selur því bréfin en kaupir svo aftur þegar verðið hef-
ur fallið og mismunurinn er þá hagnaður.
Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýr-
ingar KB banka, segir að stjórnendum KB banka
hafi verið kunnugt um stöðu Norges Bank. Hann
segir að þegar svo stór skuldabréfaeign skipti um
hendur þá hafi það áhrif á verð skuldabréfanna til
lækkunar. Það sé óneitanlega óheppilegt þegar einn
stór aðili á markaði reyni að hafa áhrif á verðmyndun.
Þarna liggi aðeins spákaupmennska að baki.
Í frétt Financial News segir að áhættuálag á
skuldabréfum íslensku bankanna hafi farið hækkandi
síðustu sex mánuði, sem bendi til þess að töluverð við-
skipti hafi átt sér stað með þessar tryggingar löngu
áður en Fitch Ratings breytti horfum íslenska rík-
isins úr stöðugum í neikvæðar í febrúar síðastliðnum.
„Það virðist því líklegt að margir fjárfestar og sjóð-
ir hafi tekið svipaða stöðu og Norges Bank og inn-
leyst mikinn hagnað,“ segir í fréttinni.
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbank-
ans, segir að miðað við þau langtímasjónarmið sem
liggi að baki hjá Norska olíusjóðnum, sé þessi hegðun
mjög óvenjuleg.
„Óvenjuleg hegðun“
„Ég hef alltaf skilið þennan sjóð þannig að hann
eigi að vera varasjóður og langtímalífeyrissjóður fyr-
ir Noreg og það sem maður hefur séð hvað viðskipta-
legar ákvarðanir sjóðsins varðar þá finnst mér það
ekki líkjast viðskiptalegri hegðun hefðbundins lífeyr-
issjóðs, heldur miklu frekar er eins og að hluti af
sjóðnum sé rekinn eins og einhvers konar vogunar-
sjóður. Það kemur á óvart, forráðamenn sjóðsins hafa
ekki vaxið í áliti hjá mér við að sjá þessa hegðun.“
Norski olíusjóðurinn tók
skortstöðu gegn bönkunum
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur og
Kristján Torfa Einarsson
EMBÆTTISMENN í Buckingham-höll
hafa birt áttatíu staðreyndir um ævi El-
ísabetar Bretadrottningar í tilefni af átt-
ræðisafmæli hennar 21. þessa mánaðar.
Drottningin hefur meðal annars gefið
23 skipum nafn við sjósetningarathafnir
og málverkin af henni eru orðin alls 139.
Á meðal gjafa sem drottningin hefur
fengið eru bifurskinn, snigilshús, ananas,
egg og sjö kíló af rækjum. Samkvæmt
fornum lögum á drottningin allar styrjur
og hvali í landhelgi Bretlands.
Drottningin hefur fengið um þrjár millj-
ónir bréfa. Hún hefur sent um 100.000
skeyti til tíræðra þegna og 280.000 skeyti
til hjóna sem halda demantsbrúðkaup.
Hún sendi fyrsta tölvupóst sinn frá breskri
herstöð árið 1976.
Fékk þrjár
milljónir bréfaSÍÐUSTU kjörtölur og kosn-
ingaspár seint í gærkvöldi bentu
til þess að mjög mjótt væri á
munum milli stóru bandalaganna
tveggja í þingkosningunum á
Ítalíu.
Útlit var fyrir að bandalag
vinstri- og miðjumanna, undir
forystu Romanos Prodis, fengi
nauman meirihluta í öldunga-
deild þingsins. Mikil óvissa var
enn um úrslit kosninganna til
fulltrúadeildarinnar.
Samkvæmt síðustu kjörtölum
seint í gærkvöldi fékk bandalag
vinstri- og miðjumanna 155 sæti
í öldungadeildinni en bandalag
hægrimanna, undir forystu Silv-
ios Berlusconis forsætisráðherra,
154 sæti. Úrslitin voru þó enn
óljós þar sem eftir var að úthluta
sex þingsætum sem ætluð eru
fulltrúum um þriggja milljóna
Ítala sem búa erlendis.
Samkvæmt einni kosninga-
spánna var fylgi bandalaganna
hnífjafnt í kosningunum til full-
trúadeildarinnar. Ein sjónvarps-
stöðvanna spáði þó bandalagi
Prodis mjög naumum sigri í
deildinni.
Þarf meirihluta í
báðum deildum
Fyrr í gær bentu kosningaspár
til þess að bandalag Prodis fengi
nauman meirihluta í báðum þing-
deildum. Stuðningsmenn banda-
lagsins voru jafnvel byrjaðir að
fagna sigri, en Prodi frestaði
fréttamannafundi eftir að kosn-
ingaspárnar breyttust.
Öldungadeildin og fulltrúa-
deildin hafa jafnmikil völd og
samsteypustjórn hægri- og
vinstriflokka en ólíklegt þykir að
það gerist vegna djúpstæðs
ágreinings þeirra.
Kjörsóknin var um það bil
84%, að sögn ítalska innanrík-
isráðuneytisins.
nýrra kosninga. Ef hvorugt
bandalaganna fær meirihluta í
báðum deildum getur forsetinn
reynt að mynda ríkisstjórn
tæknikrata sem yrði við völd uns
kosið yrði að nýju. Hann gæti
einnig reynt að beita sér fyrir
ekki er hægt að mynda starf-
hæfa ríkisstjórn nema hún hafi
meirihluta í báðum deildunum.
Leiðtogar vinstri- og hægriflokk-
anna hafa sagt að fái hvorugt
bandalagið meirihluta í báðum
þingdeildum eigi að boða til
Afar mjótt á munum
milli fylkinganna
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
Reuters
Stuðningsmenn Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, fagna kosningaspá ítalskrar sjónvarpsstöðvar í
höfuðstöðvum flokks Berlusconis, Forza Italia, í Róm í gærkvöldi þegar útlit var fyrir að bandalag hans héldi
velli. Fyrr um daginn hafði bandalagi vinstrimanna verið spáð sigri í þingkosningunum á Ítalíu. „Ég tel að
þetta séu stórkostleg úrslit, miðað við fréttirnar fyrr um daginn,“ sagði einn stuðningsmanna Forza Italia, 24
ára gamall námsmaður. „Þetta er síðasta afrek Berlusconis. Hann er eini sigurvegari þessara kosninga.“
Stuðningsmenn Berlusconis fagna Washington. AP. | George W. Bush Banda-ríkjaforseti sagði í gær að ekki væri víst að
beita þyrfti hervaldi til að koma í veg fyrir
að Íranar eignuðust kjarnavopn.
Forsetinn gerði lítið úr fréttum um að
stjórn hans væri að undirbúa árásir á Íran,
hugsanlega með lítilli kjarnorkusprengju,
og lýsti þeim sem „fjarstæðukenndri til-
gátu“.
Scott McClellan, talsmaður forsetans,
sagði þó að Bush hefði ekki útilokað þann
möguleika að beitt yrði hervaldi ef Íranar
neituðu að hætta auðgun úrans sem Banda-
ríkjastjórn telur að Íranar ætli að nota í
kjarnavopn.
Fréttum af
árás hafnað
♦♦♦
Íþróttir í dag