Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 47 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Antík Íslensk antík ca. 1930 Til sölu hjónarúm án dýnu og tvö náttborð með rósaflúri. Ísl. smíði frá fjórða áratugnum. Verð 50.000 kr. Uppl. í síma 893 2002. Dýrahald Kassavanir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í s. 697 4872. 9 mán. gullfallegur ísl. hvolpur Mjög duglegur, algjör keliknúsari, á fullt af dóti, fæst gefins á gott heimili vegna heimilisaðstæðna. Uppl. í s. 662 5106 eftir hádegi. Ferðalög Sumarfrí í Barcelona. Íbúð til leigu í góðu hverfi miðsvæðis í Barcelona, frá júní og út septem- ber. Leigist í viku eða lengur í senn. Uppl. í s. (0034)935287705 eða ibud.bcn@gmail.com. Gisting Gisting í Reykjavík Hús með öllum búnaði, heitur pottur, grill o.fl. Upplýsingarí s. 588 1874 og 691 1874. Sjá: www.toiceland.net Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði til leigu á 2. hæð í Síðumúla. 3 herbergi, eldhús og snyrting með síma og tölvulögnum. Leiguverð 65 þús. Uppl. í s. 553 4838. Sumarhús Sumarhús — orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbú- in hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Glæsilegar sumarhúsalóðir! Til sölu mjög fallegar lóðir í vel skipulögðu landi Fjallalands við Ytri-Rangá, aðeins 100 km frá Reykjavík, á malbikuðum vegi. Kjarrivaxið hraun. Fögur fjallasýn. Veðursæld. Frábærar gönguleiðir og útivistarsvæði. Mjög góð greiðslukjör. Uppl. á fjallaland.is og í s. 893 5046. Námskeið www.enskunam.is Enskuskóli Enskunám í Englandi. 13-17 ár,a 18 ára og eldr,i 40 ára og eldr.i Uppl. og skráning frá kl. 17-21 í síma 862-6825 og jona.maria@simnet.is Microsoft MCSA kerfisstjóra- nám. Nám í umsjón Windows 2003 Server netþjóna & netkerfa hefst 24. apríl. Hagstætt verð. Rafiðnaðarskólinn, www.raf.is. Upplýsingar í síma 86 321 86 og á jonbg@raf.is Til sölu Vorum að taka upp nýjar vörur. H. Gallerí, Grænatúni 1, Kópavogi, s. 554 5800. Kristalsljósakrónur. Handslípað- ar. Mikið úrval. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4331. Hágæða postulín, matar-, kaffi-, te- og mokkasett. Mikið úrval. Frábært verð. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 544 4331. Bókhald Fljótt og vel. Framtöl, bókhald, laun, vsk, ársreikningar, rekstrar- yfirlit, stofnun ehf. og önnur skjalavinnsla. Upplýsingar í síma 690 6253. Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Byggingavörur www.vidur.is Nýkomið: Hnota (ipe-tegund). Gegnheill planki 19x195 mm, fasaður og pússaður. Verð 6.990 kr. m² m. vsk. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magn- úsi í s. 660 0230. www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í síma 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Nýja sumarlínan frá Pilgrim komin. Tilvalin fermingargjöf. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Matarlitur 12 mismunandi litir. Pipar og salt, Klapparstíg 44, sími 562 3614. Hárspangir frá kr. 290. Einnig mikið úrval af fermingar- hárskrauti. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Army húfur aðeins kr. 1.690. Langar hálsfestar frá kr. 990. Síðir bolir kr. 1.990. Mikið úrval af fermingarhár- skrauti og hárspöngum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Bílar Toyota Corolla árg. '97 ekinn 160 þús. Verð 200 þús. Uppl. í síma 694 9923. Tilboð - Toyota Rav4, 4wd, árg. 05.03. Ek., 83 þ. Sjsk., sk. 08 og nýsm, CD, heilsársdekk. Topp- bogar og varadekkshlíf. Verð 1.850.000 kr., tilboð 1.650.000 kr. Uppl. í s. 896 6181 og 557 6181. Nýr Mercedes Benz Sprinter 316 CDI (Freightleiner). Sjálfskipt- ur, ESP, millilengd. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4333 og 820 1070. Nissan Patrol Elegance 3000 diesel. Árg. 10 '02, ek. 54 þ.km, sjsk., 6 dyra, ýmsir aukahl. Ásett 3,16 m. Tilb. 2,9 m. S.896 6181 og 557 6181 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn FRÉTTIR SÚ fullyrðing sjávarútvegsráð- herra á Alþingi í liðinni viku að hvalveiðar séu forsenda þess að byggja upp þorskstofninn við Ís- land stenst ekki skoðun, að mati Náttúruverndarsamtaka Íslands. Samkvæmt vistfræðinni skipti ekki máli hvort smáþorskur er 5 eða 15% prósent af heildarfæðuöflun hrefnustofnsins við Ísland. Sjálf- bærar hrefnuveiðar munu nær engu breyta um þau áhrif sem hrefnustofninn kann að hafa á nytjastofna fisks. Til að draga marktækt úr meintum áhrifum hrefnustofnsins á nytjastofna fisks væri nauðsynlegt að grisja stofninn langt umfram það sem talist gætu sjálfbærar veiðar, jafnvel um helm- ing eða meira á örfáum árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Samtökin segja að Hafrann- sóknastofnun telji litlar líkur á því að veiðar á 400 hrefnum hafi nokk- ur áhrif á stofninn. „Því verður að álykta að Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hyggi á verulegan niðurskurð hrefnu- stofnsins í þeirri von að þorsk- stofninn rétti úr kútnum,“ segir í tilkynningunni. „Ætlar ráðherrann að leggja til mun meiri veiðar á hrefnu en sem nemur ráðgjöf vís- indamanna Hafró (400 dýr að há- marki á ári)? Hvernig hyggst hann koma af- urðunum í lóg?“ spyrja samtökin. Benda þau á að vilji sjávarút- vegsráðherra byggja upp þorsk- stofninn væri honum handhægast að fara að ráðgjöf Hafró og draga úr sókn með því að lækka aflareglu fyrir þorskstofninn úr 25% af veiði- stofni í undir 20% af stofninum ár- lega. Því miður hefur ráðherrann hafnað þeirri ráðgjöf vísinda- manna, segir í tilkynningu Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. Náttúruverndarsamtök Íslands Undrast ummæli sjávarútvegsráðherra SEKTARLAUSIR dagar í Bóka- safni Hafnarfjarðar hafa gefist vel og nú hefur verið ákveðið að fram- lengja þeim til og með 12. apríl. Sektir falla niður af öllu efni sem skilað er fram að páskum. Ástæðan fyrir sektarlausu dög- unum er sú að bókasafnið hyggst semja við innheimtufyrirtækið Intrum Justitia um innheimtu á gögnum safnsins sem eru í van- skilum. Bókasafn Hafnarfjarðar vill gefa þeim sem eru í vanskilum við safnið kost á að skila gögnun- um áður en til innheimtuaðgerða kemur. Sektarlausir dagar framlengdir í Hafnarfirði SÉRSTÖK páskaúthlutun verður hjá Fjölskylduhjálp Íslands, á morgun, miðvikudaginn 12. apríl, og verður boðið upp á mikið úrval af mat. Páskaúthlutun Fjölskylduhjálpar PÁSKAMÓT Hróksins verður hald- ið á morgun, miðvikudaginn 12. apríl, kl. 17, í höfuðstöðvum félags- ins í Ármúla 44. Þátttaka er opin öllum og hlýtur sigurvegari mótsins glæsilegan bik- ar úr smiðju Árna Höskuldssonar gullsmiðs, en verðlaunað verður sérstaklega í flokki grunnskóla- barna. Tefldar verða sjö hraðskákir eft- ir svissnesku fyrirkomulagi. Þátt- taka er ókeypis og boðið verður upp á léttar veitingar fyrir þátttak- endur og gesti. Að mótinu loknu verður dregið í happdrætti og eiga því allir mögu- leika á vinningi. Verðlaun á mótinu eru í boði Nóa-Siríusar og ætti eng- inn sem er í páskaskapi að láta sig vanta, segir í fréttatilkynningu. All- ir eru velkomnir, ungir sem aldnir. Hrókurinn með páskamót í skák Á FRAMBOÐSLISTA Samfylking- arinnar fyrir borgarstjórnarkosn- ingar í vor eru ellefu efstu sætin óbreytt frá niðurstöðu prófkjörs flokksins. Í frétt Morgunblaðsins um endanlega lista flokksins misrit- aðist að efstu tíu sætin væru óbreytt og leiðréttist það hér með. LEIÐRÉTT Samfylkingin í Reykjavík FUGLAVERND heldur fræðslu- fund í dag, þriðjudaginn 11. apríl kl. 20.30 í salnum Bratta í nýbygging- unni Harmi við Kennaraháskólann við Stakkahlíð. Sex íslenskir fuglaskoðarar heim- sóttu Kenýa í janúar 2006 og ferð- uðust um suðvesturhluta landsins í tvær vikur. Á fræðslufundinum munu Ólafur Karl Nielsen og Yann Kolbeinsson segja frá þessu ferða- lagi í máli og myndum. Fjallað verð- ur um staði sem þeir heimsóttu, fólk sem þeir hittu og sýndar einstakar ljósmyndir af mannlífi, fuglum og villtum spendýrum. Þeir félagar sáu á ferð sinni um 470 tegundir fugla og um 50 tegund- ir spendýra. Aðgangur er öllum opinn og er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd, en kostar annars 200 kr. Ljósmynd/Yann Kolbeinsson Tígulegur blettatígur var meðal þess sem fuglaskoðararnir sáu í Kenýa. Fuglaskoðarar segja frá ferð til Kenýa ROPE yoga kennaranámskeið verður haldið dagana 27. apríl til 30. apríl. Framhaldsnámskeið verða síðan dagana 8. september til 10. september. Leiðbeinandi er Guðni Gunnarsson, stofnandi Rope yoga. Kerfið er kjörið tækifæri fyrir jógakennara, sjúkraþjálfara, lík- amsræktarþjálfara og þá sem hafa menntun í íþróttafræðum til að auka gildi núverandi þjónustu með rope yoga hug og heilsuræktar- kerfinu, segir í fréttatilkynningu. Kennaranámskeið í rope yoga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.