Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 36
Á vefslóðinni www.michelintra- vel.com má fá kort af öllum hugs- anlegum ferðaleiðum og þeirri þjónustu, sem í boði er á leiðinni. Morgunblaðið/Ómar Belgar eru að sögn Stefáns Ásgrímssonar einna varasamastir í umferðinni sem helgast einkum af því að ekki er svo ýkja langt síðan þeir voru skyldaðir til að þreyta bílpróf áður en þeim var hleypt út í umferðina Reuters Ef ekið er á eigin bíl þarf bílstjóri að hafa græna kortið sem fæst hjá trygg- ingafélögum og er alþjóðleg staðfesting á að bíllinn sé ábyrgðartryggður. tryggingafélög margskonar ferða- og farangurstryggingar.  Evrópska sjúkratryggingakortið | Kort þetta fæst hjá Trygg- ingastofnun ríkisins og auðveldast er að verða sér úti um það á heima- síðu TR, www.tr.is. Kortið gildir í öllum ríkjum EES og Sviss og stað- festir rétt korthafa til heilbrigð- isþjónustu, sem kann að vera nauð- synleg á ferðalaginu. Ef þetta kort er ekki handbært þarf að greiða alla læknis- og heilbrigðisþjónustu fullu verði.  Lyfjavottorð | Vottorð frá heim- ilislækni fyrir þá, sem heilsu sinnar vegna þurfa að taka eftirrit- unarskyld lyf, sem geta valdið vímu- áhrifum og hafa þau meðferðis við komu til landa innan Schengen- svæðisins. Vottorðið þarf að vera stimplað af landlæknisembættinu svo að það sé tekið gilt.  Tjaldbúðaskírteini | Gott er að hafa alþjóðlegt tjaldbúðaskírteini þegar gist er á tjaldsvæðum Evr- ópu. Handhafar þess njóta bæði for- gangs og ýmissa fríðinda og er skír- teinið gefið út til félagsmanna FÍB.  Hraðbrautamerki | Límmiðar í framrúðu, sem er staðfesting þess að eingreiðsla fyrir tímabundin af- not af hraðbrautum hafi verið greidd. Lönd, sem krefjast hrað- brautamerkja, eru: Búlgaría, Rúm- enía, Sviss, Slóvakía, Tékkland, Ungverjaland og Austurríki. Merk- in fást á landamærastöðvum og bensínstöðvum í grennd við þær.  Öryggisvesti | Ítalía, Portúgal, Spánn og Austurríki krefjast þess að öryggisvesti í skærgulum eða appelsínugulum lit sé í bílnum og það notað ef stöðva þarf t.d. bílinn í vegkanti til að skipta um dekk. aðar, þarf að vera með í för, en helst skulu þessi skírteini ekki vera í hanskahólfinu þegar bíllinn er yf- irgefinn vegna þess að bílaþjófar sækjast eftir slíkum plöggum.  Græna kortið | Ef ekið er á eigin bíl er nauðsynlegt að hafa græna kortið. Græna kortið fæst hjá trygg- ingafélögum, en það er alþjóðleg staðfesting þess að bíllinn sé ábyrgðartryggður. Skynsamlegt er að hafa kortið tiltækt á ferðalögum um Vestur-Evrópu og bráðnauðsyn- legt í Albaníu, Andorra, Bosníu/ Herzegóvínu, Búlgaríu, Hvíta- Rússlandi, Makedóníu, Moldavíu, Rúmeníu, Serbíu-Montenegro, Tyrklandi og Úkraínu. Jafnframt er mælt með því að kortið sé meðferðis í Tékklandi, Slóvakíu, Ungverja- landi, Króatíu, Slóveníu, Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi.  Ferðatryggingar | Ýmsar ferða- tryggingar eru innifaldar í greiðslu- kortum og gilda ef ferðin hefur að helmingi eða öllu leyti verið greidd með greiðslukorti. Sömuleiðis bjóða bleikt ökuskírteini, í sömu stærð og greiðslukort, er fullgilt við akstur erlendis. Í mörgum löndum Austur- Evrópu er skynsamlegt að hafa líka meðferðis alþjóðlegt ökuskírteini, sem FÍB og sýslumannsembættin gefa út. Alþjóðlegt ökuskírteini er í rauninni alþjóðleg þýðing á öku- skírteininu og staðfesting þess að handhafi þess sé með fullgild öku- réttindi. Ef erlendur lögreglumaður fær í hendurnar ökuskírteini Íslend- ings ásamt alþjóðlegu ökuskírteini þá á hann að sjá þetta strax. Gömlu stóru bleiku plöstuðu pappírsskírteinin eru einnig fullgild erlendis svo fremi sem þau eru ekki útrunnin. En skynsamlegt er þó að verða sér úti um nýju plastskírteinin í stað gömlu skírteinanna þar sem erlendir aðilar, sem kunna að spyrja um ökuskírteini, átta sig betur á þeim. Eldri skírteinin gætu vafist fyrir mönnum.  Skráningarskírteini | Skráning- arskírteini þess bíls, sem ferðast er á, hjólhýsa eða annars aukabún- V ið akstur í útlöndum skal hafa þá meginreglu í heiðri að fara í hvívetna eftir lögum, reglum og umferðarmerkjum. Hægri handar akstur tíðkast víðast hvar sem þýðir að hægfarnasta um- ferðin skal halda sig lengst til hægri, t.d. gangandi, síðan hjólandi og svo akandi, og framúrakstur leyfist eingöngu á vinstri kanti. Þá er mikilvægt að brýna fyrir fólki að akstur og áfengi eiga aldrei saman, en freistist menn til að bjóða hætt- unni heim í þeim efnum, geta tóm leiðindi og mikið vesen í sum- arfríinu fylgt slíku hátterni,“ segir Stefán Ásgrímsson, ritstjóri hjá Fé- lagi íslenskra bifreiðaeigenda. Leyfilegt áfengismagn í blóði við akstur er mismunandi eftir löndum, allt frá 0,0% í Rússlandi og mörgum fyrrum austantjaldslöndum upp í 0,09% á Kýpur og 0,08% á Írlandi, Bretlandi, Lúxemborg, Möltu, Sviss og Nýja-Sjálandi. Á Íslandi er miðað við 0,05%, eins og mjög víða annars staðar. Stefán segist hafa góða reynslu af akstri í Evrópulöndum og almennt séu ökumenn til fyrir- myndar þó alls staðar megi finna undantekningar. „Belgar eru þó einna varasamastir í umferðinni sem helgast einkum af því að ekki er svo ýkja langt síðan að þeir voru skyldaðir til að þreyta bílpróf áður en þeim var hleypt út í umferðina. Sömuleiðis er gott að gæta sín mjög vel þegar ekið er í gömlu aust- antjaldslöndunum þar sem heima menn hafa ekki vanist því að hafa bíla til umráða. Ólíkt því sem marg- ir álíta að Ítalir og Frakkar séu hvað hættulegastir Evrópubúa í um- ferðinni, finnst mér svo alls ekki vera, en þeir nota mikið augn- samband við aðra ökumenn og bendingar í allar áttir sem kannski er íslenskum ökumönnum eilítið framandi.“ Öll gögn í lagi FÍB leggur áherslu á tíu mikilvæg ferðagögn fyrir bílferðalag erlendis sem sjá má hér að neðan. Mjög mik- ilvægt er að gögn þessi séu í lagi og meðferðis þegar haldið er af stað og gott er að fara vel yfir listann áður en ferðatöskunum er lokað og úti- dyrunum læst.  Vegabréf | Gilt vegabréf er nauð- synlegt. Þó norrænir ríkisborgarar þurfi ekki að framvísa vegabréfi við komu til annarra Norðurlanda held- ur dugi þar almenn persónuskilríki, þá er vegabréfið algjör nauðsyn ef lengra skal halda. Innan Norður- landanna er þó alltaf til bóta að hafa vegabréfið við höndina, t.d. þegar reka þarf erindi í bönkum, á hót- elum og tjaldsvæðum. Allir, sem náð hafa 15 ára aldri, skulu bera eigið vegabréf á ferðlögum utan Norður- landanna. Hægt er að fá útgefin vegabréf fyrir börn undir 15 ára aldri, en þau eru ekki nauðsynleg ef einungis er ferðast innan Evrópu, t.d. innan Schengen-svæðisins. Þar nægir að börn undir 15 ára aldri séu skráð í vegabréf foreldris.  Ökuskírteini | Almennt íslenskt  FERÐALÖG | Akstur í útlöndum krefst undirbúnings og skipulags Tíu mikilvæg ferðagögn Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is 36 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ Sjóstangaveiði í Reykjanesi Í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp verður boðið upp á ýmsar nýjungar í ferða- þjónustu í sumar. Þar á meðal eru báts- ferðir, sjóstangaveiði, kajakferðir og leiðsögn um Reykjanesið og umhverfi. Ferðalangar geta notið náttúrunnar á siglingu með Sunnu ÍS um djúpið. Af- þreying af þessu tagi hefur ekki verið áður í Reykjanesi nema samkvæmt pöntunum fyrir hópa: Nú er afþreyingin einnig fyrir einstaklinga og minni hópa. Best er þó að panta fyrirfram. Spánverjavígin Á Jónsmessu, 24. júní nk. verður haldið málþing um Spánverjavígin árið 1615 á vegum Snjáfjallaseturs á Snæ- fjallaströnd. Í tengslum við málþingið verður fluttur einleikur Kómedíuleik- hússins um vígin. Einnig verður sett upp sýning um Spánverjavígin í sam- vinnu við verkefnið Vestfirði á miðöld- um, Strandagaldur og fleiri. Sam- skiptum Íslendinga og Spánverja/Baska á 17. öld verða gerð skil á málþinginu, einnig fornleifarannsóknum sem tengj- ast samskiptunum. Á dagskránni verð- ur vettvangsskoðun með leiðsögn í Æðey, Sandeyri og Ögur. Jónas Helga- son í Æðey býður upp á siglingu frá Ísa- firði. Miðjarðarhafssigling og Ítalía Dagana 13.–27. september býður Úrval- Útsýn upp á siglingu um Miðjarðarhafið og dvöl á Ítalíu en fararstjóri í þeirri ferð verður Guðmundur V. Karlsson. Siglt verður á skemmtiferðaskipinu Splendor of the Seas. Flogið er til Bologna 13. september. Þaðan er ekið til Verona þar sem gist verður í tvær nætur og farið í heilsdags- ferð að Gardavatni. Þann16. sept. er ek- ið til Feneyja þar sem helstu byggingar verða skoðaðar og siglt á gondólum. Daginn eftir er haldið af stað í Miðjarð- arhafssiglingu. Eftir siglingu er dvalið í Florens í tvær nætur og áður en haldið er heim er farið m.a. til Siena og Pisa. Gönguleiðakort og örnefnaskilti Mikilvægt er að áningarstaðir ferða- manna séu skipulagðir þannig að manngerðir hlutir eins og skilti, borð og bekkir falli sem best að umhverfinu, að sögn Rannveigar Einarsdóttur, annars eiganda fyrirtækisins Náttúrulega, sem hún stofnaði ásamt Elínu S. Harð- ardóttur í vor. Fyrirtækið hefur að- seturá Höfn í Hornafirði. Það sérhæfir sig í hönnun fræðsluskilta og korta, skipulagi ferðamannastaða og útivist- arsvæða, ásamt öðru. Helstu verkefnin núna eru gönguleiðakort yfir Mýrar í Hornafirði, örnefnaskilti og auglýs- ingaskilti fyrir Jöklasýninguna á Höfn, skipulag skógræktarsvæðisins við Drápskletta á Höfn, fræðsluskilti á nátt- úrustíg við Fláajökul og lokafrágangur fræðsluskilta í Haukafelli á Mýrum. Eyjan Vigur í sumar Eins og mörg undanfarin ár verður eyjan Vigur opnuð almennum ferða- mönnum 10. júní. Lítið er af snjó í ár en fullt af fugli. Hretið sem kom seinnipart maí virðist ekki hafa haft teljandi áhrif á varp fuglanna, en lundi, teista og æðar- fugl eru helstu tegundirnar sem verpa í Vigur. Krían er aftur á móti minna áber- andi þetta árið og kannski margir sem þakka fyrir að geta gengið hjálmlausir um grösuga balana. Farið er frá Ísafirði alla daga fram til loka ágúst klukkan 14. Einnig er boðið upp á morgun- og kvöldferðir fyrir hópa. Bókanir í Vigur eru hjá Vestur- ferðum á Ísafirði sem veita nánari upplýsingar. www.vesturferdir.is www.natturulega.is www.rnes.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.