Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 32
Hugi Guðmundsson Á HINU nýafstaðna alþjóðlega tónskáldaþingi í París voru að venju kynnt íslensk tónverk. Þingið fór fram dagana 6.–9. júní og verk tveggja íslenskra tónskálda fengu að hljóma fyrir gesti þess. Verkin voru Flecte Lapis II eftir Atla Ing- ólfsson og Equilibrium IV: Wind- bells eftir Huga Guðmundsson. Verk Atla, Flecte Lapis II fyrir klarínett og hljómborð, var samið árið 1998. Atli samdi hljómborðs- röddina í Mílanó og bætti klarín- ettröddinni við fyrir tónleika Erki- tíðar í Reykjavík 1998, en þar var verkið frumflutt af Guðna Franz- syni og Snorra Sigfúsi Birgissyni. Equilibrium IV: Windbells, verk Huga, var samið fyrir Caput-hóp- inn fyrir heimssýninguna í Japan árið 2005. Verkið var flutt í tvígang í Japan en frumflutningur þess á Íslandi var á Myrkum músíkdögum síðastliðinn vetur. Verk íslenskra tónskálda hafa áður vakið verðskuldaða athygli á tónskáldaþingum og hafa oft verið í hópi þeirra tíu verka sem valin hafa verið áhugaverðust á þinginu. Tónskáldaþingið er einn öflugasti vettvangur til kynningar á ís- lenskri samtímatónlist en á þinginu hittast fulltrúar útvarpsstöðva frá öllum heimshornum, kynna tón- verk frá sínu heimalandi og skipt- ast á upptökum af nýjum tónverk- um. Íslensk tón- verk leggj- ast í víking Atli Ingólfsson 32 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SUMARSÝNING menningar- miðstöðvarinnar Skaftfells á Seyð- isfirði verður opnuð í dag en þá munu bræðurnir Sigurður og Kristján Guð- mundssynir sýna þar ný og gömul verk. Báðir hafa þeir markað djúp spor í íslenska listasögu en þeir voru meðal forsprakka SÚM-hreyfing- arinnar sem bylti listalífinu í landinu við upphaf áttunda áratugarins og á myndlist þeirra sterkar rætur í kons- ept-listinni sem mótaðist á þessum tíma. Þó er óhætt að segja að þeir séu töluvert ólíkir í listsköpun. Þeir hafa einu sinni áður sýnt saman tveir einir en nýverið voru þeir með sýningu á Næsta bar við Ingólfsstræti í Reykja- vík. Pólitísk verk Hluti Sigurðar á sumarsýningu Skaftfells er pólitísks eðlis og sótti hann í smiðju sína sérstaklega eftir þeim formerkjum. Þarna getur að líta pastelteikningar á íslensk plaköt fyrir Amnesty-samtökin sem Sigurður gerði fyrir um fimmtán árum en að hans sögn eru þessi verk „afskaplega óvinsæl“. „Það er svona ákveðið pólitískt og heimspekilegt viðhorf á bak við þessi verk,“ útskýrir Sigurður og kemst hjá því að tjá sig nánar um það. Þá sýnir hann emailleraðar plötur í þremur einingum sem bera þrjár mismunandi áletranir; „aumingja Ameríka“, „aumingja Írak“, og „aumingja Ís- land“. Einnig verður þarna sýnd kvik- myndin Ég er Arabi sem Sigurður gerði í samvinnu við kvikmyndagerð- armanninn Ara Alexander. Um er að ræða ádeilumynd sem gagnrýnir Íraksstríðið og fyrst og fremst aðild Íslands að stríðinu. Sá hluti sýningarinnar sem heyrir undir Kristján er af töluvert öðrum toga en verk Sigurðar. Eitt verkið heitir „Jarðtenging“ en þar er Krist- ján búinn að jarðtengja stóra járn- plötu í miðstöðvarkerfi hússins. Auk þess hefur hann teiknað Land Rover jeppa í fullri stærð úr rafmagnssnúru sem endar í lampa. Nokkrar stórar teikningar eftir Kristján eru á sýning- unni, eins konar málverk, og einnig má þarna sjá nokkra skúlptúra eftir hann sem liggja á gólfi salarins. Ólíkar áherslur Á plakati sýningarinnar, sem graf- íski hönnuðurinn og myndlistamað- urinn Guðmundur Oddur Magnússon hannaði, er búið að skeyta saman and- litum bræðranna í eitt. Myndin ku hafa verið gerð á þennan hátt í tengslum við þá hugmynd að list- sköpun bræðranna stjórnist sín af hvoru heilahvelinu. Þá er það hægra heilahvelið sem stýrir „rökfræðilegri“ list Kristjáns og það vinstra sem ber ábyrgð á rómantíkinni í verkum Sig- urðs. Að vissu leyti lýsir þessi hug- mynd ólíkum áherslum bræðranna þó að hún sé sjálfsagt mikil einföldun. Sigurður kveðst þó geta skrifað undir þessa útskýringu. „Ætli það ekki,“ segir hann og hlær. Sigurður fer sérstaklega fögrum orðum um menningarstarfsemina á Seyðisfirði sem hefur verið í miklum blóma í gegnum tíðina. „Það er mjög mikill menningar- legur bragur yfir bænum,“ segir Sig- urður. Þeir bræður hafa nokkrum sinnum sýnt í Seyðisfirði og auk þess stendur útilistaverk eftir Kristján í bænum sem að Vigdís Finn- bogadóttir afjhúpaði við hátíðlega at- höfn um árið. Verkið er staðsett fyrir framan skóla staðarins og sýnir útlín- ur Seyðisfjarðar, gerðar úr áli og reistar upp á rönd. Myndlist | Kristján og Sigurður Guðmundssynir sýna í Skaftfelli í sumar Andstæður heilahvelanna Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Myndlistarmennirnir Sigurður Guðmundsson og Kristján Guðmundsson í sýningarsal Skaftfells. Myndarleg hjörð mjólkurkúahefur gert innrás í Aþenu,höfuðborg Grikklands. Þær hafa komið sér fyrir á torgum í miðborginni, við stórhýsi, í almenn- ingsgörðum, við breiðgötur og ann- ars staðar þar sem búast má við straumi vegfarenda. Þær vekja furðu; hvað í ósköpunum eru þær að gera þarna? Ferðamenn taka af þeim myndir og sumir setjast á bekki til að virða þær fyrir sér í allri sinni fegurð. Það þarf enginn að óttast mislyndi þessara kúa, því þær eru gerðar úr harðplasti. Í allt sumar og fram á haust munu þær gleðja borg- arbúa og gesti Aþenu.    Hugmyndina að götukúnum fékksvissneski listamaðurinn Pas- cal Knapp fyrir nokkrum árum, þeg- ar hann langaði að hressa upp á götulífið í heimaborg sinni Zürich. Hann lét gera nokkrar harðplastkýr, sem hver um sig var með sínu sér- staka svipmóti. Listamönnum, bæði vel þekktum og upprennandi, var hverjum fyrir sig fengin ein kýr og það verkefni að skapa henni karakt- er. Hugmyndin lukkaðist vel og flaug strax um höf og lönd. Kýr Pas- cals Knapp hafa gert víðreist og á þeim átta árum sem liðin eru frá því að hugmynd hans varð að veruleika í Zürich hafa 33 borgir um allan heim boðið þessari elskulegu skepnu heim, með þeim skilmálum sem höf- undur þeirra setti. Hvarvetna verður val listamannanna sem fá að spreyta sig á kýrlistinni að vera breitt og spanna bæði þekkt nöfn og óþekkt. Eftir að hafa lifað á götum borganna um nokkurra mánaða skeið eru þær boðnar upp og ágóðinn rennur til góðgerðarsamtaka á hverjum stað. Þegar hefur kúm Knapps verið smal- að til Tókýó, New York, London, Monte Carlo og víðar. Nokkur þús- und listamanna um allan heim hafa tekið þátt í að skapa þessar listrænu borgarkýr. Kýrin Wagamoomoo var seld fyrir metfé á uppboði í Dublin á Írlandi árið 2003, eða fyrir andvirði tæpra tólf milljóna íslenskra króna. Wagamoomoo var heldur hvorki með flær né fleiður, heldur alsett kristalssteinum. Hún er höfund- arverk listamannsins og tískuhönn- uðarins Johns Rocha. Kaupandinn var eigandi Wagamama-veitinga- húsakeðjunnar í Dublin, en hann kostaði sköpun kýrinnar. Í Aþenu ríkir nú mikil eftirvænting um það hvaða kýr mjókar best þegar að upp- boðinu kemur í haust. Ágóðinn renn- ur til tíu góðgerðarsamtaka sem sinna börnum.    Kýrnar í Aþenu eru fjarri því aðvera einlit hjörð. Eins og geta má nærri þegar listamennirnir eru margir, eru kýrnar ærið misjafnar, bæði að ytri fegurð og innri – sumar einfaldlega skreyttar eða málaðar, meðan stærri konsept og jafnvel merkingarfullir vísdómar prýða aðrar. Allar eru þær þó skemmti- legar, einkum þar sem maður rekst á þær óvænt á götuhornum. Það er líka hverri manneskju hollt að sjá kýr á sprangi í borgarerlinum, inn- an um steinsteypu, stresstöskufólk, banka og búðir – það er togað í ein- hvern streng til upprunans og nátt- úrunnar. Sumir listamannanna hafa einmitt nýtt sér þær andstæður sem felast í kúnum sem náttúrufyr- irbærum og svo staðsetningu þeirra í viðskiptaumhverfi stórborganna. Uppáhaldskýrin mín situr letileg á bekk á Syntagma-torgi, les blaðið sitt og hefur komið fyrir kaffibolla á bekknum. Með yfirlætisfullum augn- svip spyr hún vegfarendur hvers vegna í ósköpunum þeim liggi svona á? Hana varðar ekkert um erilinn og hávaðann í kring. Hún hlýtur að vera frá Stóu, svo friðsæl er hún. Hún er mjólkurkýr makindanna og gerir lítið úr okkur mannfólkinu sem höfum gullúrið okkar að skurð- goði. Samt er hennar líf merkingar- fullt – hún lifir til þess að fæða okk- ur og klæða. Hún er gjöf náttúrunnar til okkar og lifir hvert sitt augnablik í sátt. Vildum við ekki vera eins og hún? Ég veit ekki með það, – en ósköp væri það samt nota- legt ef við gætum aðeins hægt á okk- ur og nálgast hana betur. Nú skal syngja um kýrnar ’Eins og nærri má getaþegar listamennirnir eru margir eru kýrnar ærið misjafnar, bæði að ytri fegurð og innri – sumar einfaldlega skreyttar eða málaðar, meðan stærri konsept og jafnvel merk- ingarfullir vísdómar prýða aðrar.‘ Morgunblaðið/Eggert Brugðið á leik með einni kúnna í Aþenu. begga@mbl.is AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.