Morgunblaðið - 11.04.2006, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Sjálfstraust hrútsins kemur öðrum í
opna skjöldu. Hugsanlega færðu ein-
hvern til þess að missa út úr sér já, áður
en hann fattar hverju hann er raunveru-
lega að jánka. Ljón eða bogmaður eru
hinir fullkomnu félagar í nýja verkefn-
inu þínu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nú er rétti tíminn til þess að ná aftur
sambandi við sálarsystur sínar og
-bræður. Gamalt samtal byrjar aftur
þar sem því lauk síðast. Þökkum fyrir að
eiga gamla vini sem skilja sama hversu
langt er um liðið.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Settu saman lista í huganum yfir alla þá
sem þig langar til þess að kynnast. Ekki
vera hissa þótt þú eigir yfirgengilegan
fund með einhverjum innan sjö vikna,
bara vegna þess að þú þorðir að skrifa
þetta niður í dag.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn getur sýnt ýtrustu hæversku,
bara ef hann kærir sig um. Það er hon-
um fyrir bestu að skrúfa frá sjarmanum
í vinnunni. Nærvera þín hefur stórkost-
leg áhrif á mikilvæga manneskju.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Áberandi skortur er á stundvísi meðal
fjölmargra mannkosta þinna nánustu.
Hafðu eitthvað meðferðis sem þú getur
dundað þér við á meðan þú ert að bíða.
Þú gætir loksins komist í það að stilla
farsímann þinn, svo dæmi sé tekið.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Einhver sem þér þykir innilega vænt
um þarf á þér að halda núna. Veittu
þessari sömu manneskju jafn mikla at-
hygli og ef hún væri síðasta mannveran
á jörðinni. Gæska þín verður að eilífu í
minnum höfð.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Tilfinningin um að vera ósigrandi, sem
býr innra með þér í dag, er ekki á hverju
strái. En gæti í sjálfu sér verið það.
Taktu eftir því hvað framkallar hana og
vittu hvort þú getur endurtekið leikinn
á morgun.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sækir líkur líkan heim, eða eru það and-
stæðurnar sem laða? Svarið er: hvort
tveggja því best heppnuðu samböndin
fela í sér rétta blöndu af því sem er líkt
og ólíkt. Þú finnur það jafnvægi í kvöld.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Viðskiptin blómstra þegar þú nýtir þér
samböndin þín eða aflar nýrra. Þetta
snýst ekki um hvað maður veit, heldur
hverja maður þekkir og hverja þeir
þekkja og svo koll af kolli.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin fær tækifæri til þess að leið-
beina ráðvilltum einstaklingi. Kannski
vissirðu ekki að þú værir sérfræðingur
fyrr en þú byrjaðir að kenna. Það er
heilög köllun og þú ættir að gleðjast.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberinn þarf að komast nærri þeim
sem máli skipta, til þess að fá að vera
með. Ekki hafa áhyggjur, þér verður
hleypt að. Það sem þú veist er einhvers
virði. Það sem þú veist ekki gerir þig að-
laðandi, ekki síst ef þú þorir að við-
urkenna það.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn þarf vissulega á friði og ró að
halda en öllu má nú ofgera. Gerðu þér
far um að hafa samband við fólk í dag.
Þannig rekstu á upplýsingar sem hjálpa
þér að komast upp úr farinu.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Tungl í vog er mikið fyrir
hópvinnu, ekki síst ef bara
tveir eru í hópnum. Ef þú
ert að leita að réttu manneskjunni fyrir
tiltekið verkefni og sama andlitið kemur
upp aftur og aftur er það merki um að
maður eigi að stofna til margháttaðra
tengsla. Það gerist helst með því að sýna
yfirdrifið þakklæti.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 hrekkjalóms, 8
slæmt hey, 9 greinilegt,
10 tala, 11 glerið, 13
blóm, 15 virki, 18 þagga
niður í, 21 fiskur, 22
bugða, 23 huguðu, 24
hljóðfæri.
Lóðrétt | 2 dáin, 3 eydd-
ur, 4 blóðsugur, 5 skaða,
6 slettur, 7 mikill, 12
elska, 14 fæddu, 15 ham-
ingjusamur, 16 ham-
ingju, 17 undirnar, 18
drolla, 19 hvöss, 20 nytja-
land.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 pausi, 4 vísur, 7 rebbi, 8 ryðja, 9 náð, 11 Anna,
13 æmti, 14 uglur, 15 hark, 17 afls, 20 agn, 22 gýgur,
23 opnar, 24 Ránar, 25 parta.
Lóðrétt: 1 purka, 2 umbun, 3 iðin, 4 vörð, 5 sóðum,
6 róaði, 10 áflog, 12 auk, 13 æra, 15 hægur, 16 ragan,
18 fínar, 19 syrpa, 20 arar, 21 norp.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Grand Rokk | Hljómsveitirnar Malneiro-
phrenia og Indigo verða með tónleika mið.
12. apríl kl. 22. Ókeypis verður inn á meðan
húsrúm leyfir.
Langholtskirkja | Vortónleikar Söngsveit-
arinnar Fílharmóníu Joseph Haydn: Stabat
Mater og Wolfgang Amadeus Mozart: Ve-
sperae solennes de Confessore. Stjórnandi
Magnús Ragnarsson. Einsöngvarar Hulda
Björk Garðarsdóttir, Nanna María Cortes,
Jónas Guðmundsson og Davíð Ólafsson.
Hljómsveit, konsertmeistari Sif Tulinius.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.
Players, Kópavogi | Hljómsveitirnar
Brimkló og Papar verða saman á sviðinu
14. og 15. apríl.
Skálholtskirkja | Megas, Kammerkór Bisk-
upstungna og hljómsveit flytja Pass-
íusálma Hallgríms Péturssonar við lög
Megasar þann 15. apríl í Skálholtskirkju. Á
undan verður fyrirlestur Margrétar Egg-
ertsdóttur í Skálholtsskóla. Miðasala í 12
tónum, Smekkleysu plötubúð og Sunn-
lenska fréttablaðinu. Takmarkaður sæta-
fjöldi.
Myndlist
101 gallery | Hulda Hákon, EBITA. Opið kl.
14–17 fim., föst. og laug. Til 15. apríl.
Café Karólína | Þorvaldur Þorsteinsson –
Íslandsmyndir. Til 5. maí.
Gallerí Galileó | Ljósenglar. Myndlist-
arkonan Svala Sóleyg sýnir olíumálverk
sem eru að uppistöðu englamyndir og verk
með trúarlegu ívafi í tilefni páskanna. Til
26. apríl.
Gallerí Humar eða frægð! | Við krefjumst
fortíðar! sýning á vegum Leikminjasafns Ís-
lands um götuleikhópinn Svart og syk-
urlaust. Ljósmyndir, leikmunir, kvikmynda-
sýningar. Opið kl. 12–17 laug., 12–19 föst. og
12–18 aðra virka daga.
Gallerí Sævars Karls | Pétur Halldórsson
til 19. apríl.
Gallerí Úlfur | Torfi Harðarson er með sýn-
ingu á hestamálverkum til 7. maí.
Gerðuberg | Tískuhönnun Steinunnar Sig-
urðardóttur, myndbönd frá tískusýningum,
ljósmyndir o.fl. Til 30. apríl. Opið mán. og
þrið. kl. 11–17, mið.. 11–21, fim. og fös. 11–17 og
kl. 13–16 um helgar.
Gerðuberg | Margræðir heimar –Alþýðu-
listamaðurinn Valur Sveinbjörnsson sýnir
málverk í Boganum. Til 30. apríl.
Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum
Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí.
Karólína Restaurant | Joris Rademaker -
Mjúkar línur/ Smooth lines. Til 6. okt.
Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick –
Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefnfar-
ar.
Listasafn Íslands | Gunnlaugur Blöndal –
Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og Snorri Ar-
inbjarnar – Máttur litarins og spegill tím-
ans. Ókeypis aðgangur.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Tær-
leikar – Samsýning listamannanna Elinu
Brotherus, Rúrí og Þórs Vigfússonar. Opið
kl. 11–17 þrið.–sun. Til 23. apríl.
Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin
Náttúrurafl er samsýning 11 listamanna þar
sem viðfangsefnið er náttúra Íslands. Mál-
verk, skúlptúrar, vefnaður og grafíkmyndir.
Verkin eru í eigu Listasafn Íslands. Opið kl.
13–17.30.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýn-
ing á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir,
stein, brons, og aðra málma – og hvernig
sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Á sýn-
ingunni má sjá ýmis verk Erró frá barns-
aldri þar til hann hélt sína fyrstu einkasýn-
ingu á Íslandi í Listamannaskálanum árið
1957. Öll verkin á sýningunni eru úr Erró-
safni Listasafns Reykjavíkur og gefa
áhugaverða mynd af hæfileikaríkum og
vinnusömum ungum manni. Til 23. apríl.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Lík-
amshlutar, sjálfsmyndir – John Coplans
fæddist í Bretlandi árið 1920. Listamað-
urinn kom víða við á löngum ferli sínum og
varð meðal annars einn af stofnendum Art
Forum listatímaritsins. Á efri árum lagði
hann stund á ljósmyndun og tók sjálfs-
myndir frá 1980. Coplans lést árið 2003.
Til 17. apríl.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | AF-
sprengi HUgsunar – Sprengiverk Guðjóns
Bjarnasonar. Guðjón er kunnur fyrir öflug
verk sín þar sem hann sprengir sundur
stálrör og stillir brotunum saman á nýjan
leik. Á sýningunni getur að líta nýja nálgun
Guðjóns við viðfangsefni sitt sem hann
vinnur í ólíka miðla. Til 23. apríl.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er
upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar
Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar
sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns
Reykjavíkur. Til 3. des. 2006.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja &
Emiliu Kabakov sem eru fremstu kons-
eptlistamenn heimsins í dag. Á sýningunni
vinna þau með ólík þemu úr ævintýrum
sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti
sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafn-
arhússins. Sýningin stendur til 5. júní.
Safn | Sýning myndlistarmannsins Krist-
jáns Steingríms, Teikningar, hefur verið
framlengd til 15. apríl. Opið er frá 14–18
mið.–fös. en 14–17 lau. og sun. Lokað 13., 14.
og 16. apríl.
Saltfisksetur Íslands | Fríða Rögnvalds-
dóttir með málverkasýninguna Vinir og
vandamenn. Til 1. maí. Opið alla daga frá 11–
18.
Seltjarnarneskirkja | Málverkasýning
Kjartans Guðjónssonar er opin alla daga kl.
10–17, nema föstudaga til 7. maí.
Skaftfell | Sýning á afrakstri hinnar árlegu
vinnustofa á vegum Listaháskóla Íslands
og Dieter Roth Akademíunnar stendur nú
yfir í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli.
Þátttakendur sýningarinnar eru útskrift-
arnemendur frá myndlistardeild LHÍ ásamt
erlendum listnemum. Til 29. apríl.
Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu-
konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og
verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar
á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra for-
réttinda að nema myndlist erlendis á síð-
ustu áratugum 19. aldar og upp úr aldamót-
um. En engin þeirra gerði myndlist að
ævistarfi.
Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir hol-
lenska ljósmyndarans Rob Hornstra eru af-
rakstur af ferðum hans um Ísland. Meg-
inþema verkefnisins var atvinna og ákvað
Rob að einbeita sér að starfsfólki í fiskiðn-
aði. Rúnturinn vakti sérstakan áhuga hans
vegna þess að hann sýndi hvað ungt fólk í
litlum þorpum gerir til að drepa tímann.
Söfn
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn er opinn alla daga kl. 10–17, nema
mánudaga. Hljóðleiðsögn, margmiðl-
unarsýning, minjagripir og fallegar göngu-
leiðir í næsta nágrenni. Sjá nánar á
www.gljufrasteinn.is
Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10–
18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum sög-
una frá landnámi til 1550. www.sagamu-
seum.is
Þjóðmenningarhúsið | Samsýning 19
myndlistarmanna; Norðrið bjarta/dimma,
lætur mann lyfta brúnum. Þjóðminjasafnið
– svona var það andar stemningu liðinna
alda. Handritin, ertu ekki búin að sjá þau?
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is