Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 39 UMRÆÐAN Þessir tveir menn eru hvor öðrum snjallari. Þessar þrjár konur eru hver annarri snjallari. Þessar tvær þjóðir eru hvor annarri snjallari. Englendingar og Frakkar eru hvorir öðrum snjallari. Allt er þetta fólk hvað öðru snjallara. Þessi tvö börn eru hvort öðru snjallara. Þetta tvennt er hvað öðru snjallara. (meira á morgun) Gætum tungunnar HLUTVERK Morgunblaðsins er skýrt – að tryggja völd Sjálf- stæðisflokksins og vernda þá sem Flokknum tengjast. Það má deila um hvort Morgunblaðið er fjöl- miðill eða áróðursrit. Þessar at- hugasemdir byggjast á því að blaðið sé fjölmiðill. Það er Sjálf- stæðisflokknum nauðsynlegt að halda Framsóknarflokknum á lífi – eða a.m.k. nægilega stórum til að geta verið hækja undir völd Flokksins. Það er því mikið að gera á blaðinu nú um stundir. Það kann að skýra eitthvað. Jó- hann Ársælsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, benti á hlut- verk Morgunblaðsins í grein í blaðinu fyrir skömmu. Þar benti hann á tilraunir í blaði sem dreift var til áskrifenda Morgunblaðs- ins til að réttlæta framgöngu Flokksins í landhelgismálinu. Jó- hanni er svarað af ritstjórn blaðsins í dag, í dálki sem heitir Staksteinar. Sá dálkur, hvar eitt sinn voru málaðar huggulegar mannlífsmyndir, er í dag líklega mesti sori íslenskrar blaða- mennsku – hvaðan miskunn- arlaust vegið er úr launsátri að mannorði fólks. Þar virðist rit- stjórnin fá útrás fyrir hugmyndir sínar um innræti ímyndaðra and- stæðinga. Dálkurinn í dag er með þeim ljótari sem ég hef séð. Rétt er að taka það sérstaklega fram að blaðið hefur talað fyrir skoð- anafrelsi. Það er því eðlileg krafa að Morgunblaðið biðji Jóhann af- sökunar á óhróðri, útúrsnún- ingum og hótunum sem birtast í Staksteinum í gær. Ritstjórnin ætti að nota ferðina og biðja fleiri afsökunar. Það myndi stækka hana. Lúðvík Bergvinsson Morgunblaðið á að biðjast afsökunar Höfundur er alþingismaður. ÞAÐ gjörist býsna oft að birtar eru niðurstöður svokallaðra rann- sókna er sýna eiga hollustu áfeng- isneyzlu og betur að gáð eru flestar þeirra runnar undan rifjum og kost- aðar af vínframleið- endum en þó öllu frem- ur vínsölum, enda ríma þær afar illa við rann- sóknir sem eru t.d. unnar á vegum eða undir eftirliti Alþjóða heilbrigðismálastofn- unarinnar – WHO. Ekki er svo sem að undra þó áfeng- isauðvaldið auglýsi sína vöru og sýni hana í þeim töfraljóma unaðs- semda sem við þekkj- um svo vel, en lakara er þegar reynt er að klína vís- indalegu vörumerki hollustunnar á innihaldið. Það vakti verðskuldaða athygli mína á dögunum þegar Blaðið birti rannsóknarniðurstöður virtrar stofnunar „Institute of Alkohol Stu- dies“ IAS undir fyrirsögninni: Áfengi stærri heilsufarsvandi en of- fita. Undirfyrirsögnin var: Ný rann- sókn sýnir fram á að fimm til níu milljónir barna tilheyra fjölskyldum sem hafa beðið alvarlegan skaða af ofnotkun áfengis, og er þar greini- lega átt við Evrópulönd. Rétt skal gripið niður í þessari merku grein sem Blaðið á þakkir skildar fyrir að birta. Þarna segir að árlega kosti vandamál sem tengjast áfeng- isneyzlu 125 milljarða evra ef öll Evrópa er talin með. Þar segir einn- ig: Áfengisvandamálið er eitt af þremur stærstu heilsufarsvanda- málum sem Evrópubúar glíma við næst á eftir tóbaksneyzlu og háum blóðþrýstingi. Áfengisvandinn er stærri en offituvandamálið, hreyf- ingarskortur og neyzla ólöglegra eiturlyfja. Tilvitnun lýkur. Þetta eru athygl- isverðar og um leið ógnvekjandi nið- urstöður en koma svo sem ekki á óvart. Það vekur einnig athygli að fræðimennirnir sem að rannsóknunum stóðu hvetja yfirvöld til að taka þessi mál fastari tökum m.a. með því að stjórna dreifingu og sölu áfengis t.d. með því að hækka verð og takmarka opn- unartíma sölustaða, nokkuð sem rímar mjög illa við boðskap „frelsis“ postulanna hér á landi. Þarna segir einnig að það sé augljóslega munur á þeim skaða sem áfengi veldur miðað við til hvaða Evrópulanda er horft, en alls staðar væru þó alvarleg vandamál til staðar sem öll löndin ættu sameiginleg. Inn í þetta fléttast t.d. 10 þúsund mannslíf af völdum þeirra er aka undir áhrifum áfengis og er hræðileg tala. Í lokin segir for- maður nefndar um áfengisvarnir svo: Við vonum að þessi skýrsla sendi neyðarkall til Evrópusam- bandsins og ríkisstjórna innan Evr- ópu. Misnotkun áfengis er eitt út- breiddasta heilsufarsvandamál sem við horfumst í augu við en eins og staðan er í dag er alltof lítið gert í Evrópu til þess að stemma stigu við týndum mannslífum og þeim ómælda skaða sem þessi misnotkun veldur. Tilvitnun lýkur. Svo mörg voru þau orð og okkur þótti full ástæða til að ítreka þau skilaboð sem þau fela í sér enn frek- ar. Við bindindismenn viljum vinna með og kynna staðreyndir einar í þessum málum og þessi skelfilega niðurstaða er ógnvænleg og allt hugsandi fólk ætti að taka til hennar fullt tillit þegar mótuð er stefna í áfengismálum og henni svo fram- fylgt á bezta veg. Þetta ákall á að vera okkur bæði viðvörun og hvatn- ing. Áfengi er eitt af stærstu heilsufarsvandamálunum Helgi Seljan fjallar um áfengismál ’Við bindindismenn vilj-um vinna með og kynna staðreyndir einar í þess- um málum og þessi skelfilega niðurstaða er ógnvænleg og allt hugs- andi fólk ætti að taka til hennar fullt tillit þegar mótuð er stefna í áfeng- ismálum og henni svo framfylgt á bezta veg.‘ Helgi Seljan Höfundur er form. fjölmiðlanefndar IOGT. Kirkjuvellir 7 - Hf. Opið hús Opið hús í dag frá kl. 14.00 til 16.00 Tilbúnar sýningaríbúðir. Glæsilegt 23 íbúða fjölbýlishús á sex hæðum. 2ja, 3ja & 4ra herbergja íbúðir 4 íbúðir á hæð. Lyfta í stigagangi Bílastæði í bílakjallara Glæsilegar innréttingar frá Brúnás Eldhústæki frá AEG Vandað myndasímakerfi Vandaður frágangur Byggingaraðili er Gunnar og Ólafur ehf. Sölumenn Hraunhamars á staðnum Kirkjuvellir 7, Hafnarfirði opið hús Magnús Emilsson löggiltur fasteignasali, Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.