Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 19 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Grill Kebab E N N E M M / S ÍA / N M 2 18 3 7 600 g fituhreinsa› lambakjöt, t.d. bógur e›a lærisnei›ar, skori› í u.fl.b. 2-3 cm bita. 1/2 dl ólífuolía safi úr einni sítrónu Ra›i› kjötinu á pinna, pensli› me› Hoi Sin sósu og strái› sesamfræjum yfir pinnana. Grilli› í u.fl.b. 8-12 mín. og snúi› nokkru sinnum á me›an. Bori› fram me› t.d. kús-kús og salati. Setji› kjöti› í skál ásamt ólífuolíu, sítrónusafa, salvíu og óreganó og láti› standa í u.fl.b. 3 klst. 1 msk. salvía, smátt söxu› 1/2 msk. óreganó (ferskt), saxa› Hoi Sin sósa (kínversk grillsósa, fæst í flestum bú›um 3 msk. sesamfræ ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands tók við sér í gær eftir lækkanir undanfarna daga. Hækkaði vísitalan um 0,3% og stóð í 5.652 stigum í lok dags. Viðskipti í Kauphöllinni námu um 6 milljörðum króna en mestu hlutabréfaviðskipti voru með bréf Straums-Burðaráss fyrir um 385 milljónir. Bréf Actavis Group og Kaupþings banka hækkuðu mest í gær, eða um 0,9%, og þá hækkuðu bréf Glitnis um 0,6%. Bréf Alfesca lækkuðu um 1,5% og bréf Straums- Burðaráss um 1,1%. Þá veiktist krónan um 0,4% og var geng- isvísitala krónunnar 129,7 stig við lokun markaða í gær. Hlutabréf hækka á ný ● HLUTAFÉLÖGIN Avion Group og Atlantic Petroleum, sem er fær- eyskt félag, koma ný inn í Úrvals- vísitölu Kauphallar Íslands um næstu mánaðamót samkvæmt til- kynningu í Kauphöllinni. Bréf félag- anna koma í stað Kögunar og Flögu Group en bréf Kögunar voru afskráð á árinu. Úrvalsvísitalan er endur- skoðuð á hálfs árs fresti. Greining Glitnis hafði spáð því að Avion Group og HB Grandi kæmu ný inn í vísitöl- una. Greiningardeild Landsbankans taldi Icelandic Group, HB Granda eða Atlantic Petroleum koma til greina en mestar líkur á því að HB Grandi kæmist inn. Greiningardeild KB banka hafði rétt fyrir sér í sinni spá. Avion og Atlantic Petroleum ný í Úrvalsvísitölu ● AVION Group hefur ekki áhuga á að kaupa breska leiguflugfélagið Astraeus að því er segir í frétt Air Transport Intelligence News en bæði Avion Group og FL Group hafa verið nefnd í breskum fjöl- miðlum varðandi hugsanlega yf- irtöku á flugfélaginu. Astraeus greindi fyrir skömmu frá því að tvö ónefnd fjárfestingarfélög hefðu nálgast flugfélagið með yfirtöku í huga. Hefur Astraeus fengið til liðs við sig ráðgjafarfyrirtæki til að meta hvort sala muni fara fram. Astraeus sinnti áætlanaflugi fyrir Iceland Express þar til í mars á síðasta ári er samið var við annað leiguflugfélag. Avion afhuga kaupum á Astraeus ● OPNUÐ hefur verið sænsk út- gáfa af íslensku flugferðaleitarvél- inni dohop.com og er það skref í útrás vefsins. Samkvæmt frétt á sænska vefnum isa.se eru nú til fimm útgáfur af dohop; á ensku, þýsku, spænsku, íslensku og sænsku. Eins og greint hefur verið frá á síðum Morgunblaðsins leitar vef- urinn að flugferðum hjá rúmlega 650 flugfélögum og er markmiðið að finna eins ódýr og þægileg flug og hægt er. Fyrsta útgáfa vefsins var opnuð á síðasta ári. Dohop í Svíþjóð ● GLITNIR hefur opnað skrifstofu sína í Halifax í Kanada. Mun Hjálmur Nordal stjórna skrifstof- unni og starfseminni í Halifax. Meginhlutverk skrifstofunnar verð- ur að styrkja tengsl við við- skiptavini bankans í Kanada með áherslu á matvælaiðnað, sér í lagi sjávarafurðir, sjálfbæra orkufram- leiðslu og skipaiðnað. Auk þess mun bankinn aðstoða við- skiptavini sína á heimamörk- uðunum Íslandi og Noregi við að ná fótfestu á markaði í Kanada. Glitnir í Kanada VEXTIR af útlánum Íbúðalánasjóðs verða óbreyttir, 4,85% af lánum sem eru án uppgreiðsluþóknunar en 4,60% af lánum með uppgreiðslu- þóknun. Þetta eru niðurstöður stjórnar sjóðsins í kjölfar útboðs á íbúðabréfum sem lauk í fyrradag og eru sömu vextir og tóku gildi þann 1. apríl síðastliðinn í kjölfar útboðs á íbúðabréfum þá. Alls bárust tilboð að nafnvirði 25 milljarðar króna í útboði Íbúðalána- sjóðs á íbúðabréfum í fyrradag. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 6,4 milljarðar króna. Vegin heildarávöxtunarkrafa tekinna til- boða í útboðinu með þóknun er 4,30%. Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur heimild til að ákvarða vexti af íbúða- lánum með hliðsjón af fjármögnun- arkostnaði í reglulegum útboðum íbúðabréfa og með vegnum fjár- magnskostnaði vegna uppgreiddra lána, að viðbættu vaxtaálagi.Vegnir vextir í útboði íbúðabréfa og upp- greiddra íbúðalána eru 4,24%. Vaxtaálag vegna rekstrar er 0,15%, varasjóðs, 0,20%, og uppgreiðslu- áhættu, 0,25%, samtals 0,60%. Þess vegna ákvað stjórnin að vextir af út- lánum sjóðsins án uppgreiðsluþókn- unar verði 4,85% en 0,25 prósentu- stigum lægri af lánum með uppgreiðsluþóknun, þ.e. 4,60%. Viðskiptabankarnir og sparisjóð- irnir hækkuðu vexti af íbúðalánum sínum í lok síðasta mánaðar í kjölfar 0,75 prósentustiga stýrivaxtahækk- unar Seðlabanka. Vextir af íbúða- lánum þeirra eru lægstir hjá Kaup- þingi banka, 4,75%, en 4,90% hjá hinum. Óbreyttir vextir af útlánum Íbúðalánasjóðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.