Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF S jómannaverður haldinn hátíðlegur um helgina. Í mörgum sjávarplássum er sjómannadagurinn ein stærsta hátíð árs- ins; allir sem einn flykkjast heimamenn niður á bryggju og þorpin fyllast af gestum sem koma til að taka þátt í hátíð- arhöldunum. Í borginni er stemningin ekki sú sama – í það minnsta efa ég að sama eftirvænting hafi ríkt meðal krakka í Reykjavík og hjá Eyjapeyjum og vestfirskum „púkum“ síðastliðna viku. ,,Það er af sem áður var,“ hefur mér heyrst vera viðkvæðið hér í borginni. Og sjómannadagurinn er ekki einn um að fá þessa umsögn; í fréttum af hátíðarhöldunum á fyrsta maí sl. þótti það t.d. mark- verðast hversu fáir mættu í kröfugönguna. Merking þessara hátíð- isdaga er augljóslega að breyt- ast í hugum fólks og ef marka má bölsýnisraddirnar þá er hún að hverfa. Það held ég hins vegar að sé stórlega orðum aukið. Að sjálf- sögðu hafa þessir dagar ekki lengur sömu þýðingu og áður. Til dæmis var sjómannadag- urinn upphaflega miðaður við vertíðarlok og var þannig uppskeruhátíð sem markaði mikilvæg tímamót í dagatalið. Þegar kvótakerfinu var komið á leið þetta undir lok og nú eru það ekki lengur árstíðir, gæftir og sókn sem ráða aflanum heldur vísindaráðgjöf og aflaheimildir. Ef eitthvað einkennir samtímann fremur öðru þá hljóta það að vera breytingar. Sjómennska, útgerð, skip og fiskvinnsla, allt hefur þetta tekið gríðarlegum breytingum á síðustu árum. Stundum er sagt að róm- antíkin og mannlífið í kringum geirann hafi minnkað á þessum tíma, en er það endilega satt? Undanfarin ár hafa verið eitt lengsta og mesta hagvaxtarskeið í sögu þjóðarinnar. Þeg- ar svo háttar beinist athygli okkar venjulega að vaxtarbroddinum – nýjabrumið vekur eðli- lega forvitni okkar og nú er það viðskiptalífið sem helst þykir spennandi. Verðbréfavísitölur hafa skipað sér sess við hlið aflatalna sem vísbending um afkomu þjóðarinnar. En þótt fjölbreytni atvinnulífsins hafi aukist mikið á síðustu árum og fleira fangi athygli okkar, þá sækja menn enn sjóinn og ekkert síður fast nú en áður. Á tímum mikilla breytinga er kannski enn frekar tilefni til að halda sjómannadaginn hátíðlegan. Ef tenging barna og unglinga við sjávarútveginn fer dvínandi, er þá ekki enn ríkari ástæða til að fjöl- menna niður á bryggju með krakkana; fara í siglingu á fiskibát, sjá fiska í öðru ljósi en soðna og stappaða í tómatssósu, læra kannski einn sjómannshnút og glöggva sig aðeins á því hvað bjóðir, trossur, dragnót og hrognkelsi eiginlega merkja. Þeir sem vilja fá stemn- inguna beint í æð geta lagt land undir fót, skellt tjaldvagninum á bíl- krókinn og brunað í næsta sjávarpláss og tekið þátt í hátíðarhöld- unum. Íslendingar eiga ekki að þurfa að kafa djúpt til að finna raunveru- lega tengingu við sjóinn og sjómennsku. Flestir eiga afa eða feður sem til lengri eða skemmri tíma voru sjómenn og allir eiga í það minnsta frænda sem lagt hefur stund á sjómennsku. Merking sjó- mannadagsins hefur breyst, en þegar allt kemur til alls þá ráðum við því sjálf hvaða merkingu við leggjum í dagana. Höldum merkjum sjómannadagsins á lofti, mætum niður á bryggju og treystum bönd- in við hafið. Að lokum vil ég óska sjómönnum til hamingju með daginn. BRYGGJUSPJALL | Kristján Torfi Einarsson Sjómannadagurinn þá og nú Merking þessara hátíðisdaga er aug- ljóslega að breytast í hugum fólks og ef marka má bölsýnis- raddirnar þá er hún að hverfa. kte@mbl.is                !  "# #                                  !" #$%  &'   &"    %  #%  () %" %  '%* #% + %*  ,  ,  &  %  -./01 &21#%  3       %   & .0 + %*   4 %*  4. 02%   5 %*   672  89& % 8. :;"" %". 0  0 %  < %%   0 %      !" & * =;220   -1>" -0%*  ! #$  %  5?=@ -A0   0 0                    /  /  /     / / / / ; %" 1 ;  0 0  /   / /  /   /  /      / /  /  / /  / / / / / / / / / / / B  CD B /CD / B / CD B / CD B /CD B / CD B CD B  CD B CD / B / CD B /CD / B / CD / / / / / B /  CD / / / / / 4 * 0   *" % : #0 A  *" E ( -                     /  /  /   / / / /                     /  /     / /                      /    /     / /   < 0   A )$   :4 F "%  &2 *  0            /  / /   / / / / ÚR VERINU HEIMSMARKAÐSVERÐ á mik- ilvægum málmum, svo sem áli, gulli, silfri og kopar, hefur lækkað verulega á síðustu fjórum vikum. Þannig hefur verð á áli lækkað um 24% síðan 11. maí á málmmark- aðinum í London (London Metal Exchange). Samkvæmt frétt AFP-fréttastof- unnar hefur verðþróun á málmum snúist algjörlega við eftir að verð hækkaði mikið á fyrri hluta ársins. Sem dæmi má nefna að verð á únsu af gulli hefur lækkað um 15% á síðustu fjórum vikum og á sama tímabili hefur verð á silfri lækkað um 24%. Verð á kopar hefur lækk- að um 16% á tímabilinu. En hvað er það sem veldur þessum um- skiptum? Vaxtahækkanir eða bóla? Þessari spurningu er ekki auð- svarað og hafa nokkrar skýringar verið settar fram. Ein er sú að á síðustu misserum hafi verð á málmum einfaldlega verið allt of hátt og að hér hafi því verið um verðbólu að ræða sem nú sé sprungin. Meðal þeirra sem hafa haldið þessu fram eru sérfræðingar franska bankans Societé Generale. „Við erum viss um að lækkun síð- ustu daga sýni einmitt fram á að spákaupmennska hafi ýtt verðinu upp,“ segir Frederic Lasserre, sérfræðingur hjá bankanum, við AFP. Að hans mati var verð málma á bilinu 70–150% hærra en eðlilegt var þegar það náði há- marki fyrir um mánuði síðan. Í ljósi þess að þessi lækkun end- urspeglar lækkun á hlutabréfum sem einnig hefur átt sér stað að undanförnu virðist þó önnur skýr- ing vera líklegri, þ.e. að hækkun stýrivaxta að undanförnu sé farin að hafa áhrif til lækkunar. Þegar vextir hækka færa einhverjir fjár- festar peninga sína yfir í skulda- bréf. Báðir eignaflokkar eru taldir tiltölulega áhættulitlir og þar sem vaxtastig í heiminum hefur verið lágt á síðustu árum hafa margir leitað yfir í málma. Þegar vextir hækka leita fjárfestar sem vilja dreifa áhættu sinni í skuldabréf og samtímis dregst eftirspurn eftir málmum á heimsmarkaði saman. Þetta á sérstaklega við þegar von er á frekari vaxtahækkunum. Hátt í sögulegu samhengi Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórn- unarsviðs Norðuráls, segir að þrátt fyrir lækkanirnar undanfarn- ar vikur sé álverð enn hátt í sögu- legu samhengi. Í dag sé verðið um 2.500 bandaríkjadalir fyrir tonnið en meðalverð í fyrra hafi verið um 1.900 dalir . Það sem af er þessu ári fór álverð hæst í um 3.275 dali tonnið þann 11. maí síðastliðinn og hafði það þá ekki verið hærra í 18 ár. Ragnar segir erfitt að segja nokkuð til um þróun álverðs á næstunni en hjá Norðuráli séu menn mjög sáttir við það verð sem fáist fyrir framleiðsluna. Mikil verðlækkun málma á heimsmarkaði  G% &# ,  ,A G$% & &   ( ( (    !! "   # *    $ %  Eftir Guðmund Sverri Þór og Sigurhönnu Kristinsdóttur Morgunblaðið/Ómar FJÁRFESTIRINN Pálmi Haraldsson hefur tekið völdin í sænska flatskjáaframleiðslu- fyrirtækinu Multi Q og rekið alla stjórn félagsins. „Við- skiptaumhverfið í Svíþjóð er jákvætt og ég er að líta á fleiri fyrirtæki sem skráð eru í kauphöllinni í Stokkhólmi,“ segir Pálmi í samtali við Da- gens Industri, sem talar um hallarbyltingu í Multi Q. Pálmi á um 22% hlut í Ze- tadisplay, sem er stærsti hluthafi í Multi Q en Zetad- islpay framleiðir einnig flatskjái. Með samstarfi við aðra hluthafa í Multi Q hefur Pálmi tryggt sér völdin í fé- laginu og samkvæmt DI styð- ur hann hugmyndir um sam- runa félaganna. „Þetta eru tvö góð félög og það eru kost- ir við að sameina þau,“ segir hann. Mats Johansson, forstjóri Zetadisplay, mun nú taka sæti í stjórn Multi Q og það mun Matthías Páll Imsland, starfsmaður Fons eignar- haldsfélags og stjórnarfor- maður ferðaskrifstofunnar Ticket, einnig gera. Pálmi með hallarbylt- ingu í Multi Q 6 *H -I8    C C &:-= ! J     C C ? ?  K,J     C C K,J ( % 6       C C 5?=J !L G%      C C STJÓRN bresku verslanakeðj- unnar House of Fraser hefur sam- þykkt að veita Baugi Group að- gang að bókhaldi fyrirtækisins til að geta hafið áreiðanleikakönnun á því. Þetta gerðist í kjölfar þess að stjórnin samþykkti að styðja hugsanlegt kauptilboð Baugs og hefur hún fallist á þær hugmyndir Baugs að greiða 356 milljónir punda fyrir fyrirtækið, jafnvirði rúmlega 48 milljarða íslenskra króna. Breskir fjölmiðlar greina frá þessu. Í frétt TimesOnline segir að nú taki við um sex vikna tímabil þar sem Baugur vinni að áreiðanleika- könnun á House of Fraser, sem á um 60 verslanir á Bretlandseyj- um. Frá því var greint í aprílmánuði síðastliðnum að Baugur hefði Stjórn House of Fraser styður tilboð Baugs keypt um 10% hlut í House of Fra- ser. Í framhaldinu sögðu breskir fjölmiðlar frá því að Baugur væri orðaður við hugsanlega yfirtöku á félaginu. Í maímánuði síðastliðnum kom svo fram í tilkynningu frá House of Fraser til kauphallarinnar í London að Baugur ætti í viðræð- um við stjórn félagsins um mögu- leika á að leggja fram tilboð í fyr- irtækið. Árið 2002 átti Baugur um 10% í House of Fraser en hlutabréfin höfðu verið keypt á þónokkrum tíma. Um svipað leyti gerði skoski fjárfestirinn Tom Hunter yfir- tökutilboð í félagið sem ekki var tekið. Baugur seldi hlut sinn árið 2004 og var talinn hafa hagnast um 10 milljónir punda á viðskiptunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.