Morgunblaðið - 11.04.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.04.2006, Qupperneq 2
LÉST Í SNJÓFLÓÐI Ungur maður lést eftir að hann lenti í snjóflóði í Hoffellsdal í gær. Björgunarsveitarmenn fundu mann- inn á níunda tímanum. Endurlífg- unartilraunir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á leið á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup- stað. Veðjað á íslenskan óróa Norski olíusjóðurinn er talinn hafa tekið stöðu gegn skuldabréfum KB banka og Landsbanka, sam- kvæmt frétt úr breska blaðinu Fin- ancial News í gær. Yfirskrift hennar er: „Noregur veðjar á óróa íslenska hagkerfisins“ og segir hún að þetta sjáist vel í ársskýrslu Norges bank. Boða annað setuverkfall Sérhæft starfsfólk og félagsliðar nokkurra öldrunarheimila boða viku langt setuverkfall og uppsagnir fyrir mánaðamótin ef ekki þokar í samn- ingsátt í kjarabaráttu þeirra. Þetta var niðurstaðan á vel sóttum bar- áttufundi í gær. Chirac hafnar atvinnulögum Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, tilkynnti í gær að hann myndi afturkalla umdeilda atvinnulöggjöf, sem ætlað var að auðvelda fyrir- tækjum að reka starfsmenn undir 26 ára aldri. Ákvörðunin þykir sigur fyrir námsmenn og verkalýðsfélög sem hafa staðið fyrir fjölmennum mótmælum gegn lögunum á síðustu tveimur mánuðum. Ferðabann á Lúkasjenkó Evrópusambandið hefur sett ferðabann á 31 háttsettan embættis- mann frá Hvíta-Rússlandi, þ.á m. Alexander Lúkasjenkó, forseta landsins, vegna umdeildra forseta- kosninga í landinu 19. mars. Y f i r l i t 2 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Virðing Réttlæti Aðalfundur VR verður haldinn á Nordica hótel mánudaginn 24. apríl nk. og hefst kl. 19:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Laga- og reglugerðabreytingar • Nýtt nafn • Stofnun Varasjóðs • Sameining við Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Fréttaskýring 8 Bréf 37 Viðskipti 14/18 Minningar 38/45 Úr verinu 14 Dagbók 48/51 Erlent 20/21 Víkverji 48 Akureyri 23 Velvakandi 49 Suðurnes 24 Staður og stund 50 Austurland 24 Leikhús 52 Landið 25 Bíó 54/57 Daglegt líf 26/27 Ljósvakamiðlar 58 Umræðan 28/37 Veður 59 Forystugrein 30 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %        &         '() * +,,,                       STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra fagnar áhuga Sjóvár á einkarekstri umferðarmannvirkja, en Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, lýsti nýlega yfir áhuga, m.a. á breikkun Suðurlandsvegar um Hellisheiði. „Ég er mjög ánægður með að það skuli vera vaxandi áhugi fjárfesta og fyrirtækja fyrir því að standa að einkaframkvæmdum í samgöngu- mannvirkjunum,“ segir Sturla, sem kveður augljóst að hin vel heppnaða framkvæmd í Hvalfjarðargöngunum veki athygli og sýni að hér sé um að ræða fyrirkomulag sem virðist reyn- ast vel. „Það er hins vegar ljóst að ýmsir hafa jafnframt sýnt þessu áhuga, t.d. norðanmenn sem hafa hug á að taka þátt í vegagerð á Kjal- vegi og sömuleiðis Vaðlaheiðargöng- um. Þetta vekur upp margar spurn- ingar og ég hef ekki svarað þessu erindi þeirra á annan hátt en þann að ég átti ágætis fund með forstjóra Sjóvár-Almennra þar sem hann kynnti þennan áhuga.“ Betra að um sé að ræða ákveðinn hluta vegakerfisins Í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Þór Sigfússon það t.d. mögu- legt að fyrirtækið legði veginn, ætti hann og ræki, en flytti hann mögu- lega aftur til ríkisins að ákveðnum tíma liðnum. Á meðan fengi fyrir- tækið t.d. greitt veggjald frá ríkinu fyrir hverja bifreið sem ekur veginn. Sturla segir breikkun Suðurlands- vegar nokkuð flókið verkefni. „Í einkaverkefni er betra að það sé einn hluti vegakerfisins, s.s. brú, jarðgöng eða einn vegur, sem er í framkvæmd,“ segir Sturla. „Það þarf að skoða allt saman og líta til þess hvaða kostir eru vænlegastir í þessu. Almennt er ég fylgjandi einkaframkvæmd, en við erum að endurskoða samgönguáætlunina núna. Ég geri ráð fyrir því að þar verði gert ráð fyrir framkvæmdum við endurbætur á Suðurlandsvegin- um, en við eigum alveg eftir að meta það í hvaða áföngum það verði gert. Það skýrist þegar líður á árið og þessi áhugi Sjóvár-Almennra verður tekinn til skoðunar.“ Spurður um aðkomu einkaaðila að Sundabraut segir Sturla vissulega hafa verið rætt um það. „Það er miklu einfaldara verkefni sem einka- framkvæmd,“ segir Sturla. „Þar er um að ræða heildstætt verk. En við höfum gert ráð fyrir því að leggja fjármuni í fyrsta áfangann, en næsti áfangi gæti orðið einkaframkvæmd. Þetta verður allt skoðað við endur- skoðun samgönguáætlunar.“ Fagnar áhuga á einka- rekstri í samgöngum Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Samgöngu- ráðherra segir þetta vera fyrir- komulag sem virð- ist reynast vel DÓMARAR í máli ríkissaksóknara gegn stjórnanda skemmtibátsins Hörpu, sem steytti á Skarfaskeri 10. september í fyrra með þeim afleið- ingum að tveir fórust, munu sigla um Viðeyjarsund og nálæga staði til að gera sér nánar grein fyrir stað- háttum á vettvangi. Farið verður í vettvangssiglinguna í aðdraganda aðalmeðferðar málsins sem hefst 5. maí. Þetta var ákveðið í milliþing- haldi í málinu í gær. Sigld verður leiðin sem talið er að hafi verið farin áður en báturinn steytti á Skarfa- skeri. Upptaka af símtali við Neyðarlínuna lögð fram Í þinghaldinu í gær lauk gagna- öflun í málinu þar sem ákæruvaldið lagði fram skýrslu sem tekin var af einum farþega bátsins sem komst lífs af. Einnig var lögð fram upptaka af símtali við Neyðarlínuna. Þessi gögn hafði verjandi ákærða ekki fengið við síðasta þinghald. Verjandi óskaði þá eftir því við saksóknara að hann aflaði vottorðs frá Landspít- alanum um höfuðáverka sem ákærði hlaut í slysinu og krafðist þess að auki að skýrsla réttarmeinafræðings yrði þýdd á íslensku. Dómur í málinu er fjölskipaður og er dómsformaður Jónas Jóhannsson héraðsdómari. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari og Vilbergur Magni Óskarsson, sviðsstjóri á skipasviði Fjöltækniskóla Íslands, sitja einnig í dómi. Vettvangssiglingin verður far- in á tímabilinu 24. til 28. apríl og verður þá skemmtibáturinn sjálfur skoðaður af dómendum. Dómarar fara í vettvangssiglingu LÖGREGLAN á Snæfellsnesi hafði í nógu að snúast í gær. Um morg- uninn barst tilkynning um tvo menn á fjórhjólum sem voru á ferð utan vegar í þjóðgarði Snæfellsness. Þegar lögreglan kom á staðinn voru ökumennirnir komnir út úr þjóðgarðinum en voru enn utan vegar. Náðist annar þeirra fljótlega og telst málið upplýst. Að sögn lög- reglumanns mega ökumennirnir búast við sektum, enda akstur á fjórhjólum því sem næst bannaður alls staðar nema á eignajörðum við- komandi ökumanns eða á sér- stökum akstursbrautum. Seinna um daginn varð þriggja bíla árekstur á gatnamótun Útnes- vegar og Háarifs. Að sögn lögregl- unnar voru tildrög slyssins þau að bifreið var að beygja út af Útnes- vegi þegar önnur bifreið keyrði aft- an á hana og svo sú þriðja inn í þvöguna. Einn ökumanna og far- þegi í sama bíl voru fluttir á heilsu- gæslustöðina í Ólafsvík með lítils háttar meiðsli. Að sögn lögreglu- manns eru bílarnir mikið skemmdir ef ekki ónýtir. Tekinn fyrir akstur utan vegar í þjóðgarði Snæfellsness ÞEIR voru léttir á fæti leikfélagarnir sem stukku á milli steina á Læknum í Hafnarfirði í gær en margir hafa gaman af því að leika sér við lækinn. Andfuglarnir fylgdust forvitnir með og bjuggust kannski við að félögunum skrikaði fót- ur, enda steinarnir hálir af bleytunni. Á morgun og á skírdag er spáð éljum norðan til en léttskýjuðu veðri syðra. Hiti verður frá frostmarki að fimm stigum sunnanlands að degi til en annars vægt frost. Á föstudaginn langa má svo búast við hlýnandi veðri og fagna því eflaust margir enda sumarið á næsta leiti. Leikur á Læknum í Hafnarfirði Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.