Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 61 SKÁKÁHUGAMENN á Íslandi sem og annars staðar hafa síðustu daga fjallað mikið um Ólympíuskák- mótið í Tórínó á Ítalíu. Hvaða þjóðir stóðu sig vel, hvaða skákmenn stóðu upp úr, hvaða skák var best tefld og svo mætti lengi telja. Umræða af þessu tagi fer aðallega fram á netinu og á þeim vettvangi hafa margir ís- lenskir skákáhugamenn tjáð sig um árangur íslenska liðsins á Skákhorni skákmanna. Gagnrýnisraddir eru þar nokkuð háværar og talið er óvið- unandi að stórveldið í skák, Ísland, lendi hvað eftir annað í kringum 50. sæti í opnum flokki á Ólympíuskák- mótum. Flestir virðast sammála um að bæta þurfi þjálfun íslenskra skák- manna og umtalsvert átak þurfi til svo að raunhæft verði að íslenska landsliðið í opnum flokki nái að kom- ast aftur í fremstu röð, en hægt er að nálgast þessi greinarskrif með því að fara á www.skak.is og fara þaðan á vefslóð Skákhornsins. Til allrar hamingju er heimur skákarinnar stærri en sem nemur sjóndeildarhring hins íslenska skák- samfélags. Úti í hinum stóra heimi eru til þúsundir og jafnvel tugþús- undir manna sem lifa af skák með einum eða öðrum hætti. Hin háa skákmenning sem þreifst í fyrrver- andi lýðveldum Sovétríkjanna hefur breiðst til ótal landa. Frakkland er orðið stórveldi í skák með ofurstór- meistara á borð við Etienne Bacrot (2708) og Joel Lautier (2682) í broddi fylkingar. Þeir hafa notið góðs af leiðsögn þjálfara á borð við Josif Dorfman. Einnig eru mörg Asíulönd orðin geysiöflug. Kína hefur mark- visst unnið að því að gera skákmenn- ina sína þá bestu í heimi. Ekki er um mannfæð þar að ræða og í mótinu í ár náði liðið sínum besta árangri hingað til, lenti í öðru sæti með 34 vinninga á meðan Armenar urðu hlutskarpastir með 36 vinninga. Þetta leiðir hugann að þeirri stað- reynd að veldi Rússa í liðakeppnum hefur verið hnekkt. Aðrar þjóðir hafa með skipulögðum vinnubrögð- um og góðum liðsanda skotið herra- þjóðinni í austri ref fyrir rass. Í mótinu í ár breytti engu fyrir Rússa þó að Vladimir Kramnik (2729) hafi mætt endurnærður til leiks og náð bestum stigaárangri allra keppenda, en hann fékk 6½ vinning af 9 mögu- legum á fyrsta borði og árangur hans samsvaraði 2847 stigum. Fyrir íslenskt skáklíf er kjarni málsins sá að útilokað er að landslið Íslands komist í fremstu röð nema til sé hópur skákmanna sem vilja gera skák að fullu starfi og að þessi hópur njóti leiðsagnar snjallra þjálfara sem hafa jafnframt tengsl í skákheimin- um til að útvega boð á sterk mót og útvega sambönd við aðra sterka skákmenn til að vinna með. Á þetta hefur áður verið bent en úrræðin til að hrinda þessu í framkvæmd eru fá- tækleg. Í fyrsta lagi er ekki auðvelt að finna hóp manna sem er tilbúinn að inna af hendi þá vinnu sem nauð- synleg er til að árangri sem atvinnu- maður í skák. Margir skákmenn hafa ekki sjálfir skilning á að for- senda árangurs sé mikil vinna og að æfa þurfi að minnsta kosti í 5 klukkutíma á dag til að komast í fremstu röð. Til viðbótar þessu eiga félagsmálamenn innan skákhreyf- ingarinnar erfitt með að skilja að þetta sé nauðsynleg forsenda þess að ná árangri í alþjóðlegum keppn- um. Til að bæta gráu ofan á svart er skortur á fjármagni og langtíma- stefnumörkun. Að öllu þessu saman- dregnu er ekki ástæða til að ætla að íslenskt landslið í skák muni á næstu árum nái betri árangri en 30.–50. sæti í opnum flokki á Ólympíuskák- móti. Þessa framtíðarsýn er kannski ekki mörgum hugnanleg en hún er veruleiki ef íslenskir skákmenn halda áfram á þeirri braut að trúa því að hæfileikar einir saman geti fleytt mönnum áfram í hinum alþjóð- lega skákheimi. Hæfileikar og vinna verða að fara saman og sem dæmi um það þarf ekki að líta lengra en til frænda vorra Norðmanna sem eiga undrabarnið Magnus Carlsen (2646). Af viðtölum við hinn 15 ára táning má ráða að hann stúderi skák a.m.k. 3–4 tíma á dag og haldi sér ávallt í góðu líkamlegu ástandi. Á Ól- ympíuskákmótinu tefldi hann átta skákir, vann fjórar og gerði fjögur jafntefli og samsvaraði frammistaða hans 2820 stigum. Hann lagði m.a. ofurstórmeistarann Michael Adams (2720) að velli sem og perúska hörkutólið Julio Granda Zuniga (2598). Besta skák hans var hinsveg- ar gegn þýska stórmeistaranum Arkadij Naiditsch (2664) sem tefld var í 12. og næstsíðustu umferð. Hvítt: Arkadij Naiditsch (2664) Svart: Magnus Carlsen (2646) 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. Rg5 d5 5. exd5 b5 6. Bf1 h6 7. Re6 Það hefur sjálfsagt verið ætlun hvíts að koma á óvart með því að velja þetta sjaldgæfa afbrigði sem og að leika þessum óvenjulega leik. Carlsen var hinsvegar greinilega við öllu búinn þar eð hann tefldi byrj- unina óaðfinnanlega. 7…fxe6 8. dxc6 Bc5 9. d3 O-O 10. Be3 Bxe3 11. fxe3 Dd6! 12. Rd2 Dxc6 13. e4 Við fyrstu sýn mætti ætla að hvít- ur stæði betur þar eð hann hefur traustari peðastöðu en eins og næsti leikur svarts sýnir fram á er það svartur sem hefur frumkvæðið í skjóli hraðari liðskipunar. Stöðumynd 1 13… Dc5! Nákvæmur leikur sem gerir hvít- um erfiðara fyrir að koma riddara sínum fyrir á hinum góða f3-reit. 14. Rb3 Db6 15. De2 Bd7! 16. g3 a5! 17. Bh3 a4 18. Rd2 a3 19. b3 Be8! Svartur hefur teflt af mikilli hug- vitssemi og nákvæmni. Peðafram- rásin á drottningarvæng hefur skap- að veilur í stöðu hvíts og með þessum leik verður hvítreiti biskupinn virk- ur. Í framhaldinu tekst hvítum þó að halda í horfinu. 20. Df2! Dc6 21. O-O Bh5 22. De3 Bg4! 23. Bg2 Dxc2 24. Hfc1 Db2 25. h3 Had8! Mannsfórn sem byggist á því að hvíta staðan verður óteflanleg eftir 26. hxg4 Rxg4. 26. Hab1 Dxa2 27. Ha1 Db2 28. Hab1 Da2 29. Ha1 Db2 30. Hab1 Hvítur væri að sjálfsögðu feginn ef þrátefli yrði niðurstaðan en bar- áttuglaði Norðmaðurinn hefur ann- að í huga. Stöðumynd 2. 30… Dd4! 31. Dxd4 Hxd4 32. hxg4 Hxd3 33. Rf1 Ha8! Svartur kemur hróknum undir frí- peðið og þegar á reynir hefur svart- ur hartnær unnið tafl þó að hann sé manni undir í endatafli. 34. Hxc7 a2 35. Ha1 Hxb3 36. Hc2 Hba3 37. Hb2 H8a5 38. Rd2 Rxg4 39. Rb3 H5a4 40. Bh3 h5 41. Bxg4 hxg4 42. Rd2 Hxg3+ 43. Kf2 Hga3 44. Hxb5 Hvítur hefur barist um hæl og hnakka en nú kemur svarti kóngur- inn til skjalanna og við það molna varnir hvíts hægt og sígandi .Stöðumynd 3. .44… Kf7! 45. Ke2 Kf6 46. Kd1 Hh3 47. Kc2 g3 48. Hb3 Kg5 49. Kb2 Kg4 50. Hc3 g2 51. Hcc1 He3 52. Kc2 Kg3 53. Kb2 Kf2 54. Hc2 He2 og hvítur gafst upp. Þessi frábæra skák Carlsens lagði grunninn að því að Norðmenn lögðu Þjóðverja að velli, 2½–1½, en því miður töpuðu þeir stórt gegn Banda- ríkjamönnum í lokaumferðinni, ½–3½. Þetta þýddi að liðið lenti í 30.– 35. sæti en að öðru leyti varð árang- ur Norðurlandaþjóðanna í opnum flokki sá að Svíar lentu í 16.–19. sæti, Danir í 20.–29. sæti, Íslendingar í 43.–48. sæti, Finnar í 57.–66. sæti og Færeyingar í 80.–87. sæti. Af þess- um samanburði við hinar Norður- landaþjóðirnar má ljóst vera að til að íslenska landsliðið í skák dragist ekki enn frekar aftur úr verður að huga vel að þjálfun bestu skák- manna landsins. Að Ólympíuskákmóti loknu – staða íslenska liðsins SKÁK Torínó á Ítalíu ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ 2006 20. maí – 4. júní 2006 HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is Morgunblaðið/Ómar Íslenska landsliðinu í skák veitti ekki af að hafa innanborðs snilling eins og Magnus Carlsen. Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Stöðumynd 3. Bikarkeppnin hafin Bikarkeppnin er hafin og er þátt- takan svipuð og undanfarin ár eða hálfur fjórði tugur sveita. Í fyrstu umferðinni sigraði sveit Arons Þorfinnssonar sveit Runólfs Jónssonar með 122 gegn 77. Aðeins eru þrír leikir í fyrstu umferð og á þeim að ljúka nú um helgina. Þá er a.m.k. einn leikur búinn í ann- arri umferð. Sveit Indu Hrannar Björnsdóttur sótti Suðurnesjamenn heim sl. fimmtudag. Sparisjóðsmenn byrjuðu með miklum bægslagangi og unnu fyrstu lotuna með nokkrum yf- irburðum en sveit Indu kom til baka í annarri lotu með ágætri spila- mennsku. Seinni leikurinn var hins vegar unga fólkinu erfiður og lokatölur urðu 178–75 fyrir Sparisjóðinn í Keflavík. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Svipmynd úr bikarkeppninni. Inda Hrönn Björnsdóttir og Grímur Krist- insson spila gegn Gunnlaugi Sævarssyni og Karli Gretari Karlssyni í fé- lagsheimili bridsspilara á Mánagrund í Keflavík. 28 pör í sumarbrids sl. miðvikudag Mánudaginn 5. júní var spilaður Monrad-barómeter með þátttöku 14 para. Lokastaðan varð þessi: Rúnar Gunnarss. – Hermann Friðriksson 31 Halldór Svanbergss. – Valur Sigurðss. 20 Inda Hrönn Björnsd. – Grímur Kristinss. 16 Soffía Daníelsd. – Hrafnhildur Skúlad. 14 Miðvikudaginn var besta þátttaka í sumarbrids til þessa, alls mættu 28 pör og efstu pör voru: Jóhann Stefánss. – Birkir Jón Jónsson 90 Svala Pálsdóttir – Stefán Garðarss. 71 Vilhjálmur Sigurðss. – Jón Ingþórsson 57 Hrund Einarsd. – Dröfn Guðmundsd. 43 Guðjón Sigurjónss. – Ísak Örn Sigurðss. 34 Sumarbrids er spilað þrjú kvöld í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Spilamennska hefst kl. 19:00 og hjálpa keppnisstjórar stök- um spilurum að mynda pör. Öll úrslit og spilagjöf er að finna á heimasíðu BSÍ, www.bridge.is. BRAUTSKRÁNING Menntaskólans á Ísafirði fór fram í Ísafjarðarkirkju 27. maí sl. Var þetta jafnframt síð- asta brautskráning Ólínu Þorvarð- ardóttur, skólameistara við Mennta- skólann á Ísafirði, en hún lætur nú af störfum eftir fimm ára embættistíð. Að þessu sinni voru 68 nemendur útskrifaðir frá skólanum og er sam- anlagður fjöldi brautskráðra nem- enda á þessu skólaári þá 94. Hæsta meðaleinkunn á stúdents- prófi að þessu sinni er einkunnin 9,25 og hana hefur hlotið Auður Sjöfn Þórisdóttir sem er dúx skólans í ár. Í ræðu Ólínu Þorvarðardóttur skólameistara kom m.a. fram að í vetur hefðu 400 nemendur stundað nám við skólann, þar af 45 í kvöld- skóla. Þá var formlega tekin í notk- un á vorönn ný verkmenntaaðstaða fyrir nýstofnaða húsasmíðabraut sem nú hefur verið hrundið af stokk- um. Með húsasmíðabrautinni hefur skólinn fengið heimild til þess að út- skrifa sveina í húsasmíðum. Einnig sagði Ólína: „Sú kemur tíð að sárin foldar gróa – segir í hinu fagra kvæði Hannesar Hafstein. Ég trúi því og bið þess að svo muni einn- ig verða um Menntaskólann á Ísa- firði. Ég kveð þennan vinnustað í fullri sátt, reynslunni ríkari, með þá fullvissu í brjósti að ég hef unnið svo vel sem ég gat fyrir Menntaskólann á Ísafirði. Um meira verður ekki beðið. Þegar hretið lægir eru það sagan og framtíðin sem dæma verk- in.“ Þá bað Ólína skólanum, nem- endum hans og starfsfólki öllu bless- unar. Brautskráning frá MÍ ÚTHLUTAÐ hefur verið í fræði- mannsíbúð Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn og er íbúðinni út- hlutað frá 1. september 2006 til 31. ágúst 2007. Íbúðinni er þó ekki úthlutað í desember og janúar þar sem þá verður unnið að endurbótum á henni. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 16 umsóknir. Sjö fræðimenn fá afnot af íbúð- inni, sem hér segir: Bjarnheiður Guðmundsdóttir til að rannsaka forvarnir gegn bakt- eríusjúkdómum í fiskeldi. Gísli Páls- son til að vinna að rannsóknum á viðhorfum til votlendis. Guðrún Marteinsdóttir til að rannsaka áhrif umhverfis á útbreiðslu þorsks og annarra fiskistofna. Helgi Þorláks- son til að vinna að rannsókn á sögu utanlandsverslunar Íslands. Páll Theodórsson til að rannsaka sögu tækniþróunar og brautryðjenda. Róbert Spanó til að vinna að rann- sóknum á þróun í danskri dóma- framkvæmd, skrifum fræðimanna og kennsluháttum í lögskýringar- fræði. Sigfinnur Þorleifsson til að rannsaka áhrif helgiathafna í úr- vinnslu sorgar. Fræðimannsíbúðin í Kaupmanna- höfn, tengd nafni Jóns Sigurðsson- ar, er skammt frá Jónshúsi, í Sankt Pauls Gade 70. Fræðimaður hefur vinnustofu í Jónshúsi. Fræðimannsíbúð úthlutað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 156. tölublað (10.06.2006)
https://timarit.is/issue/284514

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

156. tölublað (10.06.2006)

Aðgerðir: