Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 34
Vika á Ítalíu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 25 46 05 /2 00 6 16.600 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Bíll úr flokki B 50 50 600 • www.hertz.is * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá Daglegtlíf júní Persónulegir munir á skrifborðinu geta aukiðvinnuafköstin, að því er ný könnun leiðir í ljós.Fjölskyldumyndir, fáni uppáhaldsíþróttaliðsins eða hvað sem er sem hressir upp á vinnuumhverfið hef- ur góð áhrif, að því er fram kemur í frétt Dagens Nyheter. Gerð var könnun á vegum Vasakronan sem leiddi í ljós að konum þykir betra að vinna ef persónu- legir munir eru í kringum þær en körlum. Báðum kynjum þótti það þó mikilvægt, en alls tóku yfir þúsund manns þátt í könnuninni. 70% fannst sam- band á milli streitu og útlits skrifborðsins og 59% þótti hafa góð áhrif að hafa persónulega muni í vinnuum- hverfinu. Hávaði og skvaldur Skrifstofufólki þykir vinnuumhverfi allajafna mik- ilvægt fyrir vinnuafköstin. Ef það er streituvaldandi verða vinnuafköstin minni og öfugt. Prófessor við Upp- salaháskóla segir að hávaði og skvaldur geti t.d. haft neikvæð áhrif en annað hljóð geti haft róandi áhrif, s.s. fuglasöngur eða vatnsniður. Aðgangur að setustofu og eldhúsi þótti 55% þátttakenda mikilvægur. Hins vegar hefur hvíldarherbergi eða sturta engin áhrif á vinnuaf- köstin, skv. könnuninni.  KÖNNUN Mynd af elskunni á skrifborðið Morgunblaðið/Eyþór Tæplega 60% þótti gott að hafa persónulega muni í vinnuumhverfinu. Lítil börn sem horfa mikið á sjón-varp geta átt í erfiðleikum meðsvefn, að því er finnsk rannsókn bendir til. Í Svenska Dagbladet er greint frá rannsókninni sem gerð var í Tammerfors í Finnlandi. Þau börn sem horfa á sjónvarpsefni fyrir fullorðna eiga á hættu að sofa verr en önnur. En einnig getur það haft áhrif þegar börn- in leika sér í sama rými og sjónvarp er í gangi. Foreldrar sem vilja að börnin séu útsofin og frísk ættu því að bíða með að horfa á fréttir, glæpaþætti og kvikmyndir þar til börnin eru farin að sofa. Rannsóknin tók til 321 foreldris 5-6 ára barna í þremur háskólabæjum í Finnlandi. Óvirkt áhorf hefur líka áhrif Athyglisverðasta niðurstaðan var sú, að mati Anja Riitta Lahikainen pró- fessors, að óvirkt áhorf, þ.e. þegar kveikt er á sjónvarpi í sama herbergi og börnin leika sér án þess að þau séu að horfa, hefur svo mikil áhrif á svefn barnanna. Að meðaltali var kveikt á sjónvarpinu í rúma fjóra tíma á dag á heimilunum sem tóku þátt í rannsókn- inni. Börnin horfðu sjálf í 1,4 klukku- stundir að meðaltali á dag og óvirka áhorfið var álíka langt til viðbótar. Virkt áhorf leiddi ekki til verri svefns, sér- staklega ekki ef um barnaefni var að ræða og foreldrarnir horfðu með. Óvirkt áhorf getur leitt til þess að börnin sjá eitthvað sem ekki er við hæfi barna og því er mikilvægt fyrir foreldra að spyrja börn sín reglulega hvort eitthvað veki óhug hjá þeim eða hvort eitthvað sem þau hafi séð í sjónvarpinu liggi þungt á þeim. Bandaríska barnalæknafélagið hefur áður beint þeim tilmælum til for- eldra að börn horfi ekki á sjónvarp í meira en tvo tíma á dag og sænskur sérfræðingur sem rætt er við í SvD vill að sænskir foreldrar taki þau tilmæli einnig til sín. Sjónvarpið getur haft áhrif á svefn ungra barna Morgunblaðið/Sverrir  BÖRN H ugþrautarfólk getur nú glaðst yf- ir því að hafa nóg að velta vöng- um yfir í sumarfríinu. Nýlega kom út Bókin um Kakuro en Kakuro er rökrænn gátuleikur sem minnir mikið á Sudoku sem hefur verið mjög vinsælt út um allan heim að undanförnu. Lárus Jón Guðmundsson hjá Hugall, sem gefur bókina út, segir þessar gátur nokkuð svipaðar Sudoku en með meiri dýpt. „Kakuro er svipað og krossgáta nema með tölur í stað orða. Aðeins má nota tölur á bilinu 1 til 9, það má bara nota hverja tölu einu sinni í hverri lausnarlínu og allar tölur línunnar sam- anlagðar verða að vera jafnar vísbendingartöl- unni.“ Aðspurður hvort þetta sé erfitt segir Lárus þá sem leysi gáturnar þurfa að hafa ágæta rök- hugsun ásamt pínulítilli færni í hugarreikningi. „Maður þarf í rauninni ekki að vera rosagóður í stærðfræði til að leysa Kakuro þar sem ekki þarf að leggja saman upp í hærra en 45. Létt- ustu gáturnar gætu jafnvel hentað krökkum niður í tíu ára.“ Í bókinni eru 100 Kakuro-gátur á mismunandi styrkleikastigi „Í Íslensku staðfærslunni á Kakuro lék ég mér að því að endurskíra styrkleikastigin í bókinni en þau eru fimm. Léttasta gátan heitir Garmur, svo kemur Greipur, Garpur, Glámur og Grettir en hann er erfiðasta stigið. Garmur er bara garmur, greipur þýðir handsterkur, garpur er sterkari en greipur og Grettir vann Glám.“ Rakst á Kakuro á ferðalagi Lárus kynntist Kakuro þegar hann var á ferðalagi í Englandi síðastliðið haust. „Við hjónin vorum í helgarferð og ég rakst á Kak- uro-bók í bókabúð og greip með mér. Ég heill- aðist strax því þetta er sniðugt og ávanabind- andi, nú reyni ég að leysa gátu eins oft og ég get.“ Kakuro er upp- runalega komið frá Jap- an en Lárus segir það þekkt í Bandaríkjunum undir heitinu „Cross sums“ sem mætti þýða samlagning í kross. „Kakuro er ekkert nýtt en hefur verið mjög vinsælt í Bretlandi að und- anförnu og útgáfurétturinn hefur verið seldur til flestra Evrópulanda,“ segir Lárus en hann sjálfur hefur mjög gaman af Kakuro eins og venjulegum krossgátum og Sudoku. „Svona hugarþrautir eru ögrandi og gaman að takast á við þær.“  AFÞREYING | Kakuro er rökrænn gátuleikur frá Japan Leysi gátu eins oft og ég get Morgunblaðið/ÞÖK Lárus Jón Guðmundsson hefur gaman að því að leysa Kakuro-gátur. Garmur er léttasta stig- ið en Grettir það erfiðasta Gæði sæðis minnka með aldrinum, aðþví er bandarísk könnun leiðir í ljós.Í Aftenposten er bent á að karlar al- veg eins og konur þurfi að hugsa um líf- fræðilegu klukkuna þegar kemur að barn- eignum. Bandarískir vísindamenn hafa nú fundið samhengi á milli erfðafræðilegra gæða sæðis og aldurs karlmannanna og telja að erfða- efnið verði lélegra með árunum. Rannsakað var DNA í sæði frá 97 körlum á aldrinum 22–80 ára og niðurstöðurnar benda til þess að því eldri sem karlar eru, því fleiri sáð- frumur hafi galla í DNA. Líkurnar á því að karlar beri áfram erfðagallann sem leiðir til dvergvaxtar aukast einnig með aldrinum. Að sögn Andrews Wyrobeks, forsvarsmanns rannsóknarinnar, sem fór fram í Kaliforníu, sýnir rannsóknin fram á að karlar sem bíða með barneignir fram eftir aldri geta átt á hættu að frjóvgun takist ekki auk þess sem líkurnar á erfðagalla hjá afkvæminu aukast. Morgunblaðið/Ómar Niðurstöður benda til að því eldri sem karlar eru því fleiri sáðfrumur hafi galla í DNA.  RANNSÓKN Sæðið verður lélegra með árunum Þungaðar konur sem vinna streituvaldandivinnu ættu ekki að vinna meira en 32tíma á viku, að því er hollensk rannsókn bendir til. Í Svenska Dagbladet kemur fram að rannsóknin hafi tekið til 7.000 þungaðra kvenna og í ljós hafi komið að þær sem unnu streitu- valdandi vinnu meira en 32 tíma á viku áttu á hættu að eignast of létt börn, þ.e. að meðaltali 150 g léttari en börn þeirra sem unnu minna. Ástæðan er talin hátt gildi streituhormónsins kortisól sem kemst í gegnum fylgjuna til fóst- ursins. Áður er þekkt að kortisól getur hindrað fósturvöxt. Stressaðar óléttar konur eiga þar að auki frekar á hættu að fá of háan blóðþrýsting sem getur minnkað blóðstreymi til fóstursins. Þrátt fyrir að rannsakaðar hafi verið konur sem unnu yfir 32 tíma á viku ráðleggja vísindamenn- irnir í Amsterdam þunguðum konum að vinna ekki meira en 24 tíma á viku.  HEILSA Styttri vinnuvika á meðgöngu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.