Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þetta er vonlaust, herra, það er alveg sama hvað ég nudda og skrúbba, þetta er eitthvert gamalt ojbjakk. Að undanförnu hefurreglulega veriðfjallað um akstur utan vega og aðgerðir stjórnvalda til þess að að sporna við honum. Akstur- inn virðist sífellt vera að færast í aukana og áhyggj- ur stjórnvalda vaxið sam- hliða því. Stóraukin um- ferð manna um svæði utan vega er hins vegar ekki ný af nálinni, sömu vandamál risu í kjölfar aukins fjölda hestamanna sem leitaði sér nýrra svæða til þess að stunda íþrótt sína. Þá tóku menn höndum saman um að koma upp bættri aðstöðu fyrir hesta- menn, meðal annars með fjölgun á reiðleiðum og endurbótum á þeim. Yfirvöld og iðkendur torfæruakst- ursíþrótta telja það sama vera upp á teningnum varðandi akstur vélknúinna ökutækja utan vega; bæta þurfi þjónustu við hópinn og upplýsa hann betur um afleiðingar akstur utan vega. Stjórnvöld líta aksturinn alvarlegum augum Áhyggjur stjórnvalda af þróun utanvegaaksturs undanfarin ár eiga sér eðlilegar skýringar. Í kynningarriti Umhverfisstofnunar um akstur utan vega er rakið hversu víðtæk og langvarandi áhrif akstur utan vega hefur á náttúr- una. Hjólför farartækja raska ekki einungis heildarsvip landsins og skemma þannig ásýnd þess, heldur verða förin að vatnsfarvegum í væ- tutíð og stuðla þannig að jarðvegs- rofi og langvarandi skemmdum. Þá er einnig bent á að landfræðileg lega landsins valdi því að vaxtar- tími gróðurs sé mjög stuttur sem aftur leiði til þess að náttúran get- ur verið áratugi að jafna sig á slík- um spjöllum sem utanvegaakstur er. Til þess að sporna við umferð manna utan vega setti umhverfis- ráðuneytið sérstaka reglugerð um takmarkanir á umferð í náttúru Ís- lands árið 2005. Þar kemur fram að akstur utan vega sé bannaður, með þeirri undantekningu að heimilt er að aka á snævi þakinni og frosinni jörð ef ekki er hætta á náttúru- spjöllum. Umhverfisverndarsinn- ar hafa þó talið að viðurlögin séu ekki nógu ströng, lág fésekt nægi einfaldlega ekki til þess að vera mönnum víti til varnaðar. Í sama streng tekur Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráð- herra, en í samtali við Morgunblað- ið á dögunum sagði hún að til greina kæmi að herða viðurlög og skoða af fullri alvöru hvort gera ætti upptæk ökutæki sem notuð væru til utanvegaaksturs. Málið er þó flóknara en svo að inngrip eins ráðuneytis nægi til þess að upp- ræta vandann. Utanvegaakstur snertir ýmis önnur ráðuneyti svo sem menntamálaráðuneytið og samgönguráðuneytið. Auk þess er atbeini sveitarfélaga nauðsynlegur þar sem að það liggur í þeirra verkahring að útvega iðkendum torfæruíþrótta varanlega aðstöðu. Það virðist því full ástæða til að koma á fót samræmingarvettvangi um málefnið í stað þess að menn vinni hver í sínu horni og hafi ekki árangur sem erfiði. Að undanförnu hafa spjótin fyrst og fremst beinst að öku- mönnum torfærubifhjóla, þótt all- ur utanvegaakstur sé litinn mjög alvarlegum augum að sögn Andr- ésar Arnalds, fagstjóra Land- græðslunnar. Ástæða þess kann að vera gífurleg aukning á innflutn- ingi torfærubifhjóla, en samkvæmt tölum Umferðarstofu var 70 pró- senta aukning á innflutningi þeirra á milli áranna 2004 og 2005. Aðeins er talið að um þriðjungur eigenda torfærubifhjóla sé skráður í skipu- lagðan félagsskap og því mun erf- iðara að ná til hópsins í heild sinni, koma skilaboðum á framfæri og veita fræðslu. Þetta gæti þó lagast á næstunni, í kjölfar aukins sam- starfs stjórnvalda og samtaka vél- hjólaíþróttamanna. Flækingshundar í kerfinu Að auki virðist vera sem tor- færubifhjólin séu hálfgerðir flæk- ingshundar í kerfinu. Þannig er skráningu oft ábótavant, ökurétt- indi ekki til staðar, tryggingamál í ólestri og reglur um notkun hjól- anna virtar að vettugi. Til þess að ráða bót á þessu telur Brynhildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri ökutækjasviðs Umferðarstofu, þörf á að skýra umhverfi torfæru- hjólanna betur. Hrafnkell Sigtryggsson, for- maður Vélhjólaíþróttaklúbbsins, segir að sín samtök hafi varað við þeim vanda sem nú blasir við stjórnvöldum í mörg ár. Hann tel- ur skilningsleysi og úrræðaskort stjórnvalda hafa leitt til þess að um raunverulegt vandamál sé að ræða. Lausnin felist ekki í því herða lögin, eins og umhverfisráð- herra hafi ýjað að, heldur fyrst og fremst í því að koma til móts við sí- aukinn fjölda iðkenda þessarar akstursíþróttar. Þannig þurfi hið opinbera og sveitarfélögin að axla ábyrgð með því að byggja upp aksturssvæði fyrir þennan hóp. Vélhjólamenn séu allir af vilja gerðir og reiðubúnir til þess að leggja hönd á plóg við þá uppbygg- ingu. Fréttaskýring | Utanvegaakstur hefur færst í aukana að undanförnu Þyrnir í augum náttúruvina Skeytingarleysi vegfarenda gagnvart náttúrunni hefur þegar leitt til mikils tjóns Allur akstur vélknúinna ökutækja bannaður. Skera upp herör gegn utanvegaakstri  Ferðaklúbburinn 4x4, Vél- hjólaíþróttaklúbburinn, Land- græðsla ríksins og Umhverf- isstofnun hafa snúið bökum saman við undirbúning að her- ferð gegn utanvegaakstri. Átak- inu er ætlað að koma af stað hug- arfarsbreytingu meðal þeirra sem stunda utanvegaakstur og stuðla að aukinni virðingu hóps- ins fyrir íslenskri náttúru. Fjár- öflun fer nú fram en ætlað er að átakið hefjist von bráðar. Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.