Morgunblaðið - 11.04.2006, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
PÁLL Magnússon útvarpsstjóri
veitir lesendum ófagra sýn inn í sinn
hugarheim í grein í Morg-
unblaðinu á laugardag þar
sem hann fullyrðir að
stjórnendur fréttamiðla í
eigu 365 vinni samræmt að
því að afflytja frumvarp
um Ríkisútvarpið hf., af
því að þeir telji hags-
munum eiganda síns
ógnað! Lesendur hljóta að
spyrja hvort skoða eigi
störf Páls Magnússonar
fyrr og nú í þessu ljósi? Á
samkvæmt hugmynda-
fræði útvarpsstjóra
eingöngu að meta frétta-
flutning RÚV um fjölmiðla út frá því
hvernig málin snúi að hagsmunum hans
sjálfs persónulega og hinu væntanlega
afþreyingarfyrirtæki á sam-
keppnismarkaði, RÚV hf.?
Þessi umræða um fréttaflutning
snýst um trúverðugleika fjölmiðla. Að
sjálfsögðu er ekkert athugavert við það
að fyrirtæki mótmæli
ójafnri samkeppni við rík-
isstyrktan aðila og engin
tíðindi að það hafi m.a.
áhrif á hagsmuni eigenda
fyrirtækjanna. Fyrst og
fremst snýst slík umræða
þó um meginreglur á mark-
aði. Frumvarpið um RÚV
hf. er hrákasmíð að þessu
leyti.
Það sem útvarpsstjóri er
efnislega að kveinka sér
undan eru forystugreinar
Þorsteins Pálssonar, rit-
stjóra Fréttablaðsins, sem
hefur í raun sett fram þá einu kröfu að
sömu meginreglur gildi um rekstur
Ríkisútvarpsins og annarra stofnana
sem kostaðar eru af almannafé. Í for-
ystugrein 31.
isrekstur á sa
sem gengið e
vallarreglur u
virðist vera í
isrekstur Rau
unum en nútí
á allt annað s
gert, hvort h
unnar eða sa
er því ekki m
Málefnafátækt!
Eftir Ara Edwald ’Innlegg herra og ú
þeim óme
lenskrar „
gera málf
tryggilega
svara rök
Ari Edwald
Ég vil ekki útiloka að við getum þróað okkarvarnarmál með Evrópu og Evrópusam-bandinu í framtíðinni. Þar liggja vissulegaýmsir möguleikar en eins og staðan er í
dag er ekki um það að ræða. Eini möguleikinn er að
gera það með Atlantshafsbandalaginu og í gegnum
tvíhliða samning okkar við Bandaríkin,“ sagði Hall-
dór Ásgrímsson, forsætisráðherra, m.a. á fundi um
framtíðarstefnu Íslendinga í öryggis- og varnarmál-
um sem haldinn var í hátíðarsal Háskóla Íslands í
gær.
Halldór dró ekki dul á að hann hefði orðið fyrir von-
brigðum með Bandaríkjamenn, sérstaklega hvernig
þeir tilkynntu íslenskum yfirvöldum um þá ákvörðun
að kalla herlið sitt burtu frá landinu, en áréttaði að
varnarsamningurinn við Bandaríkjamenn sé enn í
gildi og að enn eigi eftir að fá skýr svör um það með
hvaða hætti þeir ætli að virða samning-
inn og sinna fullnægjandi loftvörnum.
„Ég er þeirrar skoðunar, hvort sem
okkur líkar betur eða verr, að samskipti
landanna eiga aldrei eftir að verða jafn
náin og áður var vegna þess með hvaða
hætti þetta gerist. Það hefur skapast
vantraust á milli okkar og Bandaríkja-
manna þrátt fyrir þær yfirlýsingar sem
þeir hafa gefið um að þeir vilji virða og
uppfylla varnarskuldbindingar gagnvart
Íslandi eins og varnarsamningurinn
kveður á um.“
Ráðherrann bætti einnig við að ef ekki
væri möguleiki á að þróa varnarmálin í
samstarfi við Bandaríkin væri ekki um
annað að ræða en að þróa þau í gegnum
Atlantshafsbandalagið með öðrum ríkj-
um Evrópu. „Við skulum hafa það í huga
að lofthelgi Íslands er hluti af lofthelgi Atlant
bandalagsins og það er samþykkt stefna bandala
að líta á varðveislu lofthelginnar sem málefn
varði bandalagið í heild.“
Skýr stefna Íslendinga
Halldór blés á alla gagnrýni þess efnis að v
hafi stefnu af hálfu Íslendinga í varnarmálunu
sagði hana algjörlega skýra. „Stefna okkar
sama og Atlantshafsbandalagsins. Við höfum
þátt í umræðum um þessi mál á vegum bandala
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir samski
Skapast hefur vantr
okkar og Bandarí
Fjölmenni var í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær þegar Halldór Ásgrímsson fjallaði um öryggis- og varn
Í erindi um framtíðarstefnu Íslend-
inga í öryggis- og varnarmálum sagði
forsætisráðherra ljóst að nú þyrfti að
axla þá ábyrgð sem fylgir því að
byggja upp varnir og öryggi þjóð-
arinnar. Andri Karl hlýddi á erindið.
Hall
sæti
MÁ EKKI MENNTA FLEIRI
HJÚKRUNARFRÆÐINGA?
Vegir stjórnvalda eru stundumórannsakanlegir. Á Landspít-
ala – háskólasjúkrahúsi er fólki
haldið sofandi í öndunarvélum
lengur en þörf krefur vegna skorts
á hjúkrunarfræðingum.
Í Morgunblaðinu í gær kemur
fram, að sl. haust hafi háskólaráð
samþykkt að takmarka fjölda nem-
enda í hjúkrunarfræðideild við 80
en að meðaltali hafi um 160 nem-
endur sótt um inngöngu árlega
undanfarinn áratug.
Hvers konar vitleysa er þetta?
Eru engar áætlanir gerðar um
fjölda þeirra hjúkrunarfræðinga,
sem heilbrigðiskerfið þarf á að
halda og er ekkert samhengi á milli
slíkra áætlana og þeirra ákvarð-
ana, sem teknar eru í Háskóla Ís-
lands og af fjárveitingarvaldinu?
Það er auðvitað ljóst að margir
hjúkrunarfræðingar hafa horfið
frá þeim störfum m.a. vegna launa-
kjara til allt annarra starfa. En
þann fjölda má líka áætla á grund-
velli fenginnar reynslu.
Heilbrigðisráðuneytið á auðvitað
að hafa yfirsýn yfir mál af þessu
tagi. Hefur ráðuneytið ekki slíka
yfirsýn eða hefur það ekkert gert
til þess að ráða bót á yfirvofandi
skorti á hjúkrunarfræðingum und-
anfarin ár?
Kerfi, sem vinnur svona virkar
ekki.
HÓTEL VIÐ LANGJÖKUL?
Í Morgunblaðinu í gær birtistfrétt þess efnis, að hugmynd-ir væru um að byggja hótel
við Skálpanes, sem stendur í 830
metra hæð yfir sjávarmáli sunnan
Langjökuls. Fram kemur að þess-
ari hugmynd hafi verið tekið vel
af sveitarstjórn Bláskógabyggðar
og samvinnunefnd miðhálendis,
sem gert hefur breytingar á
svæðisskipulagi, sem sagt er að
verði vonandi auglýst í næsta
mánuði.
Í fréttinni segir, að með tilkomu
hótels á svæðinu geti fyrirtækið
boðið upp á fjölbreyttari ferðir
um svæðið með gistimöguleikum.
Hótelið á að vera með 20 her-
bergjum og allri helztu þjónustu,
sem finna má á hefðbundnum hót-
elum.
Þá kemur fram, að enn eigi eft-
ir að afmarka lóð undir hótelið og
svo þurfi að meta hvort fram-
kvæmdin þurfi að fara í umhverf-
ismat (!).
Þá er haft eftir Óskari Bergs-
syni, formanni samvinnunefndar
miðhálendisins, að framtíðar upp-
bygging ferðaþjónustu á hálend-
inu hefjist með hótelbyggingu í
Skálpanesi, „sem sé stærsta og
metnaðarfyllsta framkvæmd í
ferðaþjónustu, sem ráðizt hafi
verið í á hálendi Íslands“.
Þá vita menn það.
Er sjálfsagt að byggja hótel á
hálendinu? Er sjálfsagt að „menn-
ingin“ hefji innreið sína í óbyggð-
irnar? Er ekki nóg komið af fram-
kvæmdum á hálendinu?
Það er satt að segja með nokkr-
um ólíkindum, að um framkvæmd
sem þessa skuli rætt sem sjálf-
sagðan hlut og orðið „metnaðar-
fullt“ notað um væntanlegt hótel.
Óbyggðir Íslands eru ein mesta
náttúruauðlind, sem íslenzka
þjóðin á. Þær eru sameign þjóð-
arinnar. Það hefur orðið mikil
röskun á óbyggðunum vegna
virkjanaframkvæmda, ekki sízt
Kárahnjúkavirkjunar. Það er að
skapast samstaða meðal þjóðar-
innar um að lengra verði ekki
gengið. Sú samstaða birtist m.a. í
því að framkvæmdir í Þjórsárver-
um eiga sér nú orðið fáa tals-
menn.
Til eru þeir, sem telja eftir-
sóknarvert að leggja vegi þvers
og kruss um hálendið með bundnu
slitlagi. Með slíkri vegagerð yrðu
óbyggðirnar eyðilagðar. Ein
mesta vörn óbyggðanna sem nátt-
úruauðlindar er að þær eru í sum-
um tilvikum erfiðar yfirferðar.
Um leið og auðvelt verður að
komast þangað er mikil hætta á
ferðum eins og blasir við í Land-
mannalaugum.
Morgunblaðið hefur margítrek-
að þá skoðun sína á undanförnum
árum, að það eigi að varðveita
óbyggðirnar eins og kostur er og
alls ekki leggja hálendisvegi út
um allt með bundnu slitlagi.
Um leið og farið er að byggja
hótel í óbyggðum er voðinn vís.
Skálar ferðafélaga hafa verið við
hæfi á þessum svæðum en lengra
á ekki að ganga.
Það lýsir ótrúlegu skilnings-
leysi þeirra, sem um þessi mál
fjalla, að telja það eitthvert álita-
mál, hvort framkvæmd af þessari
tegund þurfi að fara í umhverf-
ismat.
Hugmyndirnar um hótel sunnan
Langjökuls kalla á skýra stefnu-
mótun um það að lengra verði
ekki gengið í framkvæmdum á há-
lendi Íslands en orðið er, að þetta
landsvæði verði látið í friði fyrir
frekari framkvæmdum, að áform
um frekari vegagerð á þessu
svæði verði lagðar til hliðar og að
hugmyndir um hótelbyggingar
verði bara hugmyndir.
Vonandi láta náttúruverndar-
samtök til sín heyra um þessi
áform.