Morgunblaðið - 11.04.2006, Síða 37

Morgunblaðið - 11.04.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 37 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is UM LEIÐ og þess skal getið að mikið hefur gerst í framþróun menntunarmála hin síðari ár verð- ur að taka það fram að í hinum dreifðu byggðum hefur menntun fullorðinna setið eftir. Með tilkomu símenntunarmiðstöðvanna hefur orðið breyting þar á og mun von- andi verða enn frekar á komandi árum. Símenntunarmiðstöðvarnar eru nú orðnar níu talsins í dreif- býlinu og auk þeirra eru aðilar sem sinna slíkri menntun á höf- uðborgarsvæðinu. Markmið fræðslu- og símennt- unarmiðstöðvanna hefur frá upp- hafi verið að efla menntun meðal þeirra sem minnstu menntunina hafa. Miðstöðvarnar hafa sinnt því hlutverki af alúð og hafa margir einstaklingar komið aftur í nám sem svo hefur leitt til þess að sömu aðilar halda áfram í háskólanám með aðstoð fjarfundatækninnar sem símenntunarmiðstöðvarnar hafa á sínum snærum. Á eftir þeim koma svo fleiri því það hefur áhrif á starfsfélaga að fylgjast með þeirri ánægju og vellíðan sem menntun hefur í för með sér og því skila fleiri og fleiri sér í nám hjá símenntunarmiðstöðvunum. Mið- stöðvarnar hafa boðið upp á ýmis námskeið bæði stutt námskeið og lengri námskeið. Margir hafa hafið nám að nýju eftir að hafa tekið eitt stutt námskeið sem kveikti áhuga þeirra. Miðstöðvarnar bjóða einnig upp á lengri námskeið s.s. fagnámskeið fyrir heilbrigðisstarfsmenn, nám- skeið fyrir lesblinda, landnema- skólann ig grunnmenntaskólann svo eitthvað sé nefnt. Miðstöðv- arnar hafa komið að Viku símennt- unar þar sem einstaklingar eru hvattir til að afla sér aukinnar þekkingar í einhverju formi. Nú hafa miðstöðvarnar fengið aukin verkefni frá mennta- málaráðuneytinu sem hefur sett fjármagn til símenntunarmiðstöðv- anna sem ætlað er að auka náms- og starfsráðgjöf í atvinnulífinu. Ennfremur er símenntunarmið- stöðvunum gert kleift að halda á lofti lengri og dýrari námskeiðum sem skila einingum. Þetta eru námskeið sem vottuð eru af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins en eru flest upprunnin hjá símennt- unarmiðstöðvum víðsvegar um landið. Menntamálaráðuneytið hef- ur samþykkt að þessi námskeið skuli metin allt að 24 einingum í framhaldsskóla. Þessar námsleiðir auðvelda fólki að hefja nám að nýju á framhaldsskólastigi og opn- ar um leið möguleikann til enn frekara náms. Símenntunarmið- stöðvarnar munu halda áfram að leitast við að ná til sem flestra með það að markmiði að auka mennt- unargildi/stig einstaklinga og hvetja þá til náms sem skilar sér í auknu sjálfstrausti og ánægju meðal einstaklinganna. F.h. stjórnar Kvasis, VALGERÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, GUÐJÓNÍNA SÆMUNDSDÓTTIR, BRYNDÍS ÞRÁINSDÓTTIR, í stjórn Kvasis. Nám fyrir ófaglærða hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvunum Frá Valgerði Guðjónsdóttur, Guðjónínu Sæmundsdóttur og Bryndísi Þráinsdóttur: UM SÍÐUSTU helgi kom ég við á matvælasýningunni Matur 2006, sem haldin var í Kópavogi. Sýn- ingin var glæsileg og vel heppnuð á flestan hátt og gladdi bæði augu og maga. Það sem vakti samt sem áður mesta athygli mína var hinn stóri og aðlaðandi eyfirski bás. Þar inni voru saman komin fyrirtæki sem allajafna eru í mikilli sam- keppni en lögðu engu að síður í þessa samvinnu, sem var styrkur fyrir þau öll. Meira en 2.000 ársverk! Hér í Eyjafirði er eitt öflugasta matvælaframleiðslusvæði landsins. Mjög gróflega áætlað má gera ráð fyrir að starfsemi sem fellur undir matvælaklasann velti um 30 millj- örðum króna og að ársverk séu yf- ir 2.000 talsins. Það er svo sann- arlega stóriðja í orðsins fyllstu merkingu. Í eyfirska básnum á Matur 2006 sást vel út á hvað klasa- samstarf gengur. Fyrirtæki innan sama klasa geta hæglega nýtt sér mátt samvinn- unnar við ákveð- in tækifæri, þrátt fyrir að vera í samkeppni innbyrðis. Auk matvælafyrirtækja og veitingastaða var þarna líka að finna snyrtivörufyrirtæki að kynna framleiðslu sína að ógleymdum Brynjuísnum sem naut mikilla vin- sælda. Til hamingju, Eyfirðingar Eftir svona vel heppnað verkefni er strax farið að huga að því næsta og til athugunar er að næsta sýn- ing verði haldin hér norðan heiða og það væri vel. Hópurinn, sem stóð að sýningunni, má vera stoltur af starfi sínu. Hann hélt norður að lokinni sýningu hlaðinn viðurkenn- ingum fyrir frábærar afurðir og með titilinn Kjötmeistara Íslands í farteskinu, en þann titil hlaut Helgi Jóhannsson hjá Kjarnafæði. Allt skiptir þetta máli í því ímyndarstarfi sem nú er verið að vinna í tengslum við Vaxtarsamn- inginn. Á fyrrnefndri sýningu tengdust matvæla- og ferðaþjón- ustuklasinn saman, því þrátt fyrir að kynningin á eyfirska básnum hafi verið fyrst og fremst kynning á afurðum svæðisins, vakti hún engu að síður áhuga margra á Eyjafirði og Akureyri sem áning- arstað með fjölda góðra veit- ingastaða. Ég segi bara: Takk fyrir mig og til hamingju, Eyfirðingar, með glæsilegt framtak! SIGRÚN BJÖRK JAKOBSDÓTTIR, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Matur í samvinnu og samkeppni Frá Sigrúnu Björku Jakobsdóttur: Sigrún Björk Jakobsdóttir Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábátaeigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bát- inn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Í MORGUNBLAÐINU í gær rit- ar framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegsmanna grein sem ber heitið „Af slægingarstuðlum“. Þar ræðst hann á for- mann Eldingar, félags smábátaeigenda á norðanverðum Vest- fjörðum, Gunnlaug Finnbogason, með ótrúlegum hætti. Hann segir grein hans, sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag, „ein- staklega rætna í garð Hjartar Gíslasonar blaðamanns“. Í grein- inni leyfir Gunnlaugur sér að hafa þá skoðun að nefndur Hjörtur sé málpípa LÍÚ. Það er framkvæmdastjóra LÍÚ nægjanlegt til- efni til að túlka grein- ina á framangreindan hátt. „Svokallaðir“ Framkvæmdastjór- inn hefur tamið sér að taka það sérstaklega fram þegar hann fjallar um smábáta- eigendur, smábáta, krókabáta og það sem viðkemur og tengist útgerð smábáta, að hér sé um „svokall- aða“ að ræða. Þannig segir hann í grein sinni Gunnlaug, formann Eld- ingar, vera „formann félags eigenda svokallaðra smábáta á norð- anverðum Vestfjörðum“. Í grein hans má sjá eftirfarandi orðnotkun: „hinna svokölluðu smábátamanna“, „útgerðir svokallaðra smábáta“, „hafa á svokallaða krókabáta“. Um títtnefnt orð segir í Orðabók Menningarsjóðs: „sem er nefndur eða kallaður svo, en e.t.v. með vafa- sömum rétti“. Aukinn réttur vigtunar á slægðum afla Á fundum sjávarútvegsráðuneyt- isins og Fiskistofu um endurskoðun reglugerðar um vigtun kom fram ósk frá Samtökum fiskvinnslu- stöðva að vigtun til kvóta yrði alfar- ið miðuð við slægðan fisk, undir þetta tóku fulltrúar LÍÚ. Fulltrúar smábátaeigenda og Samtaka fisk- vinnslu án útgerðar voru á öðru máli, þeir töldu slíkt óráð. Bentu þeir á að vinnslur sem sérhæfðu sig í útflutningi á ferskum fiski vildu fá fiskinn óslægðan og væri hann jafn- vel flakaður þannig. Einnig var bent á að breytingin mundi leiða til aukins kostnaðar við vigtun. Vinnsluaðilar þyrftu að koma sér upp löggiltum vigtunarbúnaði og hafa sérstakan starfsmann með réttindi til vigtunar. Einnig væri ótækt að útgerðir þyrftu að eiga það undir fiskverkendum um land allt hvort þeir fengju rétta vigt á fiskinn eftir að þeir hefðu slægt hann. Ávinningurinn væri ekki það mikill af breytingunni að hún ætti rétt á sér. Þegar þessar skoðanir voru komnar fram tók formaður nefnd- arinnar, Vilhjálmur Egilsson, þá ákvörðun að leggja til að reglugerð- inni yrði breytt á þann hátt að ósk- aði útgerðaraðili eftir að óslægður afli yrði vigtaður eftir slægingu mundi sú vigtun gilda til kvóta. Slægingarstuðull Á þessum tímapunkti hófu fulltrúar SF og LÍÚ að ræða slæg- ingarstuðulinn, þeir töldu hann vera of háan í þorski og ýsu. Í gild- andi reglugerð er hann hæstur í: löngu 20%, 16% í þorski, ýsu og ufsa, 10% í steinbít, keilu og skötu- sel, og 8% í grálúðu, skarkola, sandkola, skrápflúru, langlúru og þykkval- úru. Mesta áherslu lagði fulltrúi LÍÚ á að lækka stuðlana í þorski, ýsu og steinbít. Þó slægingarstuðlar tilheyrðu ekki reglu- gerð um vigtun sjáv- arafla ákvað formaður nefndarinnar að skoða málefnið. Hafrann- sóknastofnun lagði fram tölur um slóg- innihald í þorski, ýsu og ufsa. Fulltrúi stofn- unarinnar tók það skýrt fram að tölurnar byggðust aðeins á frumathugun. Þar kom fram að slóginnihald í þessum þremur teg- undum var misjafnt eftir því hvaða veið- arfæri voru notuð og á hvaða árstíma var veitt. Ekki lágu fyrir upplýsingar um slóg- innihald á einstökum veiðisvæðum. Slæging- arstuðull í þorski var að meðaltali 15% en 12% í ýsu. Þegar sund- urgreint var eftir veið- arfærum var með- altalið í þorski eftirfarandi: Net 19% Lína 10% Handfæri 10% Dregin veiðarfæri* 14% *troll og dragnót ekki sundurgreint Við þessar upplýsingar óx þeim SF- og LÍÚ-mönnum ásmegin og lögðu til að stuðlar í þorski og ýsu yrðu lækkaðir í 10%. Fulltrúar LS voru andvígir því að hreyfa við stuðlunum. Þeir hefðu verið lækk- aðir 1999 úr 20% í 16% á grundvelli ítarlegrar skoðunar og umræðu. Hér væri aftur á móti vinnuplagg byggt á frumathugun sem ekki væri fullnægjandi við ákvörðun um breytingar í málefni sem varðaði kvótaúthlutun. Allar slíkar breyt- ingar yrðu að fá ítarlega umfjöllun og engu að breyta nema fyrir lægi athugun á málinu í heild. Til dæmis þyrfti að skoða hvort stuðlar ættu að vera tengdir veiðarfærum, árs- tíma og veiðisvæðum. Þar sem ákvörðun um heildarafla væri í afla upp úr sjó mundi veið- arfæratenging stuðla að, sbr. plagg Hafró, hækkun krókaaflamarks í þorski um 7%, fyrir dregin veið- arfæri yrði hækkunin rúm 2%, en þorskaflamark fyrir net mundi lækka um 3,5%. Sjávarútvegsráðherra skoði málið nánar Það kom því Landssambandi smábátaeigenda á óvart að sjáv- arútvegsráðherra skyldi boða breytingar á slægingarstuðlum í þorski, ýsu og ufsa sem væru ekki alfarið veiðarfæratengdir. T.d. ligg- ur fyrir í plaggi Hafró að slóg- innihald í þorski sem veiddur er í net er 19% en ekki 12% eins og boðað er. LS hefur rætt málefnið við sjáv- arútvegsráðherra og komið sjón- armiðum sínum á framfæri og ósk- að eftir því að hann fari betur yfir málefnið, enda nægur tími þangað til boðuð breyting á að koma til framkvæmda. Fyrirhugaðar breytingar á slægingarstuðlum Örn Pálsson svarar grein Friðriks J. Arngrímssonar Örn Pálsson ’Það kom þvíLandssambandi smábátaeigenda á óvart að sjáv- arútvegsráð- herra skyldi boða breytingar á slæging- arstuðlum í þorski, ýsu og ufsa sem væru ekki alfarið veið- arfæratengdir. ‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.