Morgunblaðið - 11.04.2006, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 53
MENNING
DEITRA Farr er í hópi þekktustu blúslista-
manna Bandaríkjanna og er eftirsótt söng-
kona á blúshátíðum bæði vestanhafs og aust-
an. Hún er nú væntanleg á Blúshátíð í
Reykjavík annað árið í röð með tvenna tón-
leika, en hún heillaði íslenska blúsaðdáendur
upp úr skónum á hátíðinni í fyrra, með eigin
tónlist og kirkjulegri tónlist úr sálmabók afa
síns. Þá hefur hún leikið nokkrum sinnum áð-
ur hérlendis með Vinum Dóra, en Dóri sjálfur
– Halldór Bragason – er í forsvari fyrir
Blúshátíð í Reykjavík.
Farr kemur frá blúsborginni Chicago og
það var þar sem blaðamaður Morgunblaðsins
náði í hana, snemma morguns. „Þetta verður
í fjórða sinn sem ég kem til Íslands, og
hlakka mikið til,“ sagði Farr. „Að þessu sinni
kem ég með tvær dömur og herramann með
mér.“
Þrír blúslistamenn
Með Deitru koma sem sagt þrír aðrir blús-
tónlistarmenn frá Chicago; söngkonurnar
Zora Young og Grana Louise, og síðan hinn
margverðlaunaði blússöngvari Fruteland
Jackson. Jackson kemur í stað Bubba Mort-
hens, sem átti að taka þátt í Blúshátíðinni í
ár, en forfallaðist. „Þetta eru hæfileikaríkir
listamenn, og söngkonurnar standa fyrir það
besta sem gerist í blússöng í Chicago um
þessar mundir að mínu mati,“ segir Farr, en
hún mun syngja ásamt Zoru Young á aðalsv-
iði stærstu blúshátíðar í heimi, Chicago Blues
Festival, í júní næstkomandi.
Dívurnar þrjár munu syngja tvenna tón-
leika saman, hina fyrri á hótel Nordica á skír-
dagskvöld ásamt Vinum Dóra og hina síðari
ásamt Fruteland Jackson og íslenskum tón-
listarmönnum í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Og hvað ætlar Deitra Farr að bjóða okkur
upp á að þessu sinni? „Ég mun syngja blús-
og sálartónlist á Nordica, mín eigin lög sem
og annarra, en í kirkjunni syng ég gospel og
trúarlega tónlist. Ég kem aftur með gömlu
sálmabókina hans afa, en að þessu sinni tek
ég önnur lög,“ svarar hún, og bætir við að
söngkonurnar þrjár muni syngja bæði saman
sem og hver í sínu lagi á tónleikum sínum.
Aðspurð hvernig upplifun það hafi verið að
taka þátt í hátíðinni í fyrra, og hvort Íslend-
ingar skilji yfirhöfuð um hvað blús snýst,
svarar Farr játandi. „Auðvitað – allir skilja
blús, vegna þess að allir verða blúsaðir öðru
hverju,“ segir hún og hlær létt. „Og þar sem
Íslendingar eru svo sleipir í enskunni eru tjá-
skiptin ekkert vandamál, þeir skilja orðin. En
þeir skilja líka tilfinninguna.“
Hún segir tungumálið stundum geta verið
takmarkandi þegar kemur að því að flytja
blústónlist í ýmsum heimshlutum en engu að
síður sé blúsinn alþjóðlegt tungumál. „Ég
held að allir finni blúsinn og fleiri og fleiri
óska eftir ekki bara blústónlist, heldur einnig
gospeltónlist og trúarlegri tónlist af ýmsu
tagi. Í sumar er ég til dæmis að fara til Sví-
þjóðar og mun líka koma fram í kirkju þar, að
syngja blústónlist.“
En hvers vegna telur hún að þessi þróun
eigi sér stað – er heimurinn að verða að verri
stað til að búa á? „Líklega. Ég held að fólk
þurfi á huggun að halda um þessar mundir.
Trúarleg blústónlist er vel til þess fallin að
veita hana,“ svarar hún.
Deitra segir mikla tilhlökkun ríkja í hópi
söngfólksins sem hingað kemur frá Chicago
og hún segist búast við því að fara með þau
að sjá nokkra áhugaverða staði á Íslandi.
„Þau hringja og hringja og spyrja mig spurn-
inga,“ segir hún. „Við kíkjum til dæmis
kannski á Bláa Lónið, þótt ég viti ekki hvort
við kíkjum í það. Ég hef farið í það.“
Muniði bara að búa ykkur vel vegna kuld-
ans, skýtur blaðamaður að söngstjörnunni.
„Gleymdu því ekki að við erum frá Chicago.
Við erum öllu vön,“ svarar Deitra Farr hlæj-
andi að lokum.
TÓLF ára rannsóknum og æfingum
karlakvartettsins Voces Thules er
nú lokið með útgáfu þriggja hljóm-
og sjóndiska. Af því tilefni var efnt
til bænastundar í Kirkju Krists kon-
ungs í Landakoti við fjölmenni er
stóð í rúma klukkustund. Um leið
kynnti sr. Jakob Rolland stuttlega
tíðasönginn kenndan við Þorlák
biskup Þórhallsson (1133–93) sem
Jóhannes Páll II páfi helgaði vernd-
ardýrling Íslands á Valentínus-
ardegi 14.2. 1995. Sr. Kristján Valur
Ingólfsson las síðan upp úr Þorláks
sögu helga á milli söngkafla.
Því miður lágu engar tiltækar
upplýsingar fyrir á prenti um tón-
listarhlið kvöldsins; dálítið und-
arlegt úr því aðaltilefnið var e.t.v.
merkasti hljómandi útgáfu-
viðburður í kirkjutónlistarsögu
landsins til þessa. En glöggir hlust-
endur gátu þó greint þekktustu
messutexta Kyrie, Credo, Sanctus
og Agnus Dei er sungnir voru í tví-
söngsorganum, auk niðurlagsform-
úlna hér og þar eins og „Sicut erat
in principio et nunc et semper in
secula seculorum“. Hvað fleira fór
fram í einrödduðum gregorssöng
reyndist í fjarveru tónleikaskrár
hins vegar óljósara öðrum en inn-
vígðum lítúrgistum.
Nú sem endranær var upphafin
ánægja að tíðasöng Voces Thules,
enda hópurinn löngu þaulkunnugur
öllum hnútum viðfangsefnisins. Það
eina sem ég hjó eftir var að virtist
fullsnöggt styrkhnig hópsins í hend-
ingalokum, er þó kann að hafa tekið
mið af löngum ómtíma kirkjunnar.
Að öðru leyti var söngurinn allur
hinn fegursti.
Það er ástæða til að óska Voces
Thules, þjóðinni, kirkjunni og unn-
endum jafnt helgitónlistar sem forn-
tónlistar almennt til hamingju með
þennan glæsilega áfanga.
Verndardýrlingur
Íslands
TÓNLIST
Kristskirkja
Bænastund með söng og upplestri vegna
útgáfu Þorlákstíða. Voces Thules (Egg-
ert Pálsson, Einar Jóhannesson, Eiríkur
Hreinn Helgason, Guðlaugur Viktorsson,
Sigurður Halldórsson og Sverrir Guð-
jónsson). Upplestur: sr. Jakob Rolland og
sr. Kristján Valur Ingólfsson. Laugardag-
inn 8. apríl kl. 21.
Bænastund
Ríkarður Ö. Pálsson
Þriðjudagur 11. apríl
Hótel Nordica kl. 17
Setning í samstarfi við Rás 2, blús-
listamaður heiðraður og blúsdjamm.
Hótel Nordica kl. 21
Andrea Gylfadóttir, Páll Rósinkranz,
Skaf, The Bumcats, Blússveit Þollýar
og óvæntur leynigestur.
Miðvikudagur 12. apríl
Hótel Nordica kl. 21
Fruteland Jackson frá Missisippi, Á
veröndinni, Krummarnir, Blúsuð ljóð
eftir Kristján fjallaskáld Jónsson og
óvæntur leynigestur.
Skírdagur 13. apríl
Hótel Nordica kl. 21
Þrjár dívur frá Chicago; Deitra Farr,
Zora Young og Grana Louise, ásamt
Vinum Dóra.
Föstudagurinn langi 14. apríl
Fríkirkjan í Reykjavík kl. 20
Sálmatónleikar með Zora Young,
Deitra Farr og Grana Louise, ásamt
Fruteland Jackson.
Blúshátíð
í Reykjavík
2006
VERK Irmu Gunnarsdóttur fjallar um mannlega veik-
leika og dýrslegt eðli og er að einhverju leyti ætlað að
varpa nýrri sýn á samfélag manna.
Á sviðinu blöstu við skjáir sem á var varpað skugga-
myndum af trjám. Texti lesinn á rússnesku með ýktri leik-
rænni tjáningu heyrðist. Eins konar svartálfur með hana-
kamb í tætingslegum búningi hóf pönkaðan dans undir
síbyljutónlist. Frasar um manneskjuna og þau lögmál sem
mannlegt eðli lýtur eða lýtur ekki ómuðu.
Í verkinu voru ágætis kaflar um t.a.m. óttann. Að
standa einn og sér og falla ekki inn í hópinn. Að elta meiri-
hlutann og láta að stjórn hans. Pælingar um æskudýrkun
og þá hegðun manneskjunnar að trúa því sem auglýsing-
arnar segja, eins og ágætis atriði um draumalausn
hrukkukrema sýndi. Verkið bar með sér tilraunakenndan
blæ og nokkuð löng leið var farin að óræðum kjarna.
Drafandi rödd spáði í mannfjölda og tölfræðinið-
urstöður tengdar mannfjöldanum. Einhvern veginn fóru
þær pælingarnar ofan garðs og neðan. Ágætis hópdans
með tilfinningalegum tilþrifum batt endann á verkið sem
bjó yfir góðum köflum þó það væri nokkuð brotakennt í
heildina.
Seinna verkið hófst á myndbandsbroti frá æfingarferli
dansverksins. Verkið er tilraun í tjáskiptum en það var
samið í gegnum netið. Dansinn var afslappaður og minnti
á götudans án sérstakrar tæknikunnáttu. Auðveldur og
nokkuð venjulegur. Míkrófónn var mikið notaður í verkinu
en í hann tjáðu dansararnir sig um lífið og tilveruna. Á
skjá birtust höfundarnir og pældu í mannverunni út frá líf-
fræðilegu sjónarmiði. Pælingin var nokkuð keimlík því
sem fjallað var um í fyrra verkinu.
Klisjukenndum slagorðum auglýsinga voru gerð góð
skil. Svo og þætti þar sem spurt var innantómra spurninga
um lífshamingjuna. Spurningalistar sem þekkjast úr
tískutímaritum samtímans. Tal dansaranna og umræðu-
efni þeirra tengdist dansinum ekki á köflum. Þetta veikti
verkið og gerði talið óáhugavert. Þrátt fyrir það skilaði
samspil dansaranna sér í yfirveguðu dansverki við nota-
lega tónlist. Verkið sýnir að hægt er að skila ágætis dans-
verki með lágmarks danstæknikunnáttu.
Sýn á samfélag manna
DANS
Nýja svið Borgarleikhússins
Sunnudaginn 9. apríl 2006.
Fallinn engill eftir Irmu Gunnarsdóttur. Ljós: Halldór Örn Ósk-
arsson. Búningar og sviðsmynd: Irma Gunnarsdóttir og dans-
arar verksins. Tónlist: Frumsamin eftir The end – Halldór Björns-
son. Dansarar: Íris María Stefánsdóttir, Ólöf Söebech, Þórdís
Schram og Guðrún Óskarsdóttir.
I’m fine eftir Höllu Ólafsdóttur og Nadju Hjorton. Dansarar: Höf-
undar verksins. Búningar: Jette Jonkers. Ljósahönnun: Halldór
Örn Óskarsson.
Dansleikhúsið
Morgunblaðið/ÞÖK
Úr verki Irmu Gunnarsdóttur.
Lilja Ívarsdóttir
Tónlist | Fernir tónleikar á Blúshátíð í Reykjavík sem sett verður í dag og stendur fram á föstudag
„Allir skilja blús, vegna
þess að allir verða blúsaðir“
Grana Louise
Deitra FarrZora Young
Fruteland Jackson
www.blues.is
www.deitrafarr.com
www.zorayoung.com
www.granalouise.com
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Fréttasíminn
904 1100