Morgunblaðið - 11.04.2006, Síða 42

Morgunblaðið - 11.04.2006, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það fá engin orð því lýst hvernig mér leið þegar ég fékk fréttirnar um að stór- vinur minn Pétur Ben. væri látinn langt um aldur fram. Þegar maður hugs- ar til baka þá sér maður allar góðu minningarnar sem aldrei munu gleymast. Pétur var alveg einstök mann- eskja og engum líkur. Ég kynntist honum fyrir 16 árum þegar við lentum saman í bekk í Hjallaskóla og svo byrjaði ég að æfa fótbolta með honum í Breiðablik, þetta var bara byrjunin á frábærri vináttu. Svo liðu árin og myndaðist góður vinakjarni sem ennþá stendur sterkum stoðum í dag. Hann var mikið kvennagull og reyndum við vinirnir að halda í við hann en með misjöfnum árangri. Í fótboltanum gekk okkur vel og eru margar frábærar minningar þar að finna. Foreldrar Péturs, Benni og Guðrún, eltu liðið hvert á land sem er og létu vel í sér heyra. Á þessum tímum byrjaði Pétur að sýna leiðtogahæfileika sína og var fljótlega gerður að fyrirliða. Lét okkur heyra það og stappaði í okk- ur stálinu. „Setjum okkur í gírinn, strákar.“ Okkar bestu minningar úr bolt- anum komu sumarið 2000 þegar við unnum bikarinn og Íslandsmótið. Pétur gekk fyrir hópnum og var stoltur af liðinu sínu þegar hann tók við titlinum og reisti hann á loft. Pétur var vinur vina sinna og var virkilega traustur. Hann gerði nán- ast hvað sem var fyrir þá. Hann var alltaf til í að hjálpa þeim sem þurftu á því að halda og vildi láta gott af sér leiða. Þess vegna var hann áberandi í alls konar sjálf- boðastörfum og nefndum úti um all- an bæ. Hann var frábær fyrirmynd fyrir strákana sem hann þjálfaði og var metnaðarfullur þjálfari. Hann var virkilega stoltur af fjölskyld- unni sinni og kærustu. Hann Pétur var búinn að finna ástina í lífinu sínu og hamingjan skein af honum þegar hann talaði um hana. Péturs á eftir að verða sárt sakn- að af öllum þeim sem hlotnaðist sá heiður að þekkja hann. Minning- arnar um hann munu aldrei gleym- ast. Hugur minn er hjá Sirrý og fjölskyldu Péturs og þau fá mína innilegustu samúðarkveðju. Ég mun aldrei gleyma þér, kæri vinur. Þinn vinur, Sigurjón (Siggi). Pétur, elsku engillinn okkar. Nú ertu farinn alltof snemma til guðs. Það er svo erfitt að trúa því, ekki Pétur. Fallegi strákurinn með brúnu augun, svo yndislegur og ljúfur. Guð hefur elskað þig svo mikið og þurft á þér að halda. Enda varst þú engum líkur. Þú vildir öll- um svo vel og alltaf tilbúinn að leggja þitt af mörkum. Hér hjá okkur lifir svo gim- steinninn þinn, hún Sirrý, sem þú komst auga á í Eyjum 2002 og tókst ekki augun af eftir það, enda ást við fyrstu sýn. Þið voruð svo ástfangin og alltaf svo glöð og ánægð. Ljómuðuð af ást þegar þið voruð saman. Þú varst svo einlægur, elsku eng- illinn, svo sætt þegar þú hvíslaðir að okkur hvað þér þætti vænt um okkur allar. Elsku Pétur, við erum svo þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þú gerðir okkur að betri manneskjum, snertir okkur allar með ljúfmennsku þinni. Nú PÉTUR BENEDIKTSSON ✝ Pétur Bene-diktsson fæddist á fæðingardeild Landspítalans 12. júlí 1984. Hann lést hinn 27. mars síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Digra- neskirkju 5. apríl. eigum við alltaf eftir að hugsa „hvað hefði Pétur viljað?“ og eitt er víst að þú hefðir viljað að við héldum utan um ástina þína gegnum súrt og sætt og stæðum með henni í gegnum lífið sem framundan er á með- an þú vakir yfir henni frá himnum. Við sendum alla englana okkar til að fylgja þér til himna og sjá til þess að inn- koman inn í himnaríki verði sú fal- legasta. Allt á eftir að ljóma þar þegar þú kemur, enda hér á ferð- inni fallegasti engillinn á himnum. Elsku Benni, Guðrún, Vignir, Sindri og Birta, þið eigið samúð okkar allra og guð veri með ykkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Pétur, við elskum þig allar, að ei- lífu. Þínar Tinna, Guðbjörg og Helga. Pétur, þjálfarinn minn og vinur, er dáinn. Í augum mínum er sorg. Ég sá aldrei sorgina fyrr en núna. Ég brest stundum í grát þegar ég hugsa um góðu minningarnar. Þær streyma um huga minn akkúrat núna. Ég man hvernig hann stóð á hliðarlínunni á Goðamótinu á Ak- ureyri með sinn meistarasvip og hvatti okkur strákana áfram með ráðum og dáð. Hann var fyrirmynd mín, sú allra besta. Í gær var ég í salnum í Smára- skóla. Kom þar prestur og talaði við okkur um Pétur. Valgerður skólastjórinn okkar var líka með. Hún sagði okkur frá því þegar Pét- ur var í Smáraskóla. Hann byrjaði í skólanum 1994 og útskrifaðist um vorið 2000. Hann varð strax vinsæll og hann hefur verið það síðan. Á fyrstu tónleikunum sem John Gear (sem er nú tónmenntakennari) stóð fyrir söng Pétur lagið „Mambo number 5“ og sló í gegn. En verst er að ég get ekki heyrt hann syngja það lag. Hann var einn besti fótboltamað- urinn minn og verður það alltaf. Hann var góður innan vallar og ut- an. En hann lenti í bílslysi þegar hann var 16 ára og átti erfitt með að spila fótbolta. Þá tók hann að sér að vera þjálfari og gerði það með stæl. Ef hann hefði lifað lengur þá hefði hann orðið á heimsmæli- kvarða í þjálfun leikmanna. Hann gerði okkur Blika að meisturum allra tíma finnst mér, já, svo sann- arlega. Hann var góður vinur bræðra minna og pabba, einnig mömmu og að sjálfsögðu vinur minn. En 27. mars 2006 gerðist sú hörmung að Pétur Benediktsson dó 22 ára að aldri. Besti þjálfari, leik- maður, vinur, leiðbeinandi og besta fyrirmynd mín. Hvíldu í friði. Þinn vinur, Gunnlaugur Hlynur (Gulli). Við viljum minnast Péturs Bene- diktssonar, þjálfara 6. flokks karla hjá Breiðablik. Pétur var heil- steyptur persónuleiki sem bauð af sér góðan þokka og sýndi mikinn þroska og ábyrgð í starfi sínu með yngri iðkendum Breiðabliks. Hann hafði yndi af því að vinna með ung- um iðkendum og var fótbolti hans líf og yndi. Þrátt fyrir ungan aldur náði Pét- ur að halda fullkomu jafnvægi milli þess að vera þjálfari strákanna sinna og félagi þeirra. Hann var meira en bara þjálfari strákanna, hann var vinur þeirra og lærifaðir og naut jafnframt óskoraðrar virð- ingar þeirra. Sá tími sem við höfum fengið að starfa með Pétri hefur verið ánægjulegur. Hann var boðinn og búinn til að gera allt fyrir alla og tók virkan þátt með foreldrum í undirbúningi á alls konar viðburð- um, mótum og fleiru. Strákarnir í 6. flokki sakna hans sárt en því sem hann hefur kennt þeim munu þeir aldrei gleyma og þannig mun Pétur lifa áfram í þeim strákum sem hann þjálfaði. Við vottum fjölskyldu Péturs, unnustu og öðrum vinum og að- standendum okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði. 6. flokkur karla Breiðabliki. Fréttir af andláti Péturs bárust til mín til Portúgals þar sem ég var með knattspyrnumenn í æfingabúð- um. Þetta hafði mikil áhrif á hópinn þar sem Pétur var vel þekktur inn- an knattspyrnuhreyfingarinnar. Fyrstu kynni mín af Pétri voru um haustið 1999, þegar ég byrjaði þjálfun 3. flokks drengja Breiða- bliks. Þetta var góður hópur af öflugum drengjum sem spiluðu af krafti og með hjartanu. Fljótlega komu í ljós leiðtoga- hæfileikar Péturs og útnefning í fyrirliðastöðuna kom því engum á óvart, sem hann sinnti með virðingu og hæfni. Hann var sterkur varnarmaður og stjórnaði sínu liði með köllum og hvatningu enda uppskáru þeir eins og þeir sáðu, Íslandsbikar og Faxa- flóameistarar árið 2000. Við héldum svo hvor í sína áttina, en ávallt var glatt á hjalla og mikið rætt þegar við hittumst á förnum vegi. Þar var auðvitað Liverpool of- arlega á lista, ástríðan í knatt- spyrnu og svo fréttir af fjölskyldum okkar beggja. Það var fjölskyldu okkar svo mikið ánægjuefni þegar yngri drengur okkar hóf knattspyrnuæf- ingar í haust hjá 6. fl. Breiðabliks þar sem Pétur var yfirþjálfari drengjanna. Og ekki stóð á leið- togahæfileikum þá. Hann sinnti þjálfuninni með miklum sóma, barngóður, þolinmóður og miðlaði vel kunnáttu sinni til drengjanna. Virðing fyrir Pétri var mikil innan hópsins. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa frekar en fyrri daginn, því að liðið var mjög sigursælt und- ir hans stjórn. Það er því mikið áfall fyrir drengina og líka allt félagið að slík- ur Stór-Bliki og leiðtogi sem var óspar á krafta sína fyrir félagið skuli vera farinn, langt um aldur fram. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Benni, Guðrún, börn og aðrir aðstandendur. Megi góður guð styrkja ykkur og leiða í þessari miklu sorg. Kristján S.F. Jónsson og fjölskylda. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Guð geymi þig, elsku Pétur, og vaki yfir fjölskyldu þinni. Marinó, Herdís, Bragi og Arnar. Kveðja frá Blikaklúbbnum Það sló þögn á okkur Blika þegar þau tíðindi bárust að vinur okkar og félagi Pétur Benediktsson hefði fallið frá. Það voru ekki nema nokkrir dagar liðnir frá því að hann mætti á fund hjá okkur að ræða starfið framundan. Einkum voru það netmálin sem voru honum hug- leikin og var hann langt kominn á leið með að koma í loftið nýrri heimasíðu fyrir stuðningsmenn Blikaliðsins. Pétur var ekki bara góður félagi heldur líka drífandi í því sem hann tók sér fyrir hendur. Það var ekki nóg að hann væri af lífi og sál í starfi félagsins sem þjálfari og leik- maður heldur var hann einnig góð- ur penni og skrifaði skemmtilegar fréttir inn á heimasíðuna um Blika- liðið. Hann tók einnig myndir og fylgdist með því sem var skrifað á netmiðlum annarra félaga um okk- ur Blika. Þar tók hann oft skemmti- legar rispur og varði félagið af hörku. En Pétur hafði ætíð í fyr- irrúmi kurteisi og virðingu fyrir knattspyrnunni og andstæðingun- um. En dómarinn á himnum flautaði leikinn allt of snemma af fyrir Pét- ur og munum við sakna hans sár- lega enda var Pétur einn af dygg- ustu stuðningsmönnum félagsins. Blikaklúbburinn kveður því góðan félaga með söknuði og sendir Benna, Guðrúnu, Sirrý og fjölskyld- unni allri innilegar samúðarkveðjur. Andrés Pétursson. Ég hef ekki orð til að lýsa þessu, Petti minn. Hvíldu í friði, kallinn minn. Þú varst frábær vinur og fé- lagi og maður gat alltaf treyst þér. Þú sem varst alltaf að plana allt fyrir okkur vinina og hringdir í okkur og sagðir: „Heyrðu, Ranni, ég var að spá,“ var þitt helsta orða- tiltæki þegar þú hringdir. Við sem erum búnir að vera sam- an í fótbolta síðan við vorum sex ára og saman í Smáraskóla síðan við vorum tíu ára. Ég gleymi aldrei því sem við gerðum fyrir alla fót- boltaleiki sem við spiluðum saman í 4. fl. og 3. fl., kassi í kassa og sögð- um hvor við annan: „Tökum svo á þessu,“ og við töpuðum ekki leik þegar við gerðum þetta enda unn- um við Íslands- og bikarmeistara- titilinn. Enduðum svo á því að taka Faxaflóamótið líka, þar sem þú, Pétur minn, varst alltaf fyrirliðinn okkar í Breiðabliki. Við áttum líka frábæra stund saman þegar við útskrifuðumst sem stúdentar frá MK í desember 2004. Þú verður alltaf efstur í hjarta mínu. Ég vil votta fjölskyldu Péturs, Benna, Guðrúnu, Vigni, Sindra, Birtu, Sirrý minni og vinum og vandamönnum dýpstu samúð. Megi Guð almáttugur vera með ykkur. Þinn vinur Rannver Sigurjónsson. Horfinn er á braut góður félagi. Það er erfitt að trúa því að Pétur eigi aldrei eftir að veita okkur ánægju af nærveru sinni aftur. Þeg- ar við horfum til baka kemur fyrst upp í hugann hversu vel var hægt að treysta á Petta. Hann var það sem er kallað pottþéttur náungi. Ef Pétur sagðist ætla að mæta eitt- hvert eða gera eitthvað þá stóð hann við það. Hann æfði með mörg- um okkar frá sex ára aldri og því eru margir í hópnum sem tengdust honum sterkum tilfinningalegum böndum. Eftir að Pétur hætti að æfa var hann enn stór hluti af starfi flokksins og skrifaði m.a. pistla um alla leiki og skrifaði fréttir af leikj- um okkar á netið um leið og þær bárust. Margir Blikar sem búsettir eru erlendis kunnu vel að meta það starf. Hann hafði líka ákveðið að opna nýja vefsíðu fyrir okkur í meistaraflokki karla þar sem hann ætlaði að vera með enn ítarlegri umfjöllun um okkur. Það var alveg sama hvort við vorum í sól í Kópa- vogi eða slagviðri á Húsavík, alltaf mætti Pétur og stóð með félögum sínum í gegnum súrt og sætt. Petti bar alltaf hag Breiðabliks fyrir brjósti og þótti mjög vænt um fé- lagið og félagsmenn. Hann þjálfaði yngri flokkana með afburða árangri og hefur því haft áhrif á líf tuga ef ekki hundraða ungra drengja. Núna erum við staddir á Spáni í æfingabúðum, ferð sem Pétur hafði sagt að hann hlakkaði mikið til. Hann kom með okkur í sömu ferð í fyrra og finnum við því fyrir mikl- um söknuði og tómleika að hafa hann ekki hérna með okkur núna. Það er engin spurning að í sumar munum við halda heiðri hans á lofti. Hann verður í huga okkar allra þegar við göngum út á völlinn og þegar við hugsum um Breiðablik verður hann ávallt efst í huga. Kæru Benni, Guðrún, Vignir, Sindri, Birta og Sirrý, megi Guð vera með ykkur og styrkja ykkur í sorginni. Hugur okkar allra er hjá ykkur. Meistaraflokkur karla Breiðabliks. Okkur langar fyrir hönd 5. flokks Breiðabliks að minnast Péturs og votta honum virðingu okkar með nokkrum línum. Minningarnar um Pétur koma sterkt í hugann er við hugleiðum þær stundir sem við áttum með honum, hann var góður þjálfari og fótboltinn var hans líf og yndi. Pétur axlaði mikla ábyrgð þó ungur væri, þjálfaði bæði 6. og 5. flokk karla og kom einnig að þjálf- un í öðrum flokkum. Við fórum á mörg fótboltamót saman, m.a. til Vestmannaeyja og á Akureyri. Pétur hafði marga kosti, sérstak- lega var tekið eftir því hvað hann var kurteis og jákvæður, drengur góður, hugsaði fyrst og fremst um aðra umfram sjálfan sig. Hann átti gríðarlega marga vini og margir þeirra eiga nú um sárt að binda. Nú er hann ekki lengur á meðal okkar og hann skilur eftir sig stórt skarð. Við kveðjum Pétur sem góðan vin og félaga. Elsku Benni, Guðrún, Vignir, Sindri, Birta, Sirrý og fjölskylda, missir ykkar og sorg er mikil, en eftir stendur minningin um góðan dreng og sú minning mun lifa að ei- lífu. Megi Guð veita ykkur styrk í sorginni. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) 5. fl. karla Breiðabliks. Þegar við fengum fréttirnar að þín væri saknað datt okkur allt annað í hug en það sem raunin var. Minningar um þig, elsku Pétur, streymdu fram í hugann. Við eigum aldrei eftir að gleyma ferðunum sem við fórum í saman með Smáraskóla. Þó svo að þær væru kannski ekki þær auðveldustu vorum við í vinahópnum öll svo náin og gerðum þessar ferðir ógleyman- legar. Manstu þegar við vorum allir krakkarnir að fara saman í bíó. Við þurftum nánast að taka heila sæta- röð frá fyrir okkur af því við ætl- uðum svo sannarlega að sitja öll saman og enginn mátti vera út und- an. En nú er þitt sæti autt og þetta tómarúm, sem situr eftir í hjörtum okkar, fyllum við með yndislegum minningum um góðan vin. Seint eigum við eftir að gleyma því þegar við fengum öll að koma heim til þín á gamlárskvöld. Við vorum búin að suða í foreldrum okkar að fá að fara út eftir mið- nætti og hittast allir krakkarnir. Þau voru nú ekki sammála okkur í þeim efnum og tóku Guðrún og Benni þá til sinna ráða. Buðu öllum krökkunum að koma eftir miðnætti heim til ykkar og þar fengum við pitsu og snakk en auðvitað var þá aðalmálið að fá að vaka sem lengst. Þetta var yndislegt kvöld sem við áttum öll saman. Við tókum þátt í leikritum og söngleikjum sem var verið að setja upp í skólanum. Þar varst þú í ófá skiptin að syngja og sýna þína bestu takta. Þú sýndir án efa þína bestu takta þegar þú söngst lagið Tears in Heaven eftir Eric Clapton á Samfés. Við stelpurnar vorum raddlausar eftir keppnina. Við öskr- uðum svo mikið og hvöttum þig þegar þú varst að syngja. Þú varst eiginlega einn af okkur stelpunum. Það var oftar en ekki sem við hringdum í þig þegar eitt- hvað var að hrjá okkur. Þú varst alltaf tilbúinn að hlusta og gafst góð ráð eins og þér einum var lagið. Margar minningar eigum við um

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.