Morgunblaðið - 11.04.2006, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
STUNDUM gerist það hjá hin-
um mætustu mönnum í hita leiks
að þeir missa sjónar á málefnum
og geta ekki greint kjarnann frá
hisminu. Þannig er
þessu farið með Árna
Johnsen í Morg-
unblaðsgrein 6. þessa
mánaðar. Þar telur
hann mig nánast
óferjandi og óalandi
vegna þess að ég hef
ekki sömu sýn og
hann á réttlæti í sam-
félaginu.
Tilefnið er umfjöll-
un mín fyrir nokkru í
Morgunblaðinu um
innbyggt óréttlæti í
núverandi fisk-
veiðistjórnunarkerfi, óréttlæti með
óheft brask á aflaheimildum. Þetta
óréttlæti hefur m.a. leitt til hrein-
ustu hörmunga víðs vegar um
landið. Það eru staðreyndir sem
auðvitað eru öllum ljósar og sér-
staklega þeim sem orðið hafa fyrir
barðinu þessu kerfi. Dugir í því
sambandi að nefna íbúa bæj-
arfélaga sem nánast hafa misst
lífsviðurværið vegna þess að lífs-
björgin er tekin frá þeim og þeir
sitja eftir í fullkominni óvissu og
vita ekki sitt rjúkandi ráð. Ekki
veit ég hvort þetta hefur farið
fram hjá Árna en ef svo er hvet ég
hann til að kynna sér málin ef
hann ætlar að teljast gjaldgengur í
umræðunni en rjúka ekki fram
með innantómar og merkingar-
lausar upphrópanir og stóryrði
eins og hann gerir í grein sinni.
Annað nátengt, sem ég hef
gagnrýnt og kemur illa við Árna,
er að einstakir og sífellt færri pen-
ingamenn skuli í krafti auðs síns
geta haft fjöregg heilu byggð-
arlaganna í sínum höndum og að
það sé í raun duttlungum þeirra
háð hvort byggðarlögin lifi eða
deyi. Ef þessar staðreyndir hafa
einnig farið fram hjá Árna hvet ég
hann eindregið til þess að kynna
sér málin ætli hann að vera gjald-
gengur í umræðunni. Enn sem
fyrr duga hvorki upphrópanir né
stóryrði. Í rauninni finnst mér
óþarfi að hafa uppi fleiri svör við
grein Árna. Hér að ofan er kjarni
þeirrar umræðu sem ég hóf í
Morgunblaðinu hinn 2. mars sl. Ég
kemst þó varla hjá því að gera at-
hugasemdir við nokkur atriði.
Fyrst um Magnús Kristinsson
útgerðar- og fjár-
málamann. Ég hef
aldrei dregið í efa að
hann er hæfi-
leikaríkur maður og
hefur unnið sínu bæj-
arfélagi margt gott á
sama hátt og margir
aðrir, þar með taldir
útgerðarmenn en
einnig og ekki síður
almennt launafólk.
Magnús er hins vegar
einn þeirra sem feng-
ið hafa auðlind okkar
landsmanna til
frjálsra afnota og eins og fram
hefur komið finnst mér það bæði
rangt og óréttlátt. Þannig er það
einfaldlega og það hef ég stutt
með rökum. Árni telur hins vegar
réttast að safna fiskveiðiheimild-
unum á fárra hendur. Þar sér
hann réttlætið í skiptingu sameig-
inlegu auðlindarinnar. Og þar
greinir okkur svo sannarlega á.
Árni reynir af fremsta megni að
gera störf mín í stjórnmálum tor-
tryggileg. Reyndar gerir hann það
ekki á málefnalegan hátt heldur
með upphrópunum. Hann segir
mig t.d. pólitískan áskrifanda að
stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja.
Því er einfaldlega til að svara að
ég hef verið kosinn í stjórn þess
sjóðs í samræmi við lög og reglur
og væntanlega hafa þeir sem mig
hafa kosið gert það vegna þess að
þeir treysta mér til þess að sitja
þar. Annars finnst mér Árni þurfi
að fara varlega með hugtakið
„pólitískur áskrifandi“ ef sviðið er
skoðað nánar. Það hvarflar líklega
ekki að honum að hann hafi ein-
mitt sjálfur verið í slíkri stöðu
meðan stætt var. Er hér sá að
höggva sem hlífa skyldi?
Þá gefur Árni í skyn að ég hafi í
stjórnmálum ekki sinnt þeirri
skyldu minni að hvetja til já-
kvæðrar þróunar og hvetja til leik-
gleði og framþróunar góðra mála.
Um þessi mál er ég tilbúinn að
ræða málefnalega við Árna. Ég vil
þó benda honum strax í upphafi á
fjölda tillagna minna í Bæjarstjórn
Vestmannaeyja um atvinnu- og
framfaramál í Vestmannaeyjum
sem einmitt voru fluttar til þess að
rífa Vestmannaeyjar upp úr þeim
öldudal sem þær hafa verið í allt
of lengi. Flestallar þessara tillagna
voru felldar og þar voru að verki
flokksbræður Árna sem allt of
lengi hafa haft allt of mikil völd í
Vestmannaeyjum. Árni segir að
skrif mín beri vott um öfund og
metnaðarleysi til árangurs. Hér
notar hann gamalgróna klisju sem
þekkt er úr réttindabaráttu launa-
fólks. Alltaf þegar launafólk hefur
barist fyrir bættum kjörum hafa
komið upp þessar hjáróma raddir
sem saka það um öfund. Kannski
finnst Árna það öfund að launafólk
víða um land krefjist atvinnu-
öryggis og að það hafi at-
hugasemdir við það að sameig-
inlega auðlindin sé færð á sífellt
færri hendur. Ef svo er ætti Árni
að tala við þetta fólk og segja því
milliliðalaust að það eigi ekki að
vera að öfundast þetta út í allt og
alla.
Ég hafna þeim tón Árna sem
gefur í skyn að ég hafi með gagn-
rýni minni svert ímynd Vest-
mannaeyja. Ef fara á út í þau mál
nánar ætla ég hins vegar ekki að
kveða upp dóm og það held ég að
reynslan sýni okkur að Árni ætti
heldur ekki að gera.
Hér læt ég staðar numið. Það er
alltaf umdeilanlegt hvað menn
telja réttlátt og hvað ekki. Það
fiskveiðistjórnunarkerfi sem nú er
við lýði tel ég vera svo óréttlátt,
m.a. með þeim rökum sem ég hef
hér gert að umtalsefni, að við svo
búið getur ekki staðið öllu lengur.
Að öfundast
út í allt og alla
Ragnar Óskarsson svarar
grein Árna Johnsen
Ragnar Óskarsson
’Ég hafna þeim tón Árnasem gefur í skyn að ég
hafi með gagnrýni minni
svert ímynd Vestmanna-
eyja.‘
Höfundur er fyrrverandi bæjar-
fulltrúi í Vestmannaeyjum.
,,SIGRÍÐUR Anna
Þórðardóttir um-
hverfisráðherra lagði
áherslu á sérstöðu Ís-
lands og mikilvægi
eignarréttar á fundi
umhverfis- og þróun-
arráðherra Efnahags-
og framfarastofn-
unarinnar, OECD,
hinn 4. apríl.“
Svo segir í Morg-
unblaðinu hinn 5.
apríl sl. Í fréttinni
kemur skýrt fram að
ráðherrann hafi í
raun verið að koma
þeim sannindum á
framfæri að ástæðan
fyrir þeim árangri
sem Íslendingar hafi
náð (og sé mikill ) við
auðlindastjórnun sé
sérstaða Íslands og
mikilvægi eign-
arréttar. Nýting
fiskistofna og jarðhita
voru sérstaklega
nefnd í þessu sam-
bandi en athygli ráð-
herranna greinilega
dregin að fisk-
veiðistjórnunar-
kerfinu. Eignarhald á
veiðirétti væri þar að
skila miklum árangri
í betri umgengni og
nýtingu fiskistofna.
Ráðherrann talar greinilega fyrir
því að við framkvæmd aflamarks-
kerfis sé séreign útgerðar betri
kostur en sameign þjóðar.
Þessi skilaboð ráðherrans eru
bergmál þess áróðurs sem sjálf-
stæðismenn standa fyrir sem er að
séreign tryggi alltaf skynsamlega
meðferð verðmæta. Ég fullyrði að
hvað aflamarkskerfið varðar séu
þetta algjör falsrök og rökstyð þá
skoðun með því að svara tveim eft-
irfarandi spurningum: Hefur það
ígildi eignarhalds sem gildir hér í
viðskiptum með veiðirétt áhrif á
fiskveiðistjórnina? Hefur gildandi
fyrirkomulag eðli séreignar og af
þeim ástæðum áhrif á nýtingu
fiskistofna?
Falsrök um áhrif eignar-
halds á fiskveiðistjórn
Ákvarðanir um stjórn fiskveiða
eru allar teknar af stjórnvöldum.
Þau hafa ákveðið að byggja á afla-
markskerfi þ.e. heildarkvótum sem
ákvarðaðir eru með tilliti til til-
lagna Hafrannsóknastofnunar.
Kvótunum er svo úthlutað á ein-
stök skip í samræmi við hlutdeild
þess í viðkomandi fiskistofni. Al-
þingi hefur sett lög og ráðherra á
grundvelli þeirra reglu um veiðar
og umgengni við lífríkið. Stofnanir
ríkisins, sérstaklega sjávarútvegs-
ráðuneytið og Fiskistofa, fylgja
reglum eftir. Þessi framkvæmd er
óumdeilanlega öll á ábyrgð hins
opinbera. Það er ekki fyrr en eftir
að ákvarðanir hafa verið teknar
um veiðar hvers árs og veiðirétt-
inum hefur verið úthlutað til út-
gerða að svokallað eignarhald
kemur til sögunnar. Það er með
tilliti til framansagðs alveg ljóst að
engar ráðstafanir til stjórnar veið-
unum sjálfum eða umgengni við
lífríkið tengjast eign-
arhaldi veiðiréttarins.
Eignarhaldið hefur
þess vegna engin áhrif
á stjórnkerfi fiskveiða
á Íslandsmiðum eins
og ráðherrann lætur
að liggja á erlendum
vettvangi.
Um eðli gildandi
eignarhalds á
veiðirétti
Útgerðarmenn eiga
samkvæmt gildandi
lögum aflahlutdeild
þ.e. tiltekna prósentu
úr viðkomandi fiski-
stofni og fá kvótum út-
hlutað árlega sam-
kvæmt henni. Vilji
menn kaupa eða selja
veiðirétt hefur fyr-
irkomulagið eðli sér-
eignar með ýmsum
takmörkum. En þegar
kemur að nýtingu auð-
lindarinnar, umgengni
við lífríkið og fiski-
stofnana er þetta í
raun stórgallað sam-
eignarfyrirkomulag.
Útgerðarmenn eiga
ekki tiltekna fiska eða
fisktorfu og gætu því
ekki verndað eign sína
nema í félagi við alla
aðila að sameigninni
þótt þeir vildu. Sá stóri galli er á
að útgerðarmenn eru í raun
dæmdir til að eiga í stöðugri
keppni um að ná verðmætustu ein-
staklingunum til sín og hámarka
þannig afrakstur hlutdeildar sinn-
ar. Langtímahagsmunir þess eig-
anda sem getur verndað og nýtt
skynsamlega alla hjörðina geta
aldrei átt við um þetta fyr-
irkomulag. Þeir gilda hins vegar
um þjóðarauðlind, vernd og nýt-
ingu hennar. Fyrirkomulagið sem
gildir nú hefur eðli séreignar í við-
skiptum en í umgengni við lífríkið
og fiskistofnana ríkir kapphlaupið
um að ná sínum hlut úr nýtingu
sameignar, því fylgja neikvæð
áhrif. Ég kalla eftir rökum fyrir
fullyrðingum ráðherrans um já-
kvæð áhrif gildandi eignarhalds á
nýtingu fiskistofna. Það er engin
nauðsyn á séreign veiðiréttar í
aflamarkskerfum. Almennir kostir
slíks kerfis eru ekki boðleg rök
fyrir máli ráðherrans. Slík séreign
er til trafala ef nauðsynlegt er að
breyta nýtingu fiskistofna. Það
þarf sterk rök fyrir því að gera
þjóðarauðlind að séreign útvalinna.
Slík rök hafa ekki komið fram. Það
er hins vegar auðvelt að benda á
fjölmargar nýjar leiðir til stað-
bundinnar fiskveiðistjórnar og
frjálsari aðgangs að útgerð sem
opnast ef farið verður að tillögum
Samfylkingarinnar um nýtingu
þjóðarauðlindarinnar á grundvelli
aflamarkskerfisins.
Um eignarrétt og
auðlindastjórnun
Jóhann Ársælsson fjallar um
eignarhald og fiskveiðistjórnun
í tilefni af ummælum umhverf-
isráðherra á fundi umhverfis-
og þróunarráðherra OECD
Jóhann Ársælsson
’Fyrirkomulagiðsem gildir nú
hefur eðli sér-
eignar í við-
skiptum en í um-
gengni við
lífríkið og fiski-
stofnana ríkir
kapphlaupið um
að ná sínum hlut
úr nýtingu sam-
eignar, því fylgja
neikvæð áhrif. ‘
Höfundur er alþingismaður.
FORVITNILEGT væri að vita
hve marga dálksentimetra menn
hafa skrifað í dagblöðin um Reykja-
víkurflugvöll. Trúlega
skiptist samfélagið í tvo
álíka stóra hópa þegar
spurt er um framtíð
vallarins og eins og allir
vita eru spurningarnar
í raun tvær:
Á Reykjavík-
urflugvöllur að hverfa
úr Vatnsmýrinni? Hvar
vistum við innanlands-
flugið?
Svörin ráðast af ólík-
um hugmyndum og
hagsmunum. Áhugi
margra á að þróa mið-
borg Reykjavíkur á
flugvallarsvæðinu er mikill og ekki
má gleyma því að stærð flugvallarins
miðast við alþjóðaflugvöll af gömlu
gerðinni. Ég ætla að smokra mér
framhjá þessum atriðum en hef
reyndar skipt mér af þeim á síðum
blaða, en staðhæfa þess í stað tvennt:
Innanlandsflug er skynsamleg
samgönguleið í flestum tilvikum.
Fyrsta mælistika sem á að beita í
ákvörðunum um framtíð flugsins á að
vera umhverfisáhrif allra breytinga.
Ég get ekki séð að menn hafi tekið
síðara atriðið með í reikninginn af
nokkurri alvöru. Miklu algengara er
að menn geri lítið úr lengdum flug-
tíma og lengdum ferðatíma og tali
allt að því hæðnislega um 60–80 km
ökuleið og 60–90 mín. akstur (báðar
leiðir), nú þegar bensínlítraverð
nálgast 120 kr. og Íslendingar að því
komnir að sprengja alla
mengunarkvóta sína.
Við erum að ræða um
ferðir 200 til 300 þús-
und manna og vonandi
miklu fleiri á næstu
áratugum. Menn horfa
allt of skammt og segja
upp á gamaldags ís-
lensku með gömlu nær-
sýnisgleraugun á nefi:
Þetta er ekkert mál!
En því miður. Sam-
göngur eru mikið al-
vörumál, ekki aðeins út
frá slysatíðni eða fjár-
hag, heldur líka vegna
þess að orkubúskapur og umhverf-
ismál vegna samgangna eru að verða
eitt helsta áhyggjuefni jarðarbúa.
Ekki af því að þeir beri ábyrgð á öll-
um loftslagssveiflum heldur vegna
þess að fólk veit að það getur þó haft
áhrif á þá hluta breytinganna sem
má rekja til notkunar kolefniselds-
neytis í 100–150 ár.
Af þessu leiðir að kalla má það
skammsýni og óábyrg stjórnmál þeg-
ar innanlandsflugi á Íslandi er
breytt, það bætt, því eytt eða hvað-
eina án þess að taka alla þætti um-
hverfismála inn í dæmið. Til eru að-
ferðir sem kallast lífsferilsgreiningar
(LCA – líf er hér í merkingunni end-
ing eða notkunartími eða þjón-
ustutími) sem beita má til að „gera
upp“ tiltekna vöru, þjónustu eða
framkvæmd með tilliti til allra mik-
ilvægra umhverfisþátta. Henni þarf
að beita í flugvallarmálinu og finna
grænu leiðina í loftferðum á Íslandi.
Væri góð og gild græn leið að flytja
Umferðarmiðstöðina upp í Mos-
fellsbæ?
Mig grunar að hæfilegur innan-
landsflugvöllur, nýjar stuttbraut-
arvélar og breytt og bætt flugþjón-
usta í Reykjavík sé hið rétta, einkum
ef horft er til næstu 30–50 ára. En
auðvitað þurfa menn að vera vissir.
Ekki satt?
Græna leiðin á flugvöllinn
Ari Trausti Guðmundsson
fjallar um samgöngur og
innanlandsflug ’…kalla má það skamm-sýni og óábyrg stjórnmál
þegar innanlandsflugi á
Íslandi er breytt, það
bætt, því eytt eða hvað-
eina án þess að taka alla
þætti umhverfismála inn
í dæmið.‘
Ari Trausti
Guðmundsson
Höfundur er jarðeðlisfræðingur og
áhugamaður um umhverfismál.
Fréttir í
tölvupósti