Morgunblaðið - 11.04.2006, Page 18

Morgunblaðið - 11.04.2006, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Á UNDANFÖRNUM mánuðum hefur verð á ýmsum mikilvægum fiskafurðum verið að hækka. Hækk- anir, sem miðast við meðalverð frá 1. ársfjórðungi 2005 til meðalverðs á 1. ársfjórðungi í ár. Sjófrystur þorskur til Bretlands hækkaði um 14% og ýsa um 21%; grálúða til Jap- an hækkaði um 11%; ferskir þorsk- hnakkar til meginlands Evrópu hækkuðu um tæpl. 9% og fersk karfaflök seld í evrum hækkuðu um 24%. Loks er að nefna, að fryst karfaflök í 1 kg pokum hækkuðu í evrum um 40% og ufsabitar um18%. Þetta kom fram í ræðu Árna Vil- hjálmssonar, stjórnarformanns HB Granda, á aðalfundi félagsins síðast- liðinn föstudag, en eigin markaðs- starfsemi HB Granda hefur verið aukin verulega að undanförnu. „Vissulega er þarna að uppistöðu um það að ræða, að markaðsverð á fiski hefur almennt hækkað, en menn okkar telja, að framsækni okkar hafi skilað sínu og hafa um það órækan vitnisburð. Og hafa ber í huga, að árangur í markaðsstarfi verður ekki eingöngu mældur í verðmun til skamms tíma, heldur fyrst og fremst í möguleikum fyr- irtækisins til að laga sig að þörfum og kröfum þeirra kaupenda, sem við viljum sinna. Þeir möguleikar ráða svo aftur því, að hvaða marki okkur tekst að auka verðmæti afurða okk- ar til langs tíma,“ sagði Árni. Frysting karfa og grálúðu í Engey RE Hann minntist síðan á nokkrar aðgerðir, sem þegar hefur verið efnt til eða hafa verið til íhugunar varð- andi skipakostinn og landvinnsluna og sagði; „Í Engey RE-1 var fyrir skömmu komið fyrir búnaði, sem gerir kleift að vinna karfa og grá- lúðu fyrir Asíumarkað. Fyrir var í skipinu það sem til þurfti af lárétt- um frystitækjum og af plássi fyrir annan búnað á neðra vinnsludekki. Með þessum tækjakosti eykst not- hæfni skipsins. Við viss verkefni getur það komið í stað hinna frysti- togara félagsins eða komið þeim til hjálpar. Í vinnslusalnum hér niðri í Norð- urgarði hefur verið unnið að því að prófa og betrumbæta vél frá Marel, sem gerð er til þess að fjarlægja bein úr fiskflaki, án þess skera þurfi úr flakinu. Enn er ekki sýnt, hvort viðunandi árangur muni nást, en ef ýtrustu óskir mundu rætast, yrði gagnger breyting á samkeppnisað- stöðu okkar gagnvart þeim, sem eingöngu notast við handavinnu við fiskverkun. Aukin frystigeta á loðnu Undanfarna mánuði hefur verið unnið að hönnun viðbótar við þann hluta uppsjávarfiskvinnslunnar á Vopnafirði, sem lýtur að frystingu og pökkun á loðnu. Um er að ræða verulega aukningu á frystigetu og róttæka breytingu á pökkun og allri vörumeðferð til aukins sparnaðar. Þess er vænst að unnt verði að taka hina nýju aðstöðu í notkun við upp- haf næstu vetrarvertíðar loðnu. Þá er jafnframt leitað hugmynda um framleiðslu tengda uppsjávarfiski, sem gæti orðið til að lengja til muna þann tíma árs, þegar næg verkefni væru á Vopnafirði við uppsjávar- fisk,“ sagði Árni Vilhjálmsson. Verulegar hækkanir á verði fiskafurða ÚR VERINU Í róðri með dragnótar- bátnum Steinunni SH Úr Verinu á morgun DAVÍÐ Oddsson seðlabankastjóri segir í viðtali við fréttastofu Bloom- berg í gær að hagspárlíkön Seðla- bankans sýni að til að halda verð- bólgu í skefjum þurfi að hækka stýrivexti enn frekar, jafnvel í 16%. „Ef önnur merki [í hagkerfinu] eru jákvæð, þá þurfum við ekki að fylgja þessum líkönum, en ef þau eru það ekki þá gætum við þurft að fara alla leið,“ segir Davíð við Bloomberg. Í greininni segir að Davíð berjist hart gegn aukinni verðbólgu og veik- ingu krónunnar þar sem fjárfestar hörfi nú frá íslenska markaðnum sem hafi staðið sig hvað best í Vest- ur-Evrópu síðustu fjögur árin. Haft er eftir Richard Fox, aðstoð- arforstjóra hjá Fitch Ratings í Lond- on, að sögusagnir um þær fjárhæðir sem spákaupmenn hafi undanfarið flutt úr landi segi sumum greinend- um að landið sé stærsti vogunarsjóð- urinn fyrir áhættufé. Davíð segir þó í greininni að erlendir greinendur skilji ekki íslenskt efnahagslíf. „Við trúum á frjálsan markað, við viljum vera opið samfélag og þá ættum við að vera opin fyrir spákaup- mennsku,“ er haft eftir Davíð. „Ef hagkerfi okkar er að gera hlutina rétt, þá ætti spá- kaupmennska á endanum ekki að vera hættuleg fyrir okkur.“ Segir í grein- inni að Davíð lýsi gjörðum spá- kaupmanna sem hjálplegum til lengri tíma litið. Þá segir að Davíð standi við þá ákvörð- un að opna íslenska hagkerfið og segir það hafa gefið þjóðinni kraft og frelsið hafi hvatt fólk áfram. „Kannski gerðum við það aðeins of snöggt. En á endanum var það hið eina rétta.“ Eins og kýrnar á vorin Í greininni segir að Davíð beri ánægju íslenskra athafnamanna og alþjóðlegra fjárfesta, þegar hagkerf- ið var opnað, saman við viðbrögð ís- lenskra kúa þegar þeim er hleypt út úr fjósunum á vorin eftir átta mán- aða innilokun. „Kýrnar, sem eru ró- legar allt árið um kring, verða brjál- aðar, jafnvel þær eldri,“ er haft eftir Davíð. „Á einhvern hátt höguðu ís- lensku athafnamennirnir sér eins, þegar við opnuðum fjósið.“ Stýrivextir fari í 16% ef með þarf Davíð Oddsson Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is SAMSKIP hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á 50% hlut í færeysku flutningsmiðluninni Safari Trans- port. Kaupverðið fæst ekki gefið upp. Haft er eftir Ás- birni Gíslasyni, forstjóra Samskipa, í tilkynningu frá fé- laginu, að Safari Transport sé leiðandi flutningsmiðlun með sex starfsmenn. Viðskiptin séu liður í því að styrkja enn frekar markaðsstöðu Samskipa í Færeyjum og efla þjónustuna þar almennt. Samskip hófu siglingar að nýju til og frá Færeyjum fyrir um tveimur árum. Segir í tilkynningunni að mikill uppgangur hafi einkennt starfsemina og að stjórnendur Samskipa stefni að því að ná sömu markaðshlutdeild í Færeyjum og á Íslandi. Samskip hafa viðkomu í Færeyjum tvisvar í viku, í Þórshöfn og Klakksvík, á siglingaleiðinni milli Íslands, Bretlandseyja og meginlands Evrópu. Starfsmenn Sam- skipa í Færeyjum voru níu talsins en verða eftir þessi fyr- irhuguðu kaup á Safari Transport orðnir 15. Samskip kaupa helming í færeysku flutningafélagi Handsal Knut Lützen, eigandi og forstjóri Safari Transport, og Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, við undirritun viljayfirlýsingarinnar. SAMKVÆMT flöggun inn í Kaup- höllina hefur VÍS selt mestan sinn hluta í Vinnslustöðinni. Lætur nærri að söluverð sé um 770 milljónir króna. Fyrir viðskiptin átti félagið 12,44% hlut í útgerðarfyrirtækinu en á nú aðeins 1%. Kaupendur eru að stærstum hluta forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar. Félag á vegum framkvæmdastjórans, Sigurgeirs B. Kristgeirssonar, Öxnafell, keypti fyrir um 400 milljónir króna, og Nöf, félag á vegum Sigurjóns Óskarsson- ar, stjórnarmanns í Vinnslustöðinni, keypti fyrir um 200 milljónir króna. Selt í Vinnslu- stöðinni ÚTLÁN Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á fyrsta fjórðungi þessa árs námu samtals 10,1 milljarði króna. Það er um 40% lægri fjárhæð en á sama tímabili í fyrra og einnig árið þar áð- ur, en heildarútlánin á fyrsta fjórð- ungi síðasta árs námu 17,1 milljarði og 16,9 milljörðum á fyrsta fjórðungi ársins 2004. Heildarútlán ÍLS í marsmánuði í ár námu 4,5 milljörðum króna, sem er um 48% aukning frá útlánum febrúarmánaðar. Af þeirri fjárhæð voru rúmlega 3,5 milljarðar almenn lán en tæplega einn milljarður lán til leiguíbúða. Lægri útlán ÍLS milli ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.