Morgunblaðið - 11.04.2006, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Frá því ég man eft-
ir mér hafa samveru-
stundirnar með Hauki
verið fastur hluti af
tilverunni. Um það leyti sem ég
fæddist, fluttist Haukur frændi til
Reykjavíkur og snemma fór hann
að heimsækja okkur reglulega. Mér
varð fljótlega ljóst að ég átti heims-
ins skemmtilegasta frænda.
Það lifnaði yfir öllu hvar sem
Haukur kom. Hann fyllti umhverfi
sitt vellíðan, var óviðjafnanlega
hnyttinn, hló sjálfur hátt og inni-
lega og hafði einstakt lag á að
kveikja bros og hlátur allra í kring-
um sig. Hann var maður sem var
fyrir allt nema leiðindi.
Nærvera Hauks var okkur fjöl-
skyldunni ómissandi við öll tilefni
stór sem smá. Aldrei hittumst við í
mat eða kaffi öðruvísi en beðið væri
með eftirvæntingu eftir Hauki.
Idolkvöld, spilakvöld, afmæli; alltaf
mætti Haukur og var hrókur alls
fagnaðar. Strákarnir mínir hændust
að honum á sama hátt og við systk-
inin höfðum gert enda náði Haukur
einstaklega vel til barna á sinn fyr-
irhafnarlausa hátt. Hann fylgdist
með okkur öllum í leik og starfi og
sýndi því áhuga sem við vorum að
fást við, vílaði ekki fyrir sér að lesa
yfir ritgerðir ef svo bar undir og
var boðinn og búinn ef vantaði hjálp
með strákana. Toppurinn á tilver-
unni hjá Gísla mínum var að fá að
fara með Hauki dagspart í vinnuna.
Þar fékk hann að hitta nemendur
Hauks, greiða plathausa og síðan
fengu þeir sér kleinu á kennarastof-
unni. Síðastliðið haust kvöddumst
við áður en ég hélt utan til náms-
dvalar og áttum síst von á öðru en
við myndum hittast hress og kát í
jólafríinu.
En öllu er afmörkuð stund.
HAUKUR
ARNÓRSSON
✝ Haukur Arnórs-son fæddist á
Akureyri 27. desem-
ber 1958. Hann lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
29. mars síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Þorgeirs-
kirkju á Ljósavatni
8. apríl.
Fréttirnar um alvar-
leg veikindi Hauks
komu sem reiðarslag í
nóvember. Nú örfáum
mánuðum síðar hefur
lífsbók elskulegs
frænda okkar verið
lokað. Eftir sitjum við
vanmáttug og eigum
erfitt með að meðtaka
þessa ósanngjörnu
staðreynd.
Hér hjá okkur hef-
ur logað ljós við mynd
af Hauki, sem tekin
var í bekkjarafmæli
Daníels fyrir tæpum tveimur árum.
Við það tilefni var Haukur að búa
sig undir að framreiða pylsur ofan í
30 svanga munna. Á myndinni er
Haukur hlæjandi og krafturinn og
gleðin lýsir af honum.
Þannig mun ég minnast þín, kæri
frændi. Mikið mun nú tilveran
verða litlausari án þín.
Ég bið góðan Guð að vaka yfir
Arnóri föður Hauks, Indriða, Þór-
halli og fjölskyldum þeirra og öðr-
um ástvinum er eiga um sárt að
binda.
Minningin um einstakan mann
lifir.
Hildur Sigurðardóttir,
Edinborg.
Skarð er fyrir skildi í stétt hár-
snyrtifólks við fráfall Hauks Arn-
órssonar. Ekki einasta var hann
frábær fagmaður á sínu sviði, held-
ur einnig framúrskarandi uppalandi
og kennari. Verklag hans allt var
fumlaust og ákveðið, vandvirknin í
fyrirrúmi, aldrei slakað á kröfum né
framkvæmd slegið upp í kæruleysi.
Hann gerði miklar kröfur til sjálfs
sín og annarra, hann leit ekki á
starf sitt sem iðn, öllu heldur sem
listgrein. Honum fannst mikilvægt
að iðkendur bæru virðingu fyrir
starfinu og temdu sér faglegt stolt.
Þetta viðhorf skein úr hverju hand-
taki hjá Hauki.
Haukur var í forystu fyrir stétt
sinni í menntamálum, bæði sem
kennari við Iðnskólann í Reykjavík
og sem fulltrúi menntamálaráð-
herra í starfsgreinaráði snyrti-
greina. Það var einkar ánægjulegt
að hann skyldi fallast á að taka síð-
arnefnda starfið að sér, enda vitað
að hann myndi sinna því af sömu
samviskusemi og einkenndi önnur
verk hans. Hann kom að endur-
skoðun námsskrár í hársnyrtiiðn,
þeirrar sem nú er í gildi. Haukur
hafði ákveðnar skoðanir á kennslu í
iðninni og setti fram skynsamlegar
hugmyndir um hvernig einfalda
mætti framkvæmd námsins og láta
það mynda samfellda heild.
Samskipti okkar voru ekki aðeins
á vettvangi menntamálanna, Hauk-
ur klippti hár mitt í um tuttugu ár
og fórst það betur úr hendi en flest-
um öðrum. Hann greiddi okkur
hjónum á brúðkaupsdaginn okkar.
Einhvern veginn hafði ég ímyndað
mér að ég yrði á föstu róli með hár-
skera í framtíðinni. Svo verður
ekki. Mér er það harmsefni að eiga
ekki framar kost á að mæta í klipp-
ingu hjá Hauki og Fausto, hlusta á
kýturnar og klögurnar þeirra í milli
sem alltaf voru á góðlátlegum nót-
um. Það nærði sál manns að um-
gangast Hauk og eiga við hann
spjall um ýmis málefni. Hann var
slíkt gæðablóð að maður flokkar
það með lífsgæðum að hafa átt
hann að sem vin.
Blessuð sé minning Hauks Arn-
órssonar.
Ólafur Grétar Kristjánsson.
Haukur frændi minn í Borgartúni
er dáinn. Hve veröldin getur stund-
um verið grimm og lífið hverfult.
Fyrir örfáum mánuðum hefði mér
aldrei dottið í hug að ég myndi rita
þessi orð niður á blað, allavega ekki
næstu 40–50 árin eða svo. Og ósköp
reyndist mér það nú erfitt þegar að
því kom, svona alltof fljótt.
Orð Guðbjargar afasystur minnar
hafa verið mér hugleikin undan-
farna daga. Í öll þau skipti sem ég
innti hana frétta af Hauki eftir að
veikindi hans komu upp, talaði hún
alltaf um „okkar mann“, „okkar
manni“ liði nú svona og „okkar
maður“ hefði nú sagt þetta o.s.frv.
Þannig var Hauki rétt lýst, hann
var svo sannarlega okkar maður,
okkar allra, vina sinna og ættingja.
Allir fengu að eiga sinn hlut í
Hauki, alveg sama á hvaða forsend-
um fólk þekkti hann, hann átti nóg
handa öllum.
Haukur var einn skemmtilegasti
maður sem ég hef kynnst. Honum
fylgdi mikil gleði og mikill hlátur. Í
minningunni sit ég við eitthvert eld-
húsborðið með Hauki þar sem við
hlæjum innilega og þurrkum af
okkur tárin með handarbökunum.
Enn hvað ég á eftir að sakna þess-
ara stunda. Haukur var glæsilegur
maður, hár og tignarlegur, svipmik-
ill, dökkhærður og dökkeygður,
sveitadrengur að norðan í hjarta
sínu en heimsborgari í fasi. Hann
var sterkur og litríkur persónuleiki
sem litaði líf mitt og auðgaði, eilítið
dulur en þó svo einlægur og hjarta-
hlýr. Hans verður sárt saknað.
Elsku Nóri minn, Indriði, Þór-
hallur, Klara, Gudda og aðrir að-
standendur, guð styrki okkur öll á
erfiðum tímum.
Minningin lifir.
Anna María Þórhallsdóttir.
Elsku Haukur. Það eru margar
minningarnar sem ég á um þig síð-
an ég stundaði nám í hárgreiðsl-
unni. Feimna stelpan „utan af
landi,“ eins og þú sagðir í stríðni.
En það var í lagi því alltaf fylgdi
smitandi hlátur þinn í kjölfarið. En
ég var ekki lengi að gleypa húmor
þinn þegar Glóí Gorbalíu nafnið
varð til.
Þú fylgdist alltaf með mér bæði
varðandi vinnuna og lífið sjálft og
minntir mig alltaf á að vera hörð,
samtölin enduðu svo á „við verðum í
bandi“. Í minningunni er margt
sem kemur upp í hugann og til að
mynda man ég alltaf eftir flíspeysu
umræðunni, já, þú gafst ekki flís
háa einkunn og var það því alltaf
skemmtilegur hrekkur að mæta í
slíkum fatnaði á morgnana til að
borga fyrir stríðnina frá deginum
áður. Einnig er mér ofarlega í huga
pistillinn sem mér var falið að
skrifa um þig og lesa upp á dimmi-
teringarkvöldinu. Allir skemmtilegu
galabrandararnir og allir hrekkirnir
settir saman og já, þar gast þú
hlegið því þú hafðir svo sannarlega
húmor fyrir sjálfum þér. Þegar ég
kíkti svo við í skólanum í nóvember
síðastliðinn varstu sá hressasti eins
og alltaf og grínið vantaði þá ekki
frekar en fyrri daginn. Því kom það
eins og þruma úr heiðskíru lofti
þegar mér bárust fregnar um veik-
indi þín.
Ég gæti skrifað hér um óréttlæti
lífsins og hvers vegna svona hendir
mann eins og þig í blóma lífsins, en
það ætla ég ekki að gera. Heldur
ætla ég að geyma allar góðu minn-
ingarnar um þig í hjarta mínu því
þar get ég sótt þær þegar ég þarf á
þeim að halda. Þú skilur eftir þig
stórt skarð í okkar stétt og þá sér-
staklega fyrir þá nema sem ekki fá
tækifæri til að njóta leiðsagnar
þinnar. Við töluðum saman í síma
föstudaginn fyrir andlát þitt, ekki
hvarflaði að mér þá að þetta yrði
okkar síðasta samtal í bili, enda
endaði samtalið eins og alltaf á „við
verðum í bandi“.
Ég sendi aðstandendum og vin-
um Hauks mínar dýpstu samúðar-
kveðjur og bið guð að styrkja þau í
sorginni. Haukur verður alltaf í
mínum huga dýrmætur vinur, mikill
fagmaður og einstök fyrirmynd.
Sofðu rótt, kæri vinur.
Þín vinkona.
Eygló Dögg.
Góður vinur minn og félagi er lát-
inn langt fyrir aldur fram eftir
stutta en erfiða baráttu við illvígan
sjúkdóm.
Ég kynntist Hauki árið 1979 þeg-
ar ég var að hefja nám í hárskurði á
rakara- og hárgreiðslustofunni
Klapparstíg hafði hann unnið þar í
nokkurn tíma og var orðinn hár-
greiðslumeistari. Haukur vildi ekki
mikið vera að þvælast rakarastof-
umegin því honum fannst hann vera
hárgreiðslumaður en ekki rakari
sem hann og var og olli það oft tog-
streitu. Kaffistofan niðri í kjallara á
Klapparstígnum var sá staður sem
vinnufélagarnir hittust og spjölluðu
og var Haukur oft fremstur í flokki
í hinum ýmsu rökræðum sem áttu
sér stað þar því hann hafði mjög
sterkar skoðanir á ýmsum málefn-
um hvort sem það voru stjórnmál,
fagið eða eitthvað annað og var
honum oft heitt í hamsi því eins og
góðum Þingeying sæmir gafst hann
ekki svo auðveldlega upp.
En glensið og húmorinn var aldr-
ei langt undan, stríðinn var Haukur
með eindæmum þótt hann þyldi
kannski ekki stríðnina ef henni var
beint að honum sjálfum. Sumarið
1981 datt mér, Hauki og Ómari það
í hug að redda okkur smá aukapen-
ing og fara norður á Hvammstanga
að klippa, skelltum við okkur þrír í
bílinn hans Ómars sem var Ford
Taunus árgerð 66 og brunuðum við
á stað hressir og kátir, allt klárt,
búnir að redda gistingu á sveita-
bænum sem ég var á sem gutti og
nú skyldi græða pening því nóg var
af sveitungum til að klippa. Mikið
var hlegið og gert grín alla leiðina
því þegar við þrír vorum saman var
engin lognmolla. Daginn eftir þegar
átti að fara að klippa allar sveit-
irnar og Hvammstangabúa gerðist
bara ekkert, núll. Vesturhúnvetn-
ingar voru ekkert á því að láta
klippa sig á þessum síðsumartíma.
Þá voru góð ráð dýr, ekkert annað
að gera en að gera grín að Ómari
sem lá vel við höggi. Eftir því sem á
daginn leið varð Ómar reiðari og
reiðari, pakkað var niður og haldið
af stað suður. Ómar keyrði frekar
greitt og þegar við nálguðumst
beygjuna upp á þjóðveg missir Óm-
ar vald á bílnum og bíllinn veltur
tvær veltur og lendir á toppnum.
Þögnin var hrikaleg í smástund,
segir Haukur þá skyndilega, farðu
af mér hlunkurinn þinn, en lá þá
Ómar ofan á honum, enn og aftur
var hlegið. Skröngluðumst við út úr
bílnum og skömmu síðar sjáum við
bíl, en það er pabbi minn, átti hann
leið hjá en hann hafði verið að
heimsækja mömmu sem vann á
Edduhótelinu skammt frá. Stoppar
hann bílinn og stígur út, spyr hvort
við séum ómeiddir, við segjum já.
Þá segir hann, hvaða vitleysa er
þetta á ykkur, fer aftur inn í bíl og
keyrir í burtu. Að lokum fengum
við nú hjálp og skældumst í bæinn
á beygluðum bíl með brotna stýr-
isstöng. Þessi saga hefur oft verið
sögð eins og svo margar aðrar sem
gerðust erlendis og á Íslandi, því
Haukur var skemmtilegur ferða-
félagi og vinur og alltaf stutt í stuð-
ið og fjörið þar sem hann var.
Læt ég hér staðar numið og kveð
þig kæri vinur. Sendi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu þinnar, megir þú hvíla í friði.
Þinn vinur
Jón Halldór (Nonni).
Kveðja frá samstarfsmönnum
í Iðnskólanum í Reykjavík
Með djúpa sorg í hjarta kveðjum
við nú kæran vin og samstarfsmann
til fjölda ára Hauk Arnórsson.
Haukur var kvaddur burt alltof
snemma og missir fjölskyldu hans,
vina og samstarfsmanna, nemenda
og raunar hársnyrtistéttarinnar
allrar er mikill.
Haukur lauk burtfararprófi í iðn-
grein sinni, hárgreiðslu, árið 1978www.mosaik.is
LEGSTEINAR
sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
LEGSTEINAR
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
RAGNHEIÐAR ODDSDÓTTUR,
Ásabyggð 17,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunar-
heimilinu Seli á Akureyri fyrir hlýhug og góða umönnun.
Ingvar Guðmundsson,
Örn Ingvarsson, Svanhvít B. Ragnarsdóttir,
Valur Ingvarsson, Filippía Björnsdóttir,
Guðmundur Ó. Ingvarsson, Þorgerður Þormóðsdóttir,
Oddur Ingvarsson, Linda Iversen,
Páll Ingvarsson, Hólmfríður Bragadóttir,
Íris Ingvarsdóttir, Karl Óskar Þráinsson,
Ásdís Ingvarsdóttir, Kjartan Ingason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur sa-
múð og hlýhug við andlát og útför elsku móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓNÍNU BJARGAR BJARNADÓTTUR,
elli- og hjúkrunarheimilinu Sóltúni,
áður til heimilis í
Barmahlíð 55.
Bjarni Þór Guðmundsson, Guðrún Whitehead,
Sigríður Bryndís Guðmundsdóttir, Stefán Árnason,
Ragnhildur I. Guðmundsdóttir, Kjartan Ragnars,
barnabörn og barnabarnabörn.
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800