Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 51 UMRÆÐAN Ert þú að tapa réttindum Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 2005: en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta. Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: Ell i l ífeyri Makalífeyri Barnalífeyri Örorkulífeyri Fáir þú ekki yfirlit, Gættu réttar þíns Gildi - Lífeyrissjóður Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóður bænda Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður Rangæinga Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Lífeyrissjóður Suðurlands Lífeyrissjóðurinn Lífiðn Lífeyrissjóður verkfræðinga Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Lífeyrissjóður Vesturlands Sameinaði lífeyrissjóðurinn Samvinnulífeyrissjóðurinn Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Lífeyrir Til þess að iðgjöld launamanna njóti ábyrgðar Ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launamenn, innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits og/eða birtingu auglýsingar, ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launamaður innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launamanni er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. DAGANA 25.-28. maí var haldin ráð- stefna í Helsinki um sáttamiðlun á vegum Nordisk Forum for Mekling. Samhliða ráðstefnunni er venja að halda aðalfund félagsins og var Ís- lendingur kjörinn í stjórnina í fyrsta sinn, Ingibjörg Bjarnardóttir hdl., formaður Sáttar. Íslendingar komu í fyrsta sinn að félaginu á ráðstefnu þess árið 2004 og í framhaldi af ráð- stefnunni kom aukinn kraftur í óformlegt starf áhugafólks um sátta- miðlun á Íslandi. Í haust sem leið stofnaði þverfaglegur hópur formlegt félag um sátta- miðlun á Íslandi og nefnist félagið Sátt. Sáttamiðlun hefur ekki verið viðhöfð á Íslandi nema að litlu leyti, þ.e. svokallaður Hringur sem er starfræktur í tveim þjónustu- miðstöðvum í Reykjavík og byggist á hugmynd sáttamiðlunar. Nýverið ákváðu ís- lensk stjórnvöld að koma í gagnið til- raunaverkefni þar sem lög- reglumönnum er gert að vinna sem sáttamenn í afbrotamálum. Á hinum Norðurlöndunum og í fjölmörgum löndum Evrópu og víðar í heiminum er sáttamiðlun beitt þar sem deilur tveggja eða fleiri aðila eiga sér stað. Á nýafstaðinni ráðstefnu Nordisk Forum for Mekling í Helsinki var fjallað um sáttamiðlun í skólum, á vinnumarkaði, deilum milli ólíkra menningarheima, í milliríkjadeilum, í fjölskyldumálum, einkamálum og af- brotamálum. Ráðstefnuna sátu átta Íslendingar sem starfa við ólíkar stofnanir þ.e. félagsráðgjafar, lög- fræðingar, sálfræðingar og sérfræð- ingar úr fleiri fagstéttum. Athygl- isvert er að víða m.a. í Evrópu og á Norðurlöndunum hefur sáttamiðlun verið í boði í skilnaðarmálum um ára- tugaskeið. Hjón sem skilja eiga kost á nokkrum tímum hjá sáttamiðlara, sér að kostnaðarlausu, sem í mörgum til- fellum leysir ýmsan ágreining á nokkrum klukkustundum og báðir aðilar eru sáttir. Ágreiningur sem annars hefði verið meðhöndlaður hjá dómstólum og tekið langan tíma og ekki öruggt að báðir aðilar yrðu sáttir að loknum málaferlunum. Á Íslandi er ekki í boði sáttamiðlun af þessu taginu. ERLA BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Drápuhlíð 39, 105 Reykjavík. Sáttamiðlun á Íslandi og tengsl henn- ar við Nordisk Forum for Mekling Frá Erlu Björgu Sigurðardóttur Erla Björg Sigurðardóttir REGLULEG hreyfing er mik- ilvæg fyrir líkamlega og andlega heilsu okkar allra, óháð aldri eða kyni. Almennar ráðleggingar miða við að fullorðnir hreyfi sig rösk- lega í minnst 30 mínútur daglega og börnin í minnst 60 mínútur daglega. Þannig að ólíkt því sem margir kunna að halda þarf ekki að standa í stórræðum til að hafa jákvæð áhrif á heilsuna. Meiri hreyfingu fylgir vissulega aukinn ávinningur en hins vegar er ljóst að hvert skref skiptir máli, þ.e. það er betra að hreyfa sig eitthvað en ekki neitt. Út frá sjónarhorni lýðheilsu er því mikilvægast að draga úr kyrrsetu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að konur hreyfa sig síður en karlar, óháð aldri. Félagslegur stuðningur og viðfangsefni í samræmi við getu og áhuga eru mikilvægir áhrifaþættir þess hvort fólk velur að hreyfa sig eða ekki. Miðað við þetta má sjá að Kvennahlaup ÍSÍ hefur verið stór og mikilvægur þáttur í heilsueflingu íslenskra kvenna í þau 16 ár sem það hefur farið fram. Konur á öllum aldri taka þátt á eigin forsendum og hafa þannig notið dagsins í hópi vina og/eða ættingja. Það sem meira er, hlaupið hefur verið mörgum hvatning til að taka upp lifðnaðarhætti sem fela í sér reglulega hreyfingu. Í ár er yfirskrift Sjóvár Kvennahlaups ÍSÍ „Hvert skref skiptir máli“ og er markmiðið að vekja athygli á starfi UNIFEM í þágu kvenna, ekki síst í Afganist- an. Með þátttöku sinni munu kon- ur því ekki aðeins efla eigin heilsu heldur einnig styðja við bakið á mikilvægu málefni. Lýðheilsustöð er stoltur sam- starfsaðili Kvennahlaups ÍSÍ og hvetur allar konur til að taka þátt í hlaupinu á laugardaginn. GÍGJA GUNNARSDÓTTIR, verkefnisstjóri hreyfingar hjá Lýðheilsustöð. Hvert skref skipt- ir máli Frá Gígju Gunnarsdóttur ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 BLIKKÁS – Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.