Morgunblaðið - 11.04.2006, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 31
ALLT frá árdögum heimastjórnar,
fullveldis og lýðveldis hefur þjóðin trú-
að því að tiltekna hluti
ætti hún sameiginlega.
Einnig að um viss grund-
vallarmál lands og þjóðar
ríkti þokkaleg samstaða.
Menningararfurinn væri
sameiginlegur og hafinn
yfir deilur og mikilvæg-
ustu mennta-, menning-
ar- og velferðarstofnar
þjóðarinnar væru kjöl-
festa lýðræðis- og vel-
ferðarsamfélags á Ís-
landi. Þessu hafa menn
viljað trúa um stofnanir
eins og Háskólann, Rík-
isútvarpið, Þjóðleikhúsið
og Þjóðmenningarsafnið.
Sama gilti einnig þegar
best lét um uppbyggingu
almannatryggingakerfis,
skóla og sjúkrahúsa. Allir
vildu handritin heim. Á
seinni árum ber því mið-
ur æ meira á því að þessi
samstaða þjóðarinnar sé
rofin. Ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Fram-
sóknarflokks heggur aft-
ur og aftur að rótum
þjóðarsamstöðunnar.
Nú er röðin komin að Ríkisútvarp-
inu. Í stað friðarskyldunnar um mik-
ilvægustu og helgustu sameignir þjóð-
arinnar ræður þjónkunin við
nýfrjálshyggjuna og fjármagnið. Sjálf
Thatcher lagði ekki til atlögu við
breska ríkisútvarpið, BBC. Hvaðan
kemur Halldóri, Geir Haarde, Valgerði
og Þorgerði Katrínu umboð til að slá
henni við í einkavæðingarofstæki?
Þjónusta við
einkahagsmuni fárra
Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins,
fyrst með Alþýðuflokknum og síðan
Framsóknarflokknum, hafa þjónustað
einkagróðaöflin í landinu vel og dyggi-
lega. Það hafa þau gert m.a. með stór-
felldum skattalækkunum sem gagnast
fyrst og fremst gróðafyrirtækjum, há-
tekjufólki og fjármagnseigendum á
kostnað venjulegra launamanna. Einn-
ig með ýmiss konar kerfisbreytingum
og markaðs- og einkavæðingu í sam-
félaginu sem fyrst og fremst hefur
fært einkagróðaöflunum aukið oln-
bogarými og fleiri og öflugri tæki í
hendur. Eitt birtingarform þessara
breytinga á samfélaginu er vaxandi
launamunur.
Nú er eins og endanlega hafi runnið
æði á ríkisstjórnina í þessum efnum.
Annaðhvort er að trúboðarnir eru
orðnir að fórnarlömbum trúarinnar og
ráða ekki lengur ferðinni sjálfir, einka-
væðingin er orðin að æðra markmiði
og skiptir ekki máli hvað í hlut á.
Nema hitt sé að stjórnarflokkarnir
reikni báðir með því að missa völdin
innan tíðar og nú eigi að nota þann
tíma sem eftir er til þess að koma sem
flestum einkavæðingarverkefnum í
höfn. Fá ef nokkur venjuleg fyrirtæki
eru eftir til að selja. Nú eru það al-
mannaþjónustufyrirtæki, menningar-
og velferðarstofnanir sem eru undir. Á
dagskrá Alþingis þessa vetrar hafa
verið frumvörp um markaðsvæðingu
Rafmagnsveitna ríkisins, Matvælaeft-
irlitsins, Ríkisútvarpsins, og boðað er
að ÁTVR verði markaðsvætt. Að sjálf-
sögðu dettur svo utanríkisráðherra
ekkert annað í hug en að einkavæða og
selja reksturinn á Keflavíkurflugvelli
þegar Kaninn hættir að borga brús-
ann.
Þjóðin á Ríkisútvarpið –
ekki stjórnarflokkarnir
Stöldrum aðeins nánar við menning-
arstofnunina Ríkisútvarpið sem Al-
þingi er einmitt að ræða þessa dagana.
Rökin fyrir því að gera Ríkisútvarpið
að hlutafélagi eru einhver þau aulaleg-
ustu og aumingjalegustu sem heyrst
hafa í langan tíma. Í leik barnanna
okkar í sandkassanum er stundum
heiðarlega sagt þegar fátt gerist um
rök; „af því bara“. Ríkisstjórn Fram-
sóknar- og Sjálfstæðisflokks skortir
fátt tilfinnanlegar en heiðarleik barns-
sálarinnar nema ef vera skyldi frum-
leika. Málamyndarök af því tagi að
hlutafélagaformið sé svo vel þekkt og
þróað, að hlutafélagaformið sé það sem
flestar aðrar þjóðir noti eða að hluta-
félagaformið henti svo
vel þegar um svona fyr-
irtæki sé að ræða, ekk-
ert af þessu heldur.
Ekkert af þessu á við
þegar sjálfstæðis- og
sameiningartáknið, al-
menningsútvarpið, al-
mannavarnatækið,
menningarstofnunin
Ríkisútvarpið á í hlut.
Hér er ekki um eig-
inlegan og hefðbundinn
fyrirtækjarekstur í
hagnaðarskyni að
ræða. Alls ekki. Til-
gangur með rekstri Rík-
isútvarpsins er ekki að
græða peninga heldur að
sinna almannaþjónustu-
hlutverki. Að vera kjöl-
festa í vandaðri og hlut-
lægri fjölmiðlun, tryggja
fjölbreytni, viðhalda öfl-
ugri innlendri dag-
skrárgerð, halda utan um
og miðla menningararfi
þjóðarinnar, rækta tung-
una, sinna öryggis- og al-
mannavarnarskyldum, tengja þjóðina
saman, sem sagt sinna verkefnum sem
fjölmiðlum í einkaeigu er hvorki skylt
né endilega hagstætt að sinna með
sama hætti, það er hlutverk almanna-
útvarps. Til þess er Ríkisútvarpið í
samtímanum og gildi þess hefur síst
minnkað.
Enginn vafi er að Ríkisútvarpsins
bíða mun meiri erfiðleikar og árekstr-
ar í samskiptum við aðra fjölmiðla
verði það hlutafélagavætt. Sem rík-
isstofnun er það lagalega og pólitískt
skilgreint og viðurkennt sem sam-
félagsstofnun, þjónusta, starfsemi sem
ekki er stunduð í hagnaðarskyni. Inn-
lendum sem erlendum samkeppn-
isreglum er þar með bægt frá og deilu-
mál snúast frekar um það hvort
eðlilegt sé að ríkið hafi yfirleitt við-
komandi starfsemi með höndum. Ef
slík starfsemi er hins vegar færð yfir í
fyrirtækjaumhverfið, skilgreiningunni
breytt, verkefnið sett upp sem hver
annar rekstur, þá er hættunni boðið
heim, grunnur lagður að endalausum
árekstrum.
Ríkisútvarpið var og er ein af hjart-
fólgnustu stofnunum þjóðarinnar. Það
er hún, þjóðin, sem á Ríkisútvarpið,
ekki stjórnarflokkarnir. Þó að ungliðar
Sjálfstæðisflokksins hafi opinberlega
átt sér þann draum að koma a.m.k. Rás
tvö fyrir kattarnef hefur flokkurinn
hvorki siðferðilegt né pólitískt leyfi til
þess að rjúfa grið um Ríkisútvarpið.
Þaðan af síður Framsóknarflokkurinn,
sem þóttist ætla að standa um það vörð
sem slíkt eða sem sjálfseignarstofnun.
Þó Framsóknarflokkurinn geri það að
reglu að svíkja slík loforð, samanber
Símann, verður það ekki þar með
smátt og smátt viðurkennd og siðferði-
lega gjaldgeng aðferð.
Hvað verður næst?
Þjóð spyr sig í forundran hvað verð-
ur einkavætt næst? Fáum við Háskóla
Íslands hf., Hæstarétt hf., verður þjóð-
garðurinn á Þingvöllum gerður að
einkahlutafélagi? Hvað með Landspít-
alann hf. í boði lyfjafyrirtækjanna?
Nei, nú er mál að linni. Þjóðin er bú-
in að fá meira en nóg og alveg upp í
háls af einkavæðingaræði ríkisstjórn-
arinnar. Þess verður vart hvar sem
maður kemur. Ég skora á landsmenn
að beita sér gegn einkavæðingahrinu
ríkisstjórnarinnar, nú þegar fækka
tekur lífdögum hennar, þannig að
verja megi þær menningar- og velferð-
arstofnanir sem eru í hættu. Má ég þá
minna á að kjörið tækifæri gefst þegar
í sveitarstjórnarkosningunum innan
fárra vikna. Undirbúum svo hið sama
og leggjum grunn að myndun nýrrar
vinstri-grænnar velferðarstjórnar á
landsvísu að ári.
Ríkisstjórn spillir
friði í eigin landi
Steingrímur J. Sigfússon
fjallar um grundvallarmál
lands og þjóðar
Steingrímur J. Sigfússon
’Undirbúum svohið sama og
leggjum grunn
að myndun nýrr-
ar vinstri-
grænnar velferð-
arstjórnar á
landsvísu að ári.‘
Höfundur er formaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
. mars sagði m.a. „Rík-
amkeppnismarkaði þar
er á svig við allar grund-
um meðferð skattpeninga
meiri skyldleika við rík-
uðkutímans á kreppuár-
ímann. Þetta gengur þvert
sem ríkisstjórnin hefur
eldur litið er til stjórnsýsl-
amkeppnismarkaðarins, og
með góðu móti skiljanlegt.“
Eins og allir vita sem til þekkja eru hér
á ferðinni grundvallargildi sem Þor-
steinn Pálsson hefur staðið fyrir í ára-
tugi, óháð starfsvettvangi. Svo vill hins
vegar til að menntamálaráðherra hefur
í fréttum NFS í síðustu viku afgreitt
skoðanir hans á sama hátt og útvarps-
stjóri. Ég get ekki svarað því betur en
Þorsteinn gerði sjálfur er hann svaraði
ráðherra í blaði sínu 7. apríl:
„Í svari ráðherra fólust dylgjur um
að afstaða ritstjóra þessa blaðs réðist
af ómálefnalegri hagsmunagæslu. Slík-
ar ásakanir er hvorki unnt að sanna né
afsanna. Eini tilgangur þeirra er að
vekja tortryggni og efasemdir um heil-
indi. Ásökunum af þessu tagi verður
best svarað með spurningu, sem aðrir
ættu fremur að svara en þeir sem deila.
Spurningin er þessi: Hvor málsaðili er
líklegri til að byggja afstöðu sína á
ómálefnalegum sjónarmiðum; sá sem
vill viðhalda meginreglum um meðferð
skattpeninga eða hinn sem leggur til að
undanþága verði gerð í einu tilviki?
Í ljósi þeirra meginreglna sem gilda
um meðferð skattpeninga almennings
hefur því verið haldið fram á þessum
vettvangi að rétt sé að breyta þeim rík-
isstofnunum í hlutafélög sem byggja af-
komu sína á sjálfsaflafé, en það sé
rangt þegar reksturinn byggist á skatt-
tekjum. Því hefur enn sem komið er
ekki verið svarað með gagnrökum að
þessi skýra aðgreining sé reist á ómál-
efnalegum sjónarmiðum. Við svo búið
vegast því hér á rök og rökleysa. Hver
á rökleysuna?“
Innlegg menntamálaráðherra og út-
varpsstjóra eru af þeim ómerkilega
skóla íslenskrar „umræðuhefðar“ að
gera málflytjandann tortryggilegan í
stað þess að svara rökum hans. Að baki
slíkum málflutningi hlýtur að búa mikil
málefnafátækt.
menntamálaráð-
útvarpsstjóra eru af
erkilega skóla ís-
„umræðuhefðar“ að
flytjandann tor-
an í stað þess að
kum hans.‘
Höfundur er forstjóri 365.
gætu sjálfsagt farið að einhverju leyti fram frá öðrum
löndum, en við höfum talið nauðsynlegt að þær væru
að einhverju leyti reknar héðan frá Íslandi.“
Ekki útilokað að samningnum
verði sagt upp
Á næstu vikum verður úr því skorið hvernig
Bandaríkjastjórn hyggst standa að vörnum landsins
og því einnig hvort hún getur uppfyllt skuldbindingar
Íslendinga gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Ef til-
lögur Bandaríkjastjórnar eru ófullnægjandi verður
að öllum líkindum farið í náið samstarf við Atlants-
hafsbandalagið um hvernig leysa megi varnir lands-
ins. „Það er þess vegna alls ekki hægt að útiloka að
það komi til uppsagnar varnarsamningsins, því við
teljum að hann verði að uppfylla þetta atriði um loft-
varnir, en ég vona að svo verði ekki,“ sagði Halldór og
ítrekaði að mjög náið samráð yrði haft við Atlants-
hafsbandalagið þegar varnaráætlun Bandaríkja-
stjórnar liggur fyrir.
Halldór sagðist á fundinum ekki vera sérstaklega
bjartsýnn með framhaldið í viðræðum við Banda-
ríkjamenn, þó svo hann vilji ekki vera svartsýnn held-
ur. Hann segist vilja vera raunsær og það sé ljóst að
Íslendingar verði sjálfir að axla þá ábyrgð sem fylgir
því að vera sjálfstæð þjóð. Íslendingar verði að axla
þá ábyrgð sem fylgir því að byggja upp eigin varnir
og öryggi.
og komist að þeirri niðurstöðu, eins
og bandalagið í heild, að loftvarnir á
öllu svæðinu séu nauðsynlegar. Við
höfum haldið því fram að loftvarnir
séu ekki einungis mikilvægar öryggi
Íslands heldur fyrir allt öryggi á
Norður-Atlantshafi.“
Ráðherrann benti á að í viðræðun-
um við Bandaríkjastjórn hefðu ís-
lensk stjórnvöld lagt höfuðáherslu á
að ekki væri aðeins um stefnu Íslend-
inga að ræða heldur stefnu Atlants-
hafsbandalagsins. Hann tók þó fram
að aldrei hafi verið útilokað að ekki
væri hægt að sinna varnarsamningn-
um með öðrum hætti. „Við höfum
hins vegar viljað fá á því skýr svör af
hálfu Bandaríkjamanna með hvaða
hætti er hægt að sinna þessum loft-
vörnum með öðrum hætti en að hér séu staðsettar
flugvélar,“ sagði Halldór og bætti við að undirstöðu-
atriði væri að ratsjárstöðvarnar yrðu áfram starf-
ræktar.
Ef ratsjárstöðvarnar yrðu ekki starfræktar væri
ekki lengur hægt að fylgjast með þeim flugvélum sem
fara um lofthelgina og það segir ráðherrann ótækt.
„Það er því algjörlega rangt að við höfum ekki haft
neitt fram að færa í þessum viðræðum. Okkar stefna
hefur verið mjög skýr og hún tekur mið af breyttu ör-
yggisumhverfi. Við höfum talið að þessar loftvarnir
tshafs-
agsins
ni sem
vantað
um og
er sú
tekið
agsins
ipti við Bandaríkin aldrei eiga eftir að vera jafn náin og áður
raust á milli
íkjamanna
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
narmál þjóðarinnar.
EFTIR erindi sitt var Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra spurður út í hvort hann
vilji, í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í
varnarmálum þjóðarinnar, flýta inngöngu Ís-
lands í Evrópusambandið, frá því sem hann
hefur nú þegar spáð – eða árið 2015.
Halldór sagði þessa atburði vera til þess
fallna að færa Ísland fjær Bandaríkjunum og
nær Evrópu í varnarmálum en einnig að
ljóst sé að varnarstefna Evrópusambandsins
sé í mótun og þar takist á ýmsar skoðanir.
Svo sem hvort ESB eigi að halda úti herafla
eða hvort hernaðarþátturinn í vörnum Evr-
ópu eigi alfarið að vera í gegnum Atlants-
hafsbandalagið. Halldór kom einnig fram
með þá kenningu að Atlantshafsbandalagið
gæti komið til með að skiptast upp í tvær
stoðir. Annars vegar Ameríkustoð og hins
vegar Evrópustoð.
„Ameríkustoðin verður þá Bandaríkin og
Kanada en Evrópustoðin verður öll Evr-
ópuríki og það er alveg ljóst að þar mun
Evrópusambandið gegna lykilhlutverki. Ef
þetta þróast í þessa átt þá er það alveg ljóst
að það geti orðið til þess að Ísland hafi meiri
hagsmuni af því að ganga í Evrópusam-
bandið en við sjáum í dag. Þá hefur Ísland
ríka varnar- og öryggishagsmuni af því að
ganga í ESB,“ sagði Halldór og bætti síðar
við að „ef okkur finnst okkar öryggishags-
munum ekki nægilega vel borgið í samstarfi
við Bandaríkin, eins og margt bendir til í
dag, þá verð ég að ætla að það muni koma
upp einn þátturinn til viðbótar sem þurfi að
taka afstöðu til þegar menn hugleiða það
hvort við eigum að ganga í Evrópusam-
bandið eða ekki. Atburðirnir sem eru núna
að gerast benda til þess að þetta verði rík-
ara í umræðunni.“
Varnarmála-
stefna ESB
í mótun
dór Ásgrímsson for-
sráðherra.
andri@mbl.is