Morgunblaðið - 11.04.2006, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 45
MINNINGAR
Keppnismenn með stáltaugar
unnu Súgfirðingaskálina
Valdimar Ólafsson og Karl
Bjarnason sýndu að þeir hafa stál-
taugar og mikið keppnisskap er þeir
náðu að tryggja sér Súgfirðingaskál-
ina með góðum endaspretti.
Staða Einars Ólafssonar, sem spil-
aði við Þorstein Þorsteinsson og
Karl Sigurðsson, var mjög vænleg
fyrir lokalotuna. Valdimar og Karl
þurftu að stefna á 60% skor og það
tókst. Einnig var mikil barátta um
þriðja sætið og höfðu Guðbjörn og
Steinþór betur í baráttunni við Björn
formann og Gunnar. Munaði aðeins
einum yfirslag er upp var staðið.
Keppnin var í fjórum lotum og giltu
þrjú beztu skorin til verðlauna. Alls
spiluðu 14 pör í mótinu.
Lokastaðan:
Valdimar Ólafsson – Karl Bjarnason 404
Einar Ólafsson – Þorsteinn Þorsteinsson
/Karl Sigurðsson 398
Guðbj. Björnss. – Steinþór Benediktss. 349
Björn Guðbjörnss. – Gunnar Ármannss. 346
Kristján Þorláksson – Haukur Guðmss. 343
Gróa Guðnadóttir – Guðrún Jörgensen 341
Meðalskor 330 stig.
Úrslit í fjórðu lotu:
Valdimar Ólafsson – Karl Bjarnason 133
Kristján Þorláksson – Haukur Guðmss. 129
Gróa Guðnadóttir – Guðrún Jörgensen 121
Björn Guðbjörnss. – Gunnar Ármannss. 113
Meðalskor 110 stig. Spilastjóri var
Sigurpáll Ingibergsson.
Fimmtudaginn 4. maí verður loka-
spilamennska og brugðið á léttan
leik. Spilaður verður súgfirskur
þrautakóngur, tvímenningur í anda
raunveruleikaþátta. Mun pörum
fækka eftir hverja umferð, pör verða
spiluð út úr þrautinni. Boðið verður
upp á breytileg spilaform og nýjung í
bridsflóruna. Þrautakóngurinn hefst
kl. 18.15 í björtum sal BSÍ.
Frá afhendingu Súgfirðingaskálarinnar. F.v.: Karl Sigurðsson, Einar Ólafs-
son, Karl Bjarnason, Steinþór Benediktsson, Valdimar Ólafsson, Björn Guð-
björnsson, formaður Súgfirðingafélagsins, og Guðbjörn Björnsson.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Úrslitakeppni Íslandsmóts í
sveitakeppni um bænadagana
Úrslitakeppni Íslandsmótsins í
sveitakeppni í brids verður spiluð
dagana 12.–15. apríl á Hótel Loft-
leiðum. Tólf sveitir hafa unnið sér
rétt til spilamennsku í úrslitum og
spila allar 16 spila leiki innbyrðis.
Spilamennska hefst klukkan 16.00 á
miðvikudaginn, 12. apríl. Að venju
verður leikjum lýst á sýningartöflu
og áhorfendur að sjálfsögðu vel-
komnir.
Meðfram Íslandsmótinu verður
boðið upp á Góu-tvímenningskeppni
þar sem verðlaunin verða glæsileg
páskaegg. Ein lota verður spiluð
fimmtudaginn 13. apríl og tvær lotur
föstudaginn langa 14. apríl. Ekki
tvær á fimmtudag og ein á föstudag
eins og ranghermt var í síðustu frétt.
Veitt verða þrenn verðlaun fyrir
hverja lotu fyrir sig og síðan fær það
par, sem nær besta samanlagða ár-
angrinum í tveimur af þremur lot-
um, myndarlegt páskaegg. Gefið
verður út mótsblað og spilað með
BridgeMate-tölvum sem gerir það
kleift fyrir áhorfendur að fylgjast
með skori í öllum leikjum.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 7. apríl var spilað á
12 borðum. Meðalskor var 216. Úr-
slit urðu þessi í N/S
Sigurður Herlufs. – Steinmóður Einars. 265
Sverrir Jónsson – Jón Pálmason 263
Sigurður Hallgrímsson – Anton Jónsson 259
Helgi Sigurðsson – Gísli Kristinsson 241
A/V
Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 289
Guðm. Bjarnason – Kristján Þorláksson 239
Sófus Bethelsen – Haukur Guðmss. 225
Ingimundur Jónss. – Helgi Einarsson 225
Lokið er stigakeppni um verðlaun
fyrir föstudaga. Þessir urðu efstir.
Jón Sævaldsson 54
Þorvarður S. Guðmundsson 54
Sæmundur Björnsson 49
Guðrún Gestsdóttir 45
Jón Gunnarsson 42
Albert Þorsteinsson 41
Bridsfélag Kópavogs
Eftir tvö kvöld í hraðsveitakeppn-
inni, er staða efstu sveita þessi;
Vinir 1155
Allianz 1148
Guðlaugur Sveinsson 1138
Lokaumferðin verður spiluð að
kveldi sumardagsins fyrsta 27. apríl.
Gullsmárinn
Bridsdeild FEBK, Gullsmára,
spilaði tvímenning á 15 borðum
fimmtudagin 6. apríl. Meðalskor 264.
Efst í NS
Þorsteinn Laufdal – Tómas Sigurðsson 319
Dóra Friðleifsdóttir – Jón Stefánsson 317
Jón Stefánsson – Eysteinn Einarsson 316
Viðar Jónsson – Leifur Jóhannesson 294
AV
Ragnhildur Gunnarsd. – Haukur Guðms.
352
Guðm.Magnússon – Kristinn Guðmss. 305
Guðm. Árnason – Maddý Guðmundsd. 286
Oddur Jónsson – Magnús Ingólfsson 280
Síðasti spiladagur fyrir páska er
mánud. 10. apríl. Fyrsti spilad. e.
páska mánud. 24. apríl
FEBK Gjábakka
Spilað var á 6 borðum sl. föstudag.
Þetta eru úrslitin í N/S riðlinum:
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 119
Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddss. 106
Jón Hallgrímss. – Ægir Ferdinandss. 99
A/V:
Júlíus Guðmss. – Óskar Karlsson 128
Helga Helgad. – Lilja Kristjánsd. 103
Aðalheiður Torfad. – Ragnar Ásmundss. 101
Hrafnhildur Skúlad. – Þórður Jörundss 101
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
og fékk síðar réttindi í hársnyrt-
ingu sameinaðri iðngrein í hár-
skurði og hárgreiðslu. Hann starf-
aði um nokkurt árabil á
hársnyrtistofum fékk meistararétt-
indi árið 1981 og lauk kennslurétt-
indanámi frá Kennaraháskóla Ís-
lands árið 1995. Haukur hóf störf
við Iðnskólann árið 1986 og hafði
því unnið við kennslustörf í tuttugu
ár er hann lést.
Haukur var einstaklega ljúfur
maður í umgengni. Hann lagði sig
fram við að gera lífið þægilegt og
skemmtilegt fyrir þá sem voru í
kringum hann hverju sinni. Hann var
mikill húmoristi og naut sín best í
góðra vina hópi. Þeirra stunda verð-
ur minnst með ljúfsárum söknuði.
Haukur hafði mikinn metnað og
lagði mikið á sig starfsgrein sinni til
framdráttar. Hann var formaður
fagfélags hársnyrtikennara frá fé-
lagsstofnun og þar til hann féll frá.
Einnig sat hann í stjórn alþjóða-
samtaka hársnyrtikennara IAHS.
Vinnan var honum mikils virði og
hann hafði sterk og góð áhrif á okk-
ur sem unnum með honum í Iðn-
skólanum. Honum var einkar um-
hugað um nemendur sína, bar hag
þeirra fyrir brjósti og víst er að all-
ir nemendur Hauks sjá nú á eftir
einstökum kennara sem á engan
sinn líka. Nánustu samstarfsmenn
Hauks félagar hans við hársnyrti-
braut skólans bundust honum
sterkum böndum og eiga fjölmarg-
ar minningar frá fundum við hann.
Hann var góður gestgjafi og frábær
kokkur, maturinn sem hann útbjó
var jafnan listaverk, hollur og góð-
ur og smakkaðist eftir því. Síðasta
heimsóknin norður til Akureyrar,
rétt áður en Haukur lést, var þess-
um starfsfélögum mjög mikils virði.
Hann hafði helsjúkur beðið komu
vina sinna sem áttu með honum fal-
lega og dýrmæta stund.
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar
því tíminn mér virðist nú standa í stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar
þrár,
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og í brjósti hvers
manns.
Nú birtir, og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl
sem eygir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga.)
Það er erfitt að kveðja Hauk,
veikindin og andlátið báru svo brátt
að en við þökkum fyrir allar góðu
stundirnar og samveruna. Minning-
arnar um Hauk eigum við og þær
munu lifa innan skólans um ókomna
tíð. Við samstarfsmenn og vinir
hans við Iðnskólann kveðjum ljúfan
og góðan dreng og sendum fjöl-
skyldu hans okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Eftir rúmlega þrjátíu ára við-
kynni eigum við systur eingöngu
góðar minningar um Hauk frænda
svo að hvergi ber skugga á og það
viljum við þakka. Ræktarsemi hans
við okkur og okkar var einstök.
Hans hlýja og góða nærvera sem
laðaði alla að, brosið, kímnigáfan og
hláturinn, ásamt trygglyndi sem
var við brugðið eru gjafir sem gott
er að eiga og muna.
Nóri, bræður og aðrir ástvinir fá
okkar hlýjustu kveðjur.
Hulda og Steinunn.
Haukur
Þú brosir
blíður og mjúkur.
Þú ætlar,
þú skalt,
þú getur.
Þú og heimurinn
Þú sem kannt
að lesa lífið
og
þú sem lærðir
að skrifa í skýin.
Hlærð,
stendur upp
og kveður.
Ólöf Ása.
Kæri Haukur, vinur okkar og fé-
lagi.
Nú ert þú farinn og eftir sitjum
við og yljum okkur við minningar
því gott er að minnast góðs manns.
Margt væri hægt að skrifa um þig
en okkur langar að kveðja þig með
þessu ljóði.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum.)
Þökkum samfylgdina.
Jóhanna, Símon, Eyvindur,
Snjólaug og Kristín.
Ég veit þú ert komin vorsól.
Vertu ekki að fela þig.
Gægstu nú inn um gluggann.
Í guðs bænum kysstu mig.
Þeir eru svo fáir aðrir,
sem una sér hjá mér.
Já, vertu nú hlý og viðkvæm.
Þú veist ekki, hvernig fer.
Því það er annað að óska
að eiga sér líf og vor
en hitt að geta gengið
glaður og heill sín spor
(Jóhann Gunnar Sigurðsson.)
Hver hefði trúað því að þetta vor
væri það síðasta í lífi Hauks? við
bekkjarfélagar úr Iðnskólanum
hittumst svo hress sl. haust heima
hjá Hauki í fallegu íbúðinni hans,
fórum síðan út að borða og
skemmtum okkur dásamlega. Við
vorum að halda upp á að 30 ár væru
liðin síðan við byrjuðum í hár-
greiðslunni og sum okkar í rak-
aranum en við vorum fyrsti árgang-
urinn þar sem þessi fög voru saman
í bekk, þetta var samstilltur og góð-
ur hópur enda fámennur, aðeins 12
nemendur. Af og til hittist gamli
bekkurinn og tilfinningin var alltaf
eins og við hefðum hist í gær.
Stuttu eftir þetta yndislega kvöld
fengum við þau válegu tíðindi að
Haukur væri alvarlega veikur.
Haukur sem var svo hress og frísk-
ur. Það er höggvið stórt skarð við
fráfall Hauks en minningin er ljúf
um góðan dreng.
Við vottum fjölskyldu og vinum
okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd bekkjarsystkina í
Iðnskólanum í Reykjavík.
Auður Magnúsdóttir.
Guðrún Geiradóttir.
Sigríður Guðmundsdóttir.
Haukur vinur okkar andaðist fyr-
ir örfáum dögum. Það er sárt að
kveðja slíkan mann í blóma lífsins.
Hann var einstakur í augum okkar
sem kynntumst honum og nutum
aðstoðar hans í ýmsum málum,
einkum þó hársnyrtingunni sem var
sérfræði hans. Hann kom heim til
okkar með nokkuð jöfnu millibili
eftir að við áttum erfiðara með að
hreyfa okkur milli staða í Reykja-
vík.
Þegar hann kom á Hjarðarhag-
ann léttist ævinlega andrúmsloftið
og við ræddum saman um heima og
geima við dökkhærða gestinn yfir
tebollunum eftir klippinguna.
Haukur hafði gaman af myndum
og þess vegna féll hann vel inn í
umhverfið í íbúðinni á Hjarðarhaga
36. Þegar vora tók fór hann oft í
smáreisur til útlanda með nemend-
um sínum í Iðnskólanum og seinna
um sumarið til annarra landa á eig-
in vegum. Spánn var í sérstöku
uppáhaldi hjá Hauki síðast þegar
við vissum og gátum fylgst með
hugarflugi hans, sem var býsna víð-
feðmt og ekki bundið við einn
heimshluta. Það gæti orðið býsna
erfitt að lýsa Hauki Arnórssyni og
sérkennum hans. En fyrst og
fremst var hann hinn prúði maður
bæði til orðs og æðis, sem hafði
gaman af að tengjast fólki af öllum
árgöngum. Á vinnustað hans í Iðn-
skólanum í Reykjavík var unga
fólkið í fyrrrúmi af eðlilegum
ástæðum, en síðan bættist eldra
fólkið í hópinn því að hann átti ým-
islegt vantalað við okkur um lífs-
reynslu sína og skoðanir okkar á
ýmsum óskyldum málefnum. Við
lærðum margt á því að umgangast
hann þennan stutta tíma sem okkur
var skammtaður.
Lífið er stutt. Það vita menn
gjörla þegar þeir hafa lifað áttatíu
ár eða þar um bil. Árin sem hverfa í
móðuna koma aldrei aftur.
Else Mia Einarsdóttir,
Hjörleifur Sigurðsson.
Góður drengur hefur kvatt.
Haukur Arnórsson er látinn langt
fyrir aldur fram. Haukur gekk í
Leikfélag Kópavogs um miðjan ní-
unda áratuginn og tók þar þátt í
leikstarfi á sviði jafnt sem utan
þess. Þótt Haukur væri ekki virkur
í félaginu nema um stutt skeið er
hann afar minnisstæður þeim fé-
lagsmönnum sem kynntust honum
á þeim tíma og margir héldu góðu
sambandi við hann allar götur síð-
an. Glaðlyndi og hlýja einkenndi
Hauk í starfi hjá Leikfélaginu og
jákvæð afstaða hans veitti öðrum
jafnan styrk í umhverfi leikhússins
þar sem tilfinningarnar vilja gjarn-
an sveiflast til og taugarnar þandar
til hins ýtrasta. Haukur naut sín vel
í góðum hópi og fjölmargar hlýjar
minningar lifa enn í brjóstum fyrr-
um félaga hans að honum gengnum.
Leikfélag Kópavogs kveður góð-
an félaga og sendir fjölskyldu hans
og vinum samúðarkveðjur.
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Ef útför hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Undirskrift Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á
myndamóttöku: pix@mbl.is og
láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
Minningar-
greinar