Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 74
74 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Yfir 51.000 gestir! SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI. NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS MAGNAÐUR SUMARSMELLUR SEM ENGINN MÁ MISSA AF! www.xy.is 200 kr afsláttur fyrir XY félaga eeeeVJV - TOPP5.is LEITIÐ SANNLEIKANS - HVER eee D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM eee V.J.V.Topp5.is eee S.V. MBL. HEIMSFRUMSÝNING Mögnuð endurgerð af hinni klassísku The Omen ! YFIR 40.000 eee B.J. BLAÐIÐ The Omen kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára 16 Blocks kl 6 og 10 B.i. 14 ára X-MEN 3 kl. 8 B.i. 12 ára The DaVinci Code kl. 5 B.i. 14 ára Rauðhetta kl. 3.30 (400 kr.) Saltkráka kl. 4 (400 kr.) Á 6. degi 6. mánaðar árið 2006 mun dagur hans koma. Þorir þú í bíó? The Omen kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára X-Men 3 kl. 1, 3.20, 5.40, 6, 8, 8.30, 10.20 og 10.50 B.i. 12 ára Da Vinci Code kl. 2, 5, 8, og 11 B.i. 14 ára Da Vinci Code LÚXUS kl. 5, 8, og 11 Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 1 og 4 Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 2 ÞVÍ fleiri hrollvekjur sem ég sé, því vænna þykir mér um gömlu, mögn- uðu listasmíðina The Omen, sem á þrítugsafmæli um þessar mundir. Til hamingju, þú átt eftir að lifa enda- laust, líkt og vel haldin vampíra. The Omen hefur af mörgum vel lukk- uðum lykilatriðum að státa. Númer eitt, tvö og þrjú er sígildur efn- isþráður og númer fjögur, fimm og sex eru ódauðlegar tónsmíðar Jer- rys Goldsmith (Ave Satani og Kill- er’s Storm eru sannarlega með hroll- köldustu tónsmíðum). Leikhópurinn og tæknivinnan eru hreint afbragð, en myndin kom ferli leikstjórans Richards Donner á fulla ferð. Fram er kominn leikstjóri sem nefnist John Moore og á m.a. að baki dágóða B-mynd, Behind Enemy Li- nes, sem sannarlega gaf tilefni til bjartsýni um framhaldið. Endurgerð The Flight of the Phoenix setti reyndar spurningarmerki við getu mannsins á nýjaleik, en hann brást ósmeykur við og færðist í fang að endurgera klassíkina The Omen þegar dró að dagsetningunni 06.06.06. Er til gróðavænlegri tíma- setning hryllingsmyndar? Moore hefur bersýnilega lært af mistökum endurgerðar The Flight of the Phoenix. Nýja Omen-myndin jafnast vissulega ekki á við klassíska frummyndina frekar en endurgerðir almennt. Ef maður hins vegar legg- ur sig fram við að hugsa ekki til for- tíðar og reynir að setja sig í spor kynslóðarinnar sem heldur bíóunum gangandi í dag held ég að hún stand- ist prófið og hafi burði til að standa undir nafni. Handritshöfundurinn David Selt- zer fylgir í aðalatriðum söguþræði upprunalegu hrollvekjunnar. Mynd- in hefst í Róm, þar sem Thorn- hjónunum Robert og Katherine (Schreiber og Stiles) er að fæðast fyrsta barnið, en áður en móðirin kemst til sjálfrar sín kemur munkur til Roberts og segir honum að frum- burðurinn hafi fæðst andvana. Til að sefa sársaukann býður þessi dul- arfulli kuflmaður föðurnum annað, nýfætt sveinbarn ungrar, ein- hleyprar móður sem hann segir hafa látist af barnsförum. Í uppnámi augnabliksins samþykkir Robert ráðagerðina og vita engir aðrir en þeir tveir um gang mála þessa óveð- ursnótt. Tíminn líður, föðurnum hefur vax- ið ásmegin í starfi og er orðinn sendiherra í London. Drengurinn, sem ber nafnið Damien, hefur dafn- að vel og þegar hann er fimm, sex ára er móðurina farið að gruna að ekki sé allt með felldu með sveininn. Hann virðist vera illa innrættur og nærvera hans er óþægileg. Þegar barnapían hans hengir sig fer óhugnanleg atburðarás í gang. Ör- væntingarfullur klerkur kemur að máli við Robert og krefst þess að hann deyði barnið, sem sé Anti- Kristur sjálfur, borinn til þess að hið illa nái völdum á jörðu hér. Við tekur djöfulleg framvinda, í orðanna fyllstu merkingu. Opinber- unarbókin spáir endurkomu dýrsins og sú atburðarás fer í gang á skelfi- legan og hugvitssamlegan hátt. At- riðin, hvert öðru óhugnanlegra, rekja sig allt til enda og getur mynd- in, líkt og frummyndin, hægast boðið upp á nokkrar framhaldsmyndir. Til þess þarf The Omen að spjara sig a.m.k. betur en endurgerð Apapl- ánetunnar um árið. Moore fetar sig dyggilega áfram og kryddar söguna með innskotum sem tengja hana við samtímann. Allt er þetta snyrtilega gert og stöku sinnum fæðist ósvikinn óhugnaður undir sýningunni. Damien kemur ekki mikið við sögu, en nýliðinn Davey-Fitzpatrick passar vel í hlut- verkið, einkum í hryssingslegu loka- atriðinu. Stiles og Schreiber skortir hins vegar myndugleikann sem er nauðsynlegur hlutverkum þeirra. Aukaleikarahópurinn er sannarlega vel samansettur, þeir eru allir sterk- ir skapgerðarleikarar; Postlet- hwaite, Gambon, Thewlis og Far- row. Þau standa sig öll eftir atvikum, að sjálfri „Rosemary“ undanskilinni, en þess verður að geta að Farrow geldur leikaranna mest samanburð- arins við gömlu Omen. Það fer enn um mann hrollur þegar frammistaða Billie Whitelaw í hlutverki barn- fóstrunnar frá víti rifjast upp. Þegar þessi orð eru skrifuð, eft- irmiðdaginn 25. maí, glymur skyndi- lega rödd Adolfs Hitler í útvarpinu og minnir á að löngum skákar sann- leikurinn jafnvel hinum geigvænleg- asta skáldskap. Barnið hennar Rosemary KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Laug- arásbíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: John Moore. Aðalleikarar: Julia Stiles, Liev Schreiber, Mia Farrow, David Thewlis, Pete Postlethwaite, Michael Gambon, Seamus Davey- Fitzpatrick. 105 mín. Bandaríkin 2006. The Omen  „Allt er þetta snyrtilega gert og stöku sinnum fæðist ósvikinn óhugnaður,“ segir í dómi. Sæbjörn Valdimarsson Sjómannadeginum hefur í gegnumtíðina verið gert hátt undir höfði á Bolungarvík. Í allan dag verður fjölbreytt dagskrá í tilefni sjó- mannadagsins sem nær svo hápunkti í kvöld. Þá mun eng- inn annar en hinn síungi Björgvin Halldórsson leika fyrir dansi ásamt Brimkló í Víkurbæ. Hika aðstandendur hátíðarinnar ekki við að fullyrða að hér sé um ball ársins að ræða.    Bítillinn Paul McCartney er sagð-ur afar niðurdreginn í kjölfar skilnaðar hans og Heather Mills og segir náinn vinur hans hann ekki hafa verið jafnlangt niðri frá því fyrri eig- inkona hans, Linda, lést árið 1998. „Aðstæður hafa reynst Paul mjög erfiðar. Hann er að ganga í gegnum erfitt tímabil en er þrátt fyrir allt að reyna að lifa eðli- legu lífi,“ segir Mark Feather- stone-Witty, vinur og samstarfsmaður McCartney. Þá eru dætur Pauls, þær Stella og Mary, sagðar hafa átt neyð- arfundi með Ringo Starr og eig- inkonu hans Barböru og Oliviu, ekkju George Harrison, til að leita leiða til að létta lund McCartney. „Olivia og Barbara aðstoðuðu Paul þegar Linda dó. Stella og Mary eru mjög nánar Paul og þær vildu leita leiða til að hjálpa honum,“ segir ónafngreindur heimildarmaður breska blaðsins Daily Mirror. Bæði McCartney og Heather Mills hafa vísað á bug full- yrðingum fjölmiðla um að hún fari með fullt forræði tveggja ára dóttur þeirra samkvæmt dómsúrskurði og segja þau engar ákvarðanir enn hafa verið teknar um forræði dótturinnar. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.