Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 41 Ný lög um háskóla voru sam-þykkt á Alþingi fyrr ímánuðinum. Með þeim erutekin mikilvæg skref í þá átt að styrkja íslenska háskóla sem mennta- og rannsóknastofnanir og laga starfsumhverfi þeirra að straum- um og stefnum á al- þjóðavettvangi. Íslenskt háskóla- umhverfi hefur tekið miklum breytingum frá því að eldri lög um há- skóla, sem samþykkt voru 1997, tóku gildi í janúar 1998. Í þeim voru skil- greind þau meginskilyrði sem háskólastofnun yrði að uppfylla til að geta tal- ist háskóli og veita há- skólagráðu. Með há- skólalögunum frá 1997 urðu vatnaskil í íslensku háskólaumhverfi og grunnur lagður að þeirri einstöku grósku sem ein- kennir það í dag. Á innan við áratug hef- ur námsframboð aukist um rúman helming og fjöldi nemenda í íslensk- um háskólum tvöfaldast. Þessi fjölgun hefur orðið án þess að þeim nem- endum fækki sem sækja nám í erlendum háskólum. Samkvæmt nýjum töl- um frá Hagstofu Íslands voru 16.626 nemendur skráðir í nám við íslenska háskóla síðastliðið haust og hafði fjölgað um 3,3% milli ára. Þetta eru tvöfalt fleiri en voru skráðir til náms haustið 1997. Það er fróðlegt að hafa hugfast til samanburðar að í með- alárgangi á Íslandi eru um 4.500 einstaklingar. Hlutfall Íslendinga er stundar háskólanám er því mjög hátt. Alþjóðleg þróun Með þeim lögum sem nú hafa verið sett er tekið næsta skref í þróun há- skólastigsins. Í því sambandi er ekki síst horft til þeirrar þróunar sem á sér stað á alþjóðavettvangi í hinu svo- kallaða Bologna-ferli. Það hófst árið 1999 með aðild 29 Evrópuríkja en alls eiga nú 45 ríki aðild að Bologna- ferlinu. Markmið samstarfsins er að gera nemendum, kennurum og fræðimönn- um auðveldara að nema og starfa ut- an heimalands síns. Í þessu skyni er lögð rík áhersla á innra gæðastarf háskóla, ytra gæðaeftirlit með starf- semi þeirra og samræmingu próf- gráða til að tryggja aukinn hreyf- anleika nemenda. Bæði nemendur og háskólar þurfa að geta treyst því að prófgráður, sem nemendur hafa aflað sér, standist alþjóðlegar gæðakröfur, bæði til frekara náms og á vinnu- markaði. Samhliða því gefast ný tækifæri til samstarfs háskóla hér á landi og erlendis. Háskólum er nú heimilt að veita prófgráður í sam- starfi við aðra háskóla, innlenda sem erlenda. Bologna-yfirlýsingin frá 1999 gerir ráð fyrir að skapað verði sameig- inlegt evrópskt menntasvæði sem hefur náin tengsl við sameiginlegt rannsóknasvæði Evrópu sem Evrópu- sambandið stefnir á að innleiða árið 2010 en það er sama árið og markmið Bologna-yfirlýsingarinnar eiga að hafa náðst. Rétt er að taka fram að Bologna-ferlið byggist á viljayfirlýs- ingu en ekki þjóðréttarlegum skuld- bindingum og er þátttaka í fram- kvæmd þess valkvæð. Allir háskólar hér á landi hafa tekið Bologna-ferlinu vel og hafa sýnt metnað til að fylgja því og styrkja þannig stöðu sína á evrópska menntasvæðinu og á al- þjóðavettvangi. Þar sem stefnan er að gera Evrópu að einu menntasvæði fyrir 2010 er mjög mikilvægt að gera samanburð á æðri menntun milli landa auðveldari en hreyfanleiki nemenda og kennara er forsenda þess að menntasvæðið verði að veruleika. Þess vegna er gert ráð fyrir að hindrunum, sem enn hamla hreyfanleika, sé rutt úr vegi. Nýjum háskólalögum er ætlað að tryggja að svo verði. Til þess að unnt verði að ná þessum mark- miðum leggja stjórnvöld og háskólar í Evrópu áherslu á að auðvelt sé að bera saman nám þannig að það veiti nemendum gagnkvæm réttindi milli háskóla og milli landa. Sjálfstæði og svigrúm Samkvæmt nýjum lögum um háskóla verða þeir háskólar sem starfa á grundvelli þeirra að afla sér vottunar og uppfylla skilyrði sem tí- unduð eru í lögunum. Er gert ráð fyrir að við- urkenning sé bundin við tiltekin fræðasvið og skilgreiningar OECD lagðar til grundvallar. Háskólar geta einungis starfað á því fræðasviði sem viðurkenning þeirra nær til. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæði og svigrúm háskóla og gera lögin ráð fyrir að þeir geti sjálfir ákveðið hvaða nám og prófgráður þeir hafa í boði innan þeirra fræðasviða sem við- urkenning þeirra nær til, enda uppfylli námið viðmið um æðri mennt- un og prófgráður. Slík viðmið eru ný- mæli í íslenskum lögum. Menntamálaráðherra mun á grundvelli laganna gefa út formleg viðmið um æðri menntun og prófgráður sem eru kerfisbundin lýs- ing á prófgráðum þar sem lögð er áhersla á almenna lýsingu á þeirri þekkingu, hæfni og færni sem náms- menn eiga að ráða yfir við námslok. Háskólum ber að birta sambærilegar lýsingar fyrir hverja námsleið á þeirri þekkingu, hæfni og færni sem námsmenn eiga að ráða yfir við námslok. Þetta er í samræmi við al- þjóðlega þróun og eru mörg lönd að skipuleggja og skýra háskólakerfi sín með þessum hætti. Hagsmunamál fyrir nemendur Viðurkenning námsþátta á milli skóla er mikið hagsmunamál fyrir nemendur og auðveldar þeim að færa sig milli skóla. Þannig verður auð- veldara í framtíðinni fyrir nemendur að taka hluta af náminu í einum ís- lenskum skóla og fá það viðurkennt að fullu í öðrum. Stjórnvalda og háskólanna bíður nú vandasamt viðfangsefni við að móta framkvæmd nýrra laga – laga sem gera ríkari kröfur til bæði skólanna og stjórnvalda um að tryggt sé að gæði þeirrar menntunar sem veitt er við íslenskar háskólastofnanir, og þeirra rannsókna sem þar eru stund- aðar, standist samanburð við það sem best þekkist. Með nýjum háskólalögum er ís- lenskum háskólum tryggður starfs- rammi sem er í senn nútímalegur og framsækinn. Nýju lögin gera auknar og strangari kröfur til háskólanna, en veita um leið aukið svigrúm til frum- kvæðis og athafna. Engin ástæða er til að efast um að háskólarnir muni nýta þau tækifæri sem ný lög gefa. Menntamálaráðuneytið mun ekki láta sitt eftir liggja til að svo geti orðið. Nútímalegur og framsækinn starfs- rammi fyrir háskóla Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ’ Með nýjumháskólalögum er íslenskum há- skólum tryggður starfsrammi sem er í senn nútímalegur og framsækinn. Nýju lögin gera auknar og strangari kröfur til háskólanna, en veita um leið aukið svigrúm til frumkvæðis og athafna.‘ Höfundur er menntamálaráðherra. til framtíðar. Í því fólst að það er flokkurinn einn sem skiptir máli í þessum átökum. Þessi umræða var komin úr böndunum og snerist um okkur í sitt hvoru lagi persónulega. Við ákváðum að þessar deilur milli okkar væru að baki og að það yrði gleymt mál og búið. Í öðru lagi vorum við sam- mála um að endurskipulagning ríkisstjórnarinnar væri forgangsatriði ásamt flokksþinginu sem við munum halda þriðju helgina í ágúst.“ Atburðarásin fór úr böndunum „Maður finnur það á þessum miðstjórnarfundi hversu fólki er létt. Þessar deilur og þessi at- burðarás fór úr böndunum en nú er það liðin tíð. Ég held þrátt fyrir allt að flokksmönnum öllum þyki vænt um Halldór Ásgrímsson og mig,“ sagði Guðni. Aðspurður sagðist Guðni íhuga sín mál hvað varðaði framboð til flokksforystunnar. „Menn fara bara yfir sína stöðu. Ég geri það eins og aðrir,“ sagði hann. „Það sem hefur átt sér stað síðustu daga er að sumu leyti eðlilegt þegar stór leiðtogi tilkynnir að hann ætli að yfirgefa vettvanginn, þá hriktir svo- lítið í,“ sagði Siv Friðleifsdóttir ritari flokksins. „Sú staða sem er uppi núna mun þjappa framsókn- armönnum saman til sóknar. Það er ný sókn að hefjast.“ til vern u. fara ann lutti ytja ei að ngi. aður mtíð ið. illi erið dyra- ur m því. ði aður ið l sýnn a- t í við u- horfa ðist bjartsýnn á framtíð Framsóknarflokksins r- “ Morgunblaðið/Golli „Ég held þrátt fyrir allt að flokksmönnum þyki vænt um Halldór Ásgrímsson og mig,“ sagði Guðni Ágústsson. fylgt s sjá ráð- hans, menn flokksins. Óvægnar árásir á formenn Framsókn- arflokksins hafa fylgt frá upphafi. Þeir sem þekkja söguna muna árásirnar á Jónas frá Hriflu, Her- mann Jónasson og Ólaf Jóhannesson. Sagan hefur dæmt þessar ómaklegu og ósmekklegu árásir og þá sem að þeim stóðu. Nær okkur í tíma er líka al- veg hægt að fullyrða að Steingrímur Her- mannsson varð að hluta til fyrir slíkum árásum. Og sá sem hér stendur hefur svo sem heldur ekki sloppið alveg, þó ég leggi að sjálfsögðu ekki að jöfnu það sem dunið hefur á mér við þær óvægnu árásir sem margir forvera minna hafa orðið fyrir, og ég hef orðið vitni að. En þetta er eitthvað sem við verðum að búa við og við vitum að slíkar árásir þýða aðeins eitt; að andstæðingar okkar hræðast okkur og þetta er þeirra eina leið til að reyna að koma höggi á Framsóknarflokkinn. Þeim mun ekkert takast það, til þess er staða okkar of sterk, sagan okkur of hliðholl, málstaður okkar of góð- ur.“ Alltaf komið sterkari úr átökum Halldór vék síðan að innanflokksátökum og sagði: „En það eru til erfiðari aðstæður en árásir utan frá og það er misklíð í okkar eigin röðum. Við höfum ekki alltaf borið gæfu til að vera samstiga, til að standa saman þegar á móti blæs. Við höfum misst félaga úr okkar röðum og við höfum jafnvel lent í klofningi eins og þegar hin svokallaða Möðruvallahreyfing gekk úr flokknum – gamlir fé- lagar mínir. Við höfum hins vegar alltaf komið sterkari úr slíkum átökum en nokkur þorði að reikna með.“ Halldór greindi frá því að hann og Guðni hefðu náð sáttum og sagði síðar að mikilvægt væri að þjóðin sæi sterkan og samhentan Framsóknar- flokk; flokk sem haldið gæti áfram að starfa af heilindum og með hag þjóðarinnar að leiðarljósi. „Þannig Framsóknarflokkur er það besta sem hægt er að hugsa sér,“ sagði hann og sagði síðan: „Ný sigurganga Framsóknarflokksins hefst í dag.“ Undir lok ræðu sinnar sagðist hann myndu gera sitt besta til að leggja nýrri forystu Framsókn- arflokksins lið „Ekki með afskiptasemi né gagn- rýni, heldur með því að vera til staðar ef til mín er leitað, með stuðningi og með því að halda áfram að vera öflugur liðsmaður í sterkri sveit almennra fé- laga í elsta starfandi stjórnmálaflokki landsins, í flokki félagshyggju, samvinnu, frjálslyndis og mannúðar, í flokki sem hefur hag Íslands að leið- arljósi. Í dag, sem ætíð áður, er ég stoltur af því að vera framsóknarmaður,“ sagði Halldór Ás- grímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokks- ins. ksins, flutti ræðu í upphafi miðstjórnarfundar flokksins ið flokknum taki ein- dur vörð um gildi hans Morgunblaðið/Golli Framsóknarflokkur geti tekist á við hvaða mótbyr sem er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.