Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 35 DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit ermeð elstu hótelum landsins og ásumrin iðar allt af lífi í sveitinnimeð vaxandi fjölda ferðamanna. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótels Reyni- hlíðar og aðaleigandi, sagði í nokkrum orðum frá breytingum sem gerðar hafa verið á híbýl- unum nú nokkur síðustu ár. „Við höfum verið að endurnýja húsnæðið á undanförnum fimm árum,“ segir Pétur. „Við lukum því nú nýlega með því að taka helming- inn af herbergjunum algjörlega í gegn. Gesta- móttakan hefur líka verið stækkuð og fengið andlitslyftingu, útbúinn hefur verið bar á jarð- hæðinni og anddyrið hefur verið endurbyggt,“ heldur hann áfram. Veitingastaðurinn í Hótel Reynihlíð hefur fengið nafnið Veitingahúsið Myllan. Það hefur löngum verið þekkt fyrir sinn góða mat og hef- ur einnig gengið í endurnýjun lífdaga. „Við lukum breytingum þar fyrir tveimur árum,“ segir Pétur, „endurnýjun þess var hluti af heildarendurnýjuninni og veitingahúsið hefur t.d. fengið nýjan inngang. Öll árin höfum við verið með fjölbreyttan og góðan matseðil.“ Hótel Reynihlíð tók til starfa sumarið 1942, fyrst sem heimagisting hjónanna Péturs Jóns- sonar og Þuríðar Gísladóttur. Nýtt hús var byggt yfir starfsemina á árunum 1947–49 og þar hefur verið rekið hótel óslitið síðan af sömu fjölskyldunni. Um breytingarnar nú segir Pétur að verið sé að laga húsnæðið að kröfum nútímans og þess umhverfis sem reksturinn er í. „Við erum að laga okkur að þeim þörfum sem við þekkjum að eru til staðar. Við viljum einfaldlega vera betri í því sem við erum að gera, svara þeirri eftirspurn sem við vitum að er fyrir hendi á markaðnum og laga okkur betur að henni.“ Hótel Reynihlíð er opið alla mánuði ársins að undanskildum nóvember, desember og jan- úar og að sögn Péturs er nýting á herbergjum mjög góð. „Það er mikið bókað, við erum með 95–98% nýtingu í júlí og ágúst til dæmis,“ segir Pétur. „Hótelið hefur verið í fremstu röð hótela á Íslandi alla tíð síðan það var byggt en nú var ákveðið að taka stórt stökk inn í nútímann með þessum breytingum,“ heldur hann áfram. „Hótel Reynihlíð var fyrst veitingahúsa í dreif- býli á Íslandi til að fá vínveitingaleyfi og þegar gæðaflokkunin kom á gistihús fengum við strax fjórar stjörnur.“ Í hótelinu er 41 herbergi, auk funda- og ráð- stefnuaðstöðu og veitingastaðurinn tekur hundrað manns í sæti. Við hliðina á hótelinu er kaffihús og bar sem heitir Gamli bærinn og hefur verið rekinn samhliða hótelinu í 12 ár. Hönnun breytinganna á hótelinu var í hönd- um Eyrúnar Björnsdóttur innanhússarkitekts.  FERÐALÖG | Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit hefur fengið andlitslyftingu Nútíminn á gömlum merg Morgunblaðið/Birkir FanndalPétur Snæbjörnsson, hótelstjóri og aðaleigandi Hótels Reynihlíðar, og eiginkona hans, Erna Þórarinsdóttir sölustjóri, í veitingastaðnum sem hefur verið gerður upp á glæsilegan hátt. Ferðamannatíminn er að lengjast í Mývatnssveit og Hótel Reynihlíð nýtur góðs af því. www.hotelreynihlid.is Verð á tveggja manna herbergi 17.900 kr., eins manns 15.900 kr. Sími 464 4170, bookings@reynihlid.is. sia@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.